Morgunblaðið - 29.12.1964, Page 14

Morgunblaðið - 29.12.1964, Page 14
14 MORCUNBLAÐIB Þríðjudagur 29. des. 1964 Útgefandi: Framkvæmdas t j óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Ú tbreiðslust jóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 1 lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. ^ Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. MESTA FRAMLEIÐSLU- ÁR í SÖGU LANDSINS 6kijr^k UTAN ÚR HEIMI ,YF-12A' nýjasta flugvélin í flugher Bandaríkjanna NÝJASTA flugvélin í flugher Bandarík janna nefnist „YF- 12A“. Það, sem fyrst og fremst gerir hana frábrugðna oðrum flugvélum flughersins er, að hún getur flogið hraðar en 3,2 þús. km á klukkustund, flogið í 21 þús. metra hæð, borið langdrægar loftvarnar- eldflaugar, starfað án aðstoðar ratsjárstöðva á jörðu niðri, fundið óvinaflugvélar í eigin ratsjá og skotið niður slíkar flugvétar löngu áður en þær ná ströndum Bandaríkjanna. Smiíði „YF-12“, sem var nefnd „A-ll“ þar til í sept. sl., hófst 1959. Lítið hefur verið skýrt frá gerð vélarinnar, en vitað er að hún er um 30 metrar á lengd og vængjahaf hennar er lim 45 metrar. Hún er gerð fyrir tveggja manna áhöfn, flugstjóra og mann, sem hefur umsjón með vopna- búnaðinum. Eldflaugarnar, sem flugvélin ber, vega um 360 kg, eru tæpir 4 metrar á lengd og 34 om í þvermál. „YF-12A“ á flugL Þær geta bæði borið vénju- legar sprengjur og kjarnorku- sprengjur. Ef eldflauginni er skotið frá flugvélinni, er hún flýgur á hámarkshraða, 3,2 þús. km, nálgast hún skot- markið með 6,4 þús. km hraða á klukkustund og vegna þessa mikla hraða, getur eldflaug- in grandað óvinaflugvélum löngu áður en þær koma að ströndum Bandaríkjanna. Eitt af þvi, sem gerir „YF-12A“ frábrugðna öðrum flugvélum flughers Banda- ríkjanna, er sem fyrr segir, að hún þarf ekkí að hafa sam- band við ratsjárstöðar á jörðu niðri. Venjulega þurfa slíkar orustuflugvélar að hafa sam- band við ratsjárstöðvar, sem beina þeim í rétta hæð, á rétt- an hraða og ákvarða stefnu þeirra. Þegar þær eiga eftir skamma leið að skotmarkinu, kemur það fram í þeirra eigin ratsjám og árásin getur haf- izt. Flugmennirnir verða að stjórna vélinni mjög nákvæm- lega meðan árásin er gerð, til þess að flugskeytið hitti í mark. Hins vegar getur „YF-I2A“ flogið á árásarstað og gert á- rásir án nokkurs sambands við ratsjárstöðvar á jörðinni. Upp lýsingar um skotmarkið eru settar í rafreikni, sem er í vél- inni sjálfri og hann gefur flug manninum nákvæmlega upp stöðu þess. Leitarratsjá vélar- innar, siglingatæki hennar, rafreiknir - og hve flugskeyti hennar eru auðveld í meðför- um, gera að verkum, að hún getur tortímt bæði há- og lágfleygum óvinaflugvélum, t. d. flugvélum, sem fljúga mjög lágt til þess að koma í veg fyrir að iþær sjáist í rat- sjám í landi. Flugvélaverkfræðingar telja, að „YF-12A“ muni ekki ein- ungis koma flugher Banda- ríkjanna að gagni heldur verði reynslan, sem fengizt hefur af smíði hennar mjög mikiivæg í sambandi við smíði farþegaflugvéla, sem fljúga hraðar en hljóðið. Árið 1964 sem nú er senn *“• liðið var ár mikilla fram- kvæmda og meiri frámleiðslu en nokkru sinni fyrr-hér' á landi. Sést það greinilega ef bornar eru saman nokkrar tölur. Árið 1962 nam heildarverð- mæti útflutningsframleiðslu okkar um 3,6 milljörðum króna, en árið 1963 var verð- mæti útflutningsframleiðsl- unnar um 4 milljarðar króna. Á árinu 1964 er áætlað að heildarverðmæti útflutnings- ins verði um 4,5 milljarðar króna. Er það mesta útflutn- ingsverðmæti, sem um getur á einu ári í sögu þessarar þjóðar. Hið mikla aflamagn á síld- veiðunum fyrir Austurlandi á ríkan þátt í þessari fram- leiðsluaukningu. Nemur heild araflamagnið á sumar- og haustsíldveiðunum fyrih norð an og austan nú rúmlega þrem ur milljónum eitt hundrað og þrjátíu og fimm þúsund mál- um og tunnum. Er það lang- mesti vertíðarafli, sem um get ur í sögu síldveiða hér við land. Hin mikla stækkun og efl- ing fiskiskipaflotans síðustu árin hefur lagt grundvöll að því mikla aflamagni sem bor- izt hefur á land síðastliðin tvö sumur. Án hinna nýju og full- komnu veiðiskipa og tækja þeirra, hefðu síldargöngurnar fyrir austan ekki komið að notum. Það er þannig hin aukna tækni, sem er orsök þess, að nú er hægt að veiða síld við gerólík skilyrði, mið- að við það sem áður tíðkaðist, þegar nær eingöngu var mögulegt að veiða vaðandi síld. Þessi mikla framleiðsla árið 1964 er að sjálfsögðu mjög þýðingarmikil fyrir allan þjóðarbúskapinn. Endanlegar upþlýsingar liggja að vísu ekki fyrir á þessu stigi máls- ins um gjaldeyrisstöðuna gagnvart útlöndum. En vitað er, að hún er góð og hefur batnað á árinu. BLIKUR Á LOFTI '%7'innufriður hefur ríkt meg- " inhluta þessa árs og er rík ástæða til þess að fagna því. Hinsvegar eru nú ýmsar blikur á lofti um ný átök og ráðagerðir um stórfelldar kröfur á hendur útflutnings- framleiðslunni. Sem betur fer eru einstök atvinnufyrirtæki aæmilega á végi stödd, eftir þetta mikla framíeiðsiuár. En sú staðreynd verður þó því miður ekki sniðgengin, að stór hluti útgerðarinnar og mörg hraðfrystihús víðsvegar um land eigi við mikla erfið- leika að etja. Um síðustu ára- mót var líka þannig komið að þing og stjórn varð að hlaupa undir bagga með útgerðinni sökum vaxandi erfiðleika hennar. Á það þá ekki sízt við um togaraútgerðina, sem svo að segja öll virðist hanga á horriminni. En þrátt fyrir þessa erfið- leika ætti íslenzka þjóðin að geta mætt hinu nýja ári bjart- sýn og vel fær um að bjarga sér yfir stundarerfiðleika. — Mestu máli skiptir, að íslend- ingar eiga í dag betri, full- komnari og afkastameiri fram leiðslutæki en þeir hafa nokkru sinni áður átt tii lands og sjávar. Viðreisnarstefna núverandi ríkisstjórnar hefur gert upp- byggingu atvinnulífsins mögu lega. En höfuðtakmark henn- ar hefur verið að tryggja jafn vægi í efnahagslífi lands- manna, tryggan grundvöll gjaldmiðilsins og traust á hon um utanlands og innan. Þetta hefur tekizt til þessa, þrátt fyrir það að á ýmsu hefur gengið. Allir ábyrgir íslendingar verða nú að gera sér ljóst að áframhaldandi þróun og upp- bygging í þessu landi, veltur á því, að þjóðin geri ekki hærri kröfur á hendur bjarg- ræðisvegum sínum en þeir geta risið undir vegna sann- anlegrar framleiðsluaukning- ar. Það verður að tryggja ör- uggan hagvöxt hér á landi eins og annarsstaðar, en forð- ast stökkbreytingar, sem eng- um skapá kjarabætur, en leiða í þess stað til glundroða og upplausnar. Árið 1965 get- ur orðið prófsteinn á það hvort verður ofan á hér á landi í nánustu framtíð, heil- brigð þróun og batnandi lífs- kjör eða upplausn og kyrr- stað- BÆKUR OG BÖKASAFNARAR /\kkur íslendingum þykir ^ vænt um þegar við erum kallaðir bókaþjóð eða sögu- þjóð. Og víst er það svo að á íslandi hefur alltaf verið lesið mikið, og er svo enn þann dag í dag. Hér eru gefn- ar út fleiri bækur en í flest- um öðrum löndum. AUur al- menrtingur kaupir og Les þess- ar bækur og á flestum heim- ilum getur að líta nokkurt safn bóka. GLeggsta dæmið um hinn almenna bókaáhuga er sú staðreynd, að bækur eru meðal almennustu jólagjafa og tækifærisgjafa hér á landi. Hér á landi er einnig margt manna sem safnar bókum af áhuga, sem jaðrar við ástríðu. Um þá menn og bóksöfn ein- staklinga hefur Jóhann Gunn- ar ÓLafsson, bæjarfógeti og fræðimaður á ísafirði, skrifað skemmtilegan og stórfróðleg- an pésa. Kemst hann þar m.a. að orði á þessa leið: „Um bókasafnara á alltaf við hið fornkveðna: Amor Librorum nos unit, það er ást- in til bókanna sem sameinar okkur, eða ef til vill: Ástin til bókanna er, bókamönnum sameiginleg. Bókamenn heyja kapphlaup um góðar og sjald gæfar bækur og kver, eða kannske aðeins fágætar bæk- ur, en styðja og styrkja á hinn bóginn hver ánnan í leitinni að bókum til að fylla i skörð- in, og skiptast á bókum eftir því sem hverjum og einum kann að henta. í hverjum bókasafnara og bókamanni leynist bókaormur inn og ástríðan til þess að komast yfir fágæt kver, bóka- sóttin leynist með þeim á mis- munandi háu stigi, eða með öðrum orðum, bókasafnararn- ir eru misjafnlega langt leidd ir af þessum yfirþyrmandi sjúkdómi, og misjafnlega gerð ir af guði og náttúrunni til að veita honum viðnám. En allir bókamenn eru hreyknir af hillum sínum, sem svigna undan þunga fá- gætra og fagurlega bundinna bóka“. Enn segir Jóhann Gunnar stðar í bók sinni: „Bókavinurinn hefur jafn- vel ánægju af því, að skera upp úr hverri nýrri bók, sem hann fær í hendur. Hann nýt- ur þess að fletta blaði eftir blað, fullur eftirvæntingar, hvað hann muni finna á næsta blaði af fögrum hugsunum og skarplegum athugunum. Lest- ur hverrar góðrar bókar er bókavininum sönn nautn. Hann sekkur sér í bókina, gleymir umhverfinu og fyllic hugann með efni hennar, kryfur til mergjar og gagn- rýnir, það sem vekur hjá hon- um efasemdir, en dáir það sem lyftir huga hans í æðra veldi. Lesarinn snýst með bókinni með hugblæ og afstöðu sem svarar til efnis hennar. Hann tekur aðra afstöðu til sagn- fræði eða heimspekirita held- ur en ljóðmæla og skáld- sagna“. Þessi frábæra og skemmtt- lega bók um bækur, bókasöfn og bókamenn var því miður prentuð sem handrit í aðein* 200 eintökum. Tilefni hennac var 60 ára afmæli Ragnars H, Rágnars, skólastjóra Tónlisfc- arskólans á ísafirði, 28. sepfc, 1958, sem er mikill fagurkeri og bókamaður. Færi vel á því að þessi litla bók, sem höfund- urinn af mikilli hógværð kall- ar „pésa“, næði einhverntím« víðari lesendahring.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.