Morgunblaðið - 01.10.1964, Síða 15

Morgunblaðið - 01.10.1964, Síða 15
Fimmtudagur 1. okt. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 15 I Vithjálmur var eru fram í andlátið lét ekki af fyrirlestra- hatdi }k» árin færSust yfir. Myndin er tekin snemma árs 1963, en Yilhjálmur lézt í ágúst það ár, 83 ára gamall. Eskimóa". ViLhjálmur Stefáns son neitar því eindregið, að hann hafi nokkru sinni sagzt hafa rekizt á slíkt fólk, en nafn hans hefur æ síðan ver- ið tengt þessum goðsögulegu Eskimóum. Þessi tengsl hafa gert hann vinsælan með blaða lesendum en spillt fyrir við- urkenningu hans í hópi vis- indamanna. En í þessari sjálfsævisögu sinni heldur Vilhjálmur Ste- fánsson fram miklu fárán- legri sögu en sögunni um Ijós hærðu Eskimóana, þegar hann lýsir Eskimóunum sem „stein aldarþjóð, heilsu-góðum langlíf um og vel á sig komnum". í stað þess að sýna Eskimóana sem fámenna, fátætoa þjóð, sem með erfiðismunum sæk- ir lífsviðurværi sitt í fang óblíðra aðstæðna, fólk sem býr við stöðuga hótun um hungursneyð, sýndi Vilhjálm- ur Stefánsson almenningi mynd Eskimóa eins og menn vildu hafa þá, hamingjusama, göfuga villimenn. Þessi mynd Vilhjálms Stefánssonar af Éskimóunum hefur haft áhrif á líf þeirra allt til þessa dags. Árið 1913 fór Vilhjálmur Stefánsson aftur til heim- skautslandanna sem fyrirliði heimskautsleiðangurs kana- disku ríkisstjórnarinnar. Leið angursmenn skiptu sér þá og fór annar hópurinn norðar og allt norður í Beauforthafið, norðan Alaska, í hafísinn, en hinr, hópurinn stundaði ná- kvæmar vísindarannsóknir á suðlægari slóðum. Mikill á- greiningur reis þá með Vil- hjálmi og þeim sem næstur honum kom að mannvirð- ingum í leiðangrinum, Rud- olph Anderson. Anderson neit aði, og með réttu, að trúa því að kanadíska ríkisstjórnin hefði lagt mikið fé í leiðangur þennan til þess eins að fá úr því skorið, hvort kenningar Vilhjálms um líf í heimskauts löndunum fengju staðizt. Allt frá því er Vilhjálmur segir frá kanadíska heim- skautsleiðangrinum verður fyrir manni í bókinni einhver áleitinn nöldurtónn og þras- girni. Ef til vill fannst Vil- hjálmi þetta vera harla gott tækifæri til iþess að jafna reikningana og ná sér niðri á öllum þeim sem ekki litu heimskautslöndin sömu aug- um og hann sjálfur. Hann miskunnar engum: Amund- sen, Shackleton, hinir „lötu, hugmyndasnauðu og ódug- legu‘< Lappar, sem ekki önn- uðust nógu vel um hreindýra hjörðina hans á Baffinsey ár- ið 1923, og jafnvel Ernie Pyle fá allir sinn skammt. Hann ræðst harkalega á Kanada fyrir að „virða ein- skis né vita um vinnu mína í hennar þágu.“ Hvergi í bók- inni ber Vilhjálmur við að meta eða vega af hlutleysi gildi kenninga hans um heim- skautslöndin í ljósi reynslu annarra manna. Vilhjálmur Stefánsson var svo heppinn að lifa flesta gagn rýnendur sína og óvini. í Landsbókasafninu í Kanada og víðar er að finna dagbækur sjálfs hans og annarra manna og fjöida opinberra bréfa, sem einhvern tíman má nota til þess að hrekja margar stað- hæt'ingar hans. Þessi sömu skjöl munu skipa Vilhjálmi rétt til sætis á bekk vísinda- manna, og það er harla senni legt, að í þeim komi hann fram sem meiri maður en í þessari bók. Síðasti hluti bókarinnar fjaLl ar um starf Vilhjálms sera ráðunautar um heimskauts- mál. Þar stendur hann enn sem fyrr á því fastar en fót- unum, að sérhver sá, sem var honum ósammála, hvort held- ur um var að ræða lífsskilyrði í Alaska eða eitthvað allt ann að, væri skammsýnn eða færi villur vegar. Hann eyðir mörg um blaðsíðum til þess að segja frá smámunum sem lítið eiga skylt við afrek hans, eins og t.d. því, hvernig han'n reyndi að stilla til friðar með fjöl- skyldu Rudyard Kiplings eða hvers vegna Agatha Christie kom klukkutíma of seint til hádegisverðar. Þegar leið að lokum hinnar löngu ævi Vilhjálms Stefáns- sonar, voru hugmyndir hans orðnar að meinlokum. Hann hafði verið á undan sinni sam tíð, hugsjónamaður, sem ól með sér nýjar og dásamlegar hugmyndir um það, hvernig meðhöndla bæri ákveðinn hluta heimsins og stuðla þar að framtíðarlþróuninni. En hann bar lítið skynbragð á fjármál, eins og tilraunin með hreindýrin á Baffinsey sýndi og yar ótrúlega barnalega fá- fróður um alþjóðamál, eins og. leiðangurinn að Wrangelsey leiddi í Ljós. í eftirmála við bókina er eins og Vilhjálmur heimti á ný skopskyn sitt og rétt mat á mönnum og málefnum. Hann horfir þar fram á and- lát sitt með rósemd og jafn- aðargeði. Evelyn, ekkja hans, ritar svo heillandi „eftirmála við eftirmálann“ og þar birt- ist þetta mikilmenni sem mjög mannlegur í alla staði og bókin endar eins og bezt verð- ur á kosið. Enginn sem nokkru sinni hitti Vilhjálm Stefánsson að máli eða las bækur hans, gat síðar látið sig manninn eða skrif hans engu skipta. Með ritstörfum sínum og kennslu stýrði hann fyrstu hikandi skrefum mínum og þúsunda annarra sem lögðu upp í norð urátt. Kannske hefði hann heldur átt að gefa æviminn- ingar sínar út fyrr. Þessi bók hans er á stundum og allt of oft eins og ga-maLl maður og fullur beizkju sé að lesa heiminum syndaregistrið. En slíkur var Vilhjálmur ekki. Þegar hann var við Dart mouth College, árin fyrir and- lát sitt 1962, naut hann al- mennrar virðingar, aðdáunar og elsku manna. Hvar sem menn komu saman til þess að tala um heimskautslöndin verður Vilhjálms Stefánssonar minnzt. En sjálfsævisaga hans eykur litlu við og varpar jafn vel skugga á sannan mikilleik mannsins." Þessi skemmtilega mynd er tekin i þriðja heimskautsleiðangri Vilhjálms Stefánssonar, 1913-18. Hann er þarna að draga sel í búið, en að hætti Eskimóa notað'i Vilhjálmur selinn sér til fæðis og klæðis og hafði auk þess af spiki hans eldsneyti og ljós til að lesa við í heimskauts- nóttinni. „Svona var Vilhjálmur segir Jim Lotz í ritdómi um sjálfsmvi- sögu landkonnuðarins frœga, „Discovery" sem út kom hjá McGraw- Hill forlaginu í New York háttsettum mönnum í hern- um loks að skiljast hvað fyrir Vilhjálmi Stefánssyni vakti, er hann mælti fyrir flugferð- um yfir Norðurpólinn. Hann var einnig mikill talsmaður kafbátaferða undir heim- skautsísinn, en slíkar ferðir kafbáta eru nú tíðar og er svo komið sögu að heimskauts- höfin eru auðveld innrásar og erfið til varnar. Enda þótt borgir hafi sprott ið upp á skóglausum norður- sléttunum er ekki að sjá að mikil og glæst framtíð bíði landanna þar. Loftslag, fjar- lægð frá öðrum löndum, ís og annað mun að öllum líkind- um vera ærinn þrándur í götu efnahagsþróunar þar næstu áratugina, þó þar verði áfram unnin úr jörðu verðmæt stein efni, olía og gas, þar sem slíkt er að finna. En hversu svo sem fer um framtíð köldu landanna í heiminum þá verð ur það dirfska og skilningur Vilhjálms Stefánssonar sem vísaði mönnum veginn. Frá hendi slíks manns sem þessa hefði átt að berast mik- il bók og merk. En þeir sem þekktu Vilhjálm Stefánsson og virtu, munu hryggjast við lestur sjálfsævisögu hans. Fyrri hluti hennar, þar sem hann segir frá æsku sinni og menntun eru (ákaflega skemmtilegar aflestrár. Vil- hjálmur Stefánsson var fædd ur í Kanada árið 1879 af is- lenzku foreldri og fluttist til Dakota árið 1880. Hann skrif- ar skemmtilega og sjaLdan alvarlega um erfiðleika sína og basl framan af ævi og seg- ir m.a. frá því, hvernig hann eitt sinn varð af starfi sem kúreki fyrir að láta í ljósi of mikið frjálslyndi í trúmálum. Hann velti því dálítið fyrir sér hvort hann ætti að feta í fótspor Kiplings eða taka upp þráðinn þar sem Darwin felldi hann niður. Loks lenti hann í Guðfræðiskólanum í Harvard og fór þaðan til Pea- body safnsins þar sem hann lagði stund á mannfræði. Árið 1906 var Vilhjálmi boð ið að taka þátt í heimskauts- leiðangri. Hann kaus þá þann kostinn, í stað þess að fara sjó leiðina löngu umhverfis Alaska, að fara eftir Mae kenzie-ánni niður að Norður- íshafinu og þar á ströndinni dvaldist hann fyrst með Eski móum og samdi sig að háttum þeirra. Hann varð ekki fyrst- ur manna til þess að búa með Eskimóum, ferðast með þeim oig falla vel við þá, en hon- um verður betur ágengt en flestum öðrum er beittu þess- ari aðferð til þess að komast lífs af úr vetrarhörkum í heimskautslöndunum. Á árun um frá 1908 til 1912 ferðaðist hann meðal Kopar-Eskimó- anna. jÞrátt fyrir dramatískar fullyrðingar hans þar að lút- andi, var hann ekki fyrstur manna til þess að kynnast þessu frumstæða fólki. Þegar Vilhjálmur Stefáns- son kom aftur úr Norður-ís- hafinu 1912 stóðu á honum fréttaglampar frægðarinnar hvaðanæva og æ síðan. Snemmbúin frægð hans kom þannig til, að fréttamaður einn fullyrti, að hann hefði fundið þjóðflokk „Ljóshærðra EFTIRFARANDI ritdómur um sjálfsævisögu Vilhjálms Stefánssonar, landkönnuðar, „Discovery“, birtist í New York Times Book Review, 13. sept. sl. Ritdómarinn er starfs maður kanadiska ráðuneytis- ins um málefni norðurhérað- anna og hefur tekið þátt í fjölda heimskautsleiðangra. Hann segir: „Vilhjálmur Stefánsson fór fjölda leiðangra á norðurslóð- ir á árunum milli 1906 og 1913 og bjó þá með Eskimóum, stundaði veiðar með þeim og ferðaðist með þeim viða vegu yfir sævarísinn norðan Alaska og á isiþöktum eyjunum norð- vestan Kanada. Hann fann þar ný lönd, kortlagði ókunnar strendur og sýndi fram á það að menn geta lifað góðu lífi x umhverfi sem áður var talið meira en lítið óvinsamlegt mennskum mönnum. Dirfska Vilhjálms Stefánssonar, seigla hans og úrræðasnilld jók þekk ingu manna á heiminum Oig á sjálfum sér. Gamlir Eski- móar í óshólmum MacKenzie- árinnar muna enn eftir honum og segja börnum sínum sögur af hreystiverkum hans og út- haldi. „Stef“ eins og hann var kall Þessl mynd var tekin af Vil- hjálmi Stefánssyni árið 1931, í „The Explorers’ CIub“ í New York. aður, sýndi slíkan skilning á mikilvægi heimskautaland- anna í heiminum í dag, að eng inn komst í hálfkvisti við hann að því leyti — og fáir hafa metið það sem vert var. Á öðrum og þriðja áratug þessarar aldar var hann einn manna um að reyna að kveða niður allar gömlu sögusagnira ar og misskilninginn varðandi heimskautslöndin. Með fyrirlestrum sínum, bókum, blaðagreinum. bréfa- skriftum og persónulegum for tölum reyndi hann að beina augum manna í norðurátt og fá þá til að skilja hernaðar- legt mikilvægi og efnahags- möguleika landanna norðan við 60. breiddargráðuna. Engum fundust heimskauts- löndin eins vinaleg og hlý og Vilhjálmi Stefánssyni. Eftir heimsstyrjöldina síðari gerðu menn sér loks grein fyrir „heimskauts-Miðjarðarhafi" hans, þegar óvinveitt Sovét- ríkin voru á ströndinni and- spænis Bandaríkjunum og þá fór stjórnmálaleiðtogum og

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.