Morgunblaðið - 01.10.1964, Page 1
28 slðtir
-
3
iW m f jfÆt
lyoftleiðir fengu afhenta aðra Rolls Royce — flugvél sína s.l. föstudag og verður hún tek-
in í notkun í þessum mánuði. Hefur hún hlotið nafnið „VilhjálmUr $tefánsson“ eins og sjá má á
þessari mynd, sem tekin var í síðustu viku, — Sjá grein Þorbjörns Guðmundissonar á bls. 1®
«f 11. i hlaðinu í dag, en hann fór til Kanada eg heimsótti Canadair verksmiðjurnar í Montreal
Og íslendingana, sem þar dveljast nú.
Margir nýkjörmr
þingmenn gegn
afhendingu
— segir próf. Bröndum - Nielsen
i samtali
HANDRITAMÁLIÐ er aft-
ur komið á dagskrá, því
frumvarp dönsku stjórnar-
innar verður lagt fyrir
þingið í næstu viku og þá
er gert ráð fyrir að enn
hefjist deilur um málið í
Danmörku. Ailir íslend-
ingar fylgjast með þessu
máli af miklurn áhuga, og
ekki síður nteð því, sem
andstæðingar þeirra segja.
Johannes Bröndum-Niel-
sen, prófessor, fyrrverandi
forntaður stjórnar Árna-
safns er af mörgum talinn
höfuðandstæðingur þess,
að handritin verði afhent.
Hann segist a.nt.k. hafa
verið andstæðingur Jörg-
ens Jörgensens nr. 1, en
Jörgensen var mennta-
málaráðherra, þegar hand-
ritafrumvarpið var lagt
fyrir danska þingið á sín-
um tínta og aðaltalsntaður
þess, að handritin verði af-
hent íslendingunt.
Nú spyrja allir: Hvað
gera andstæðingar hand-
ritamálsins í Danmörku nú
þegar málið er aftur efst á
haugi, menn eins og Brönd-
V/ð Mbl.
unt-Nielsen? Talið er
fullvíst að frumvarpið
um handritaafhendinguna
verði saniþykkt á þinginu
og fræðsluntálaráðherra
Dana, K. B. Andersen, hef-
ur gefið í skyn nú í vik-
unni að afhendingin fari
jafnvel frant fyrir febrúar-
lok. (Sjá Morgunblaðið í
gær).
En Bröndum-Nielsen er
ekki á santa ntáli. Morgun-
blaðið átti símtal við hann
í gær og er það birt í heild
í blaðinu í dag, enda má
telja fullvíst að íslendingar
hafi áhuga á að kynnast
afstöðu hans og santherja
hans.
Bröndum-Nielsen segir
ýmislegt athyglisvert, nt.a.
að margir nýir og ungir
þingntenn verði nú helztu
andstæðingar handrita-
fruntvarps dönsku stjórn-
arinnar, en aðalandstæð-
ingurinn sem fyrr sé
íhaldsþingmaðurinn Poul
Mpller.
Og — hvað segir Brönd-
um-Nielsen um Reykjavík
sem geymslustað handrit-
anna? — Sjá bls. 2.
Lange um deilumál SAS og Loftleiða:
Biður blöðin að fara varlega í sak-
irnar meðan viðræður standi yfir
Einkaskeyti frá fréttaritara
Mbl. í Noregi, Skúla
Skúlasyni.
VEGNA mikilla umræðna
og blaðaskrifa um Loftleið-
ir og afstöðu norrænu flug-
málastjóranna til félagsins
á fundum þeirra í Reykja-
vík nýverið, gerði Mbl.
fréttaritara sínum í Noregi,
Skúla Skúlasyni, orð að
falast eftir ummælum Hal-
vards Lange, utanrikisráð-
herra Noregs um málið.
Það gekk nokkuð erfið-
lega að ná tali af utanríkis-
ráðberranum, þvi hann var
nýkominn frá Belgíu eftir
þriggja vikna nær óslitna
samfylgd með Olafi Nor-
egskonungi um þrjú þjóð-
lönd og hafði auk þess ver-
ið við brúðkaupið í Aþenu,
er þau áttust Konstantín
kóngur og Anna-María af
Danmörku. Þó hafðist það
að lokum og lét Lange svo
ummælt við fréttamann
Mbl. í gærmorgun:
,.Mér þj'kir vænt um að
fá tækifæyi til þess að leið-
réíta misskilning þann sem
vart verður í Möðum varð-
andi viðræður norrænu
flugmálastjóranna um Ioft-
ferðir milli landa þeirra.
Það hefur nefnilega engan
veginn slitnað upp úr þess-
um viðræðum, heldur
halda þær áfram í Reykja-
vík innan skamms. Ég
beini þeim eindregnu til-
mælum til blaðanna, bæði
á Islandi og í Noregi, að
' þau fari varlega í sakirn-
ar er þau gera málið að
umtalsefni, meðan viðræð-
urnar standa yfir. Ef það
er ekki gert, gæti reynzt
erfitt að komast að sam-
komulagi í málinu. Sam-
komulag hefur þegar náðst
um ýmis mikilvæg atriði
og ég vona, að málið verði
leitt til lykta á þann hátt
að öllum líki er hlut eiga
að því. Meira get ég ekki
sagt eins og á stendur.“
Heyrzt hafði, að norski
flugmálastjórinn hefði ver-
ið einna harðskeyttastur
viðskiptis á fundum þeirra
starfsbræðranna hér í
Reykjavík. Aðspurður
hvort svo væri og hverju
það sætti, anzaði Lange af
bragði: „Um það hef ég
ekkert heyrt“.
Halvard Lange