Morgunblaðið - 29.12.1964, Blaðsíða 1
28 síð&ir
51. árgangur.
293. tbl'. — Þriðjudagur 29. desember 1964 _ Prentsmiðja MorgunTblaðsins.
Nattúruham-
farir um jólin
— en þó voru þau hin friðsömustu að
öðru leyti miðað við mörg undanfarin ár
Frá messu páfa í Sixtusarkapellu.
Jólahátíð um
víða veröld
London 28. des. — NTB.
JÓLIN voru afl vanda hátíðleg
haldin um gjörvallan heim,
baeði í kristnum löndum og öðr-
um. tm 50.000 ferðamenn og
pílagrímar voru saman komnir
á torginu fyrir framan Fæðing-
arkirkjuna í Betlehem á aðfanga
dagskvöld, en þar messaði róm-
versk-kaþólski patríarkinn, Al-
herto Gori. Að messu lokinni
gtkk patríarkinn fyrir skrúð-
fylkingu æðstu embættismanna
í Jerúsalem og sendiherra krist-
inna landa til staðar þess, sem
talið er að hafi verið fæðingar-
staður Krists.
Mikið var að vanda um dýrðir
í Páfagarði. Páfi flutti messu af
svölum Péturskirkjunnar, en sök
um rigningar var fámennara á
Péturstorginu en venjulega. Á
miðnætti á aðfangadagskvöld
messaði páfi í Sixtusarkapellu,
og voru 'þar sendiherrar erlendra
ríkja í Páfagarði.
Tass-fréttastofan sovézka skýrði
frá því að þúsundir mótmæl-
enda og kaþólskra hafi sótt jóla-
messur og guðsþjónustur í
Moskvu og öðrum borgum Sovét-
rikjanna. í Peking tóku kristnir
menn þátt í jólamessum á að-
fangadag. Jóladagur var hins-
vegar venjulegur vinnudagur í
Kína.
Elísabet Englandsdrottning
flutti hinn árlega boðskap sinn
um jólin. Hún sagði m. a. að
æska Bretlands yrði að beita
hugrekki sinu, gáfum og hug-
viti í þágu þess að byggja upp
nýjan og betri heim, svo mann-
kynið megi lifa áfram.
Fjármáladeilan innan SÞ er
komin á alvarlegt stig
U Thant kominn til starfa úr veikindaleyfi
til þess að reyna að miðla málum
á síðustu stundu
New York, 28. des. (NTB-AP)
FORSETI Allsherjarþingsins.
Alex Quaison-Sackey, hóf í
dag aftur tilraunir sínar sem
miða að því að finna lausn á
deilu þeirri, sem uppi er milli
Bandaríkjanna og Sovétríkj-
»nna varðandi skuldir síðar-
nefnda aðilans og nokkurra
fleiri þjóða vegna friðargæzlu
SÞ í Kongó ©g víðar. Talið
hafði verið að heldur hefði
þokað í samkomulagsátt síð-
iistn vikur, en siðustu daga
fyrir jól og sjálfa jóladagana
hefur aftur sigið á ógæfuhlið-
ina varðandi samkomulag. —
Talsmaður SÞ skýrði frá því
i «I»S *ð U Thant, fram-
kvæmdastjóri samtakanna,
mundi í kvöld hitta ýmsa full-
(rúa að máli vegna deilunn-
»r, þeirra á meðal Adlai Stev-
. enson, sendiherra Bandaríkj-
anna, og sendiherra Sovétríkj-
anna, Nikolai Fedorenko.
Quaison-Sackey ræddi i dag við
iþá Pedorenko og fulltrúa Kan-
ada, Paul Tremblay. Um niður-
stöður þessarra viðræðna er ekki
vitað.
U Thant, sem útskrifaður var
af sjúkrahúsi 18. des. sl., og skip-
að hafði verið að læknum að
hvíla sig frá störfum þar til eftir
nýár, ákvað að koma aftur til
starfa ef vera mætt.i að hann
gæti aðstoðað við lausn deilunn-
ar.
Öllum atkvæðagreiðsium um
málið í Allsherjarþinginu hefur
verið fréstað um óákveðinn tíma
til þess að reyna að firra því að
til stórvandræða dragi. 19. grein
sáttmála SÞ mælir svo fyrir að
ríki, sem skuldi samtökunum fé
í tvö ár, glati atkvæðisrétti sin-
um. Vona menn nú, að innan
skamms finnist einhver sú iausn,
sem geri það kieift að sneiða
framhjá þessari grein sáttmáians.
Á sunnudag töldu ýmsir sendi-
menn hjé SiÞ, að deilumálið
kunni að komast á mjög aJvar-
legt stig nú um áramótin, og bú-
izt er við því að enn minni samn-
ingsvilja gæti nú af hálfu Sovét-
ríkjanna en áður. Talið er að
Sovétríkin munu knýja fast á að
Framh. á bls. 21
San Francisco og víðar,
28. des. — AP-NTB.
E N D A þótt jólin hafi um
margt verið þau friðsamleg-
ustu, sem menn muna, eiga
þó margir um sárt að binda.
Á Kyrrahafsströnd Banda-
ríkjanna hafa nú staðið mikil
flóð vegna stórrigninga í heila
viku, og hafa þúsundir manna
misst heimili sín og a.m.k. 48
hafa farizt. Rigningin hefur
nú gengið niður, en í nótt var
stormur og snjókoma á flóða-
svæðunum og jók það enn á
erfiðleika manna. Þá hefur
fellibylur herjað á Ceylon og
Indlandsstrendur, og liðlega
500 manns fórust í umferðar-
slysum í Bandaríkjunum jóla-
dagana. Loks urðu jarðskjálft
ar í suðurhluta Irans og lögð-
ust þar tvö þorp í rúst. Ekki
er getið um manntjón af þeim
sökum.
Á sunnudag var búizt við því,
að mesta hættan af flóðunum á
norðvesturströnd Bandaríkjanna
væri úr sögunni, en þá skall á
óveður af Kyrrahafi. Ekki varð
þó mikið tjón af því, en gripið
var til öryggisráðstafana víða,
m.a. í borginni Portland í Ore-
gon. Óttuðust menn að hið mikla
veður af hafi mundi verða til
þess að ár flæddu yfir bakka sína
í ósum.
Rauði krossinn segir, að alls
hafi 16,300 fjölskyldur misst
heimili sín, bóndabæi eða verzl-
anir í ríkjunum Kaliforníu, Ore-
gon, Idaho, Washington og Nev-
ada. Eignatjón er af opinberri
hálfu talið nema einum milljarði
dollara, eða um 43 milljörðum
ísl. króna.
Snjókoma og frost í norður-
hluta Kaliforníu og Oregon hafa
gert allt björgunarstarf erfiðara,
og enn eru hundruðir manna ein-
angraðir á ýmsum stöðum á flóða
svæðunum. Meðal þeirra eru 500
námuverkamenn og skógarhöggs-
menn ásamt fjölskyldum þeirra
á mörkum Kaliforníu og Oregon.
Fellibylur og flóðbylgja
Talið er að um 850 manns hafi
farizt er fellibylur og flóðbylgja
herjuðu á Ceylon og eyjarnar
fyrir suðurodda Indlands á Þor-
láksmessu. Um 500 manns biðu
bana er flóðbylgja skall á bæn-
um Danushkodi á Rameswharan-
eyju. Þá hafa menn gefið upp alla
von um að 350 fiskimenn frá
Ceylon, sem saknað er, séu á lifi.
Talið er að eignatjón á Ceylon
og Indlandi skipti milljónum doll
ara, en brýr hafa hrunið, vegir
og járnbrautir eyðilagzt, og aðal-
útflutningshöfn Ceylon, Trincooa
lee, hefur orðið fyrir miklum
skemmdum. Þá hafa þúsundir
manna misst heimili sín.
Giuseppe Saragat, hinn ný-
kjörni forseti ítaliu.
Þá er bara að reyna aftur
Giuseppe Saragat kjörinn, sem íimmti
íorseti Italíu
Róm, 28. desember, AP.
AÐ kvöldi mánudags var loks
lokið hinum feiknarlega löngu
forsetakosningum á Ítaiíu.
Voru þá talin atkvæði í tutt-
ugasta og fyrsta sinn og er
kunngert var, að Giuseppe
Saragat, utanríkisráðherra,
frambjóðandi hægri jafnaðar-
manna, hefði fengið þau 482
atkvæði, sem til þurfti til að
ná lögmætri kosningu, biðu
þingmenn ekki boðanna, létu
sér á sama standa um hve
mörg viðbótaratkvæði Saragat
hafði fengið en upphófu langt
og mikið klapp. Loksins var
þessum ósköpum lokið!
Það hefur oltið á ýmsu í
forsetakosningum á Ítalíu áð-
ur, en aldrei hefur iþó gengið
eins seint og erfiðlega og nú,
er kjósa átti eftirmann Ant-
onii Ségnis, sem lætur af
embætti forseta sökum van-
heiisu.
Atkvæðagreiðsiur í italska
þinginu hafa verið á forsíðum
heimstoiaðanna siðan löngu
fyrir jól og yfirleitt undir
einhverri fyrirsögn á borð við
.gengur hvorki né rekurí ..Enn
langt í )and“ o. þ. h. Lengi vel
N*virtisl svo sem frambjóðandi
kristilegra demókrata, Giov-
anni Leone, þingforseti, myndi
sigurstranglegastur, en þegar
gengið hafði verið til atkvæða
fimmtán sinnum á níu dögum
og Leone enn ekki fengið til-
skilinn meirihluta, gafst hann
upp og dró sig í hlé.
Síðan hafa þeir bitizt um
embættið Giuseppe Saragat,
utanríkisráðherra, hinn 66 ára
gamli stofnandi ítalska sósdal-
demókrataflokksins, og Pietro
Nenni, leiðtogi vinstri jafnað-
armanna. Það hefur einkum
verið Saragat til trafala, að á
annað hundrað vinstrisinnaðra
kristilegra demókrata vildu
lengi framan af ekki veita
honum fulltingi sitt, en á
fundi kristilegra demókrata
Framhald á bls. 21