Alþýðublaðið - 22.01.1930, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.01.1930, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 'TH mörkun vigbúnaðar yröi að fara fram stig af stigi. ,*Við lítiun á afvopnun sem takmark, sem við munum ná smám.saman með því að halda áfram samvinnunni og tilraununum tii umbóta." Að lokinni ræðu Stimsons tal- aði Tardieu fyrir hönd frakk- nesku fulltrúanna og svo hver af öðrum. Lundúnum, FB., 22. jan. Manndráp á Samóaeyjum. . Frá Apia er símað: 28. dez. iVOTU 8 Samoa-eyjarskeggjar og einn brezkur lögreglúpjónn idrepnir, og er réttarrannsókn nú að byrja í málinu. Fregnir koma. seint og ógreinilega frá eyjun- um vegna skeytaskoðunar, en ‘fullvist er, að mikil æsing er þar, viðskifti lömuð og að vopn- aðir hennenn hafa verið settir á vörð á alla þýðingarmikla staði. (Apia er borg á Opulu, einni af Samoaeyjum, íbúatala um 500. •— Samoaeyjar eru í Kyrrahafí. Þjóðverjar náðu yfirráðum á Opulu árið 1900, en eyjan var sett imdir vernd Breta eftir heimsstyrjöldina. Bandaríkjamenn hafta náð yfirráðum á sumum eyjanna.) Um daginK og iregiran. Í.O.ÍG.t DRÖFN nr. 55 biður alla emb- ættismenn sína og aðrá félaga að mæta í -gamla G.-T.-húsinu f kvöld kl. 8V2 stundvíslega. Æ. T. Nætarlæknir er í nótt Hannes Guðmundsson, Hverfisgötu 12, gengið inn af Ingólfsstræti andspænis Gamla Bíó, sími 105. Skipafréttir. „Lýra“ kom í nótt frá Noregi. 1 morgun kom enskt saltskip hingað. — Þýzkur togari kom í gærkveldi með sjúkan mann og enskur togari í morgun til við- gerðar. Hafði stjórnpallurinn laskast í sjógangi 'V . -... Veðrið. KL 8 í rnorgxm var 3 stiga hiti tí.1 2 stiga frost, 0 í Reykjavík. Otíit hér um slóðir: Suðvestan- kaldi. Snjóél. á t.ao»/.e?k.Áv 6- ■. Fró Sandgerði. (Simað til Veðurstofunnar kl. 8 í morgun.) Suðvestankaldi og snjóéL Mjög slæmt sjóveður. Engir bátar á sjó. Blindir menn. Þar sem hér í Reykjavík vant- ar algeriega skýrslur um, hve margir blindir menn eru hér, óg bagaiegt mjög að geta ekki vitað tölu ‘þeirra, eru það vinsamleg tilmæli til allra blindra manna eða aðstandenda þeirra og hús- ráðenda að gefa sem glegstar upplýsingar um þá til Þorsteins Bjarnasonar í Körfugerðinni, Skólavörðustig 3, sem allra fyrst (simi 2165). Heróp ihaidsins. Á kjördag við síðustu bæjar- stjórnarkosningar, sem var 28. jan. 1928, sagði „Morgunblaðið“: „Heróp ykkar í dag á að vera þetta: Guðmundur Jóhannsson skal í bæjarstjórn.“ En menn gegndu blaðinu ekki þá, frekar en endranær. Guðmundur féll, og það var leiðinlegt fyrir hann. Nú fellur Guðmundur aftur, en það eT ekkert leiðinlegt fyrir hann, og ekki held ég 'skömm sé að því að falla með Knúti. b. ísfisksala. „Egill Skallagrimsison“ seldi afla sinn í fyrra dag, 900 kassa, fyrir 2457 sterlingspxmd. Síminn. Verið er að koma simanmn í .lag. Voru 10 staurar brotnir skamt frá Korpúlfsstöðum. Rit- símasamband er til Austfjarða og talsímasamband er norður, en á færri þráðum en venjulega með- an verið er að gera við símann. Æskuiýðsfundnrinn í gærkve'di. Fundurinn i gærkveldi hófst stundvislega kl. 8 og stóð yfir til kl. rúmlega 1, -eða í 5 klst. Húsiö vaT þéttskipað út á götu. Töluðu 12 ungir menn af hálfu alþýðunnar, en 8 úr hópi „Heim- dalls“, sem var afar-fámennUr á fundinum og að mestu skipaður smádrengjum, 11—14 ára. Varð töluverður hiti í umræðum, en engar óeirðir urðu að undanteknu þvi, að einn „ungur“ íhaldsmaðuf, sem flækst hafði drukkinn inn á fundinn, var tekinn og látinn út af lögreglunni. Var það Mey- vant Sigurðsson bifreiðarstjóri. — Verður nánar skýrt frá fundin- um í nýju blaði, er kemur öit á morgun. Hvorki borgarstjóri né neinn fulltrúi frá „Framsókninni" létu sjá sig á fundinum. Hvenær keraur þriðja greinin ? Guðm. Jóhannsson er búinn að rita tvær greinar í „Morgun- . blaðið“, eina um almennings- vagna, en hina um húsnæðismál- ið. Sagt er að þriðja greinin sé á leiðínni .og heiti: Hvernig gr.ceða má á kartöflurœkt, pó út- gjöldin séii 30 púsund, en tekj- urnar uð eins 160 krónur. Jón B aldvinsson eða fósturson Claéssens. Jón Baldvinsson er 7. maður á lista Alþýðuflökksins. Á móti honum teflir íhaldið Pétri Haf- stein, „ósýnilega manninum", eins og gárungarnir kalla hann. Hvor þessara er líklegri til að vrnna að nytsemdamálum alþýðu i Reykja- vík? Hvot er líklegri til að lita á hag Claessens Skildinganesseig- anda? „KyndilC H|árta«ás smjerliklð blað ungra alþýðumanna, kem- ur út í fyrra málið og verður selt á götunum. Rökþrot ihaldsins. Ihaldsliðið hefir nú gefið upp alla vörn. Bloð þess eru löngu hætt að reyna að afsaka mis- gerðir Knútsliða í bæjarstjórn- inni. Þremenningarnir við „Morg- unblaðið“ eru uppgefnir, ,,Vísis“-' Páll líka. Þá var guðfræðikenn- arinn „N.“ fenginn til að fylla dálka blaðanna með hræsnis- slepju sinni. Svo viðbjóðsleg varð slepja hans og Farísea- hræsni, að jafnvel flestum íhalds- mönnum ofbauð og lýstu fullrj vanþokk sinni á slíkum skrifum. En þegar neyðin var stærst kom hjálpin: Sigmundur í bamaskóla- portinu, dyravörður af Knúts náð. Nú er hann aðalritstjóri „Vísis", en Páll settur af. Skrifar hafm nú væmið og viðbjóðslegt skjall um brodda íhaldsins, byrj- laði á Jóni Ölafssyni, en honum klýjaði svo, að hann bað Sig- mund hætta. Kom þá röðin. að Ólafi Thors, sannkristnum dánu-\ manni, sem upp er alinn í guðs- ótta og góðum siðum og af ein- tómmn brjóstgæðum elur önn fyrir heilum hóp fáráðlinga, sjó- manna og verkamanna, sem ekki hafa vit á að bjarga sér sj.álfir. — Svona er lýsingin. Næst koma væntanlega Árni frá Múla, Valtýr, Magnús í vindinum og fleiri slík- ,ir rétttrúaðir dánumenn. Sig- mundur er ágætur íhaldsritstjóri, alveg við hæfi íhaldsins. - V ■ Á ávöxtunura skuluð þér þekkja þá. Guðmundur Jóhannsson vill.nú verða bæjarfulltrúi. Hann hefir áður verið reyndur sæmilega í trúnaðarstarfi fyrir bæinn. Kart- öfluræktin í Brautarholti var rek- in undir umsjón hans, hand- leiðslu og forsjá með aðstoð • Knúts. Niðurstaðan varð: Út- gjöldin urðu nœrri 361/2 púsund krónur, en upp- skeran, ávöxturinn, var seld •jyrir 160 krónur. Knútur staðfesti þenna reikning 19. júni 1919 og lét bæinn greiða tekjuhallan, kr. 35143, 64. Á á- vöxtunum í Brautarholtsgörðun- um skuluð þið þekk ja ráðs- mensku Guðmundar. Og þetta er nú helzti stólpagripur íhaldsins. Hann telja þeir óhætt að nefna, en alls ekki Knút. .Morgnnblaðsuritinenska. Fyrir nokkru, 16. þ. m., flutti „Mgbl.“ greinarkom um Halldór Kiljan Laxness. Var því þar logið upp,.að Laxness hefði viðhaft á „Dagsbrúnar“-fundi alt önnur um- mæli mn kaupmenn en hann lét falla þar. Enn fremur var í grein- arkorni þessu prentuð upp setn- er bezt Asgarðnr Manið, að fjölbreyttasta úr- valið af veggmyndum og spor- öskjurömmum er á Freyjugötu 11, sími 2105. Sokkar. Sokkar. Sokkar frá prjónastofunni Malin eru Í9- lenzkir, endingarbeztir, hlýjastir. Munið, að alls konar kven-og barna-fatnaður fæst altaf í fjöl- breyttu úrvali á Laugavegi 5. MUNIÐ: Ei ykkur vantar hús« gögn ,ný og vönduð — einnig notuð —, þá komið f fornsöluna, Vatnsstíg 3, sími 1738. ing, sem sagt var að væri úr AI- þýðubókinni eftir Kiljan, en alls ekki stendur þar. Laxness krafð- ist þess samdægurs, að blaðið birti leiðréttingar, en Valtýr neit- aði. Létj.þá Laxness stefnuvotta birta ritstjórum „MgbL" leiðrétt- ingamar og krafðist þess', sam- kv. tilskipun um prentfrelsi, að þær væri tafarlaust, birtar. Síðan hafa komið nokkur blöð af Mogga, en leiðréttingarnar sjást þar ekki, — Þannig er ritmenska Valtýs, Jóns og Árha. Þeir falsa tilvitnanir í prentaðar bækur og ljúga um orð manna, jsem hafa talað þau í áheym hundraða. Þeim er alveg sama þótt hver og einn geti gengið úr skugga um skrök þeirra og falsanir. Sekt- irnar borga auglýsendur blaðsins og stýrktarmenn, sem Islands- banki lánar veltuféð. Eftirlitsmaður eldfæra er ákaflega mikið á ferðinni nú, enda er skamt til; kosninga- Sjálfsagt er full þörf á að athuga eldfærin víða og er vonandi, a,Ö manneskjan gleymi því ekki. Ea meira talar hann þó um bjess- unina hann Knút en eldfærin víð- ast hvar. Knútiu: þekkir sínæ Hann kann að velja starfsmenn bæjariiis. Eldabuska. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Haraldur GuQmundsson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.