Morgunblaðið - 07.08.1964, Page 23

Morgunblaðið - 07.08.1964, Page 23
1 Föstudagur 7. ágúst 1964 MORCU NBLAÐIÐ 23 SEX fjölskyldur, ein frá tiverju Norðurlandann-a, fóru fyrir verzlunarmannahelgina út í Refshammerskaga við Ny- köbíng Mors og dvelja þar út' þessa viku í sumarbústaða- hverfinu „Oasen“ á kostnað danska útvarpsins, sem stend ur fyrir þessari tilraun með norræna sambúð í sjón og raun. Á hverju kyöldi eru um- ræðufundir með fjölskyldun- um sex og er þeim útvarpað um upptökustöðina í Skive, sem er þar nærri. Ákveðið efni er tekið fyrir dag hvern og snerust umræðurnar fyrsta kvöldið um Svía (Svenskerne er nú s& stilige), næsta kvöld- Andrés Björnsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, ásamt konu sinni, frú Margréti Viihjálmsdóttur og dætrunum Valgerði, 15 ára, Margréti Birnu, 6 ára og syninum Ólafi Bjarna, sem er níu ára, fyrir utan einn sumarbústaðanna í Nyköbing -Mors. — Fjöiskyldan dvelst þarna næstu viku á vegum danska útvarps- ins ásamt sex fjölskyldum öðrum og hygigst útvarpið með þessu komast að raun um hve mikið kveði að norrænni samvinnu í verki. Norræn samvinna í sjón og raun - sex fjölskyldur í sumarbústað ið um Færeyinga (Er Danne- brog máske ikke godt nok til Færingerne?), þá um ísland ; (Hvad skal Island med vore h&ndskrifter?), Norðmenn | (Dovregubben kan ikke tæmmes), Finna (Finnerne drikker og stikker med kniv), Dani (Danskerne er hygge- lige og har humor) og loks er þátturinn „Kan vi sammen?“ á laugardag og gera þá fjöl- skyldurnar það upp við sig hvort norræn samvinna sé annað óg meira en skrúð- mælgi og fögur fyrirheit, hvort mismunur þjóðanna innbyrðis, framandi tungumál o.fl. geri það að verkum að þær þoli hver aðra ekki til lengdar. x Fjöiskyldurnar sex, sem þátt taka í tilraun danska útvarpsins um norræna samvinnu í sjón og rauú. Lengst til vinstri er fulitrúi Norðmanna, lektor Trygve Bull, stórþingsmaður, með fjöl- skyldu sinni, þá dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, Andrés Björnsson og fjölskylda hans og danski tæknifræðingurinn Frank Mortensen sem sér um hina tæknilegu hlið útvarpssendinganna, ásamt konu og syni, og landi hans, Poul Erik Söe, dagskrármaður, sem sér um allt útvarpsefnið frá sumarbúðunum að öðru leyti, ásamt fjölskyldu sinni. Fulltrúi Færeyja, Heðin Brú, rithöf- undur, með f jölskylduL sinni kcmur næst, þá finnska fjölskyldan, magister Christian Mahlem og hans fólk, og loks fulltrúi Svíþjóðar, Jörgen Vyeibuil, dósent, Lundi, kunnur fyrirlesari um málefni Norðurlandanna. — Stefna Framhald af bls. 1. ar grafgötur um, að stjórn N- Vietnam geti auðveldlega orðið sér úti um eldsneytisbigðir í stað þeirra, er eyðilögðust í loftár- ásunrun í gær. Kínverjar verði fljótir að sjá þeim fyrir öllum hernaðarlegum nauðsynjum og jafnvel sé talið, að Kússar hafi þegar hafið hergagnaflutninga til N-Vietnam. í NTB frétt frá Bangkok segir eftir bandariska sendiráðinu, að akveðið hafi verið að senda tvær flugvéladeildir til Thailands. Verði þær þar viðbúnar ef til frekari átaka skyldi koma. Og AP-frétt frá Honolulu segir, að tvær deiidir orrustuþota og könn unarþota séu komnar til, Hickam herstöðvarinnar og þaif sé við- búið nær 25.000 manna lið úr landher og flota. Frá Formósu berast fregnir um viðbúnað vegna ástandsins í SA-Asíu. • Stuðningur við Bandaríkjastjórn Á Bandaríkjaþingi lögðu Dean Rusk, utanríkisráðherra og Robert McNamara, landvama- ráðherra, fram tilmæli um ein- dreginn stuðning þingsins við stefnu stjórnarinnar í Vietnam. Utanríkis- og varnamálanefndir beggja deilda tóku tilmælin þegar til meðferðar. Á sameig- iiilegum fundi nefndanna í öld- ungadeildinni voru þau samþykkt með öllum greiddum atkvæðum nema einu — atkvæði Wayne Morse, öldungadeildarþingmanns demókrata frá Oregon. Síðan var tilmælunum vísað til öld- ungadeildarinnar sjálfrar. nefndum fulltrúadeilda^innar fer atkvæðagreiðsla fram í kvöld eða á morgun og búist er við, að tilmælin verði afgreidd í báð- um deildum á morgun. Meðal erlendra ríkisstjórna, er lýstu stuðningi við stefnu Banda ríkjastjórnar í dag voru stjórnir Bretlands, Malaysíu og Ítalíu. Sir Douglas Home, forsætisráð- herra Bretlands, sagði við frétta- menn í dag, að Bandaríkjastjórn væri í fullum rétti og Richard Butler, utanríkisráðherra Bret- lands væri reiðubúinn að fara vestur um haf hvenær sem væri til skrafs og ráðagerða. Af hálfu norsku stjórnarinnar var lýst áhyggjum yfir ástandinu í Vietnam, en í yfirlýsingu Hal- vard Lange," utanríkisráðherra um málið, kveðst hann og stjórn- in setja allt traust sitt á Örygg- isráð Sameinuðu Þjóðanna. Tunku Abdul Rahman, forsætis- ráðherra Malasíu, sem staddur er í London, birti yfirlýsingu í dag, þar sem lýst var eindegn- __ um stuðningi við Bandaíkja- stjórn. En meðal þeirra, sem for- dæmt hafa aðgerðir hennar eru kommúnistaflokkar Noregs og Japanis og stjðrn Kúbu. • Yfirlýsingar kommúnista Stjórnir N-Vietnam og Kín- verska alþýðulýðveldisins hafa báðar sent frá sér opinberar yfir lýsingar um atburðina í gær, þar sem Bandaríkjastjórn er harð lega vítt. í morgun hvatti stjórn N-Vietnam Banaaríkjastjórn til að binda þegar í stað enda á aljar hernaðaraðgerðir gegn Vietnam. Var lögð áherzla á, að það, sem gerði mál þetta sérstak- lega alvarlegt, Yseru sú stað- reynd, að Johnson, Bandaríkja-- forseti hefði sjálfur gefið beinar skipanir um loftárás. HLjóti árásin að teljast vandlega undir- búin fyrirfram enda varpi hún skýru ljósi yfir fyrirætlanir Bandaríkjamanna um að gera innrás í Norður-Vietnam. Segir stjórnin í Hanoi árás Bandaríkjanna gróft brot á Gen- farsáttmálanum frá 1954 um sjálfstæði ríkjanna í Indó-Kína og auki hún mjög þá hættu, að átökin í SA-Asiu breiðist út eins og eldur í sinu. Loks segir, að staðhæfing Bandaríkjanna um hina endurteknu árás tundur- skeytabátanna á bandarísku her- skipin á Tonkin-flóa sé uppspuni einn og Bandaríkjastjórn beri fulla ábyrgð á afleiðingum gerða sinna. Þá var tilkynnt í Hanoi síð- degis í dag, að átta bandarískar flugvélar hafi verið skotnar niður í loftárásunum í gær og þrjár aðrar laskaðar mjög. Einn bandarískur hermaður var tek- inn til fa-nga, og fylgdi fregn- inni, að hann héti Everett Alvarez og væri 27 ára að aldri, Síðdegis í dag voru sendiherr- ar og aðrir starfsmenn erlendra séndiráða í Peking kallaðiir á fund í kínverska utanríkisráðu- neytinu og þeim afhent yfirlýs- ing kínversku stjórnarinnar, um atburðina í N-Vietnam er birt var í morgun. í yfirlýsingunni segir, að loftárás Bandaríkja-1 manna á hafnarbæi í N-Vietnam hafi verið fyrirfram undirbúin og tilefnislaus með öllu. Segir og, að samkvæmt Genfar sátt- málanum frá 1954 um sjálfstæði ríkjanna í Indó-Kína beri hverju þeirra takmarkalaus réttur til sjálfsvarnar. Sé það skylda allra þjóða, er virða vilja Genfar sátt málanna, að koma N-Vietnam til aðstoðar. Pekingstjórnin leggur áherzlu á, að Kína og N-Vietnam séu bræðraþjóðir, árás á N-Vietnam sé sama og árás á Kína, sem muni veita hinu fyrrnefnda alla hugsanlega aðstoð. Megi vænta þess, að öll kommúnísk ríki leggist á eitt um að verja N-Vietnam gegn Bandaríkja- mönnum. — Barizt Framhald af bls. 1. vélar með lækna og lyf, ef nauð- syn krefur. Þegar eru í borginni tveir læknar, er starfa á vegum SÞ og nokkrir bandarískir og evrópskir trúboðar. Stanleyville hefur frá því Kongó hlaut sjálfstæði ávallt verið miðstöð andspyrnu- og uppreisnarhreyfinga. Þaðan er stjórnarandstæðingurinn '‘Antoine Gizenga, sem nýlega var látinn laus úr fangelsi fyrir tilstilli Moise Tshombe, sem áður fyrr var höfuðandstæðingur hans. — Tshombe fór nýlega í heimsókn til Stanleyville og var þar vel tekið af borgarbúum, en forystu- menn uppreisnarmanna ségjast aldrei inunu sætta sig við_stjórn hans. • Struelens ekki sendiherra Moise Tshombe hefur borið til baka þá fregn að Belgíumað- urinn, Michel Struelens, eigi að verða sendiherra Kongó í Was- hington. í tilkynningu frá Tshombe um málið, segir, að þótt Struelens hafi vissulega unnið Kongó' mikið gagn, ætti öUum að vera ljóst, að Kongóbú- ar sjálfir hljóti að skipa sendi- herrastöður lands síns en ekki evrópskir menn. • Hvítir fluttir frá Manono Að sögn AFP-fréttastofunnar hafa allir hvítir menn í bænum lyianono í Norður-Katanga verið fluttir þaðan til Elisabethville. í Manono hafa stjórnarhermenn hörfað til baka af ótta við árásir uppreisnarmanna,' er koma frá Gaudouinville við Tanganyika- vatnið. — Blekkingar . Framhald af bls. 24. 255.270 kr., en ekki lækkun um rúmar tvö hundruð þús- und, eins og „Þjóðviljinn“ segir. Hér er áð lokum til fróð- leiks birt skrá yfir heildar- gjöld þeirra aðila, sem „Þjóð- viljinn" telur upp í gær á lækkunarlista, sínum. Þeir greiða í ár til ríkis og borgar, sem hér segir: Þorvaldur Guðmundsson 633.653.00 SteindóV Einarsson 506.662.00 Kornelíus Jónsson 101.045.00 Jónas Hvannberg 471.192.00 Sighvatur Einarsson 260.753.00 Guðni Ólafsson 176.548.00 Björgvin Schram 163.157.00 Sigurliði Kristjánsson og Valdimar Þórðarson 721.325.00 Óskar Einarsson 46.737.00 Helga Marteinsdóttir 159.402.00 (Gjöld Hvannbergsbræðra, Silla & Valda og Röðuls eru hér talin með eigendum, ef bera á þessar tölur saman við árið 1958, en þá greiddu þeir aðiiar persónulega skatt af •þessum fyrirtækjum). Pierpont Kvenúr hefur tapazt. Skilvís finnandi hringi í síma 40687. — Fundarlaun. Adenauer og Goldwater Bonn, 4. ágúst (AP). ADENAUER, fyrrum kanzlári V. Þýzkalands, átaldi í dag þýzk dagblöð fyrir .árásir þeirra á framboð Barry Gold wates í Öandaríkjunum. Sagði Adenauer að hér væri um innanríkismál Bandaríkj- anna að ræða, og með tilliti til fortíðarinnar og nazism- ans í Þýzkalandi færi það Þjóðverjum illa að kenna öðrum þjóðum hvernig þær ættu að ráða málum sínum. • Ho Chi Minh farinn frá? NTB-fréttastofan skýrði einnig frá því í morgun, að orðrómur væri upp um, að leiðtogi komm- únista í Norður-Vietnam, Ho Chi Minh hefði sagt af sér og í hans stað væri kominn maður að nafni Le Duan, er vinveittari væri Kínverjum en hinn fyrr- nefndi. Ekki hefur þessi orðróm- ur fengizt staðfestur og heldur þykir ólíklegt, að hér sé rétt með farið. Alla vega fylgdi fréttinni, að Ho Chi Minh hefði farið frá vegna þess, að stefna hans hefði leitt til þessara átaka við Banda- ríkin — og að Le Dunan væri leiðtogi þess árms stjórnarinnar í Hanoi, sem vinveittari væri Kín verjum en Ho Chi Minh. / Stjórnarnefnd , Lyngássheimilisins biður sjálfboðaliða úr Styrktarfélagi vangefinna aðstoðar við hreinsun á lóð heimilisins eftir hádegi á laugardag, 8. ágúst, ef veður leyfir’. Vinsamlegast hafið garðverkfæri með ykkur. ’ \

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.