Alþýðublaðið - 27.01.1930, Qupperneq 4
4
alþýðublaðið
gerð höfðu verið á þilfarinu, og
flutningsborð, en skipið sjálft sak-
aði ekki.
Póstmálastjóri rikisins.
Embættisheitið aðaipóstmeistari
hefir nú verið lagt niður að lög-
um. Sigurður Bríem hefir verið
skipaður póstmálastjóri ríkisins.
Heilsuf arsf rétti r.
Frá Vestmannaeyjum var FB
símað fyrir helgina: Vond kvef-
sótt gengur hér og hettusótt, held-
ur væg.
Simtal.
'Eitt af mörgum út af týnda
manninum á C-listanum. —
Hringing. Konurödd: „Er það
2223?“ „Já.“ „Er fað ritstjóri Al-
þýðublaðsins ?“ „Já.“ „Það var út
af auglýsingunni í blaði yðar.“
„Hvaða auglýsingu?" „Auglýsing-
jinni um piltinn, sem tapaðist."
„Piltinn, sem tapaðist? Já; ein-
mitt!“ „Ég fann hann í dag, sá
hann á máðju Austurstræti." „Það
var ágætt, að hann er ‘þá fund-
inn.“ „Ég fór strax í skrifstofu
borgarstjórans.“ „Skrifstofu borg-
arstjórans ?“ „Já, auðvitað! Upp
á fundarlaunin. Ég er bara „fá-
tæk“ kona, og mig munar um
minna en fundarlaun fyrir heilan
pilt, ungan og laglegan.“ „Fenguð
þér fundarlaunin?“ „Nei!“ „Tókuð
þér piltinn með yður í skrifstofu
borgarstjórans ?“ „Nei; ég hugsaði
ekkert út í það. Ég verð kann
ske að reyna það, þegar ég sé
hann næst. Annars vísuðu 'þeir
mér til yðar.“ „Til mín!“ „Já;
upp á fundarlaunin. Ég er bara
fátæk kona (háðslega) og pér ku
vera svo góður við okkur fátæk-
lingana.“ „Já, já; það vona ég.
En — en (vandræðálegur og
skömmustulegur) ég verð að játa,
að — að ég hafði ekkert skrif-
legt umboð frá Knúti eða Claes-
sen til að lofa tiflegum fundar-
launum fyrir að skila piltinum.
Ég — ég bara taldi það sennilegt,
að þau yrðu rífleg; (stamar) ég
— ég — vona, hum.‘‘ „Kann ske
ég reyni að snúa mér til Claes-
sens?“ „Já; þér ættuð endilega
að reyna það.“ „Já, — en hann
Claessen ku vera svoddan árans
þrjótur við okkur „fátæklingana".
Er það ekki?“ „Hum. — Hum.“
„Hann borgar víst ekki mikið,
hann Claessen. Haldið þér það?“
„Hum! (vandræðalegur). Það má
þó reyna.“ „Og ég má þá hringja
til yðar, ef Claessen neitar?" „Já;
gerið þér svo vel.“ „Upp á fund-
arlaunin? Þér höfðuð ekki um-
boð.“ „Já, hum (í standandi vand-
ræðum). Fur.darlaunin. — Hum —
hum. Mér finst ég nú varla geta
borgað rifleg fundarlaun fyrir
piltinn. Tæpast sanngjarnt að ætl-
ast til------ hum.“ „Já, en auglýs-
ingin: Fundarlaun." „Hamingjan
góð! Kann ske þér ætliö að fara
réttarins leið. — Lögreglustjór-
Inn! Hamingjan góð! Hum, hum.
. . “ „Ég ætla nú að reyna að
tala við Claessen fyrst." „Já;
(feginn) já, endilega.“ „En svo
má ég þá hringja til yðar á
eftir, ef ekkert gengur. Ætti ég
að taka piltinn með?“ „Hum! Já!
Hringja! Já; endilega! Já; gerið
þér svo vel.....“ — Afhringing.
— Hér af má draga þenna lær-
dóm: Varist að auglýsa fundar-
laun nema hafa skriflegt umboð
frá .þeim, sem á að greiða þau.
— Háð og spott kvenna er
hörmuleg refsing.
F. U. J.
heldur fund annað kvöld kl.
8V2 í Góðtemplarahúsinu við
Templarasund, uppi. Allir, sem
ætla að ganga x félagið, eru
beðnir að koma áður en fundur
er settur.
Verka&vennafélagið „Framsókn"
heldur aðalfund annað kvöld
kl. 8V2 í al'þýðuhúsinu Iðnó, uppi.
Þar verður einnig talað um baz-
arinn. Félagskonur eru beðnar að •
fjölsækja fundinn.
Veðrið.
Kl. 8 í rnorgun var 1 stig hiti
til 7 stiga frost, kaldast á Akur-
eyri, 2 stiga frost í ReykjaVík.
Otlit hér um slóðir: Hægviðri í
dag, en sennilega vaxandi suð-
austanátt í nótt. Dálítið snjóel.
Bifreiðafærið.
Bifreiðum er fært suður með
sjó, en á Austurvegum að eins
upp að Hólmsá. í gærmorgun var
mjólkurbifreið í 7 stundir að
komast hingað ofan af Kjalarnesi
vegna ófæTÖar.
Sildarverksmiðja ríkisins.
Ríkisstjómin hefir skipað af
sinni hálfu í stjórh síldarverk-
simiðju ríkisins á Siglufirði Svein
Benediktsson útgerðarmenn.
Þorsteinn Bjarnason,
ungur verkamaður, Túngötu 30,
fór að heiman á föstudagsmorg-
uninn til að leita sér vinnu. Leið
svo sá dagur og næsti dagur
eftir án þess að hann kæmi heim
óg urðu menn hans ekki varir
síðan kl. 7 á föstudagsmorgun-
Ínn. Var lögreglunni gert aðvart
á iaugardaginn um fjarveru Þor-
steins, því að fólk hans var að
vonum orðið hrætt um hann. En
í gærmorgun kom hann heim
aftur. Stóð svo á brottveru hans,
að hann fór í vinnu í dýpkunar-
skipií) „Uffe“ á föstudagsmorg-
uninn. Fór skipið síðan inn í
sund og dvaldist þar svona lengi,
og var þaðan ekkert samband við
fólk í landi.
Máttúruf 1 æðif élagið.
Ftrndur í kvöld kl. 81/2 í nátt-
úrusögubekk Mentaskólans.
ísfisksala.
„Max Pembeiton" seldi afla
sinn í Englandi, 650 kassa, fyrir
949 stpd., „Baldur" 500‘ kassa
685 stpd., „Arinbjöm hersir“ 800
kassa fyrir 1318 stpd. og „Bragi“
358 kassa .fyrir 536 stpd.
Fulltrúi
í atvinnu- og samgöngu-mála-
ráðuneytinu hefir Gunnlaugur E.
Briem lögfræðingur verið skip-
aður.
Pósskil ,Lyru‘
Frá Vestmannaeyjum var FB.
.símað í gær: „Lyra“ fór með
meiri hluta pósts fram hjá og
einnig í næstsíðustu ferð.
Skipafréttir.
Tvö kolaskip komu hingað á
laugardaginn, annað til ýmsra
kolakaupmanna, hitt til varðskips-
ins „Fyllu“. í gær kom þýzkur
togari vegna ketilbilunar. í nótt
dró togarinn „Aprír hingað inn
fisktökuskip til Coplands. Hafði
skrúfan losnað, svo að það komst
eldd hjálparlaust. Fisktökuskip
frá Proppébræðrum fór héðan í
nótt áleiðis til Spánar.
Frá Sandgerði.
(Simað til Veðurstofunnar kl. 8
í - morgun.) Slæmt sjóveður.
Nokkrir bátar á sjó.
íkaldið sefut á málgagni sinu.
Loksins fór svo, að íhaldsfor-
k'ólfarnir urðu hræddir við sinn
eiginn lygavef. Á föstudaginn var
birtur fregnmiði með tilkynningu
um, að eitt íhaldsblaðið yrði held-
ur en ekki lesandi á kosninga-
daginn(!). Var það sorpblaðið,
sem Magnús nokkur er talinn rit-
stjóri að. En þegar til kastanna
kom dagaði sorpblað þetta uppi
á kosningadaginn. Hafa þeir í-
haldsmenn, sem vitrari voru, séð
þann kost vænstan. Sögur gengu
um það, að lögreglustjóri hefði
átt að gera sorpblaðið upptækt,
en þær voru uppspuni. Þarna
var að eins að ræða um innan-
hússráðstöfun íhaldsins.
Til frikirkjunnar.
Áheit frá Sigurði Jónssyni,
Frakkastíg 17, 5 kr.
Skipakomur að sumri frá Kanada.
„Canadian Pacific“ hefir tilkynt
Eimskipafélagi Islands, sem hefir
umboð fyrir félagið hér á landi,
að það hafi ákveðið að láta tvö
af skipum sínum korna við í
Reykjavík í sumar vegna al-
þingishátíðarinnar, annað á aust-
urleið og hitt á vesturleið. Fer
annað skipið, „Montcalm" (16400
smálestir), frá Montreal laugar-
dagínn 14. júní beint til Reykja-
víkur og héðan til Greenock, Bel-
fast og Liverpool. Hitt skipið,
„Minnedosa“ (15200 smál.), fer
frá Glasgow föstudaginn 1. ágúst
til Reykjavíkur og héðan 4. á-
gúst beint til Qusbec og Mon-
treal. (FB.)
1B11
IIBI
IBIE
j
j Káputau,
m Skinn á kápar,
I
wm
mm
I
i
i
Uliarkantar, margar |
jjj teg.
Kjólatau,
Kjólasilki o. m. fl.
Laugavegi 23.
IEBI
IIBI
Sflll
IEB
I
i
I
m1
I
i
I
3 B B
StFansyhur 28 aa. V2 hg.
lelis 32 an. Vi h0-
Ágætt iyeiti 23 an. ya hg-
Fiskiboiiur heildósin á kr. 1,25.
Sultutan 95 anra dósln.
BúsáhoM afar-ódír.
Fiantnkatiar frá 95 anrnm.
Versl. Merkjasteinn,
Vesturgötu 12. Sími 2088.
Skiráfeir,
\ .
boltar
019 rær.
Allar stærðir,
Vald. Poulsen,
Klapparstig 29. Sími 24.
Rykfrakki á 14 ára ungling,
grárað lit, merktur með stöfunum
B. S. á silfurskildi, tapaðist á laug-
ardagskveldið í Góðtemplarahúsinu
Hefir sennilega verið tekinn af
einhverjum í ógáti. Frakkanum
óskast skilað til eíganda hans
Bjarna Sigurjónssonar, Lokastig 2.
Eœkur.
Byltlngln t Rússlandt eftir Ste-
fán Pétursson dr, phil.
,£miVur eu ég nefndw?, eftír
Upton Sincl«ír. Ragnar E. Kvara*
þýddi og skrifaöi eftirmála.
Kommúnista-ávarpld eftir Karl
Marx og Friedrich Engels.
Bylting og Ikald úr „Bréfi tfl
Lám".
„Húsíð við Norðurá", íslenzH
leyn|lðgreglBsag«, afar-spennandl,
Rök fafnaVarstefnwmw. Otgef-
andi Jafnaðarmannafélag Islanda.
Bezta bókin 1926.
Fást í afgreiðslu Alþbl.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Haraldur Guðmundsson.
Alþýðuprentsmiðjaa.