Morgunblaðið - 01.10.1964, Síða 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 1. okt. 1964
Heimsókn í Canadair-verksmiðjurnar
LOFTLEIÐIR hafa verið
mjög á dagskrá að undan-
förnu í sambandi við hina
furðulegu tilraun SAS-
manna um afskipti af
rekstri félagsins. Þetta
hefði verið skiljanlegt í
sambúð norrænna þjóða,
ef „stóri bróðir“ hefði séð
að „sá litli“ væri að verða
undir í lífsbaráttunni og
vildi styðja við bak hans
og koma honum á réttan
kjöl. En nú þegar þessu er
þveröfugt farið minnir
þetta óneitanlega á ljótan
leik, sem flestir munu kann
ast við frá bernsku sinni.
Já, það er furðulegt, sann
ast að segja hreint ævin-
týri, að ungt íslenzkt at-
vinnufyrirtæki skuli ráðast
í 400.000.000,00 króna fjár-
festingu á einu ári auk
smærri framkvæmda, eins
og til dæmis að reisa hús
fyrir nokkrar milljónir^
króna. \.
Nú á þessu ári hafa Loft-
leiðir sent um 60 manns- til
Montreal í Kanada til sér-
stakrar þjálfunar í sambandi
við kaup nýju flugvélanna
tveggja. Sem kunnugt er eru
þær keyptar hjá Canadair-
verksmiðjunum, en með
hreyflum frá Rolls Royce. *
Okkur datt í hug að fróð-
legt og gaman væri að heim-
sækja þessar verksmiðjur' ag
landa okkar, sem þar sitja nú
á skólabekk á fullorðins
aldri. Þegar við færðum þetta
í tal við Loftleiðir, var fyrir-
greiðsla frá þeirra hendi sjálf-
sögð og síðar ákveðið að mað-
ur frá blaðinu yrði samferða
Sigurði Magnússyni, blaða-
fulltrúa félagsins, er hann
skryppi þangað núna í haust.
Gengið um Canadair-
verksmiðjurnar.
Halldór Guðmundsson, um-
boðsmaður Loftleiða í Mont-
real í sambandi við flugvéla-
kaupin og þjálfun áhafnanna
þar, kom okkur þegar í sam-
band við Canadair-mennina,
sem vildu allt fyrir okkur
gera. Var þegar í upphafi
ljóst — og skýrðist enn betur
íslenzku fánalitirnir blöstu þar Við á risastéli nýju Loftlei ða-flugvélarinnar.
síðar — að ekki einungis var
um góða samvinnu að ræða
milli Kanadamannanna og ís-
lendinganna heldur hafði
skapast milli þeirra traust
vinátta.
Vic Davidson, einn af stjórn
endum Canadair, sýndi okkur
verksmiðjumar, sem eru ekk-
ert smásmíði. Þær hafa til
umráða 455 þús. fermetra
lands, en af því eru nær 275
þús. fermetrar undir þáki.
Þarna er hver geymurinn af
öðrum þakinn vinnuvélum og
starfandi mönnum. Erfitt er
fyrir ókunnuga að átta sig á
því, hvað hver einstakur er
að gera. í heilum sal grúfa
menn sig kannski yfir teikn-
ingar, mæla út og færa svo ef
til vill eina tölu inn á spjald.
Það fer ekki á milli mála að
fullkomin vinnuteikning er
yfir allt jafnt smátt sem
stórt. Nákvæmnin virðist
gífurleg, hver hlutur, allt frá
smáskrúfu upp í stærri fleti,
er margreyndur ag yfirfarinn.
Hvergi má yera veikur hlekk-
ur. Já, það sem virðist í raun-
inni ómerkilegt og einfalt
verður að vera jafntraust og
vönduðustu mælitæki, sem í
augum leikmannsins eru
hreinasta furðusmíð. Hver
málmplata fer í hvert sýru-
baðið á fætur öðru, eða fær á
annan hátt sérstaka meðferð
til þess að hljóta þá eigin-
leika, sem hún þarf að hafa.
I
Sjö ár í framleiðslu. *■
í fljótu bragði átta menn
sig ekki á því, hve mikið starf
liggur á bakvið smíði hverrar
flugvélar. Tökum til dæmis
æfingavélarnar, sem Canadair
framleiðir, CL-41 Tutor. Það
liðu sjö ár frá því fyrst var
byrjað á þeim þar til þær
náðu þeirri fullkomnun að
’JK
kennarinn og nemandinn sitja
hlið við hlið.
Það gefur auga leið, hve
fróðlegt það er fyrir þá menn.
sem flugvélunum eiga að
stjórna, að fylgjast með smíð-
Séð yfir einn salinn i Canadair-verksmiðjunum.
Hér sést hvernig CL184 flugvélamar eiga að hefja sig til
flugs og síðan að fljúga.
framleiðslan gat hafizt í stór-
um stíl. Allan þann tíma tók
það færustu sérfræðinga á
sviði framleiðslu ag flugs að
komast niður á það bezta.
Nú hefur kanadíski flug-
herinn pantað 190 slíkar flug-
vélar. Það þykir t.d. mjög
hentugt við þessar vélar, að
inni, sjá hvar hver smáhlutur
er mótaðúr og stykkin síðan
sameinuð, ekki öll í einu
heldur smátt og smátt þar til
flugvélarsnið kemst á verkið
— og loks stendur þar full-
smíðuð vél.