Morgunblaðið - 29.12.1964, Síða 3

Morgunblaðið - 29.12.1964, Síða 3
Þriðjudagur 29. des. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 9 HÚN DÍSA, sem þvegið hefur gólf í húsi Búnaðar- félags íslands í 24 ár, lét af störfum nú á dögunum. Sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf, efndi starfs fólk Búnaðarfélagsins til kveðjusamsætis fyrir Dísu að Hótel Sögu. Hún Dísa heitir annars Sveindís Vig- fúsdóttir og er góðkunn- ingi okkar hérna á Morg- unblaðinu, því að hún býr í næsta húsi og kemur oft í heimsókn til okkar og smitar einatt frá sér með fjöri sínu og léttri lund. í kveðjusamsætinu voru margar ræður fluttar og tónn Starfsfólk Búnaðarfélagsins heiðrar Sveindísi Vigfúsdóttur. Þorsteinn Sigurðsson frá Vatns- leysu heldur ræðu. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.). „Hún gaf okkur vítamínssprautu!" Starfsfólk Búnaðarfélags íslands þakk- ar Sveindísi Vigfúsdóttur vel unnið starf undanfarin 24 ár inn í flestum trega blandinn í aðra röndina. í öndvegi sat Dísa og við háborðið auk hennar margir merkismenn, m.a. Steingrímur Steinþórs- son, fyrrum Búnaðarfélags- stjóri og frú og Þorsteinn Sig urðsson frá Vatnsleysu. Þorsteinn flutti langa ræðu, þar sem hann þakkaði Dísu fyrir vel unniri störf í þágu Búnaðarfélagsins. Hann sagði að hún hefði komið sem hinn góði andi í hús Búnaðarfélags ins og þrifið það. — Sá, sem starfar í óhreinu umhverfi verður aldrei sá maður, sem hann á að verða og mundi verða, sagði Þor- steinn. — Hún gaf okkur vítamin- sprautu, greip einn viðstaddra fram í. “ — Já, það eru orð að sönnu, sagði Þorsteinn og ræddi nú í léttum tón um hið glaða geð Dísu. Hann rifjaði nú upp skemmtilegar minningar, en viðstaddir skemmtu sér hið bezta og.ekki sízt Dísa, sem lék á als oddi. Svo sagði Þorsteinn: — En nú ætla ég að verða augnablik alvarlegur. — Já, það þýðir ekki ann- að sagði þá Dísa. Og Þorsteinn hélt áfram. — Unga fólkinu nú á tím- um finnst oft lítið um það, sem við eldra fólkið höfum að segja. En til er orðtæki, sem segir: „Oft er það gott, sem gamlir kveða“. Það var erfitt að lifa fyrir 77 áruih. Fólk getur varla skilið það nú. Æskuár Dísu voru erfið. Foreldrar hennar urðu að skilja að borði og sæng — vegna örbirgðar. Þetta sagði hún mér áðan og hún sagði mér ýmislegt fleira merkilegt, en þessi átakanlega reynsla er ærinn lærdómur. Svona var hennar líf, en nú er hún hiér með okkur, sælleg og elsku leg og heldur enn sínu glaða geði. Það er vissulega meira en við getum státað af. Að lokum færði Þorsteinn Dísu gjöf, sem hann kvað vera örlítinn þakklætisvott frá Búnaðarfélagi íslands, stjórn þess og starfsfólki, en við- staddir tóku undir þau orð með dynjandi lófataki. Dísa sagði við okkur: góðir. Ég óska öllu þessu góða — Þetta var eins og heimil- fólki alls hins bezta og gæfu ið mitt. Það voru mér aUir svo og gengis á komandi árum. Þorsteinn Sigurðsson frá Vatnsleysu afhendir Sveindísi Vig- fúsdóttur gjöf í þakklætisskyni frá stjórn og starfsfólki Bún- aðivdélags íslands. Hlaður kafnar ■ eldsvoða Sjöttu tónleikar sinfóníu í báti í Reykjavíkurhöfn hljómsveitarinnar STAKSTEIWll Kostir við aluminium- verksmiðju Dagblaðið Vísir segir í forysto- grein í gær: „Skömrnu fyrir jólin komn heim frá Svisslandi fulltrúar Stóriðjunefndar, sem þangað höfðu farið tii' þess að semja við fyrirtækið Swiss Aluminium um byggingu verksmiðju hér á landi. Fundinn sátu einnig fuil- trúar Alþjóðabankans, sem lána mun fé til Þjórsárvirkjunarinn- ar, ef satrningar takast um bygg ingu * verksmiðjunnar. Ekki fékkst endanleg niðurstaða í mál inu á fundinum í Zurich, en samningahorfur eru taldar góð- ar. Þessi verksmiðjubygging hef ur verið njokkuð umdeild, þótt torskilin séu rök andstæðing anna. Bygging hennar þýðir það, að unnt verður að reisa miklu stærri virkjun í Þjórsá en ella yrði framkvæmanlegt. •Það hefur í för með sér að rafmagnsverðið verður mun ó- dýrara fyrir vikið. Auk þess mun verksmiðjan veita aEmörgu fólki atvinnu. í 'þriðja lagi er hér hafinn vísir að stóriðju. Á það hefur oftar en einu sinni verið bent hér í blaðinu hver nauðsyn það er að gera atvinnu lífið fjölbreyttara en nú er, renna undir það styrkari og fleiri stoðum. Sjávarafli getur brugðizt hvenær sem er, eins og reynslan sýnir okkur íslending- um. Enn er gnægð fiskistofna við strendur landsins, en að því kemur að takmarkalínunni verð ur þar náð. Landbúnaður er grundvallaratvinnugrein. Það dylst hins vegar engum að vaxt armöguleikar hans eru mjög takmarkaðir." Samkeppni íslenzks iðnaðar við erlendan „Þess vegna er það mikil nauð syn að byggja upp þriðja at- vinnuveginn, iðnaðinn. Því færi vel að samningar tækjust um byggingu aluminíumverksmiðju, og annarra nýrra iðngreina, sem grundvallast á ódýrri orku fall- vatna landsins. En þótt glæstar vonir séu bundnar við mikil framtíðarverkefni á ' essu sviði, ma þó sá iðnaður sem fyrir er í landinu ekki falla í skuggann. Þeim, sem hann stunda þykir hlutur hans ekki hafa verið gerður jafngóður og annarra atvinnugreina landsins og er það að vonum. Iðnaðurinn á nú í harðri .samkeppni við erlendan iðnað. Þess vegna er nauðsynlegt að rekstrarfjárskortur verði hon- • um ekki fjötur um fót og inn- flutningsstefnunni sé þannig hagað að um misrétti verði þar aldrei að ræða“. Akvörðmi á næsta Síðustu tónleikar O’Duinn að þessu sinni SNEMMA á aðfangadagsmorgun var komið að látnum manni um borð í vb Páli Pálssyni GK 360 frá Sandgerði. Eldur var laus i Ekipinu, og hefur maðurinn,* Kristófer Kristjánsson, Grettis- götu 64, sem er 1. vélstjóri á bátn um, kafnað í reyk. Vb Páll Pálsson lá við Granda- jgarð. KL 6.19 á aðfangadags- ínorgun var lögreglu og slökkvi- liði tilkynnt, að mikinn reyk legði upp af skipinu. Gerði það ekipverji á Goðanesi, sem lagði 6ig í mikla hættu við að komast f land og ná í síma. Þurfti hann eð klifra upp klökugan kaðal úr skipi sínu. Þegar slökkviliðið kom á vett- vang var mikið reykjarkóf í Bkipinu og töluverður eldur. Tók nokkurn tíma að komast í skip- ið, og þar fundu slökkviliðsmenn Kristófer heitinn liggjandi í koju. Var hann þegar fluttur í Kristófer Kristjanssor Slysavarðsstofuna, en þar úr- skurðaður látinn. Þegar eldurinn hafði verið slökktur, kom í ljós, að miklar skemmdir höfðu orðið á borð- sal og eldhúsi. Ekki er vitaA um upptök eldsins. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands heldur sjöttu hljómleika sína á þessum vetri í Háskólabió í kvöld. Stjórnandi verður Pro- innsias O'Duinn, og verða þetta síðustu hljómleikarnir, sem hann stjórnar hér á landi að þessu sinni, því að hann er á förum til Bandaríkjanna. Á efnisskrá hljómsveitarinnar í kvöld eru forleikurinn Prome- þeus eftir Beethoven, sinfónía nr. 6 í C-dúr eftir Schubert og Scheherazade, sinfonisk svita eftir Rimski-Korsakov, en þar er efnið sótt i „Þúsund og eina nótt“. Tónleikarnir í kvöld verða sjöttu tónleinkar Sinfóníuhljóm- sveitarinnar í vetur, sem O’Duinn stjórnar, en þar á meðal eru 4 skólatónleikar, sem fram fóru þann 9. og 10. des. sl. Leggur hljómsveitin mikla áherzlu á þá tónleika og í vetur er veruiegur hluti fastagesta að tónleikum hljómsveitarinnar ungt fólk, sem mjöig gjarnan hefur komizt fyrst í snertingu við tónlistarlíf með því að hlýða á skólatónleika Sin- fóníuhljómsveitarinnar. þegar það var yngra. Fyrstu tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands á næsta ári verða þann 7. janúar n.k. og stjórnandi þá Igór Buketoff. leiti Það eru fleiri en dagblaðið VÍSIR, sem ræða þetta mál um þessar mundir. Öll íslenzku dag- blöðin hafa skrifað allmikið um það upp á síðkastið, enda er hér um stórmál að ræða, sem bráð- lega verður tekin ákvörðun um. Á næstu vikum verður það ráðið til lykta, hvort fyrsta stóriðju- verið ris af grunni hér á landi með innlendri og erlendri sam- vinnu. Að sjálfsögðu verður svo tryggt, að íslenzkir hagsmunir sitji í fyrirrúmi, enda ekki meiri vandi fyrir okkur að búa svo um hnútana í slíkum viðskiptum en fyrir Norðmenn. Þeir hafa eflt þjóðarbúskap sinn með þvi að út- vega sér erlendt fjármagn og erlenda tæknifyrirgreiðslu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.