Morgunblaðið - 01.10.1964, Síða 2

Morgunblaðið - 01.10.1964, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 1. okt. 1964 * Handritin eiga heima í menningarbæ ekki í Reykjavík Samtalið við prófessor Johannes - Bróndum IMielsen „Góðan dag, er þetta Brönd um-Nielsen, pióíessor?“ „Já.“ „Þetta er Morgunblaðið. Nú er handritamálið aftur komið á dagskrá.“ „Já.“ „Mættum við spyrja yður nokkurra spurninga um málið, áður en frumvarpið verður lagt fyrir þingið á miðviku- daginn?“ „Já, það verður lagt fram 1 næstu viku.“ „Þá er fyrsta spurningin um afstöðu stjórnar Árnasafns nú?“ „Hún lítur á það sem skyldu sína að vernda safnið sam- kvæmt ákvörðun Árna Magn- ússonar. Hún er skyldug til að nota öll meðul í þessu skyni, e.t.v. einnig málshöfðun, ef nauðsyn krefur. Stjórnin verð ur að gæta handritanna af til- litssemi við vísindalega starf- semi og það safn handrita, sem er í umsjá hennar, og nota öll ráð tií að styðja að vísindarannsókn og koma í veg fyrir að þeim rannsókn- um, sem nú er unnið að, verði hætt.“ „Og þér álitið, að þessari vísindastarfsemi yrði hætt ef handritin kæmu til íslands?“ „Já, þar er ekki hægt að vinna að þessum rannsókn- um eins og hér í Kaupmanna- höfn, t.d. vantar bókasafn á íslandi á borð við hið mikla konunglega bókasafn hér. Slíkt bókasafn er nauðsynleg forsenda þess, að hægt sé að vinna að rannsókn handrit- anna.“ „Haldið þér, prófessor, að hefjast munu málaferli út af handritunum, ef afhending þeirra verður samþykkt á þinginu?“ „Ég geri ráð fyrir því. Ég held að stjórn safnsins muni líta á það sem skyldu sína að reyna að leggja málið fyrir æðsta dómstól.“ „Og teljið þér að það muni seinka afhendingunni, — eða að danska stjórnin muni samt sem áður afhenda handritin?" „Nei, það get ég ekki ímynd að mér, að hún mundi gera. Ríkisstjórnin er neydd til að bíða eftir dómsniðurstöðu." „Handritin hafa verið metin í 100 milljónir d. kr., höfum við lesið í fréttum." „Það er blaðamannatal“, svaraði Bröndum-Nielsen og hló. „Maður getur nefnt 500 milljónir alveg eins og 100 milljónir." „Haldið þér ekki, að Árni Magnússon hefði arfleitt há- skóla í Reykjavík að safni sínu, ef slík stofnun hefði þá verið hér?“ „Því er erfitt að svara. En a.m.k. arfleiddi Konráð Gísla- son Háskólabókasafnið i Kaup mannahöfn að safni sínu, þó að þá væri til æðri skóli á íslandi.“ „Ætlið þér að taka upp harða baráttu gegn afhend- ingu handritanna, nú þegar málið er aftur komið á dag- skrá?“ „Já, og hinir mörgu ungu, nýkjörnu þingmenn munu taka malið upp til athugunar frá grunni og heimsækia Árna safn til að gera sér sem gleggsta grein fyrir því, um möguleika á samningaviðræð- um við stjórnmálamenn.“ „Er prófessor Jón Helgason í nefndinni?“ „Hann er í stjórn Árnasafns, en enginn stjórnarmeðlima er í nefnd einstaklinganna sem ég minntist á.“ „Vitið þér um afstöðu hans til afhendingar handritanna nú?“ „Ég hef ekki leyfi til að segja neitt um afstöðu hans. Árnasafn er grundvöllur alls lífsstarfs hans.“ „Álitið þér ekki að unnt sé að varðveita og rannsaka hand ritin í Reykjavík alveg eins og í Kaupmannahöfn með þeim vísindamönnum, sem hér eru starfandi.“ „Nei, því fær mig enginn til að trúa. í Reykjavík er ekki háskóli með svo um- fangsmiklum heimspekideild- um sem hér í Kaupmannahöfn þar sem hægt er að leggja staðsett i menningarbæ, þar sem eru stofnanir á borð við konunglega bókasafnið o.fl. „Hafið þér komið til ís- lands, Bröndum Nielsen?“ „Nei, ætlunin var að ég færi þangað, en þá skall stríðið á.“ „Ef þér hefðuð komið til íslands, munduð þér kannski lita öðrum augum á málið?“ „Ég efast um það“, svar- aði Bröndum-Nielsen með áherzlu. „Að minnsta kosti hef ég hitt danska kollega, sem dvalizt hafa á Islandi og hafa frekar snúizt gegn af- hendingunni eftir dvölina þar.“ „Og af hverju helzt?“ „Ja, þeir hafa séð íslenzku bókasöfnin sem á engan hátt eru sambærileg við þau dönsku." „En það voru íslenzkir menn sem skrifuðu þessar bækur og það hafa einnig ver ið íslenzkir fræðimenn sem mest hafa lagt af mörkum til rannsókna og útgáfna á þess- um ritum —“ „Néi, þeir skrifuðu þessi handrit og lof sé þeim fyrir það — en hér í Danmörku Johannes Bröndum-Nielsen, fyrrverandi formaður Arnasafnsstjórnar (til hægri) Per Hækkerup, utanríkisráðherra. Myndin er tekin, þegar handritanefnd danska þingsins heim- sótti Árnasafn vorið 1961, en Hækkerup var þá formaður nefndarinnar. þvað allt þetta mál snýst raunverulega. Éæstir hinna eldri stjórnmálamanna vissu neitt um hvað handritamálið snerist. „Hvað um nefndina, sem at- hugað hefur lagalegan grund- völl fyrir afhendingunni?" „Við höfum stofnað til, upp á eigin spýtur, eins konar sam starfshóps sérfræðinga í hand- ritamálinu, sem á að vera stjórn safnsins til stuðnings, þannig, að við munum kanna stund á slafnesk mál, rómönsk mál, sapaanburðamálfræði o.s. frv.“ „Hvert er, að áliti yðar, mesta tjónið af því að hand- ritin verði flutt til íslands?“ „Undirstaða vísindalegra rannsókna hrynur þar með. Hér í Kaupmannahöfn er Árnasafn staðsett miðsvæðis í heiminum, ef svo mætti segja, og hingað sækja visindamenn hvaðanæva að. Stofnun eins og Árnasafn verður að vera hafa vísindalegar rannsóknir staðið með mestum blóma.“ „Segið okkur eitt, pfófess- or, eruð þér ekki sannfærður um það, ef þér skoðið hug yðar hleypidómalaust, að handritin komi til íslands?“ „Nei, langt því frá.“ „Þér haldið kannski að handritafrumvarpið verði fellt í þinginu?“ „Það er einn möguleiki, annar er sá að hæstiréttur kveði upp þann dóm, að lög- in um afhendinguna séu and- stæð stjórnarskránni. „Þér ætlið einhvern tíma að koma til Reykjavíkur?“ „Já.“ „Hvað eruð þér gamall.“ „Áttatíu ára — og með fullt vinnuþrek.“ „Þið segið í einkanefnd- inni, ef svo má kalla hana, að þið getið fengið nóg af peningum til að berjast gegn afhendingunni. Við lásum það í fréttum í dag. „Já.“ „Hvaðan fáið þið þessa peninga?" „Það verður hlutverk nefndarinnar að sjá um það — og við munum þegar hefjast handa.“ „Kannski úr Carlsberg- sjóðnum?" „Alls ekki.“ „En fáið þið þá þessa pen- inga hjá einstaklingum?“ „Já.“ „Af hverju stafar áhugi þessa fólks? Er þetta hug- sjón?“ „Já. Þetta er krafa vísind- anna.‘ „EJn segið okkur eitt, eruð þér ekki talsmaður fyrir norræna samvinnu?“ „Með góðum fyrirvara; t.d. ekki þegar norræn samvinna lendir á menningarverðmæt- um. Ég var andvígur því, svo dæmi sé tekið, þegar ákveðið var að breyta danskri staf- setningu og færa hana nær sænskunni. Slíkt og annað eins er fölsk norræn tilfinn- ing.“ „En ef súlurnar á Akropol- ishæð hefðu verið fluttar, við skulum segja til Rómar og hofið byggt þar, hefðuð þér ekki talið rétt að reyna að flytja aftur þennan gamla dýrgrip á sinn stað — og reisa súlurnar þar sem þær upphaflega stóðu?“ , „Nei,“ svaraði prófessor- inn ákveðið og benti á að ýmislegt frá Akropolis væri é söfnum t. d. í London — og engum dytti í hug að skila því aftur. Við spurðum hver væri harðasti þingmaðurinn á ný- kjörnu þingi Dana gegn af- hendingu handritanna. Hann svaraði: „Þeir eru margir harðir. Sá sem mest lét til sín taka var Poul Möller — en nú láta hinir ungu að sér kveða og meðal þeirra eru margir ákveðnir á meiningunni. „En hver verður höfuðtals- maður handritafrumvarps- ins?“ „Það verður Poul Möller. Annars eru andstæðingar frumvarpsins I öllum flokk- um, í íhaldsflokknum, vinstri jafnaðarmannaflokknum, o, sv. frv.“ „En Erik Eriksen, leiðtogi vinstri manna er með afhend- ingu •—“ „Já, hann lofaði stuðningi sínum, án þess að vita hvað hann var að gera.‘ „Haldið þér þá að hann hafi breytt um skoðun?“ „Það veit ég ekki.“ Stol bíl og iesti við hliðina á sínum bíl AÐFARANÓTT mánudagsins sl. var fólk á ferðalagi í bíl á ís- ólfsskálavegi, sem liggur austur úr Stokkseyri. í bílnum vnru tveir karlmenn og kona. Var beygt iun á afleggjara og festist billinn þar. Annar pilturinn fór gangandi til Stokkseyrar. En í stað þess að vekja upp þar, tók hann traustataki vörubíl, sem lykillinn stóð í og ætlaði að ná sinum bíl upp með honum. Ekki tókst betur til en svo að vörubíllinn festist einnig við hlið ina á hinum. Fór annar maður- inn og konan þá af staðnum, enda áttu þau ekki þátt í bílstuldin- um. En pilturinn varð eftir. Um morguninn varð eigandi vörubílsins þess var að bíl hans hafði verið stolið. Gerði hann lögreglunni í Hafnarfirði aðvart. Með því að rekja bílförin af stað, fannst stolni bíllinn við hliðina á hinum bílnum og var eigandinn þar í nánd. Bjarni Bjarnason, orgelleikari áttræður AKRANESI, 30. sept. — Áttræð- ur er í dag Bjarni Bjarnason, org anleikari. Hann bjó í áratugi í Skáney í Reykholtsdal, ásamt konu sinni, Helgu Hannesdóttur frá Deildartungu. Bjarni vann það afrek að halda saman og stjórna áratugum saman Karla- kórnum Bræðrunum, söngfélagi áhugasamra sveitamanna. Helga kona hans var um sína daiga ein af helztu forvígiskonum í kven- félgsmálum sveitarinnar og ann- áluð fyrir hannyrðir. Nú er Skán ey skipt í 3 jarðir handa börn- um þeirra og dvelst Bjarni hjá Þórdísi dóttur sinní og Guðráðí tengdasyni í NesL — Gddur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.