Morgunblaðið - 07.08.1964, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Fostudagur 7. águst 1964
Borð, bekkir, rúm
steypt með húsunum
Nýstárlegar hugmyndir
í húsagerðarlist. Viðtal
við Högnu Sigurðar-
dóttur, arkitekt
HÓGNA Sigurðardóttir arki-
tekt starfar jöfnum höndum í
Frakklandi og á íslandi. í
Frakklandi hlaut hún menntun
sína og vann sér í verðlaun
fyrir úrlausn á lokaprófi starfs-
réttindi sem franskur arkitekt.
Hún dvelst nú til haustsins á ís-
landi til eftirlits með verkefnum
þeim, sem hún er að vinna að
hér heima. Þriggja ára dóttir
hennar, Sólveig, er í Vestmanna
eyjum hjá afa og ömmu, og
eiginmaður hennar, Gerald
Anspach, er nýkominn á eftir
þeim mæðgum.
Það er ætíð gaman að hitta
Högnu að máli.' Með henni
berst ferskur andblær utan úr
heimi. í starfi sínu hefur hún
sínar ákveðnu nýstárlegu hug-
myndir og stendur í framvarðar
sveit „moderne" arkitekta.
Þessar hugmyndir koma fram í
einbýlishúsum, sem hún teikn-
ar bæði hér á Islandi og í
Frakklandi fyrir þá sem hafa
dirfsku til að stíga úr alfara-
leið og falla þau í geð. Og I
vetur eyddi hún fjórum mán-
uðum j það að gera uppdrætti
að 50 þús. manna viðbótarbæ
við borgina Reims í félagi við
franskan arkitekt og með að-
stoðarfólki, og komst í úrslit til
verðlauna. Teikningarnar fengu
mikið lof dómnefndar, en hug-
myndirnar þóttu of nýstárlegar
til að borgaryfirvöldin þyrðu
að taka þær.
Tal okkar Högnu um starf
hennar og hugmyndir í húsa-
gerðarlist byrjaði aðeins sem
vinarabb og átti ekki að verða
blaðaviðtal, en mér þóttu út-
skýringar hennar svo skemmti-
legar að ég ákvað að leyfa
'wnri
r. \
. V . ' \
\ ," v v' -' V
— Er ekki hætt við að flata
þakið leki ef gróður er á því?
— Sérstök plata hindrar að
rætur geti nagað sig niður í
einangrunina og grasbletturinn
er verjandi. Hann einangrar og
hindrar misþenslu á plötunni.
Sérkenni hvers byggingar-
efnis eru látin halda sér eins og
hægt er. Burðarstólpar, * bitar
og óeinangraðir veggir eru
ekki nýtt. Hér áður fyrr var
talið að húsin nýttust betur
með fostum rúmbálkum og jafn
vel lokrekkjum. Og í gömlu
grísku húsunum sér maður víða
fasta bekki og rúm út með
veggjum, sem byggð eru með
þeim, og hyrslur grópaðar í
veggi. Þegar arininn er stað-
settur í stofunni, þá er gefið
að Jbúarnir hafa ekki löngun til
að flytja sætin frá honum. Ef
rúmið er vel ígrundað, þá er
eins og viss húsgö,gn eigi sér
ákveðna staði, sem maður finn-
ur ekki til löngunar til að
breyta. Aftur á móti þurfa önn-
ur að vera hreyfanleg. Ef fyrir
þessu er hugsað þegar húsið
er byggt, sparar það m.a. hús-
gagnakaup.
Ur svefnherbergi. Teiggir ná ekki alveg upp í loft ,svo loftflöt-
ur geti haldið áfram óhindraður, en glerrenningar eru efst á
veggjum.
segir Högna. Þar hugsa ég
mest um opnu formin inni.
Stofurnar eru ekki stórar, ein
aðalstofa með smærri eining-
um út frá, en engum hurðum
á milli. Útsýnið opnast ekki allt
í einu, þegar komið er inn í
húsið. Hindranir eru í veginum
og maður gengur niður á móti
því, þar til það blasir allt í einu
við eftir nokkurn undirbúning.
Eldhúsið er í miðju húsi með
ofanlýsingu og öll innrétting
innbyggð í veggi, eins og al-
gengt er. f þessu húsi er ennþá
Arininn opnast í tvær stofur. Setustofumegin er lægri gróp í gólfið og á bekkina í kring eru
lagðar sessur fyrir fólkið að sitja á framan við arininn. Myndirnar eru úr húsi, sem Högna hefur
teiknað I Reykjavík.
Högna Sigurðardóttir.
fleirum að taka þátt í viðræð-
um okkar, jafnvel þó búast
megi við að mörgum komi
byggingarnar nokkuð nýstár-
lega fyrir sjónir.
Sérkenni byggingarcfnis halda
sér
í nýbyggðu húsi einu í
Reykjavík hafa sérkennilegar
hugmyndir Hógnu verið út-
færðar. Lóðin er lítil. Þess
vegna er þakið notað sern
garður. — Þar er dásam-
legt útsýni og ekkert truflar
þegar upp er komið, segir
Högna.
ópússaðir. Það gerir það að
verkum, að allt annað virkar
miklu fágaðra, viðurinn, glerið,
ullarteppin og hinar marglitu
sessur. Gróður sá sem vex upp
úr geysistórum blómareit, er
steyptur er niður í gólfið fram-
an við einn aðalglugga stof-
unnar og heldur síðan áfram
handan við gluggann út á sval-
irnar, virðist meiri og enn líf-
legri við það. Stofur eru sam-
felldar og svefnherbergin af-
síðis. Veggir milli þeirra ná
ekki alveg upp, því þá getur
loftið haldað ófram í óslitnum
fleti, en glerrenningar eru efst
á veggjum.
■ Arininn í stofunni ei op-
inn bæði borðstofu- og setu-
stofumegin. Framan við hann
stofumegin er gólfið tveim-
ur þrepum lægra og um-
hverfis „holu“ þessa eru
steyptir bekkir, sem lagðar eru
á sessur, þar sem fólk situr í
hálfhring framan við eldinn.
Þarna kemur fram sú skoðun
Högnu, að sumt af húsgögnun-
um eigi að byggja með húsun-
um, enda eru í þessu húsi
steyptir bekkir og borð á
nokkrum stöðum, þ.e.a.s. undir-
stöður borða, sem teppin ná
upp á og plata úr viði síðan
lögð ofan á.
— Það ætti alveg eins að vera
hægt að gera sér grein fyrir
hvar ákveðin húsgögn eiga að
vera í stofunum, eins og við
ákveðum nú hvar hlutirnir eiga
heima í eldhúsunum og smíð-
um fasta eldhúsinnréttingu,
segir Högna. Þetta er reyndar
Vegigir, gólf og húsgögn mynda
eina heild.
Þessar hugmyndir hefur
Högna útfært í enn ríkara mæli
í tveimur húsum, sem eru í
byggingu í Kópavogi. Það bús-
ið, sem lengra er komið, er við
Sunnubraut. — Það stendur á
dásamlegum stað með fögru
útsýni til suðurs, að sjónum.
meira af húsgögnum steypt
strax en í því sem við töluðum
um áðan. T. d. er borðstofuborð
steypt, svo og bekkur út úr
vegg og bekkir við arinmn. Og
borð ganga upp úr hellulögðu
gólfinu í stofunni. í svefnher-
bergjum eru rúmibálkar upp-
steyptir, sem síðan eru settar
dýnur í. Veggir, gólf og hús-
gögn eiga að mynda eina heild.
Á gólfi og veggjum eru sams-
konar steinar dreifðir í steyp-
unni, en þéttastir í gólfi og
kringum samskeytin, svo veggir
og gólf renna saman í eitt á að
sjá.
— Þetta hlýtur að verða tals-
vert dýrara í uppsteypingu?
— Já,' en þegar þetta hús er
uppsteypt er svo mikið búið.
T. d. er engin gluggasmíði, því
glerin eru felld í steypuna með
einangrunarefni og þar eru
engir opnir gluggar, heldur
gluggahlerar sem opnast, eins
og ég reyndar hefi útfært áður.
í þessu húsi er nær engin
pússning eftir, lítið af hurðum
nema á svefnherbergjum og
baði og að auki sparast kaup á
heilmiklu af húsgögnum, eftir
að^ búið er að steypa.
f kjallaranum er svo báta-
skýli og geymslur, og gert er
ráð fyrir sérstökum skjólvegg
við húsið, sem er rúnnaður og
mishár, þannig að hann hlífi
fyrir norðanvindinum, en
skyggi ekki á sólina. Að utan
er það kannski helzt sem at-
hygli vekur, að engar rennur
eru á þakinu, en vatninu hleypt
niður um koparklæddar opnar
raufar niður eftir veggjunum.
Það gæti orðið fallegt í frosti,
ef maður t. d. fengi grýlukerti
á koparinn, segir Högna og
hlær við. Annað hús í svipuð-
um anda hefur hún teiknað og
er það í byggingu í Hrauntungu
í Kópavogi.
Einbýlishús
í Fontainbeau-skógi.
Næstu viðfangsefni á þessu
sviði er einbýlishús, sem Högna
á að teikna í Fontainbleau-
skógi skammt frá París 1
Frakklandi, og þar hefur hún
hugsað sér að útfæra fyrr-
nefndar hugmyndir sínar út I
æsar. Eigandi hússins er sjálfur
arkitekt og jafnframt verk-
fræðingur, sem rekur stórt
byggingarfyrirtæki í París, og
ætlar hann að gefa Högnu
frjálsar hendur um teikningu
Framlhald á bls. 11 ,
msmm
í þessari stofu eru steypt nokkur húsgögn með húsinu. Takið t.d. eftir bekknum við stigauppgang
inn og borðinu á miðju gólfi, þar sem gólfteppið nær upp á steyptan stall en viðarplata lögð
ofan á.