Morgunblaðið - 24.07.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.07.1964, Blaðsíða 12
12 MOHGUNBLAOIÐ Fostudagur 24. jölí 1964 JMtágtmlfóifrtfr Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvaemdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjorar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands • í lausasölu kr. 5.00 eintakið. ENDURSKOÐUN FRÆÐSL UKERFISINS rinn þýðingarmesti þáttur hverSiþjóðfélags er fræðslu kerfi þess. Þýðingarmesta auðlindin er fólkið, hæfileik- ar þess og starfsorka.' Skipu- lag og löggjöf um fræðslu og menntamál eru því snarundin öllum áætlunum um framfar- ir og hagsæld. Fræðslumálin eru þannig mikilvægur þátt- ur efnahagsmála hvers þjóð- félags. Þessari staðreynd er oft ekki gaumur gefinn, vegna þess að árangur og afleiðing- ar af ráðstöfunum í fræðslu- málum á atvinnulífið koma ekki í ljós fyrr en eftir nokk- uð langan tíma, og oft virðist mönnum nærtækara að leita annarra skýringa á því, sem miður fór. Stórum hluta þjóðartekna er árlega varið til fræðslu- mála, bæði reksturs fræðslu- kerfisins og uppbyggingar. Mörgum vex þessi upphæð í augum og enn örlar á hinni gömlu skoðun, að menntun sé munaður. Þeim fjölgar þó stöðugt, sem sjá og vita, að menntun og fræðsla þegn- anna, bæði tæknilega og vís- indalega, er ekki aðeins svöl- un á lærdómsþorsta og for- vitni, heldur efnahagsmál og sjálfstæðismál allrar þjóðar- innar. Og menntun einnar þjóðar hlýtur að vera sam- tvinnuð, almenn menntun, tæknimenntun og æðri mennt un. Bóklegt nám hlýtur að fara saman með verklegri kennslu og ekki má gleyma líkamsrækt, því að tilgangur fræðslulaga á ekki að vera að ala upp heilsulitla bókaorma, sem slitnað hafa úr tengslum við það þjóðfélag, sem þeir eiga að starfa í og lifa. For- senda þess árangurs, sem vænta verður af fræðslukerf- inu, er auk skipulagningar, vandaðri kennslubækur, vel menntaðir kennarar, hús- næði, áhöld og f járhagsleg að- staða fyrir þá, sem eru að afla sér menntunar. Á öllum þessum sviðum er umbóta þörf hér á landi. Margt strand ar að vísu á fjárskorti fá- mennrar þjóðar, en sú afsök- un dugar þó ei fyrr en það er gert, sem hægt er. Um fræðslumál gilda nú u.þ.b. fimmtíu lög og eru flest þeirra nokkuð komin til ára sinna. Við lestur þessara fjöl- mörgu lagafyrirmæla er erfitt að grípa á heildarstefnu eða tilgangi fræðslukerfisins. — Margt er úrelt eða handahófs- kennt, en annað er ástæða til þess að ræða með hugsanlega endurskoðun fyrir augum. Það virðist því kominn tími til þess, að fram fari heildar- endurskoðun menntunar og fræðslukerfisins. í síðastliðn- um mánuði ritaði Bjarni Benediktsson, forsætisráð- herra og formaður Sjálfstæðis flokksins, bréf til ungra Sjálf- stæðismanna. í bréfi þessu ræðir formaður Sjálfstæðis- flokksins hinn mikla þátt, sem ungir Sjálfstæðismenn hafi átt í mótun stefnu flokksins. Óskar Bjarnj eftir því, að ungir Sjálfstæðismenn skipi nefndir til rannsóknar á til- teknum, afmörkuðum við- fangsefnum með það fyrir augum, að álit þeirra megi verða til þess að móta stefnu flokksins. Segir Bjarni Bene- diktsson í bréfinu, að vel fari á því, að fyrsta viðfangsefnið verði: Menntun íslenzkrar æsku. Það er ekki að efa, að ung- ir Sjálfstæðismenn bregðist hressilega við óskum for- manns flokks síns. Fer vel á því, að hugsjónaríkir og bjart sýnir forustumenn æskunnar, sem enn eru við skólanám eða hafa nýlokið hverskonar námi, stigi fyrsta skrefið til heildarendurskoðunar hins ís- lenzka fræðslukerfis. UNDIRLÆGJUR KOMMÚNISTA rT'íminn sækir oft dæmisögur til útlanda í málflutningi sínum. Það skortir þó oft skiln ing og vit á hinum erlendu aðstæðum til þess að aðhæfa dæmin íslenzkum staðháttum. Um skeið voru dæmin sótt til Suður-Ameríku og reynt að færa firn úr stjórnmálum þar í álfu heim og saman við ís- lenzka stjórnmálaflokka. Inn- sýn í orsakir og afleiðingar í stjórnmálum þar syðra skorti þó til þess að dæmin yrðu tal- in skynsamleg. Hefur því á- hugi Tímans á fordæmum-frá Suður-Ameríku dvínað. Nú hyggst Tíminn hagnast með bandarískum afturhalds- mönnum á framboði Gold- waters, öldungadeildarþing- manns. En enn skortir skiln- inginn á hinu erlenda ástandi til þess að dæmisagan gangi upp. Tíminn vitnar réttilega til þess, að samtök öfgamanna í Bandaríkjunum hafa oft kall að þarlenda stjórnmálamenn „hálfkommúnista eða undir- lægjur kommúnista“, eins og sagt er í forustugrein í Tím- anum í gær. Menn eins og Eisenhower, Johnson forseti "ÞAÐ brúffkaup, sem vakið heíur mesta athygli í Loadon í sumar, fór fram fyrir nokkr- um dögum. Ástæðan til jþess hve mikið var rætt og ritað um þetta brúðkaup er fyrst og fremst sú, að brúðguminn heitir Winston Spencer Churc- hill og er sonarsonur Sir Winstons. Brúðurin Minnie d’Erianger er dóttir fyrrv. „Brúðkaup sumarsins/y í London framkvæmdastjóra b r e z k a flugfélagsins B.O.A.C. Winston og Minnie voru gef in saman borgaralega vegna þess að hann tilheyrir ensku kirkjunni, en hún er kaþólsk. Athöfnin var mjög látlaus, en á eftir hófust veizluhöl-d með miklum glæsibrag. Fyrst drukku brúðhjónin kampavín í garði afa brúðgumans, Sir Winstons, ásamt fjölskyldum sínum. Síðan tóku þau á móti tæplega 200 gestum í Hyde Park Hotel. Þar skar brúð- guminn brúðartertuna með sverði, sem einn af forfeðrum hans bar í orustu 1706. Brúðguminn, sem er 23 ára, hefur þegar fetað í fótspor föður síns, Randolphs, og afa og gerzt stjórnmálafréttarit- ari. Einnig hefur hann skrifað bók, sem kemur út á næst- unni og fjallar um ferð hans um Afríku í lítilli flugvél við annan mann. Winston og Minnie vonast til þess að geta eytt hluta hveitibrauðsdaga sinna í Kín- verska alþýðulýðveldinu, en þau hafa ekki enn fengið vegabréfsáritun. Takist þeim að fá áritun ætlar Winston að nota tækifærið og skrifa nokkrar greinar frá Kína. Hugum aðvopnunum segir Krúsjeff, og ræðir dhrif Goldwaters d stefnu USA, ndi hann kjöri Varsjá 21. júlí — AP, NTB NIKITA Krúsjeff, forsætis- og Stevenson hafa oft verið kallaðir slíkum nöfnum vestra. Þetta þykir Tímanum sam- bærilegt við það, þegar ýms- ar beinar aðgerðir forustu- manna Framsóknarflokksins til stuðnings kommúnistum hérlendis hafa verið nefndar réttu nafni og sagt, að Tím- inn og leiðtogar Framsóknar- flokksins hafi þar komið fram sem undirlægjur kommúnista. Auðvitað eru nefndir banda rískir stjórnmálamenn ekki undirlægjur kommúnista. Þvert á móti. Hvenær hafa þeir t.d. stofnað til æsinga á- samt kommúnistum eða stað- ið með þeim gegnum þykkt og þunnt í stjórnarandstöðu? Það hafa Framsóknarmenn hinsvegar gert og því rétti- lega verið nefndir „undirlægj- ur kommúnista“. Öfgamenn vestra mundu þó varla sýna þeim þá sanngirni, enda lítt kunnir aðstæðum hér heima fyrir og kviklyndi .Fram- sóknarflokksins og aðferðum. Þeir myndu áreiðanlega kalla Framsóknarleiðtogana ó- svikna línukommúnista! Tíminn ætti því að vera gagnrýnendum Framsóknar- flokksins þakklátur fyrir sann girnina og skilninginn á því, hve ýmsar freistingar hafa reynzt flokknum erfiðar. ráðherra Sovétríkjanna, lýsti því yfir í Vairsjá í dag, að sovézkum ráðamönnum standi ekki á sama uim frama Barry Goldwaters, forseta- efnis Repúblikana í Banda- ríkjunum. Krúsjeff sagði, að athygli að beinast að þeim manni, sem gæti orðið forseti Banda ríkjanna, og því haft utan- ríkisstefnu þeirra í hendi sér á næstu árum. „Sé hernaðaryfirlýsingu'm haldið á lofti, meðan á kosn- ingabaráttunni stendur, fer ekki hjá því að sásíalistalöndm dragi af því sína eigin álykt- anir“. Forsætisráðherrann kom í dag til Varsjár til að taka þátt í hátíð, sem haldin er til að mina ast þess, að 20 ár eru liðin, síð- an kommúnistar komust til valda í PóllandL Knisjeflf skýrði frá því 1 ræðu sinni, að A-Evrópulöndin væru á varðbergi, „og huguðu að vopnum sínum, ef til þess kæmi, að breyting yrði gerð á utanríkisstefnu Bandaríkj anna“. Krúsjeflf, sem var all þungur í tón, sagði að heimurinn horfð- ist nú í augu við, að velja þyrftt millum „þjóðarsjálflselsku og aU þjóðasamstarfs“. Um 300 manns voru á fllug- vellinum í Varsjá, er Krúsjeff kom þar í dag, að því er AP- fréttastofan segir. Tyrkland, íron og Pokistnn tnkn npp nónori somvinnu Istanbul, 22. júlí — (AP) — ÞRJÚ aðildarríki Mið-Asíu- bandalagsins, Tyrkland, íran og Pakistan, hafa haldið hér tveggja daga ráðstefnu um nánari sam- vinnu í ýmsum málum, „til þess að flýta fyrir almennri þróun landanna“ eins og sagt var í yfir- lýsingu sem gefin var út er ráð- stefnunni lauk. Samþykkt var að setja á stofn sameiginlegt flugfélag til að ann- ast millilandaflug og ef til vill einnig alþjóðlegt skipafélag. — Einnig var ákveðið að lækka póst burðargjöld og afnema vega- bréfaáritanir milli landanna og stuðla að aukinni verzlun þeirra í milli. Til þess að annast framkvæmd samningsins mun sett á stofn nefnd utanríkisráðherra land- anna og henni til aðstoðar verð- ur önnur nefnd sem í eiga sæti forstöðumenn skipulagsmála í löndunum þrem. Öðrum löndum mun heimilt að gerast aðilar að samningi þess- um, sem talinn er algerlega ópóli- tískur. Rætt hefur verið um a8 höfuðstöðvar samvinnu landann* verði í Afghanistan. í tilkynningu, sem íranskeis- ari, Mohamed Reza Pahlevi, Ayub Khan, forseti Paikstan og forseti Tyrklands, Kema Gurzel, gáfu út í dag, sagði að þeir von- uðu að samningurinn myndl verða til þess að flýta fyrir þró- un landanna og stuðla að friði og öryggi. Afríkuleiðtogar Kairo, 2. júlí, AP. f DAG fóm leiðtogar Afríku- ríkjanna sem undanfarið hafa setið hér á ráðstefnu um vandar mál Afríku, að tygja sig til heim ferðar. Allir eru leiðtogarnir kvaldir með mikilli virðingu. Skotið er úr 21 byssu þeim til heiðurs og Nasser Egyptalands- forseti fylgir þeim á flugvöllinn. Hefur forsetinn átt svo annríkt við að kveðja gesti sína að hann hefur dvalizt á flugvallarhótel-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.