Morgunblaðið - 29.12.1964, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðiudagur 29 des. 1964
JÓLADANSLEIKIR barnanna
eru þær skemmtanir, sem yngstu
borgararnir bíða eftir með hvað
mestri eftirvæntingu — og nú
eru þeir hafnir. Ánægjan skín úr
hverju andliti og hinir prúðbúnu
gestir svíkjast ekki um að taka
undir, þegar gengið er í kring-
um jólatréð og jólasálmamir og
jólalógin eru sungin.
En hápunkturinn er þó, þegar
jólasveinninn birtist og tekur
sjálfur þátt í gleðinni. Það er
sannarlega ánægjulegt að fá að
sjá og kynnast karlinum, sem
kemur með allar gjafimar.
En börnin eru ekki þau einu,
sem skemmta sér, ánægja hinna
fullorðnu er oft og tiðum litlu
minni, en athygli þeirra beinist
þó trúlega meira að börnunum
en jólasveininum.
Ljósmyndari blaðsins, Ól. K.
Mag., tók myndirnar, sem hér
Kristín Ósk misskildi hlutverk fyigja með á jólafagnaði Varð
sitt á jólaballinu og tók að leika arfélagsins í Sigtúni í gær. Eins
og sjá má af myndunum var
sýningardömu fyrir okkur. - -
Svo var gengið í kringum jólatréð og allir sungu: Göngum við í kringum einiberjarunn.
Þessi unga dama heitir Lilja Jónas Jónasson var kynnir á sk emmtuninnl. Hér er hann uuv
Bragadóttir og var meðal gesta kringdur u ngum aðdáendum.
á jólaskemmtuninni.
Þessar tvær virðulegu peysufata konur sögðust heita Guðríður
Valva og Magnea Auður.
Þær vildu endilega láta taka mynd af sér og brostu sinu blíðasta
brosi, en litli bróðir var ekkert uppnæmur fyrir ósköpunum.
Trommuleikarinn naut mikillar hylli á ballinu, eins og sjá má á myndinni.