Morgunblaðið - 12.01.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.01.1965, Blaðsíða 24
iKgnttfiIgifrffr 8. tbl. — Þriðjudagur 12. janúar 1965 'iAUOAVEGI 69 síml aidOO Síldin er tœp 9°/o að fitumagni Vestmannaeyjum, 11. jan.: HEIL.DARSÍLDARAFJL1NN í dag varð tæpar 7 þúsund tunnur af 10 bátum. Hæstir voru Huginn H með 2.000 tunnur, Bergur 1000 til 1100, Afcurey og Engey 800 hvor og Ófeigur II með 550 tunn ur. Fleiri bátar fengu slatta, en komu ekfci inn, þar sem 8—10 tíiua sigling er til Eyja. Síldin veiddist um 90 mílur austur af Eyjum, í Skeiðarár- dýpi, og á 70—100 faðma dýpi. Er það á svipuðum slóðum og á sama tíma í fyrra. Síldin var á allstóru svæði í dreifðum, misstórum torfum. Hún er ágæt til vinnslu, telst nokkuð stór millisíld. Hún er fremur horuð, tæp 9% að fitu- magni. Mest öll síldin fór í fryst ingu, eða 80—90%. Stöðvarnar fjórar hafa tekið á móti 5—6 þúsund tunnum, en hitt fór í bræðslu hjá báðum fiskimjöls- verksmiðjunum. Unnið er fram á nótt við vinnsluna. í sumum köstunum var tölu- verður ufsi, nokkur tonn hjá hverjum báti. Ufsinn er saltaður. Á þessum slóðum fékk handfæra bátur í gær t.d. 10 tonn af stór um ufsa. í dag voru héðan á sjó linu- og togbátar. Afli línubátanna varð 6—8 tonn, en þeim fjölg- ar nú með hverju mdegi. Bankamálið til saksóknara í dag AÐ ÞVÍ er Halldór Þorbjörns * son sakadómari *tjáði Mbl. í gær, verður mál starfsmanna Útvegsbankans sent á nýjan leik til Safcsóknara rikisins í dag. Saksóknari mun þá taka ákvörðun um, hvað gert verð- ur í málinu, eftir að stjórn starfsmannafélags Útvegs- bankans hefur neitað að taka áminningu vegna meints ó- löglegs verkfalls á dögunum. Vertíðarþorski landað í Eyjum í gær úr Kap II. Ljósm. Sigurgeir Tveir teknir í landhelgi LANDHELGISGÆZLAN tók tvo togara að ólöglegum veiðum nú um helgina, Óðinn tók brezka togarann Robert Hewitt að veið um um 1,5 sjómilu innan við fiskveiðimörkin á Breiðafirði á sunnudagskvöld og Þór tók Reykjavíkurtogarann Pétur Halldórsson um 2,8 mílur innan fiskveiðimarkanna út af Malar- rifi á Snæfellsnesi í gærmorgun. Robert Hewitt, sem er frá Lond- on og ber einkennisstafina LO- 65, hefur ekki verið staðinn að Spilakvöldið fellur niður ÁRAMÓTASPILAKVÖLD Sjálfstæðisfélaganna, sem vera átti í Sjálfstæðishúsinu í kvöid, fellur niður. ólöglegum veiðum áður, en ann ar brezkur togari með sama nafni hefur verið dæmdur fyrir landhelgisbrot. Mál skipstjórans á Hewit var tekið fyrir í Saka- dómi Reykjavíkur kl. 4 síðdegis í gær. Mál skipstjórans á Pétri Hall- dórssyni var tekið fyrir í Saka dómi Reykjavíkur kl. 9 í gær- kvöldi. Athugun fer fram á ratsjár- tækjum beggja togaranna og að dómsrannsókn lokinni verður skýrslan send til saksóknara rík- isins, sem ákveður um málshöfð- un. PÉTUR Halldórsson siglir inn á Reykjavíkurhöfn í gær morgun og rennir þá fram hjá Robert Hewitt hinum brezka, sem einnig hafði ver- ið tekinn fyrir landhelgisbrot. — Ljósm.: Sv. Þ. Frá fundi forseta Norðurlandaráðs og ritara þeirra í Ósló sl. laugardag. Við borðsendann eru tal- ið frá vinstri: Sigurður Bjarnason, Harald Nielsen, K. A. Fagerholm, John Lyng og Birger Lundström, sem mætti í staðinn fyrir Bertil Ohlin, er var veikur. Á myndinni eru einnig ritar- arnir, talið frá vinstri: Frans Wendt, Friðjón Sigurðsson, Gustaf Petrén, Hultin og Löcke. Nær 200 manns sækja fund Norðurlandaráðs Umræðuefnin menningarmál og efna- hagsmál FORSETAR Norðurlandaráðs og aðalritarar þeirra héldu fund í Ósló sl. laugardag til undirbúnings 13. fundi ráðs- ins, sem hefst hér í Reykja- vík 13. febrúar nk. og stendur frá laugardegi til fimmtu- dags. Fjöldi mála munu liggja fyrir fundinum. Þar á meðal 101 tonn fyrir 10,301 pund TOGARINN Egill Skallagríms son seldi afla sinn í morgun í II u II. Hann var með 101 tonn, þorsk og einnig nokkuð af ýsu. Gott verð fékkst fyrir aflann, 10,301 sterlingspund. tillaga um norrænan menn- ingarsjóð, skólamál á Norður- löndum, norræna f járfestingar stofnun, brú yfir Eyrarsund og fleira. Nær 200 manns frá Norðurlöndunum munu sækja þennan fund, þar á meðal 25—30 ráðherrar. Gert er ráð fyrir að margt blaðamanna muni einnig sækja fundinn. Á þessum fundi Norðurlanda- ráðs verður samkvæmt venju út- hlutað bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs, sem eru 50 þús. danskar krónur. Þá verður nú einnig í fyrsta skiptið úthlutað norrænum tónlistarverðlaunum, sem eru 50 þús. d. kr. Dómnefndir skipaðar fulltrú- um frá öllum Norðurlöndum á- kveða hverjum skuli úthlutað verðlaunum þessum, en þau verða, eins og áður segir, afhent á fundi ráðsins. Gert er ráð fyrir að íslenzku flugfélögin, Loftleiðir og Flugfé- lag íslands, annist alla flutninga á þátttakendum í fundi Norður- landaráðs til og frá íslandi. BÚR ábyrgist 2 millj. kr. lán BORGÁrRÁÐ hefur samþykkt tillögu útgerðarráðs um, að bæjarútgerðin beri einfalda á- byrgð á 'hluta af láni, sem Síldar- oig fiskimjölsiverksmiðjan hf. sem BÚR er hluthafi í, mun taka hjá Landsibanka íslands til kaupa á útbúnaði í tankskip til síldar- og lýsisflutninga. Er (hluti BÚR allt að 2 milljónir króna. Hvalfjarðarveg- urinn flugháll Akranesi, 11. janúar. BÍLSTJÓRI nýkominn hingað úr Reykjavík sagði, að allur Hvalfjarðarvegurinn væri svo flug'háll, að hann væri stórhættu- legur yfirferðar. — Oddur. Pilturinn stóð í björtu bcsli Kviknaði í vínbelg, sem hann haíði innan klæða ÞAÐ SLYS varð á dansleik í Þórskaffi um síðustu helgi, að ungur piltur brendist iila, þegar eldur komst í áfengi í gúmmíbelg, sem hann bar á sér. Piltinum hafði tekizt að koma me’ð áfengi með sér inn á dansleik í Þórskaffi áin þess að dyraverðir veittu því eftir tekt, með því að tappa áfeng- inu á gúmmibelg, sem hann bar á sér. Þegar til átti að taka, tókst ekki að má tapp- anum úr vínibelgnum, og greip pilturinn þá til þess ráðs að reyna að brenna gat á hann. Við það kviknaði í vínandan- um og stó’ð pilturinn þegar í björtu báli. Pilturinn var strax fluttur á Slysavarðstofuna og kom í tljós, að hann hafði hlotið slæm brunasár á kviði og í andliti. Læknir taldi bruna- sárin svo alvarleg, að hann lét flytja piltinn á sjúkrahús, þar sem hann liggur nú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.