Morgunblaðið - 29.12.1964, Page 19

Morgunblaðið - 29.12.1964, Page 19
ÞriðjuðPírur 29 des. 1964 MORGUNBHDIO 19 Brezka þinghúsið og Westminster Abbey. — íslenzk jól Framhald af bls. 8 inn komust. Langiborð var dúkað og borðaður alíslenzk- ur jólamatur, sem feniginn var að heiman. Svo voru ræðu- höld og söngur. — Á jóladag messaði séra Jónas Gíslason í Vartovs- kirkju, sem er gömul kirkja, allt frá dögum Grundtvigs. Kirkjan var þéttskipuð fslend ingum. Hér hefur verið komi'ð upp ágætum söngkór, kirkju- kór, sem eingöngu er skipað- ur íslendingum og e.t.v. fá- einum dönskum mökum ís- lenzkra karla og kvenna. — Á annan jóladag var hald in jólatrésskemmtun fyrir börnin, og var þar margt um manninn. Skemmtunin var haldinn í Studenterforeningen við H.C. Andersen Boulevard. Hér er mesti fjöldi barna — margt ungra hjóna við nám, t.d. eru margir kvæntir stúdentar í síðari hluta verk- fræðinnar. — Þetta voru sem sagt samkomurnar. En þar fyrir utan hittast menn eins og gerist og gengur, Kunn- ingjar og vinir skiptast á heim sóknum. íslenzka nýlendan hér er svo gríðarstór, senni- lega tvö til þrjú þúsund manns, þegár allt er talið. Aðspurður um veðurfar sagði sendiherrann, áð kólnað hefði að undanförnu og tals- vert frost verið síðustu dag- ana, en að öðru leyti indælt veður. — Annars er ekkert sér- stakt að frétta, sagði sendi- herrann að lokum. Hér er allt með ró og spekt, deilur liggja að mestu niðri yfir iólin — en ekki er laust við að óligi undir í handritamálinu. — Hvenær verður handrita sýningin opnuð? — Hún verður opnuð ein- hverntíma í janúar, ég man nú ekki í svipinn hvaða dag. Þeir standa fyrir henni and- stæðingar okkar — reyna að grípa til þeirra ráða, sem geta orðið þeim í hag. MORÐ f LONDON. Að lokum tölum við stund- arkorn við Henrik Sv. Björns- son, sendiherra íslands í Bret- landi, og spurðum frétta. — Um hvað hefur verið tal- að í London nú um jólin? Henrik Sv. Björnsson — Hryllileg morð. sem hér hafa verið framin undanfarið. Það er ekki beinlínis jólalegt umræðuefni. Eitt morðanna var framið með þeim hætti, að unglingalýður réðst að manni í London, en þá kom blaða- maður við „People“ honum til aðstoðar, og var stunginn og drepinn. Þetta eru óhugnan- legar fréttir og hafa vakið ugg hjá fólki. Þessi unglinga- lýður er ekki lenigur aðeins til ama, hann er orðinn stór- hættulegur. — London hefur þá ekkert farið aftur, frá því Conan Doyle skrifaði sínar sögur. — Ég veit það ekki. svaraði sendiherrann, og spurði frétta að heiman. Síðan skýrði hann frá því, að íslendingafélagið muni að venju halda skerhmt- un í London milli jóla og nýj- árs fyrir börnin. Þar í borg eru allmörg börn af íslenzk- um ættum. — Og ekkert að gerast í pólitíkinni spurðum við? — Nei, þingið er í fríi, og Wilson er suður á Scilly-eyj- uin, sem liggja út af Cornwall, Þar á hann bústað, og þangað skreppur hann í frí. — En veðrið? — Hér hefur verið kalt undanfarið. og snjóað mikið í Suður-Englandi, en minna inni í London. Miklar umferða- tafir hafa verið hér utan við borgina. Þó hafa orðið færri slys þessi jól, en oft áður. Annars fara Englendingar til útlanda um jólin, og er einkar vinsælt að skreppa suður til Sviss á skíði. — Hvernig hafið þið haldið jólin? — Að íslenzkum sið á heim- ili okkar. Svo hef ég skroppið niður í bæinn og skoðað jóla- skrautið. Allar helztu götur eru mjög smekklega skreytt- ar. Fyrir jólin var verzlunin afar mikil, enda virðist al- menningur hafa það gott í Bretlandi. Viðgerð hafin ú vh Barða í Hamborg EINS og frá hefur verið skýrt í fréttum, sitfldi þýzkt kaupskip, 3.791 tonn að stærð, á nýtt, ís- lenzkt fiskiskip, Barða, eign Síldarvinnslunnar hf. í Neskaup- stað, að morgni sunnudagsins 20. des. Kom um þriggja metra löng rifa á skipið aftarlega. Mbl. átti í ,gær tal við Hjálmar R. Bárðar- son, skipaskoðunarstjóra, og spurðist fyrir um það, hvenær viðgerð yrði lokið. Hjálmar kvaðst hafa símað til Hamborgar þá um morguninn, en þar er skipið til athugunar og viðgerðar hjá skipasmíðastöðinni J. J. Sietas. Hann kvað nákvæma könnun þurfa að fara fram á skipinu, en viðgerð væri þegar hafin. sem ekki væri vitað, hve langan tíma tæki. Sjór hefði komizt í lestina. Skemmdir hlutar yrðu brenndir burtu og þeir endurnýjaðir. Einnig yrði að yfirfara allar vélar. Germanischer Lloyd hefur eftirlit með viðgerð- inni, og auk þess eru tveir eftir- litsmenn frá skrifstofu íslenzku skipaskoðunarinnar í Þýzkalandi X Látið ekki dragast að athuga bremsurnar, séu þær ekki í lagi. • Fullkomin bremsuþjónusta. og fylgjast með viðgerðinni. Þá er skipstjórinn ytra, Sigurjón Valdimarsson. — Barði er 260 tonna skip. MiMiJMIMEÍFll LAUGAVEGI 59..slmi 18478 SigríSur dóttir - M/nn/ng „Lífið er fljótt; líkt er það elding, sem glampar um nótt, ljósi, sem tindrar á tárum, titrar á bárum.“ (M. Joch.) JÁ, lífið er fljótt. Það finnst okk- ur svo oft, -og ekki hvað sízt við fráfall Sigríðar frænku minnar Einarsdóttur. Dauða hennar bar fremur brátt að höndum, og göm- ul varð hún ekki. En vér vitum ei hvers biðja ber; er æskilegra langt líf og þjáningasamt, eða skemmra líf laust við sjúkdóma og harma? Og við, sem þekktum Sigríði Einars bezt, áttum erfitt með að hugsa okkur sjúkdóm og dauða í sambandi við hana, þessa lífsglöðu og skapgóðu stúlku. Og mikið brá mér, þegar ég frétti það fyrir tveimur árum, að Sigga væri orðin sextug. Var þá orðið svona langt síðan, að við vorum bæði ung vestur í Dölum, hún, að vísu, rúmum tíu árum eldri, ung stúlka, full af fjöri, sem stráði gleði og birtu kringum sig. Sigríður Einarsdóttir fæddist 2. ágúst 1902. Foreldrar hennar voru Einar Einarsson bóndi og kona hans Helga Jónsdóttir, sem áttu heima á ýmsum stöðum vestra, einkum í Hvammssveit- inni. Þau áttu aðra dóttur, Jónu, sem lézt í fyrra. Einar dó, þegar þær systur voru kornungar, en Helga lifði til hárrar elli, og dvalþist jafnan hjá dætrum sín- um. Árið 1929 flytjast þær mæðg ur alfarnar til Reykjavíkur, en þá hafði Sigríður dvalizt nokkuð fyrir sunnan. En áður hafði hún verið í Héraðsskólanum í Hjarð- arholti, og var sú námsdvöl henni jafnan kær og mikils virði. Hér í Reykjavík átti hún síðan heima, fram á síðasta ár, fyrst í sambýli við móður sína og syst- ur, síðan ein, eftir að Jóna, syst- ir hennar gífti sig og fluttist austur. Sigríður gegndi hér ýmsum störfum, öllum með trúmennsku. Hún giftist aldréi, en átti marga góða vini. Bæði við þá og frændfólk sitt batt hún ævi- langar tryggðir, svo traustar, að frábært mátti heita. Hún fylgd- ist með áhuga og innileik með kjörum þeirra, og var jafnan au- fúsugestur þegar fundum bar saman. En traustust voru þó tryggðaböndin, sem tengdi þær saman systurnar. Er þar til marks að í 23 ár tók Sigga sig upp til að dveljast úm jólin í heimili systur sinnar. Þar var hún líka ætíð kærkomin; heimilið gott; Kristinn, mágur hennar, er mik- ill ágætismaður, sem skilst nú við hana með miklum sóma og kærleika. Og öll systurbörnin voru henni ástfólgin. Og þegar Jóna féll frá fyrir ári síðan, tók Sigríður að sér heimili þeirra Kristins og dóttur hans ungrar. En þau áttu ekki lengi að njóta hennar. Söknuður þeirra og miss- ir er því sízt minni en annarra ástvina hennar. Ég, sem þessar línur rita, minn- ist þessarar frænku minnar með kærleika og söknuði, eins og ég veit að hin systkinabörnin gera, því að hún reyndist okkur öllum hið mesta tryggðatröll, enda þótt fundum fækkaði með árunum. Ung dvaldist hún oft á heimili foreldra minna og flutti þá jafn- an með sér fölskvalausa gleði og yl. Ég hygg, að til hennar hafi ég líka skrifað mitt fyrsta sendi- bréf. Og þegar ég kom hingað suður, ungur stúdent, lét hún sér afar annt um mig sem væri ég I bróðir. Ég var í fyrstu fáum Einars- Hellu kunnugur hér, en hún tók mig með sér á skemmtisamkomur og dansleiki, enda var hún sjálf mjög félagslynd. Auk þeirra eðliskosta, sem ég hefi getið hér að framan má ég ekki gleyma einum eiginleika Siggu Einars (svo var hún ætíð kölluð í vinahóp). Þótt hún ætti meiri hluta ævi sinnar heima í borg, þá var hún alla tíma mikið náttúrubarn, unni náttúrunni meir en flestir aðrir. Fyrr á ár- um fór hún líka í ferðalög, þegar hún fékk höndum undir komizt og hafði af því óviðjafnanlega ánægju og yndi. Dæmi um þenn- an eiginleika hennar er mér mjög minnisstætt. Hún átti heima um tíma í húsi nokkru á Týsgötu, í gaflherbergi undir þaki. Ég kom þar oft. Einu sinni sem oft- ar varð henni tíðrætt um nátt- úrufegurð, og sagði að dásamlegt væri þaðan úr húsinu útsýnið til Jökuls og sólarlagið oft fagurt. Ég spurði hana þá, hvernig hún gæti sagt þetta, þar eð út um herbergisgluggann sæist ekkert nema húsaskrokkar og þök og kannski einhver ræma af Esju. Þá komu nokkrar vöflur á frænku, en ólíklegt þótti mér að hún skrökvaði. En þá kom upp úr dúrnum, að á loftinu fyrir framan herbergisdyrnar var ská- hallur súðargluggi lítill, nógu stór til þess, að hún gat rétt rek- ið höfuðið upp um hann. Þarna sóttist hún eftir að standa og horfa á sólarlagið í næði. Já, við, nánasta frændfólk hennar, eigum um hana minn- ingar og allar góðar. Hún reynd- ist, okkur öllum og fjölskyldum okkar góður vinur og kær ætt- ingi. Því minnumst við hennar í hljóðri þökk. Þegar ég var að festa þessar fátæklegu línur á pappírinn, varð mér gengið að bókaskápnum þar sem ég geymi ljóðabækurnar. Út úr honum tók ég litla, fallega bók, í rauðu bandi, prentaða á bleikan pappír: „Við yzta haf“ eftir Huldu. Þessa bók hafði Sigga frænka mín valið handa mér í jólagjöf. Hún unni ljóðum eins og öllu fögru. Ég fletti bók- inni og staldra við þetta erindi, sem mér finnst lýsa vel því, sem ég vildi sagt hafa í minningu frænku minnar: „Þín sál er eins og svanur, / í sunnanvindi flog- inn / af hreinu heiðarvatni / út í hafbjarma-login. / Sem hvítur, saklaus svanur, / við silf- urjökla alinn, / und miðnætursól mildri / að móðurbrjósti falinn." Nú er sá svanur floginn aftur til sinna hreinu heiðarvatna, sem hún ætíð dáði. Glöð lifði hún og æðrulaus dó hún. Skammt varð milli þeirra systranna, og nú hvíla þær báðar í Oddakirkju- garði,'* fjarri grænum grundum Hvammssveitarinnar og Laxár- dalsins. Ragnar Jóhannesson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.