Morgunblaðið - 13.01.1965, Blaðsíða 17
Miövikudagur 13. janúar 1965
MORGUNBLAÐIÐ
17
Guðrún Sigmundsdótt
ir, Dratthalastöðum
Gísli Helgason
Skógargerði
Fædd 14. júlí 1885.
Dáin 13. nóvember 1964
Guðrún S i gm u ndsdó 11 ir var
foedd í Gunrehildargerði í Hró-
arstungu 14. júlí 1885. Foreldrar
Ihennar voru - hjónin Guðrún
Sigfúsdóttir frá Straumi og Sig-
rnundur Jónsson í Gunnhildar-
gerði. Þau stöfnuðu heimili sitt
é fö'ðurleifð Sigmundar og bjuggu
(þar allan búskap sinn við rausn
og skörungsskap þrátt fyrir erf-
iðar aðstæður á ýmsa grein.
f>au hjón, Guðrún og Sigmund
tir, eignuðust tíu börn. Af þeim
komust til fullorðinsára sex dæt-
ur og þrír synir. Öll voru þau
bráðger og mannvænleg og báru
eameiginlega sterkt ættarmót,
sem fólgið var I gjörvileik þeirra
og glæsibrag, enda systurnar tald
ar í hópi allra glæsilegustu
kvenna. Samfara þessu voru þau
Gunnhildargerðissystkin mikil-
bæf að manndómi og mannkost-
um og áunnu sér virðingu og
hyili allra, er þeim kynntust.
Ætla má, a'ð þau hafi átt til kjör-
viða að telja, og manndómur
þeirra reyndist nægur til að
varðveita þá ættairerfð. Og enn
stefnir til sömu áttar um af-
kvæmi þessa systkinahóps, og
mun svo fram fara um ættliði
þeirra á komandi tímum.
Guðrún Sigmundsdóttir var
næst elzt af systkinunum og átti
ésamt þeim stöðuga dvöl í for-
eidraihúsum til * fullorðinsaldurs.
Það kom því snemma í hlut henn
er að aðstdða móður sína við hin
ýmsu húsmóðurstörf, enda margs
eð gæta á svo fjölmennu heimili,
eem auk þess var í þjóðbraut á
þeim tíma, og hvers kyns fyrir-
greiðsla búin hverjum þeim, sem
eð garði bar. Mun þessi „heima-
vistarskóli“ hafa orðið henni
drjúgt veganesti við lausn þeirra
erfiðu vi'ðfangsiefna, er biðu
hennar síðar.
En þar kom, að Guðrún hleypti
heimdraganum og árið 1909, þá
tuttugu og fjögra ára, giftist hún
Guðmundi Halldórssyni á Sand-
brekku í Hjaltastaðaþingfhá. Guð-
mundur var góðrar ættar, vel
gefinn og vaskur, en mun eldri
en Guðrún (f. 1869).
Ári síðar hófu þau hjón bú-
skap að Unaósi og bjuggu þar í
þrjú ár. Að þeim tíma liðnum
Ifestu þau sér ábúð á jörðinni
Dratthalastöðum, sem þau gerðu
að eignarjörð sinni árið 1915, og
þar varð dvalarstaður þeirra til
íeviloka.
Dratthalastaðir voru fremur
lítil jörð, og hafði hún verið lítt
eetin og umihirt, enda í eigu þess
opinbera, þar til Guðmundur
íesti kaup á henni. Jörðin krafð-
ist því mikillar aðhlynningar og
umbóta, auk þess, er ganga þurfti
til endurgjalds á kaupverði henn
®r. Róðurinn til sjálfsbjargar var
því aliþungur, en þó gekk allt til
réttrar áttar, þar til alvarlegur
ejúkdómur lagði húsföðurinn í
rúmið árfð 1925 með þeim af-
leiðingum að þar eftir náði hann
aldrei verulegu starfsþoli og
nokkrum árum síðar mæddi hann
ejóndepra, serh dró til fullkom-
ins sjónleysis. Við slíka raun lifði
hann mörg síðustu ár ævinnar.
Þau hjón, Guðrún og Guð-
renmdur eignuðust sex börn, þrjá
eonu og þrjár dætur. Voru þau
fædd á árunum 1910 — 1922.
Magnús Thorlacius
hæstaréttarlögmaður
Málflutningsskrifstofa
Aðalstræti 9 — Sími 1-1875
RAGNAR JÓNSSON
hæstare" • rlögmaður
Hverfisgata 14 — Sími 17752
biogíræðistori
og eignaumsýsia
Elztur þeirra var Halldór, þá
Sigmundur, næst Ingibjörg, Sig-
fríð, Kristbjörg og Stefán yngst-
ur.
Hér blasa vfð aðstæður Guð-
rúnar árið 1926, er bóndi hennar
varð óvinnufær og hún stóð að
heimilinu ein með sex börn, það
elzta fimmtán ára, en það yngsta
aðeins þriggja ára. Hér við bætt-
ist, að í hönd fóru hin illræmdu
kreppuár, sem þjökuðu búnaðinn
svo freklega, áð hrikti í máttar-
viðum gróinná búhölda. Lætur
að líkum, að lítt hatfi Guðrún
stoðað hóglífi, enda því óvön og
henni sízt að skapi. Enda va.r
það svo, að þeir, sem gerst
þekktu, undruðust og dáðu af-
bomu heimilisins, sem áð megin-
þunga hvíldi á herðum hennar
og auk þess þeirra barnanna, er
þess voru umkomin að leggja
henni lið. Öll voru börnin hin
mannvænlegustu þegar á unga
aldri. Það hefur og á þeim sann-
azt, að sjaldan fellur eplið langt
tfrá eikinni.
Fór svo fram án þess, að veru
lega bæri af leið, unz elztu son-
unum, Halldóri og Sigmundi, óx
svo ásmegin, að þeir gátu tekið
við rekstri búsins, en móðir
þeirra annáðist umsjá innan
veggja ásamt tveiimur dætrum
sínum sem þó voru enn ungar.
Sú elzta þeirra var þá að heiman
farin að Húsey í Hróarstungu og
giftist síðar Sigurði Halldórssyni,
bónda þar.
Búið á Dratfhalastöðum var
rekið sem félagsbú undir nafninu
Bræðrabúið Dratthalastöðum.
Breyttist nú al'lur hagur til betri
vegar, og gerðust þeir bræður
umsivifamiklir vi'ð búskapinn.
Gekk svo, þar til Halldór stað-
festi ráð sitt og ásamt konu sinni
Guðrúnu Björnsdóttur frá Surts
stöðum í Jökulsárhlíð, setti bú
að Klúku árið 1948, en þá jörð
höfðu þeir bræður keypt áður og
nytjað ásamt heimajör’ðinni, sem
var ofsetin, enda búið þá orðið
það stærsta í sveitinni. Þetta
tímabil var Guðrún tiltölulega
létt, hvað bústarfa snerti, enda
þótt hún hefði alla forustu um
heimilishald og störf þess.
En jafnframt komu til auknir
örðugleikar vegna vaxandi sjúk-
leika eiginmannsins, sem varð
honum að aldurtila haustið 1942,
og um þáð leyti kenndi yngsta
dóttirin, Kristbjörg, sjúkdóms,
sem leiddi hana til bana tæpu ári
síðar.
Þessi tvö dauðstföll og aðdrag-
andi þeirra reyndu mjög á Guð-
rúnu, sérstaklega fráfall dóttur-
innar, sem var svo skyndiiega
köl'luð burt í æskublóma sínum.
Við burtför Halldórs frá Dratt-
halastöðum var bræðrabúinu
skipt. Bjó Sigmundur áfram á
Dratthalastöðum. Bróðir hans,
Stefán, var þar einnig, hafði sér
bú, en var þó að nokkru í sam-
vinnu við Sigmund. Að búinu
stóð Guðrún, móðir þeirra, sem
fyrr, en nú var hún orðin ein á
þá höndina, þar sem Sigifríð var
flutt burt og sezt að búi á Bónda
stöðum ásamt manni sínum,
Sigurði Karlssyni.
Og enn var hafin sókn í bún-
aði á Dratthalastöðum. íbúðar-
hús og gripa voru endurbyggð úr
steinsteypu og nýjar lendur tekn
ar til ræktunar. Allt fór þar fram
sem fyrr me'ð atorku og sérstök-
um snyrtibrag.
En á skammri stund skipast
veður í lofti. Haustið 1958 veikt-
ist Sigmundur og fór þá þegar á
vit lækna til rannsókna og að-
gerðar. Mein það, er sjúkdómn-
um olli, reyndist læknunum otf-
viða, og atf því lézt hann í apríl
1959 eftir miklar þjáningar. Hér
var það, er næst var að Guðrúnu
á Dratfhalastöðum gengið, enda
hún langþreytt orðin atf eitfiði og
mótgangi lífsins, nærri hálfátt-
ræð að aldri. En einmitt við
þetta áfall birtist mikilleiki Guð
rúnar í sinni glæsilegustu mynd,
og ljóst varð, hver hún í eigind
sinni hafði verið og var.
Viðbrögð hennar urðu ekki
uppgjöf, heldur. sókn á sömu
braut. Nú var það yngsti sonur-
inn, Stefán, sem tók vi'ð búi, og
ásamt honum hélt Guðrún við
búi á Dratthalastöðum, unz
Stefán kvæntist stuttu síðar
Hállveigu Guðjónsdóttur frá
Heiðarseli í Jökuldalsheiði, sem
tók þá við búsforráðum með
aðistoð hinnar langreyndu tengda
mó'ður sinnar.
Við þær aðstæður var síðan
búið áfram á Dratthalastöðum
við gagnkvæman skilning og
sam.starf fjölskyldunnar, sem
jafnan fyrr, unz Guðrún hneig
án fyrirvara að hinzta beði sín-
um að atftni hins 13. nóvember
sl., á áttuigasta aldursári.
Lífssaga Guðrúnar á Dratt-
halastö'ðu'm, talin í árum, er öll.
Löngu og lofsverðu starfi er lok-
ið. Með henni er genginn dæmi-
gerður persónuleiki þeirra
kvenna, sem trúastan vörð hatfa
staðið við vöggu kynslóðanna og
stutt þær til vaxtar og þroska,
samslungið þann örlagaþátt, sem
traustastur hefur reynzt í til-
verurökum þjóðarinnar frá
öndver'ðu. Um hálfrar aldar
skeið rækti hún sitt þýðingar-
mesta starf þjóðfélagsins, móðuir-
og hiúsfreyjustarfið, oft við mjög
óhagstæð skilyrði, en ávallt af
mikilli reisn og fölskvalausum
trúnaði.
Og söm var hún í hvívetna út
á við. Vilji hennar til hvers
kyns fyrirgreiðslu vi'ð náungann
var frábær og geta hennar í
þeim efnum undraverð. Áhugi
hennar á félagslegum efnum var
mikill og heill. Hún var ein atf
stofnendum kvenfélags sveitar
sinnar og í forustu.liði þess um
langt skeið. Framganga hennar á
þeim vettvangi var slík, að félags
systrum hennar þótti skylt að
heiðra hana sérstaklega á sjötugs
afmæli hennar með heimsókn og
gjöfum, og við það tækifæri
gerðu þær hana að heiðursfélaga
sínum. Var það að verðugu og
einnig táknrænt fyrir atfstöðu
annarra þeirra, sem kynnzt höfðu
Guðrúnu og átt við hana sam-
skipti á einn eða annan hátt.
Og nú að lokinni samtfyLgd er
hún heiðrúð »f vandamönnum
sínum og vinum og henni fluttar
alúðarþakkir fyrir allt og allt.
Frá minningu Guðrúnar á
Dratthalastöðum stafar björtum
geislum, sem lýsa í skuggum
skammdegisins og varpa bjarma
langt um ófarinn veg.
Ingvar Guðjónsson
Dölum
— Su!:arno
Framh. af bls. 8
dag um stuðning Breta við Mal-
aysíu: „Það mundi verða friði í
Austurlöndum að falli ef við lét-
um það viðgangast að smærri
þjóðir yrðu troðnar í svaðið eftir
því sem stærri þjóðum dettur í
hug. „Bottomley sagði að
Sukarno forseti hygðist leggja
Malaysíu í rúst vegna drauma
um að hann mundi öðlast „sæti
sólarmegin". „Við höfum áður
orðið vitni að slíkum áformum
og afleiðingar hafa orðið hroða-
legar fyrir heiminn", sagði
Bottonley.
EINN þeirra manna, er ég kann-
aðist vel við af afspurn er ég
fluttist úr Eyjafirði austur á
Hérað vorið 1947, var Gísli í
Skógargerði. Ég hafði því nokk-
urn áhuga fyrir að kynnast mann
inum nánar. Þótt þessi kynni
hafi ekki orðið mjög náin þau
tæp 17 ár, -sem við höfum verið
Héraðsbúar báðir saman,þá voru
þau á þann hátt að ég fæ naum-
ast orða bundizt, þegar Gísli er
fallinn frá. Hvar sem Gisli fór,
vakti hann eftirtekt. Hann var
hár maður, beinvaxinn og óvenju
kempulegur, hvort sem maður
sá hann í bak eða fyrir. Oft lék
honum bros um vör er hann
heilsaði og í hinum sterka rómi
bjó óvenjulegt öryggi og kjark-
ur. Hann var mjög ræðinn og
talaði þá helzt um þau efni, er
mættu verða þjóð og Héraði að
gagni. Gísli sótti mikið mann-
fundi þar sem mál voru rædd og
tók til máls ög vakti jafnan at-
hygli. Allur hans málflutningur
var þrunginn bjartsýni og kjarki
og hvatti hann jafnan til dáða.
Ég minnist að hafa heyrt hann
fyrirfram hreyfa merkilegum ný-
mælum. T. d. mun hann fyrst
hafa vakið máls á menntaskóla
á Eiðum, svo að ég heyrði um
rætt. íbréfi til mín vakti hann
athygli á Tuskuvökunum í Ur-
riðavatninu og beinlínis bað mig
er ég var kominn í nágrennið að
fara og skoða þær. Fyrir nokkr-
um árum gaf hann Fellahreppi
100 gimbrar að hausti, sem hann
afhenti á 4 árum til þess að
mynda bústofnslánasjóð í lifandi
peningi, sem síðan hefir verið
til stuðnings nokkrum ungum
bændum í hreppnum.
Mér er Ijúft að játa að þessi
gerð Gísla í Skógargerði átti
mestan þátt í að ég beitti mér
fyrir því á Alþingi að lögfest
voru ákvæði um bústofnslána-
sjóði hreppsfélaga í Stofnlána-
deildarlögunum. Gísli kom
nokkrum sinnum að máli við
mig hin síðustu ár til að ræða
um ýms mál, sem mættu verða
Fljótsdalshéraði og Austurlandi
til heilla og hagsbóta. Þau kynni
og öll önnur hafa fest með mér
þá skoðun að Gísli var óvenju-
legt karlmenni, vitur, og víð-
sýnn. Hann var íhaldsmaður og
ég vildi segja táknrænn fyrir þá
í þeirra hug allra, sem telja það
— ÁfengJsbölið
Framhald af bls. 11
kærur út atf meintum brotum í
þeseuim efnum.
Niðurlagsorð.
Það er með nokkrum sökn-
uði, og ekki af viljaleysi sprott-
ið, að ég segi nú af mér for-
mennsku Landssambandsins gegn
áfengisbölinu, því að sam-
búðin við mína ágætu samstarfs
menn heflur verið hið ákjósan-
Legasta og notið meira trausts
hjá Landssambandinu, en ég tel
mig eiga skilið, en mér finnst
sjálfsagt, að einhver yngri mað
ur taki þetta hlutverk að sér.
Ég gæti fært fram nægar ástæð
ur til þess, að ég tel skynsam-
legt að ég létti af mér einhverj
um störfum, en ætla mér þó ekki
að Leggja árar í bát.
Samsterfsimöreniuim minuim
færi ég alúðarþaikkir fyrir á-
nægjulegt samstarf, sem ég vlana
að haldi áfram að einhverju
leyti. Hér dugar ekki nein upp-
gjöf. Öll þjóðin þarf að vakna
upp til meðvitundar um, að
henni er vissúlega háski búinn
af áfengisneyzlu. Þjóðin verður
að vera eins áhugasöm um það
að útrýma fátækt, atvinnuleysi,
sjúkdómum, slysum og öðrum ó-
farnaði. En svo bezt vinnst sig-
ur á öllum ófarnaði, að siðferð-
isþroski og andleg menning þjóð
arinnar í heild eflist sem bezt.
—Veiti guð henni gæflu til þess.
Pétur Sigurðsson.
fremur virðingarheiti. Sérvitur
var Gísli, svo sem mjög er títt
með vel gefna menn, hrjúfur
nokkuð og galt varhug við ýmis-
legri nýbreytni, einkum í bú-
skap. Hann var hamhleypa til
starfa og entist óvenjuvel þrekið.
Skógargerði verður tæpast í mín-
um augum talin kostajörð, en þar
bjó Gísli nær 60 ár með Dag-
nýju konu sinni, sem í engu er
eftirbátur Gísla. Þau eignuðust
12 börn sem öll komust upp og
mun leitun á slíkum atgerfis-
systkinahópi. Enginn sem eitt-
hvað þekkir til lífsbaráttunnar
fyrir 40—60 árum, gengur þess
dulinn að systkinahópurinn frá
Skógargerði, sem þau hjón færðu
þjóðfélaginu var mikið afrek.
Hin síðustu ár, sem ég þekkti til
Gísla, veit ég að hann var efna-
lega vel sjálfbjarga. Bóndastarf
hans hafði fært honum þá
reynslu að sauðkindin væri sú
búfjártegundin sem hæfði land-
inu bezt og stórum betur, en svín
eða kjúklingar. Hann hafði
bjargfasta trú á landbúnaðinum
og taldi það honum fremur til
gildis að nokkurrar forsjálni og
atorku væri þörf í þeim störfum,
ef vel ætti að fara.
Hér verður ekki rakin ætt
Gísla, né ævistörf að nokkru
ráði. Til þess brestur mig þekk-
ingu, enda vænti ég að það verði
gert af þeim mönnum, er lengri
kunnugleika hafa.
Gísli var einn af þeim kjarna-
kvistum er komu ókalnir úr
harðræði því er kynslóðirnar
margar bjuggu við. Og meira en
það. Erfiðleikarnir virtust stækka
hann. Aldrei varð ég var nokk-
hendi til lífsins eða samtíðarinn-
urs kala eða sárinda frá hans
ar, né þeirra, sem sumir myndu
telja að sól lífskjaranna hefði
vermt betur. Mér er þetta glöggt
vitni um andlegt þrek, sterkan
pærsónuleika og vitsmuni.
Margir kannast við áhuga
Gísla á þjóðlegum fræðum, frá-
sögnum af sérkennilegu fólki,
afreksverkum og hetjusögum. Og
oft hefir rödd heyrzt frá GLsIa
í þáttum um íslenzkt mál. Allt
ber þetta vitni, ekki einasta at-
hygli hans og skarpleik, heldur
einnig vilja og starfsáhuga,
brennandi orku og framkvæmda-
semi til að leggja stein í grunn
hins nýja íslands, sem hver sam-
tíð er að skapa — til að hafa
áhrif á stefnuna — af því að
hann vildi að fortíð hyggja "ér
framtíð skyldi byggja.
Gísli var tæpra 83 ára er hann
varð bráðkvaddur hinn 30. des.
sl. í fjárhúsi í Skógargerði, er
hann hugðist gefa fé sínu síðari
gjöf. Hann stóð að starfi frá
vöggu til grafar. Á laugardag, 9.
jan., fer útför hans fram í Skóg-
argerði, þar sem hann verður
moldu orpinn í heimagrafreit.
Þeir, sem landið erfa, mega ekki
láta merkið falla.
Jónas Pétursson.