Morgunblaðið - 13.01.1965, Side 10
10
MORGUNBLADIÐ
Miðvikudagur 13. janúar 1965
::«f5íWí5!»?ííSS5Sí?íííMíW:|W5?^»s»í£ftSíA^^í^gS:^^jyííí$^í^55g^5^JSj^gí:
Frá vertíðinni í Vestmannaeyjum. Ungar blómarósir við störí í einu frystihúsanna.
Vetrarvsrtíð að hef jast í Eyjum
7 Af / r
Góð síldveiði hefur verið við Vestmannaeyjar síðustu daga.
Hér er unnið að síldarlöndun.
„VESTMANNAEYINGAR
vona allt hið bezta og eru
bjartsýnir á góðan vertíðar-
afla“, sagði fréttaritari Morg-
unblaðsins í Vestmannaeyjum
Björn Guðmundsson, er blað-
ið átti tal við hann í gær.
Vetrarvertíðin er nú að hefj
ast og sagði Björn Guðmunds
son, að aðkomufólk væri þeg-
ar tekið að hópast til Eyja.
Bjóst hann við að fjöldi þess
yroi svipaður og á síðustu ár
um, eða á annað þúsund
manns.
Alls reru 85 til 80 bátar frá
Vestmannaeyjum í fyrra, og
bjóst Björn við svipuðum
fjölda í ár, nema hvað færri
myndu líklega róa með línu.
Mætti því búast við minm
línufiski en oft áður. Hins
vegar hefðu frystihúsin stór-
bætt skilyrði til móttöku síld
ar að þessu sinni og aðstaða
til síldarbræðslu væri nú
betri en nokkru sinni fyrr.
Væru því allar horfur á betri
nýtingu síldarafla nú en áður.
I fyrradag bárust á land í
Vestmannaeyjum 6—7 þús.
tunnur síldar en ívið minna
í gær. Allir bátar voru á sjó
báða dagana, og var kappnóg
að gera í öllum frystihúsun-
um við að vinna aflann.“ En
þetta er nú bara rétt að
byrja“, sagði Björn að lok-
um. „Það færist bráðum
meira líf í tuskurnar hér“.
Skákþing Reykjavíku
Þ R I Ð J A umferð á Skákþingi
Reykjavíkur var tefld á sunnu-
dag. Leikar fóru þannig í meist-
araflokki, að Haukur Angantýs-
son vann Sigurð Kristjánsson, Jó-
hann Sigurjónsson vann Hauk
Hlöðver, Benóný Benediktsson
vann Gylfa Magnússon og Jón
Hálfdanarson vann Helga Hauks-
son. Bragi Björnsson og Magnús
Sólmundarson gerðu jafntefli, en
skák Björns Þorsteinssonar og
Jóns Kristinssonar fór í bið.
Fjórða umferð var tefld, á
mánudagskvöld og fóru leikar
svo í meistaraflokki: Benóný
vann Helga, Magnús vann Jó-
hann, Björn vann Hauk, Jón
Hálfdanarson vann Braga og Jón
Kristinsson vann Gylfa Magnús-
son. Skák Hauks Hlöðvers og Sig-
urðar Kristjánssonar fór í bið.
Biðskákir úr annarri umferð
voru tefldar á laugardag. Leikar
fóru þannig í meistaraflokki að
Björn vann Benóný og Gylfi
vann Helga Hauksson.
Staðan er þá þannig eftir fjór-
ar umferðir: í meistaraflokki eru
efstir:
Magnús Sólmundarson með 3%
vinning.
Björn Þorsteinsson og Jón
Kristinsson með 3 og biðskák.
Jón Hálfdanarson og Benóný
Benediktsson með 3 vinninga
hvor.
Bragi Björnsson með IVz v.
1. flokkur:
1. Karl Sigurhjartarson með 4
vinninga.
2. Ólafur Ólafsson með 3 v.
2. flokkur:
Bragi Halldórsson og Jóhannes
júðvíksson með 3% vinning hvor.
Biðskákir verða tefldar á mið-
vikudagskvöld og fimmta umferð
á fimmtudagskvöld en sjötta um-
ferð á sunnudag kl. 2. Teflt er í
Mírsalnum í Þingholtsstræti 27.
* KUL.DAR
Chicago, 12. jan, (AP)
Miklir kuldar ríkja nú í mið-
vesturríkjum Bandarikjanna.
Komst frostið niður í 30 stig
í Minnesota í dag. Á sama
tíma var rúmlega 19 stiga hiti
í Florida.
S/S reísir nýja verk-
smibju í USA
ÁRIÐ 1951 stofnaði Samband ísl.
samvinnufélaga sölufélag í Banda
ríkjunum, Ic'eland Products. —
Reyndist þetta nauðsynlegt vegna
bandarískra skattalaga.
Hlutafé Iceland Products er 62
þús. dollarar. Af þeirri upphæð
á Sambandið $ 61.600.—, en
$ 400.— eru á nafni íslenzkra
starfsmanna Iceland Products, en
þetta fyrirkomulag var nauðsyn-
legt til að uppfylla bandarískar
reglur um híutafélagið.
Iceland Products hefur starf-
rækt litla verksmiðju í Harris-
burg í Pensylvaníu síðan 1959,
en þá voru skrifstofur félagsins
fluttar þangað frá New York.
Verksmiðja þessi hefur framleitt
tilbúna fiskrétti úr íslenzkum
fiskblokkum. Hefur þessi fram-
leiðsla þótt lítil væri gefið góða
raun, sérstaklega síðustu árin.
Það vill of oft brenna við að
blokkir frá íslenzku frystihúsun-
um eru ekki gallalausar og hefðu
því ekki selzt til hinna stóru
blokkakaupenda, nema með af-
slætti. Með því að vinna þessar
blokkir í verksmiðju Iceland
Products hefur hinsvegar verið
unnt að skila fullu andvirði til
íslands.
Á sl. 10 árum hefur sala Ice-
land Products vaxið úr nálægt
4 millj. lbs. í 23,3 millj. lbs. sl. ár
og hefur aldrei verið meiri en þá.
Vegna hinnar auknu starfsemi
Iceland Products undanfarin ár
og vegna þess að eftirspurn eftir
tilbúnum fiskréttum hefur farið
ört vaxandi í Bandaríkjunum,
ákvað stjórn og framkvæmda-
stjórn Sambandsins á sl. sumri,
að byggja nýja verksmiðju í
Harrisburg, til að bæta og auka
aðstöðu sölufélagsins.
Framkvæmdastjóra Iceland
Products, Sverri H. Magnússyni,
var síðan falið að sjá um allar
framkvæmdir, en hann hafði sam
ráð við nýstofnaðan félagsskap í
borginni Harrisburg Area Indust-
rial Development Corp. um út-
vegun fjár . til byggingar nýa
verksmiðju- og shrifstofuhúss.
Þessi fyrrnefndi félagsskapur
hefur það markmið, að vinna að
uppbyggingu atvinnufyrirtækja í
borginni og nágrenni hennar og
stuðla með því að jafnvægi í at-
vinnumálum Bandaríkjanna. Fjár
magn til byggingarinnar er lagt
fram úr sjóði félagsins og er Ice-
la.nd Products fyrsta fyrirtækið,
sem nýtur þeirrar fyrirgreiðslu.
Byggingaframkvæmdir hefjast
í þessum mánuði og verður lokið
á komandi sumri. Þetta nýja hús
verður 3800 ferm að stærð og er
gert ráð fyrir að það kosti um
350 þús. dollara.
Vegna hárra innflutningstolla í
Bandaríkjunum á tilbúnum fisk-
réttum hefur ekki verið grund-
völlur hér á landi fyrir verk-
smiðju, slíka sem hér um ræðir.
Harrisburg er höfuborg í Pen-
sylvaníuríki og hefur þá sérstöðu,
að vera á krossgötum meira en
nokkur önnur borg í austurfylkj-
um Bandaríkjanna.
Um Harrisburg liggja allar
aðalflutningabrautirnar frá austri
til vesturs og norðri til suðurs.
Er því mjög góð áðstaða fyrir
verksmiðju Iceland Products til
að koma framleiðslu sinni á
markað vítt og breitt um Banda-
ríkin. (Frá Sambandi ísl. sarn-
vinnufélaga).
Líkan af fyrrhugaðri verksmiðju- og skrifstofubyggingu Ice-
land Products í Harrisburg.
— Ný bók
Framhald af bls. 1.
ætti að skila handriti að 134 síðna
bók eftir þrjár vikur.
Möller segir bókina ritaða fyrir
alla þá, sem heyra um málið og
fá óhuga á því, en geta ekki t.d.
lesið meiriháttar ritverk um
sjónarmið varðandi eignarnám,
um skoðanir vísindamanna, um
lögfræðileg atriði varðandi erfða-
skrár o. s. frv.
„Þessvegna höfum við safnað í
bókina öllu sem vita ber um mál-
ið og allar hliðar þess til að
mynda sér sjálfstæða skoðun. Við
vildum að bókin yrði það sann-
gjörn að hún næði einnig til les-
enda á íslandi".
Þingmaðurinn bætti því við að
handrit hans sjálfs að bókinni
yrði afhent íslendingum. „Ég lof-
aði fjármálaráðherra íslands að
senda honum handritið. Þetta lof-
orð gaf ég í hádegisverðarboði,
skömmu eftir að ég hafði tekið að
mér að skrifa bókina. Og þetta
loforð held ég“, sagði Poul Möll-
er. — # \
Möller telur að ekki muni
draga til neinna stórtíðinda í
handritamálinu eftir að bók hans
kemur út, það tryggi afgreiðsla
málsins 1961, þegar þvinga átti
fram afhendingu.
— „Ég er viss um“, segir hann,
„að núverandi menntamálaráð-
herra, K. B. Andersen, er ákveð-
inn í að láta ekki söguna frá
1961 endurtaka sig. Ég reikna
með að staðið verði við loforð
stjórnarinnar um að við fáum að
ræða málið við vísindamenn á
þessu sviði.“
Telur Möller að starfi hand-
ritanefndar þingsins muni ljúka
með skipun undirnefndar, er
verði t.d. skipuð talsmönnum
allra flokkanna og fimm eða sex
sérfróðum vísindamönnum. Þar
verði svo kannað á hvern hátt
verði unnt að samrýma sjónarmið
vísindamannanna og stjórnmála-
mannanna.
í sambandi við handritamálið
heimsóttu allir þeir ráðherrar
dönsku stjórnarinnar, sem heima
eru, Árnasafn til að skoða hand-
ritin og kynna sér vísindastarf
stofnunarinnar, og á eftir heim-
sóttu þeir einnig handritasafn
Konunglegu bókhlöðunnar.
Jón Helgason, prófesgor, sýndi
ráðherrunum nokkra af dýrgrip-
um safnsins, og lýsti því hvernig
þessi gömlu handrit væru lag-
færð og endurbætt. Sýndu ráð-
herrarnir mikinn áhuga og þakk-
læti fyrir fengnar upplýsingar,
sem vissulega munu hafa áhrif á
stefnu ríkisstjórnarinnar við á-
framhaldandi afgreiðslu málsins
á þingL
Rytgárd.