Morgunblaðið - 29.12.1964, Síða 12
12
MORGU N BLAÐIÐ
i
Þrlðjudagur 29. des. 1964
KOMA hinnar nýju Fokker
Friendship flugvélar Flugfé-
lags íslands hingað til lands í
vor markar tímamót í innan
landssamgöngum okkar. Engu
minni tímamót en koma Vis-
count-vélanna um árið, þegar
þær leystu Skymaster DC-4
af hólmi í millilandaflugi fé'-
lagsins.
Þegar Douglas DC-3 víkur
fyxir Fokker Friendship í inn
anlandsfluginu okkar, verður
það ekki í fyrsta sinn, að
þessi gamli og öruggi kláfur
lætur í minni pokann fyrir
Fokker Friendship er háþekja og það er því þægilegra að afgreiða vélina og annast á jörðu niðri en flestar aðrar vélar af
svipaðri stærð.
Fokker Friendship
„Hollendingnum fljúgandi'*.
Slíkt hefur gerzt í öllum heims
álfum á undanförnum árum,
því engin ein flugvélagerð hef
ur verið jafnmikið notuð á
stuttum ftugleiðum og einmitt
Douglas DC-3. Og þar sem
Fokker Friendship hefur rutt
nýja tímanum braut — hefur
þessi Hollendingur yfirleitt
rutt einum eða fleirum Dougl
as DC-3 úr vegi. Fokker
Friendship er í mjög mörgum
löndum arftaki Douglas DC-3
— og það eru í rauninni beztu
bekk hjá Fokker-verksmiðj-
unum í fimm vikur, en Gunn
ar í þrjár. Þar nutu þremenn
ingarnir allrar þeirrar fræðslu,
sem verksmiðjurnar og við-
skiptavinir þeirra telja nauð
synlegt að dæla í þá, sem ann
ast eiga Fokker Friendship.
Þessi skóli er í sjálfum verk
smiðjunum við Schiphol flug
völlinn í Amsterdam og gefst
því nemendum tækifæri til
þess að fylgjast með smíði
vélanna, skoða alla hluti ná-
kvæmlega og kynnast smíði
vélanna í smáatriðum. Að
námskeiðinu loknu gengu þeir
allir undir próf og eru því
orðnir útlærðir. — Samtals
munu 12 Flugfélagsmenn fara
á námskeið hjá Fokker-verk
smiðjunum í Hollandi áður en
nýja vélin kemur og er búizt
flugi, en hætta að fylgjasl með
þegar farið er að þylja þetta
hátæknilega.
Það sem farþeginn tekur
fyrst eftir, er, að Fokker Fri-
Þannig lítur Friendship út að innan. Það ætti ekki að fara
illa um okkur þarna.
meðmælin, sem hægt er að
gefa nokkurri flugvél.
Síðan styrjöldinni lauk hef
ur Douglas DC-3 verið eitt
helzta samgöngutækið á ís-
landi. Allt fram á síðustu ár
gegndi þessi flugvél álíka
mikilvægu hlutverki í fjöl-
mörgum löndum — og þótt ný
tækni og nýjar flugvélar hafi
komið til sögunnar er „Dougl
asinn* enn þarfasti þjónninn á
ótrúlega mörgum stöðum um
víða veröld.
---wjl
Nú er farið að undirbúa
komu nýju flugvélarinnar
hingað og verði reynsla okkar
eitthvað svipuð reynslu ann-
arra þjóða, ættum við að
bjóða Hollendingnum dús,
strax á fyrsta degi. Hér heima
hafa Flugfélagsmennirnir at
hugað nýju völina í öllum
smáatriðum — að svo miklu-
leyti sem það er hægt með að
stoð teikninga og prentaðs
máls. Síðan var Brandur Tóm
asson, yfirfluvirki, sendur út
af örkinni ásamt þeim Viggó
Einarssyni úr skoðunardeild
félagsins — og Gunnari Árna
syni úr rafmagnsdeild. Þeir
tveir fyrstnefndu sátu á skóla
Þarna er verið að smiða Friendship Flugfélagsins, og annarra, sem bíða eftir nýrri véf.
arftaki DC-3
Þarna er verið að koma skrúfunni fyrir
Friendship og þremenningarnir fylgjast
á hreyfli í
með.
nyjum
við að næsti hópur fari utan
fljótlega upp úr áramótum.
Með vélinni kemur hingað
einn af tæknifræðingum verk
smiðjunnar og verður hér í
hálft ár til þess að fylgjast
með viðhaldi vélarinnar og
veita upplýsingar, ef með
þarf.
----
Á dögunum hittum við þá
Brand og Viggó, nýkomna að
utan, og báðum þá segja okk-
ur eitthvað um nýju vélina.
Þeir Ijómuðu báðir af áhuga
og svo sánnarlega komum við
ekki að tómum kofanum. Það
var greinilegt, að þeir höfðu
ekki lært — bara til að stand
ast prófið. En þegar öllu var
á botninn hvolft voru upp-
lýsingar þeirra svo tæknileg-
ar, að fæstir lesendur hefðu
botnað í þeim — og þar sem
blaðamaðurinn var heldur
ekki öruggur um að geta staf
að rétt öll þessi er-lendu tækni
orð, sem ekki eru til þýdd á
íslenzku, hætti hann að skrifa
hjá sér — og við fórum að
ræða um Fokker Friendship
frá sjónarmiði farþegans —
og þeirra, sem áhuga hafa á
endship er háþekja — og væng
irnir trufla því ekki útsýn úr
breiðum og háum gluggum vél
arinnar. Þetta byggingarlag
veldur því líka, að mun þægi
legra er að afgreiða og yfir-
fara þessa vél en lágþekjur.
Á jörðu niðri situr búkur-
inn lárétt örskammt yfir
jörðu svo áð upp örfá þrep er
að ganga, þegar farið er um
borð. Skrúfurnar eru hátt yfir
jörðu og í því felst öryggi
vegna malarvalla okkar, sem
oft eru lausir í sér.
Þeir segja, að Friendship
þurfi tiltölulega -stuttar braut
ir og hæfi okkur vel hvað það
snertir. Vélin er fljót á loft
— og farþegarnir munu taka
eftir því hve snögglega hjól
in kippast upp undir vængina
um leið og flugbrautinni er
sleppt. Hjólaútbúnaði og öðru
slíku, sem venjulega er stjórn
að með vókvum í flugvélum,
er stjórnað með háþrýstu lofti
í Friendship. Þeir félagar
segja, að þeim hafi þótt allur
frágangur sérstaklega vandað
ur, hún sé smíðuð á „fail-safe-
prinsippinu", eins og þeir orða
það: Tvöfalt öryggi sé í öllum
hlutum. Annars segja þeir að
kaup Friendship vélarinnar
séu verkstæðum Flugfélags-
Framh. á bls. 17