Morgunblaðið - 29.12.1964, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 29.12.1964, Qupperneq 21
ÞriSJudagUr 29. des. 1964 MORGU N BLADIÐ 21 I»rír fyrstu forsetar ítalíu. Enrico de Nicola, sá er fyrstur hafði á hendi embættið, er lengst til vinstri, í miðið stend- ur Giovanni Gronchi, fyrirrennari Segnis og til hægri er Luigi Einaudi, sem tók við emhætti af de Nicola á sínum tima. — Forseti Italíu Framhald af bls. 1 fyrr 1 dag var ákveðið að flokkurinn skyldi fylkja sér um Saragat, ef með Iþví móti mætti takazt að binda enda á þessar forsetakosningar, sem eru þær lengstu og erfiðustu sem sögur fara af á Ítaliíu. Saragat er fyrsti forseti It- alíu sem er sósíalisti og er kjör hans talið mikill ósigur fyrir kristilega demókrata, sem í fyrstu reyndu að fá kosinn flokksmann sinn, Le- one, en létu loks til leiðast að styðja Saragat, ef honum kæmi þar á móti enginn stuðningur frá kommúnistum, en það var fyrir atkvæði beggja, sem Saragat loks náði kosningu. Fráfarandi Italíuforseti, Antonio Segni, hlaut kosningu í maí 1962 og hefði að réttu lagi átt að gegna embætti áfram til ársins 1969, því for- setar á Ítalíu eru kjörnir til sjö ára í senn, en hann veikt- ist í sumar er leið, svo sem kunnugt er af fréttum, og hef- ur ekki síðan náð þeirri heilsu, að hann treysti sér til þess að hafa á hendi forseta- embættið, sem hann nú hefur sagt lausu. Forsetakosningarnar 1962 þóttu allsögulegar því ekki náði Segni kosningu fyrr en við níundu atkvæðagreiðslu. Svo sem kunnugt er, þarf tvo þriðju atkvæða til að ná kosn ingu við fyrstu þrjár atkvæða greiðslurnar, en við síðari at- kvæðagreiðslur dugir einfald- ur meirihluti. Allar eru at- kvæðagreiðslurnar leynilegar. Þá var aðalkeppinautur Segn- is sá hinn sami Saragat, sem nú hefur hlotið kosningu. Þeir Segni og Saragat voru einu opinberu frambjóðend- urnir það sinnið og var Segni frambjóðandi kristilega demó- krataflokksins, en naut Iþó ekki stuðnings vinstra arms flokksins. Saragat var þá í framboði fyrir sósíaldemó- krata, sem lagt höfðu til, að stjórnarsamsteypuflokkarnir 4 styddu hann til kjörs. Kristi- legir demókratar höfnuðu þeirri tillögu og kusu að bjóða fram Segni svo sem áður sagði. Við fyrstu atkvæðagreiðsl- una 1962 hlaut Segni 333 at- kvæði og Saragat ekki nema 4i2 og leit þá ekki út fyrir að lengi myndi þæft um málið. En það fór á annan vég. Með- an Segni jók fylgi sitt í mestu atkvæðagreiðslum um nokkra þingmenn hverju sinni, 340 - 341 - 354 - 396 og 399 í sjöundu umferð bætti hann þó aftur við sig og hafði þá 332 en Segni 389. Þá dró loks sundur með þeim og fékk Segni 424 atkvæði við átt- undu atkvæðagreiðslu en Sara gat 337. Varð þá uppþot í þinginu, en í níundu umferð var loks lokið einvíginu og fékk Segni þá 443 atkvæði (15 fleiri en hann þurfti (428)) en Saragat sat eftir með sárt enn ið og 334 atkvæði í sínu hlaut. Fráfarandi forseti 1962, Giovanni Gronchi, fékk 20 at- kvæði við fyrstu atkvæða- greiðslu, Piccioni 12, Merza- gora 2, Terracini 200 og Volpi 120, en við níundu atkvæða- greiðslu voru ekki eftir nema Merzagora og Gronchi, sem fengu fimm atkvæði hvor. Ótilgreindir frambjóðendur fengu tvö atkvæði og 52 þing- menn gátu ekki einu sinni við níundu atkvæðagreiðslu gert upp við sig hvernig þeir skyldu kjósa og skiluðu því auðu. Frambjóða.ndi kristilegra demókrata fór einnig með sigur af hólmi árið 1955, er kjörinn var eftirmaður Luigi Einaudis, sem gegnt hafði for- setaembættinu undangengin sjö ár. Það var Giovanni Gronchi, þingforseti, sem hlaut kosningu við fjórðu at- kvaeðagreiðslu. Ekki blés þó byrlega fyrir honum framan af, því við fyrstu atkvæða- greiðsluna fékk hann 30 at- kvæði en Einaudi, fráfarandi forseti 120. öldungadeildar- forseti Cesare Werzagora fékk 228 og Ferruccio Parri ( einn af leiðtogum andspyrnuhreyf- ingarinnar í stríðinu og for- sætisráðherra 1946) 308 at- kvæði. Parri dró sig í hlé þeg- ar í stað og vildi gefa Merza- gore færi á forsetaembætt- inu, en klofningur kristilegra demókrata varð til þess að spilla fyrirætlun Parris. Þeg- ar talin voru atkvæði eftir þriðju umferð var fylgi Gronchis miklu mest eða 281 atkvæði, en Merzagora hafði 245. Vildu þá margir kristi- legir demókratar að Gronchi drægi sig í hlé og Merzagora hlyti embættið, en þegar ljóst varð, að Gronchi myndi njóta stuðnings mikils fjölda kristi- legra demókrata auk vinstri sinna, varð það úr að Merzagora dró sig í hlé, en flokkurinn lýsti Gronchi opin berlega frambjóðanda sinn. Hlaut þá Gronchi 658 atkvæði er gengið var til atkvæða í Þessi mynd var tekin 6. mai 1962, við níundu atkvæða- greiðslu í forsetakosningun- þá, er Segni skilaði sinu at- kvæði, fjórða sinn og þar með kosn- ingu til embættis ítaláufor- seta. Hann tók við embætti 11. maá 1955, en við embætti forseta neðri deildar, sem Gronchi hafði gegnt tók Giovanni Leone, sá er lengi þótti sigurstranglegastur í kosningunum núna. Harðir bardagar í S-Viet Nam Á ýmsu hefur oltið í Saigon 28. des. — AP-NTB Harðir bardagar hafa geisað í S-Viet Nam undanfarna daga. Á sunnudag vann stjórnarlierinn einn stærsta sigur sinn á Viet Cong kommúnistum. Am.k. 87 skæruliðar kommúnista voru drepnir, og auk þess náðu stjóm- arhermenn á sitt vald miklum birgðum vopna Viet Cong, þeim mestu sem fundist hafa. Þessi bardagi var háður um 145 km. SV af Saigon, en stjómarherinn beið hinsvegar ósigur í öðrum bardaga um varðstöð um 80 km. frá Saigon. Þar féllu 43 hermenn stjórnarinnar, 36 særðust og 32 er saknað. — í dag, mánudag, varð meira tjón með Bandaríkja mönnum í Viet Nam en nokkurn enn dag áður í styrjöldinni í landinu, en 16 bandarískir her- menn og einn ljósmyndari særð- ust. Átta Bandaríkjamanna sem særðust vom þyrluflugmenn á tveimur þyrlum, sem fluttu liðs auka til stjórnarhersins, en hann gerði áhlaup á mikilvæga stöð uppreisnarmanna. Tvær þyrl- anna voru skotnar niður af þeim 54 sem fóru í leiðangur- inn. Á ýmsu hofur olti'ð í Viet Nam undanfarna daga. í dag var birt yfirlýsing Tran Van Huong, for- sætisráðherra, og Palm Khac Suu, ríkisleiðtoga, þar sem þeir skora á her landsins að fá völdin aftur í hendur borgaralegri stjórn. Á aðfangadagskvöld varð miikill sprenging í gistibúsi í Saigon, en bandarískir liðsfor- ingjar halda þar til. Tveir Banda- ríkjamenn biðu bana og 68 særð ust. Talið er að um 100 kg. af sprengiefni hafi verið komi'ð fyr- ir í gistilhiúsiniu, og eru fæstir í landinu síðustu daga vafa um að hér hafi Viet Cong kommúnistar verið að verkL Þrj'ár hæðir hótelsins stór- skemimdust við sprenginguna. Á sunnudag var síðan varpaö sprengju inn í veitingahús í bæn um Mo Cai, um 50 mílur SV af Saigon. Fjórir Bandaríkjamenn, sem staddir voru í veitingaíhús- inu, særðust, þar aif einn hætfcu- lega, 12 ára telpa beið bana og 15 innfæddir særðust. Bandjríska blaöið New York Times g \, li frá því í dag, að Bandaríkiastjóm hefði uppi ráðagerðir um að auka aðstoð sína við S-Viet Nam um 60 — 70 millj dollara á næsta fjárhags- ári. Talsmaður utanríkisráðu- neytisins í Waóhington sagðl hinsvegar á bla’óamannafundi 1 dag að hann vissi ekki til þess að neinar álkvarðanir um aukna að stoð við S-Viet Nam hefðu verið teknar af stjórninni. — Fjármáladeilan Framhald af bls. 1 málið verði tekið upp í Alls- herjarþinginu innan fárra daga, þannig að uppgjör um það fari þá fram. Er talið að Sovétrikin æski þessa sökum þess að þau telji sig nú hafa stuðning svo margra landa, að þau geti jafn- vel orðið ofan á í Allsherjar- þinginu, eða í það minnsta hindr að að Bandaríkjamenn og Vest- urlönd verði það. Bandaríkja- menn, Bretar og Vesturlönd yfir- leitt vilja helzt komast hjá siíku uppgjöri að því talið er, og er ástæðan sú, að þessi lönd telja að á hvorn veginn sem það mundi fara, yrði niðurstaðan sú að Sameinuðu þjóðirnar sjálfar töpuðu sem slíkar. Stórþjófnaður á jólanótt Asgeir Emarsson, verzlunarstjor i í Gevafoto við Lækjartorg, Býnir okkur ljósmyndatæki af sömu gerð og hurfu úr verzluu- inni á jólanótt. Leifur Jonsson rannsóknariögreglumaður Brotizt inn í Gevafoto og stolið ljósmynda- varningi að verðmæti um 100 þús. kr. AÐFARANÓTT jóladags var brotizt inn í ljósmyndaverzl- unina Gevafoto við Lækjar- torg og stolið þaðan ljós- myndavörum að verðmæti um 100 þúsund krónur miðað við útsöluverð. Vekur slík bí- ræfni að sjálfsögðu nokkra furðu, þegar þess er gætt, að verknaðurinn er framinn hina helgu jólanótt, þegar sízt hvarflar að mönnum, að pöru- piltar leiki lausum hala. Að því er Leifur Jónsson, rann- eóknarlögreglumaður, tjáði Mbl. var hér um að ræða myndavélar, sjónauka, kvikmyndatökuvélar cg ljósmæla, hina verðmætustu gripi. Vart hefur verið unnt að fela slík ósköp innan klæða, og eru það því eindregin tilmæli rannsóknarlögreglunnar til borg- arbúa, sem kunna að hafa verið á ferli í miðbænum aðfaranótt— jóladags og orðið hafa einhvers grunsamlegs varir, að þeir láti henni þær upplýsingar í té. Blaðið leitaði einnig upplýs- inga hjá Ásgeiri Einarssyni, verzl unarstjóra í Gevafoto. — Hann sagði, að þegar Sveinn Björns- son, forstjóri, hefði komið í verzlunina annan jóladag, hefði allt verið þar á tjá og tundri. Myndavélar lágu eins og hráviði um allt gólf, en brotizt hefði ver- ið inn um rúðu. Þjófurinn hefur vafalaust haft poka meðferðis og aðstoðarmann, því að ránsfeng- urinn var það umfangsmikill. Úr verzluninni hurfu m.a. tveir sjón- aukar af Leitz-gerð, hvor um sig að verðmæti 8 þúsund krón- ur, tvær Voigtlander-ljósmynda- vélar, að verðmæti 10 og 12 þús- und krónur, kvikmyndatökuvélar og fleira verðmætL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.