Alþýðublaðið - 22.01.1930, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.01.1930, Blaðsíða 3
alþýðublaðið 3 Beztu tyrknesku cigaretturnar í 20 stk. pökkum, sem kosta kr. 1,25, eru: Tstrklsh Wesfminsfter Gigareftftar. A. V. I hverlum pakba eru samskonar fallegar laiadslagsinyndirogíConimander'ClgarettupSkkum Fást i öllnm verzlaunm. óskast i tnnanhússmálnlngu í húseign bæjarins, „Grimsbý“ við Smyrilsveg. Upplýsingar hjá Magnúsi 'V. Jöhannessyni fátækraiulltrúa, Tilboð, rnerkt „Grímsbý" — Málning, séu komin til borgarstjóra fyrir miðvikudag 29. pessa mánaðar klukkan 1 árdegis og verða pá opnuð á viðurvist bjóðenda, er mæta kunna. Borgarstjórinn í fieykjavik, 21. janúar 1930. K. Zimsen* málgagn ungra |aínaðarmanna, kemur út í fyrramálið. Börn óskast tii að sel|a blaðið. Komið í Alpýðuhúsið kl. 9 í fyrramálið. "fánsson og ritarar Halléór Ste- "fánason og Magníis Jónsson. I efri deild var Guðmundur ól- -afsson kosinn forseíi, Jón Bald- vinsson og Ingvar Pálmason varaforsetar og Jón í Stóradal og Jónas Krístjánsson skrifarar. Forsetakosningin í -sarneiimðu jringi mun hafa komið mörgum á óvart. Bjuggust flestir við, a! „Framsókn" myndi enga ástæðu telja til -pess aö skifta um forseta, j en önnur raun hefir á orðið. Magn- ús Torfason var látinn fara, Ás- geír settur í hans stað. Eru í- haldsmenn ákaflega hróðugir yfir pessum mannaskiftum og hæla ýmsúm ,,Framsóknar“-júngmönn- ium á hvert reipi, enda virðist ’nú draga mjög til samkomulags með íhöldunum báðum. — At- kvæðagreiðsla íhaldsmanna er og næsta eftirtektarverð. í fyrra kusu jjeir allir sem einn Jóhannes fyrv. 'bæjarfógeta til forseta sam- einaðs 'pings. Var þó nýfállinn á hann 'þá sektardómur í undir- rétti fyrir að hafa dregið sér af vaxtafé búa, er hann hafði x vörzlu sinni sem opinber skifta- ráðandi. Þá gerðist íhaldið alt samábyrgt með Jóhannesi, vildi setja hann í sæti Jóns Sigurðs- sonax. Máli Jóhannesar er enn jxá litlu lengra komið enn í fýrra, dómur hæstaréttar er enn eigi fallinn. Eti nú kaus ekki einn ein- asti maður Jóhannes til forseta. Er þetta vottur þess, að íhalds- menn líti nú öðrum augum á gerðir hans en í fyrra, að jxeir séu að segja upp samábyrgðinni ? Eða telja jxeir óheppilegt vegna bæjárstjórnarkosninganna að fylkja sér nú um Jóhannes og tefla honum fram sem sínum hæfasta manni til að skipa sæti Jóns forseta? Bæjarstlórnarfréttlr. Frá síðasta fundi. — (Frh.) Tryggingar gegn tjóni at , JarðsbJálfta. Jón .Ásbjörnsson flutti tillögu jxess efnis, að borgarstjóra værl falið að rannsaka, hvort og með hveTjum skilyrðum væri hægt að fá hús bæjarbúa tryggð gego tjóni iaf jarðskjálftum og jarð- eldum. Kvaðst hann hafa hugs- að jietta mál lengi og nú vilja hreyfa jxví, áður en hann kveddi bæjarstjórn' fyrir fult og alt. Taldi Jíklegt, að steinsteypuMs myndu fást trygð fyrir 1,5 af þúsundi á ári og hús úr jám- bentri steinsteypu fyrir 1 af þús- undi, timbuThús sennilega fyrir nokkru hærra. Húseignir bæjar- búa jiálgast nú óðum 100 millj- ónir að brunabótaverði og yrði því iðgjaldagreiðslan sennilega um 200 þús. kr. á ári. — TilL Jóns um að fela borgarstjóra að rannsaka þetta var samjxykt í einu hljðði. KjSrsbrárkagrur. Urn 265 kærur höfðu borist kjörskrárnefnd. Við athuguni reyndust 52 af ’þeim að vera á skrá undix öðrum nöfnum. Um 20 voru ýmist of ungir, dánir eða bxotlegir við hegningarlögin. Nefnd isú, er skipuð var til jxess að athuga kæriurnar og gera til- lögur til bæjarstjórnar. iagði til, að um 60 yrði bætt á skrá. þar á meðal ýmsum, er skulduðu bamsmeðlög. Stefán Jóhann og Sigurður Jónasson höfðu lagt til í nefndinni, að sama yrði gert við alla hina, sem eins stæði á um, en íhaldsmennirnir héldu fast við verðleikamat Jóns Þorláks- sonar og tóku að eins fáa „verð- xiga“ á skrá. Meðal annars fórn- uðu j)eir 2 helztu „æskulýðsfon< kólfum“ Heimdalls til jxess að bægja fjölda annara frá. — Fór svo, að tillögur nefndarinnar voru samþyktar. Lðgreglasainp;htiii Bréf frá ríkisstjórninni var birt bæjarstjórn. Var efni þess, að lögreglusamþyktin nýja hefðí verið staðfest, yrði birt í næsta hefti stjórnartiðindanna og skyldi öðlast gildi 1. febrúar næstkom- andL Kvaðst borgarstjóri hafa á- kveðið að láta prenta af henni 8000 eintök og útbýta ókeypis um bæinn, — svo að menn viti hvernig þeir eiga að hegða sér til þess að verða ekki dregnir fyrir lögreglustjórann. Jrarasókn* færist nær inaidinn. íhaldsflokkurinn á þingi kvað hafa samþykt að kjósa Ásgeir Ásgeirsson til forseta sameinaðs þings, ef á þyTfti að halda. Er sagt, að nokkrir „Framsóknar“- menn hafi verið reiðubúnir til þessa samkomulags, ef Ásgeif yrði ekki ofan á í flokknum, og þá ætlað að taka höndum saman við íhaldið, hvað sem flokknum liði. Hafi þá „Framsókn" látið undan og kosið Ásgeir. 1 bæjarstjórnarkosningum hér í Reykjavík byrjuðu „Framsóknar"- menn með talsverðri gagnrýni á gerðum íhaldsins, en eftir þvi, sem málin eru meira rædd, þá kemur betur og betur í ljós, að „Framsókn“ stendur mjög nærri íhaldinu í flestum málum, og að árásirnar eru ekki nema réíf í lónni. Erlemd símskesrtL Lundúnum, FB., 20. jan. „United Press“ tilkynnir: R.-100. „R-100", nýja risaloftskipið brezka, flaug yfir Lundúni snemrna í dag. Sást til þess láust fyrir klukkan 10 og flaug það yfir Thames, síðan hringinn’ f kring um Westminster og yfir bústað forsætisráðherra, nr. 10 í Downing Street. Flugið er sett í samband við flotamálafundinn, sem er um það' bil að hefjast, þannig, að brezka flugmálaráðuneytið hafi sent loft- skipið upp yfir Lundúni til þess að varpa kveðju á hina erlendu þ'átttakendur í flotamálafundin- um. < Síðar er símað: „R-100“ kom aftur til Carding- ton í Bedfordshire kl. 3 e. h. að afloknu Lundúnafíugi sínu. Lundúnum, FB., 21. jan. Spánski fjámtálaráðherrami biðst lausnar. Frá Madrid er símað: Calvo Sateto fjármálaráðherra hefir beðist lausnar vegna ágreinings við Primo Rivera. Samkvæmt á- reiðanlegum heimildum stafar á- greiningurinn af því, að fjár- málaráðherrann var á annari skoðun en Rivera viðvíkjandi þátttöku Spánar í starfsemi Al- þjóðabankans, aðallega um upp- hæð þá, er Spánn skyldi leggja til, og enn fremur, að Primo Ri- vera hefir ekki tekið afstöðu til verðfestingar pesetans. Keisari Jeysir upp ping. Frá Tokio er simað: Keisarinn hefir leyst upp þingið. , Lundúnaráðstefnan hefst. Flotamálaráðstefnan í Lundún- um var sett laust eftir kl. 11 í dag. Forsætisráðherra Bretlands, Ramsay MacDonald, hefir verið kosinn forsetí ráðstefnunnar. £ ræðu, sem hann hélt, kvað hann allar þjóðir búast við þvi, að sá yrði árangur af fundinum, að flotastórveldin fimm (Bretlané, Bandaríkin, Frakkland, ítalía og Japan) komi sér samaxi um að draga svo úr vígbúnaði á sjó, að herskipaflotar 'þeirra nægi að eins til öryggistryggingar. Enn fremur kvað hann nauðsynlegt að taka sérstaklega til meðferð- ar strandvarnir og hernaðarflug- tæki í sambandi við vígbúnað á sjó. Loks lagði hann mikla á- herzlu á að vinna kap psamlega að því, að samkomulag náist. Fregnir hafa borist um, að ræðurnar, sem öllum var útvarp- að, hafi heyrst út um alla Ev- rópu, í Römaborg, Madrid, Vín- arborg og Berlín Einnig heyrð- ust þær í New York, Chicago, Denver og Montreal. í ræðu, er Stimsorx ráðherra hélt, sagði hann m. a., að tak-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.