Morgunblaðið - 12.09.1964, Page 1
24 siðu*
S1 árgangur
213 tbl.. — Laugardagur 12. september 1964 ’ Prentsmiðis Morgunblaðsins
Missirinn er þjóð-
arinnar í heild
Bjami Benediktsson forsætisráðherra
minntist forsetafrúar Dóm Þórhallsdóttur
BJARNl Benediktsson, forsætis-
ráðherra minntist forsetafrúar-
innar, Dóru Þórhallsdóttur,*í út-
varpinu í gær. Honum fórust svo
or^:
Dóra Þórhallsdóttir var þegar
á æskuárum víðkunn sem glæsi-k
leg biskupsdóttir og ötull liðs-
maður ungmennafélaganna á
fyrsta blómaskeiði þeirra. Síðar
giftist hún Ásgeiri Ásgeirssyni,
sem gegnt hefur mörgum vanda-
sömustu og virðingarmestu stöð-
um á landi hér síðasta manns-
aldur. Frú Dóra hefur frá upp-
hafi verið manni sínum ómetan-
leg stoð í öllum hans erilsömu
störfum, enda hin ágætasta hús-
móðir bæði eiginmanni og böm-
um. Tignasta húsfreyja landsins
varð frú Dóra, þegar maður henn
ar var kosinn forseti íslands á
árinu 1952. Síðan hafa þau hjón
setið í sæmdum að Bessastöðum
og víða farið utan lands sem
innan. Hvarvetna þar sem þau
hafa komið eru allir á einu máli
um að frú Dóra Þórhallsdóttir
hafi með glæsimennsku sinni og
göfuglegri framkomu orðið sér
og þjóð sinni til sæmdar. Við
óvænt andlát hennar ríkir því
söknuður meðal allra íslendinga
Og annarra þeirra sem henni hafa
kynnzt. Veit ég að ég mæli fyrir
munn þeirra allra þegar ég votta
herra Asgeiri Asgeirssyni og öðr-
um vandamönnum frú Dóru inni-
lega samúð vegna þeirra mikla
missis enda er missirinn ekki
iþeirra einna, heldur íslenzku
þjóðarinnar í heild.
Tító ræðir við Junos Kndar
um deilumól Sovétríkjanna og Kína
Búdapest, 11. sept. -*• NTB
FORSETI Júgóslavíu, Josef
Broz Tító, kom í dag með
einkajárnbrautarlest il Búda-
pest, í sex daga opinbera heim
sókn til Ungverjalands.
Forsetinn mun eiga þar við-
ræður við ungverska ráða-
menn um deilu kínverska og
sovézka kommúnistaflokks-
ins. Viðræðurnar hófust
skömmu eftir komu Títós.
Forsetinn hélt ræðu við kom-
una til Búdapest. Þar lýsti hann
því yfir, að samband Júgóslavíu
og Ungverjalands hefði farið
mjög batnandi í seinni tíð, og
ættu löndin nú mörg sameiginleg
stefnumál.
Forsætisráðherra Ungverja-
lands, Janos Kadar — sem er
einnig leiðtogi ungverska komm-
únistaflokksins — sagði, að bæði
löndin stefndu að svipuðum mark
miðum í túlkun sósíalismans.
Með Tító í förinni er kona hans,
Jovanka, og Koca Papovic, utan-
ríkisráðherra, svo og einn fremsti
hugmyndafræðingur jógóslav-
neskra kommúnista, Veljko Bla-
hovic. Sérgrein hans er efnahags-
kenningar. Margir aðrir. háttsett-
ir embættismenn í Júgóslavíu
eru með í förinni.
iniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimmuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiKnmiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiMiiiiiiiim
Fá Bretar bikarinn heim eftir 113 ár?
Peter Scott stjórnar brezka bátnum í -
siglingakeppninni um „Ameríkubikarinn44
„Langar til að koma aftur til íslands"
segir hann í samtali við Morgunblaðið
EINS og skýrt er frá ann-
ars staðar í blaðinu, hefst
á þriðjudag keppni, sem
vakið hefur heimsathygli
og mikið hefur verið skrif-
að um í erlend blöð. Er hér
um að ræða siglingakeppni
milli Bandaríkjamanna og
Breta, sem fram fer undan
ströndum Rhode Island. —
Mun keppnin að öllum lík-
indum standa yfir 7 eða 8
daga, og verður fylgzt með
henni af áhuga víða um
heim. Bandaríska snekkj-
an, sem tekur þátt í keppn-
heitir Constellation,
en sú brezka Sovereign, og
er skipstjóri á henni mað-
ur sem íslendingum er að
góðu kunnur og á hér
marga vini og kunningja,
enda heíur hann ferðazt
víða um landið og tengzt
því órjúfandi höndum. Það
er fuglaáhugamaðurinn Pet
er Scott, sonur Scotts hins
þeimsfræga landkönnuðar
Breta. Peter Scott liefur
ekki verið við eina fjöl
felldur í lífinu eins og sjá
má á ævisögu hans, sem út
kom ekki alls fyrir löngu
og margir munu kannast
við hér á Iandi, enda er þar
að finna ýmsan fróðleik
um ferðalög hans hér. —
Ævisaga hans heitir „Eye
of the Wind“.
Morgunblaðið aflaði sér upp
lýsinga um það í gær, hvar
Peter Scott er nú staddur
og náði tali af honum í síma.
Hann virtist fagna þeim áhuga,
sem margir hafa hér á landi á
keppninni og leysti greiðlega
Peter Scott (í miðju) ásamt dr.
á ísland í fuelaleiðaneri Scotts
keppninnar um Ameríkubik-
arinn, eins og hún hefur ver-
ið nefnd. Hann sagði:
„1 113 ár hefur bikarinn
verið í Bandaríkjunum, eða
síðan skonnortan America
vann hann í keppni við Eng-
land 1851. Af heiti þessa skips
hefur keppnin dregið nafn
sitt. 18 sinnum hefur keppn-
in farið fram um bikarinn,
án þess að áskorendum hafi
tekizt að heimta hann úr
höndum Bandaríkjamanna.
Þetta er þvi í 19. skiptið,
Framh. á bls. 2.
úr þeim spflrningum, sem
fréttamaður blaðsins lagði fyr-
ir hann. Peter Scott reynir nú
skip sitt og þjálfar áhöfnina á
þeim slóðum, þar sem keppnin
fer fram, þ.e.a.s. undan strönd
um Rhode Island í Bandaríkj-
unum.
í upphafi samtalsins báðuim
við Peter Scott að segja sögu
Finni Guðmundssyni og Valentínusi Jónssyni. Myndin var tekin §|
til landsins. =
IMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIimillllllllllllllllllllllMIIIIIIIIIIIIIIMIMIMIMIIIIMIIIIIIMIIIIMIIMIIillU