Morgunblaðið - 01.10.1964, Page 24

Morgunblaðið - 01.10.1964, Page 24
24 MORCUNBLAÐIÐ Fímmtudagur 1. okt. 1964 i HERMINA BLACK: Eitur og ást Corinna var enn óráðin í hvern ig hún aetti að fitja upp á þessu máli við Söndru, og hún reyndi að einbeita sér að því, sem hún var að gera. Síðdegis var drepið á dyr hjá henni og Sandra Lediard kom inn. Hún var prúð- búin að vanda. í ljósgráum lín- kjól. Á beltinu var sylgja úr jade og eyrnarhringirnir í sarrja stíl. Hún var dálítið meira förðuð en hún var vön. Þegar Sandra kom að skrifborðinu, svo að birtan varð sterkari á andlitinu, varð Corinna skelkuð er hún sá breyt inguna, sem orðin var á henni frá því daginn áður. Hún var miklu ellilegri og augun í henni öðruvísi — augnaráðið var rauna legt. — Eigið þér mjög annríkt? — Nei, eiginlega ekki. Sandra gekk að glugganum og starði út. Svo leit hún við og tók vindling úr gullhylkinu sinu. Hún lagði það frá sér á skrif- borðið meðan Corinna var að ná í eldspýtu handa henni. — Viljið þér reykja? — Nei, þökk fyrir, sagði Cor inna og snerti við vindlingahylk inu. — En hvað þetta er fallegt, sagði hún. — Já, hann Philip lætur allt eftir mér, þó hann segi að hann ætti ekki að örva mig til að reykja svona mikið. — En þér hafið yndi af að mik ið sé látið eftir yður, er það ekki? Sandra yppti aðeins öxlum. — Stundum getur það verið . . . þreytandi . . . Hún settist fyrir handan skrifborðið. — Það kemur manni til að finnast mað ur vera svo . . . óverðugur. Og það er tilfinning, sem ég hélt að aldrei mundi ásækja mig . . . Hún hnyklaði brúnirnar, eins og hún iðraðist eftir að hafa gert þessa játningu. Reykti nokkrar mínútur þegjandi. Svo sagði hún: — Lífið er enginn leikur, finnst yður það? Æ, ég gleymdi alveg, að frá yðar sjónum hlýt- ur tilveran að vera eins og himna ríki núna. — Ekki alveg, sagði Corinna rólega. — Blake fór í nótt. — Fór? hváði Sandra. — Það hefur borið bráðan að. Allt í einu datt Corinnu nokk uð í hug. Hún opnaði töskuna, sem stóð hjá ritvélinni, og tók upp bréfið frá Blake. — Eg held að það sé rétt að þér lesið þetta, sagði hún. Sandra tók forviða við bréf- inu. Corinna sá að hún fölnaði meðan hún var að lesa það. En þegar hún var búin og leit upp aftur, var andlitið á henni eins og sviplaus gríma. — Hvað gengur að mannin- um? sagði hún. — Hvað hafið þér gert til þess að gera hann afbrýðisaman? — Þér voruð í hvítu kvöldkáp unni minni í gærkvöldi, var það ekki, frú Lediard? — Eruð þér að gefa í skyn, að ég hafi haft stefnumót, meðan ég var í kápunni yðar. — Ég er að gefa í skyn að þér hittuð Wrayman á leiðinni heim til yðar, sagði Corinna. Sandra hristi öskuna af vindl- ingnum. — Hversvegna í ósköp- unum hefði ég átt að gera það? — Ég held að það sé rétt að þér fáið að vita, að ég sá yður og Wrayman saman þarna um daginn — daginn sem ég trúlof aðist, sagði Corinna alvarleg. — Þér hafið oft séð okkur sam an áður, sagði Sandra. — Við þetta tækifæri voruð þér í faðmi hans og hann kyssti yður . . . Sandra spratt upp, sótrauð af reiði. — Hvernig dirfist þér að njósna um mig? Og auk þess er þetta haugalygi. Ef þér farið til Philips . . . ‘— Ég ætla mér ekki að fara til mannsins yðar, svaraði Corinna, og nú brann reiðin í augunum á henni. — Dettur yður í hug að ég 38 vilji særa einn bezta manninn, sem ég þekki í veröldini? Og hvað það snertir að njósna, þá mundi mér vera mjög kært að vita sem minnst um . . . að þér séuð ótrú. Sandra varð svo skelfd við þessa óvæntu andstöðu, að allur roði hvarf úr andlitinu á henni og málningin á henni varð enn grímukenndari en áður. Hún lygndi augunum og reyndi í ör- væntingu að hafa stjórn á sér, en svo fleygði hún sér niður í stól- inn aftur og fór að hágráta. Að sjá Söndru, jafn borgin- mannleg og hún var að jafnaði, engjast sundur og saman í grát- hviðum, var svo óvænt að Cor- inna gat ekki annað en starað á hana, orðlaus af undrun. — Vesrið þér ekki að gráta, frú Lediard — og gerið þér það fyrir mig að gráta ekki. Corinna studdi hendinni á öxlina á henni. — Mér dettur ekki' x hug að segja prófessornum frá þessu. Sandra fór að leita að vasa- klút. — Hérna, takið þér þennan, sagði Corinna og rétti henni hreinan klút. Hún dró stólinn að snyrtiborðinu og fór inn í bað- klefann og hellti í glas síjuðu vatni úr flösku, sem stóð á gler- -hillunni. Sandra sat við snyrtborðð þeg ar Corinna kom aftur. — Hvað er þetta, dæsti hún. — Það er ekki sjón að sjá mig! Corinna náði í smyrsl og ýmis glös, og ætlaði svo að fara út, en þá kallaði Sandra gjallandi eftir henni: — Æ, verið þér hérna hjá mér- Corinna settist á rúmstokkinn. Henni fannst þessi óvænta breyt ing allt annað en skemmtileg. Nú farðaði Sandra sig aftur og augun voru hörð er Corinna sá þau í speglinum. — Þér haldið þá að Blake Ferguson hafi séð mig um kvöld ið? — Eruð þér ekki sammála? Ég hef haft . . . ég man að þegar hann sá mig með Wrayman áður, varð hann alltaf . . . reiður. — Hvaða ástæðu hafði hann til að reiðast þó hann sæi yður með Wrayman? Hvernig gat hon um yfirleitt dottið í hug, að þér munduð kveðja hann svona? Það voru mikil líkindi til, að hver sem var gæti séð yður. Þér eruð trúlofuð Blake er ekki svo? Hvernig hefði yður þá átt að detta í hug að láta Robin sýna yður ástarlot? hægt hafi verið að sjá það? — Víst var'það — og auk þess sagði hann mér það sjálfur. — Hann vissi að . . . að ég hafði séð ykkur í faðmlögum, sagði Corinna rólega. Sandra þagði um7 stund eftir að hún hafði heyrt Corinnu segja að Robin Wrayman hefði vitað frá upphafi að. Corinna hafði séð hann og Söndru í heit um faðmlögum. Hún nuddaði vandlega svertuna af augna- brúnunum. Hún hefði helzt vilj að verða fokreið, telja sér. trú um að njósnað hefði verið um sig, en hvernig sem nú á því stóð gat hún ekki hleypt í sig vonzku. Hún gat séð að Corinnu leið illa. Fyrst nú skildist þessari sjálfs elsku manneskju að hún hafði þörf fyrir samúð og skilning annarra. — Hvert fór Blake? spurði hún. — Ég veit það ekki. — Hafið þér enga hugmynd um það — eða hve lengi hann verður fjarverandi? — Ég hugsa að hann sé al- farinn. Og ég hef enga hugmynd um hvar hann er. — En þér getið vafalaust skrif að honum til Cairo — sagt hon um að honum hafi skjátlast — að þér getið ekki sagt honum hvernig —.en að hann verði að treysta yður. — Ég hugsa að hann vilji ekki treysta mér. Hann hatar svik og iygi. — Haldið þér ekki -að hann hafi gleymt öllu saman þegar hann . . . þegar hann kemur aftur? — Ekki held ég það. Blake gleymir aldrei neinu. BLAÐADREIFING FYRIR ! Morgunblaðið þarf þegar í stað að ráða fólk til blaðadreifingar í þessi blaðahverfi: ★ ★ ★ ★ Seltjarnarnes — Laugavegur lægri númer. Laufásvegur hærri númer. Sigtún — Meðalholt — Austurbrún. Gjörið svo vel að hafa samband við afgreiðslu Morgunblaðsins. tmblaíitíi sími 22480. — Ég geri ráð fyrir að hann hafi ekki hugsað svo langt. En hann sá kápuna mína. — Þér hafið líklega rétt fyrir yður. Flestir karlmenn og allt kvenfólk eru bjálfar sagði Sandra bitur. — Þér haldið þá að ég hafi haft Robin fyrir frið il af því að mér leiddist? Hugs- um okkur að ég segði yður að við höfum elskazt árum saman — löngu áður en mér hafði dottið í hug að giftast Philip. — Ég veit það sagði Corinna. — Það er langt síðan ég upp- götvaði að hann elskaði yður út af lífinu. — Ætlið þér að segja mér að KALLI KÚREKI -X—• k- *- —*— Teiknari; J. MORA ! — Allt í lagi. Nú er ég búinn að borga honum peningana. Má ég þá k ekki taka byssuna mína og fara. —Vissulega. Ef þú vilt leggja aft- ur út í tvísýnu ... notaðu hana. — Ég verð á kránni. Ef þið þorið einhvern tíma að hitta mig þegar við stöndum jafnir að vígi, þá... — Andartak. — En hugsum okkur að ég tal aði við hann — eða léti yður segja honum sannleikann? Mundi hanix þá ekki telja skyldu sína að aðvara Philip? — Það er fremur ólíklegt, sagði Corinna þreytulega. Hversvegna ætti hann að vilja gera prófessornum skapraun, fremur en ég? Sandra leit snöggvast á hana áður en hún svaraði: — Menn eins og Blake Fergu- son hafa mjög einkennilegan skilning á — sómatilfinning- Kópavogur 1 Afgreiðsla Morgunblaðsins i | Kópavogi er að Hlíðarvegi 61, 1 sími 40748. I Carðahreppur i Afgreiðsla Morgunblaðsins i fyrir Garðahrepp er að Hof- \ túni við Vífilsstaðaveg, sími 51247. 1 Hafnarfjörður Afgreiðsla Morgunblaðsins , fyrir Hafnarfjarðarkaupstað er að Arnarhrauni 14, simi 50374. Keflavík i Afgreiðsla Morgunblaðsins 1 fyrir Keflavíkurbæ er að i Hafnargötu 48.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.