Morgunblaðið - 12.01.1965, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.01.1965, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ !>riðjudagur 12. januar 1965 90 Frakkarnir frá Lyon gersigruðu ÍR-liðið Hraði þeirra og samheldni færði þeim 74 gegn 42 sigivr yfir Islandsmeisturunum SJALDAN eða aldrei hefur eitt lið fallið jafn skyndilega og óvænt úr hásæti siður nið- ur í meðalmennsku við að missa einn mann, eins og lið ÍR í körfuknattleik gerði er það sl. sunnudag mætti Frakk landsmeisturunum í körfu- knattleik í 2. umferð í keppn- inni um Evrópubikarinn í þeirri grein. Frakkarnir sigr uðu með 74 stigum gegn 42 og vo'ru frá upphafi til loka leiks ins betra liðið — höfðu reynd- ar yfirburði í hraða, hittni, samleik og öllu því er til góðs körfuknattleiks heyrir. ♦ LITLIR MÖGULEIKAR Síðari leikur liðanna verður í Villurban, útborg Lyon, á sunnu- daginn kemur. Vart eru mögu- leikar á því að ÍR-ingar komizt í 3. umferð keppninnar, en þess er að vænta að ÍR veiti Frökkun- um betri og jafnari keppni þá en raun varð á á sunnudaginn. » DRIFFJÖÐURINA VANTAÐI Þorsteinn Hallgrímsson, fyr- irliði ÍR og fyrirliði landsliðs- ins í öllum 10 landsleikjum ís- Iands, er með í Bandaríkjaför körfuknattleiksmanna. Hann er af öllum talinn bezti leik- maður íslands í þeirri grein. Hann hefur sem fyrirliði mót- að ÍR-liðið, verið driffjöður þess og aðalmaður, þannig að liðið hefur ekki tapað leik gegn íslenzku liði í 5 eða 6 ár. Nú var hann fjarri og félagar hans gengu óstuddir af hans góðu forystu fram á völlinn gegn liði sem óumdeilanlega má telja betra en ÍR-liðið. En nú átti enginn ÍR-inga leik, sem jafnaðist á við það sem hver og einn hefur áður sýnt. Skipulag í Ieik, sem verið hef- ur sterkasta vopn ÍR, var án Þorsteins ekki til. Ringulreið, fum, óðagot og allt það sem góðum leik spillir, stakk allt of oft upp kollinum. — Átti þetta við bæði í vörn og sókn. » LJÓSIR PUNKTAR ÍR-liðið var gersamlega svip- laust utan örfárra leikkafla, þar sem Agnar Friðriksson, Birgir Jakobsson og Guðmundur Þor- steinsson sýndu einstaklingsafrek í skotum og í vörn. Annars nutu leikmenn sín alls ekki, voru eins og stjórnlaus her á óskipulögðu taflborði. » LEIKURINN Frakkarnir skoruðu fyrst, en Agnar jafnaði, Frakkar tóku for- . ystu en Agnar jafnaði aftur. Síð- an tók Lamothe (nr. 9) forystu fyrir Frakka og eftir það jókst hún jafnt og þétt. Oftast voru Frakkarnir fleiri til sóknar og varnar þar sem boltinn var. Yfirleitt var gangur leiksins sá að Frakkar skoruðu tvö stig fyrir hvert eitt sem ÍR skoraði. í hálf- leik stóðu 37-18, en síðari hálfleik lauk með 37 gegn 24. Leik lauk með 74-42. Máttur hins franska liðs fólst einkum í hraða og góðum heild- arleik liðsins. Skipti litlu hver var inn á hverju sinni — alltaf hafði liðið töglin og hagldirnar, alltaf var liðið jafn skjótrátt og ákveðið í sínum leik. Hafði liðið svo miklu betra auga fyrir skyndi upphlaupum en lið ÍR, að enginn jöfnuður er til þar um. Sérstaklega var áberandi hve illa ÍR-ingum tókst upp við vítaköst. Mistu þeir flest þeirra — og öll fyrst í leikn- Akureyringar æfðu í óupphitaöri vöruskemmu og ógna í 2. deild um. Má af því ráða að liðið hafi mætt mjög taugaóstyrkt til leiks. Einn maður, Rurant, fékk 5 víti og varð að yfirgefa völlinn. Skeði það nokkrum mínútum fyr ir leikslok. Alls fékk ÍR-liðið á sig 15 villur og þar af Guðmund- ur Þorsteinsson fjórar. Dómarar í leiknum voru Harry Errington frá London og J. Glas- gow frá írlandi. Voru þeir heldur slakir dómarar og lítt til for- dæmis fallnir. » FRANSKA LIÐIÐ Franska liðið hefur á að skipa 5 landsliðsmönnum. Þeir skáru sig að vísu nokkuð úr, en ekki svo að áberandi væri. Landsliðs- mennirnir voru hittnari af lengra færi, en hinir sem með þeim leika, hafa jafnvel meiri hraða og eru ákveðnari undir körfu andstæðinganna. Stig Frakkanna skoruðu Cab- alle 16, Lamothe 14, Grane fyrir- liði, sem á 110 landsleiki að baki, 12, Burdy 10, F. C. Biasucci 9, P. Durant 5 stig og þeir Roveillaux, Perrerard og Castalier 2 hver. — Síðustu tvö stigin skoruðu ÍR- ingar hjá sjálfum sér í tilraun til að verja körfuskot Frakkanna. Stig ÍR skoruðu Agnar Friðriks son 16. Birgir Jakobsson 14, Guð- mundur Þorsteinsson 9, Viðar 2 og Hólsteinn Sigurðsson 1. íslandsmótið í körfuknattle" 30. janúar ÍSLANDSMÓTIÐ i ko.fu- knatt leik ’hefst 30. jan. n.k. Þátttökutilkynninigar eiga að berast til körfuknattleiksráðsins fyrix 20. jan. n.k. Góð byrjtfn IMorðanmanna, sem eiga framtíðiira fyrir sér í handknattleik ÞRJÁR „umferðir'* fóru fram í keppni 2. deildar handknattleiks- manna um helgina. Nýtt lið stakk sér á meðal hinna kunn- ari, lið Akureyringa, og má með sanni segja að það átti erindi í þetta mót nú og í framtíðinni verður það án efa skeinuhætt hinum eldri og reyndari, Akureyringar komu þegar á óvart í sínum fyrsta leik sem var gegn ÍR. Höfðu þeir yfir í hálfleik 15—13 en urðu undir lokin að láta í minni pokann svo ÍR fór með sigur- inn 25—19. Sérstaka athygli í þessum leik vöktu þeir Kjartan Guð- jónsson (sem reyndar er einn- ig ÍR-ingur, en stundar nám í M.A.) Ólafur Ólafsson og markvörður liðsins Jón Stein- bergsson. Þeir báru nokkuð af, en reyndar má það fullvíst telja að liðið í heild verði innna skamms í hópi kandi- data til 1. deildar. Akureyringar hafa verið svo heppnir að fá til þjálfara Frí- mann Gunnlaugsson reyndan leikmann og forystumann úr Reykjavík. Hann sagði á Háloga- landi að stuttur tími hafi verið til undirbúnings með liðið að þessu sinni — húsnæði væri ekki fyrir hendi nyrðra. Hins vegar hefðu liðsmenn fengið lánaða vöruskemmu, óupphitaða og með steyptu gólfi, krítað á það vallar- gólf af sömu stærð og er á Há- logalandi og æft þar. Svo fengu Akueyringar það erfiða verkefni að leika 3 leiki um s.l. helgi, gegn ÍR á laugar- dagskvöld, gegn Þrótti e.h. á sunnudag og gegn ÍBK á sunnu- dagskvöld. Slikt er eðlilega of- raun jafn óþjálfuðu liði, en sýnir vilja þeirra Norðanmanna til að vera með. Og heim fara þeir hæst ánægð- ir því þeir sigruðu Þrótt með 28 gegn 15. í þeim lok skoraði Kjartan .Guðjónsson 11 mörk og átti þó einungis 14 skot á mark. Betri nýtni sýna fáir. Gegn Keflavík á sunnudags- kvöld kom þreyta Akureyringa í ljós og þeir töpuðu eftir að hafa haft forystu lengi vel með 21 gegn 24. Heim fara því Akureyringar úr fyrstu handknattleiksferð sinni með 1 sigur og 2 töp og marka- hlutfallið hágstæða 68—64. Það verður án efa vel æft í vöru- skemmunni óupphituðu og sterk- ara mun liðið koma í næstu ferð sinni á íslandsmótið. í öðrum leikjum um helgina urðu úrslit þessi í 2. deild: Þróttur vann ÍBK með 26—20 Valur vann ÍR 27—19. Kjartan Guðjónsson, tugþrautar maður bætti elleftu þrautinni við er hann debuteraði, sem handkn attleiksmaður fyrir Akureyringa um helgina. Hann skoraði í ein um leiknum 11 mörk. myndir tók Svein Þorm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.