Alþýðublaðið - 31.01.1930, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.01.1930, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Bankaeítirlitsmaðni'inn. Fyrir bæjarstjórnarkosningarnar ritaði Jakob Möller greinarkorn 1 „Vísi“ um starfsemi sína sem eftixlitsmaður banka og spari- ■sjóða. Og á nokkrum fundum varð hann til pess að draga petta mál ifnn í umræður um bæjar- málin. Hélt Möller því fram, að hann hefði verið ásakaður um varrrækslu í starfi sínu 'þann tíma, sem hann var forfallaður vegna veikinda í haust, — „brigslað um sjúkleika", eins og liann orðaði það. Þar sem Möller hefir. hafið um- ræður um starfsemi sína sem eft- •irlitsmaður banka og sparisjóða, er rétt að fara um hana nokkrum orðum. Hér skal ekki um það fjölyrt, af hverjum ástæðum embætti þetta var stofnað og Jakob Möll- er skipaður til að gegna þvi. Ekki skulu launin — 10 þús. kr. á ári auk dýrtíðaruppbótar og ferðakostnaðar — heldur talin eftir, Eftiriitsmaður banka og spari- sjóða á að vera trúnaðarmaður þjóðarinnar. Skylda hans er að fylgjast nákvæmlega með hag og rekstri banka og sparisjóða í landinu. 0g þjóðin á að geta reitt sig á, að þær, lánsstofnanir, sem hann telur ekkert athugavert við, séu öruggar og hagi starfsemi sinni þannig, að þjóðin megi ve) við una. Lendi banki eða spari- sjóður í kröggum, ætti eftirlits- maðurinn að vera sjálfkjörinn til þess með ráðum og leiðbeining- um að leysa vandræðin að svo miklu leyti; sem unt er. Hann á að þekkja svo hag hverrar láns- stofnunar, að hann viti fyrir, hvort hún þarf sérstakrar aðstoð- ar og hvort og á hvern hátt er hægt að veita henni aðstoð. Litlar sögur hafa farið af Möll- er síðan hann tók við embættj þessu. En ýmsir atburðir hafa gerst á þessu timabili, sem snertu mjög starfssvið hans. Sparisjóðurinn á Eyrarbakka mun hafa verið í andarslitrunum þegar Möller tók við embættinu. fhaldsmenn þar höfðu annast stjórn og fjárvörzlu sparisjóðsins og lánað fé hans óspart gæðing- um sínum, sem gleymdu að borga. Kom því aldrei til Möllers kasta að hafa eftirlit með þeim sparisjóði. En ekki hefir heldur heyrst, að hann hafi gert nokkrar tillögur um viðreisn hans eða meðferð eigna hans og skulda. Sparisjóðurinn á Stokkseyri lenti og í greiðsluþroti. Einnig þar voru íhaldsmenn' að verki. Möll- er mun hafa lagt til árið 1927, að sparisjóður þessi skyldi hætta störfum. Það var eigi gert þá. Og' ekki er-vitað, að Möller hafi haft nokkurt sérstakt eftirlit með hon- um síðan eða gert tillögur um uppgjör hans, 'þegar hann þraut gjaidgetuna til fulls. Sparifjáreig- endur í hundraðatali hafa mist fé sitt vegna hrakfara þessara spari- sjóða. Bankastjórar Islandsbanka hafa þrásinnis flaggað með þvi, að bankaeftirlitsmaðurinn, Möller, telji, að bankinn eigi a. an. k. helming hlutafjárins enn, 'þrátt fyrir öll sín töp. Ekki hefir Möller haft neitt við þetta að at- huga. Enn fremur hefir banka- stjórnin talið sem eign á reikn- ingi bankans fyrir árið 1928 pokkuð á aðra milljón króna í útistandandi skuldum, sem Möller hefir sjálfur talið tapaðar. Jafnvel þetta hefir bankaeftirlitsmaðurinn látið óátalið með öllu. Útbú Islandsbanka á Seyðisfirði lánar bróður útbússtjórans um helming alls veltufjár, sem það ræður yfir. Árið 1926 veit Möller bankaeftirlitsmaður, að útbúið þar hlýtur að tapa talsvert yfit Vs milljón króna og langmestu af þeirri upphæð á bróður banka- stjórans. Ár líða, eitt ár, tvö ár, þrjú ár, Enginn veit til þess, að banka- eftirlitsmaðurinn hafi haft nokk- urt sérstakt eftirlit með útbúinu Skuld Stefáns Th. Jónssonar, bróður Eyjólfs útbússtjóra, vex ár frá ári — tvöfaldast — þre- faldast. Tap útbúsins eykst ár frá ári, tvöfaldast — 'þrefaldast. Ekkert heyrist frá bankaeftirlits- manninum, sem þó vissi árið 1926, að útbúið hlaut þá þegar að tapa mörgum hundruðum þús- unda á þessum bróður banka- stjórans. Otbúið hélt áfram að ausa í hann nýjum hundruðum þúsunda. Lítur helzt út fyrir, að bæði bankaeftirlitsmaðurinn og aðalbankastjórarnir hafi verið harðánægðir með ástand og starfshætti útbúsins á Seyðisfirði. f— í sumar fer svo Möller utan á fund bankaeftirlitsmanna. Alþýðublaðið fær fregnir af sukkinu og óreiðunni á Seyðis- firði. Ólafur Friðriksson skrifar hverja greinina af annari og skýr- ir frá þvi, að útbússtjórinn hafi lánað bróður sínum um eða yfir 2 millj. króna og að mikið af því fé sé tapað með öllu. Alþýðublað- ið krefst skjótrar og skörulegrar rannsóknar. Stjórn Islandsbanka telur greinarnar róg og níð um bankann, segir, að töpin á Seyðis- firði hafi verið talin með í skuildatöpum þeim, er Möller eft- irlitsmaður mat 1926 og hafi verið tekin til greina við reikn- ingsgerð bankans. Að’ lokum verður ríkisstjórnin við kröfu Alþýðublaðsins um rannsókn útbúinu á Seyðisfirði. Útsala byrjar á morgan í Verzlnn Besi. S> arfsBSSCMiiap og stendar í 15 daga. Afsláttnr frá 10 %—50 % og par á milli. T. d. 30 % af vetrar-7 kápaaiSB smámeyla. — Mramið eftir að ávalt er bezt að kaupa í Verzl. Ben. S. Þérarinssonar Þegar þetta var upplýst orðið um útbú Islandsbanka á. Seyðis- firði, krafðist Alþýðublaðið þess, að gerð yrði ýtarleg rannsókn á hag aðalbankans hér í Reykja- vik og þeirra af útbúunum, sem ástæða þætti til. Benti það á, að svo stórfelt tap, sem orðið hefði á Seyðisfirði, hlyti að hafa áhrif á hag aðalbankans og að ekki væri óhugsandi, að matið á töpum hans þyrfti endurskoðunar við éins og á Seyðisfirði. Þessum kröfum var ekki sint þá. Þeim hefir ekki verið sint enn. Möller var erlendis þegar þetta gerðist. Af fyrri afskiftum hans af þessum málum liggur nærri að ætla, að mjög sé hæpið að al- menningur hefði fengið fulla vif. neskju um hneykslið á Seyðis- firði, ef Möller hefði gegnt bankæ efitirlitsmannsstarfinu þenna tíma Ekki er ósennilegt, að Eyjólfur væri þá enn útbússtjóri eystra eða vel metinn eftirlaunabanka- stjóri og Stefán fjárvörzlumaður útbúsins að 2/3 hlutum. Nú er Möller kominn heim fyrir alllöngu. Maður skyldi nú ætla, að honum hefði fundist full á- stæða til þess, að gera nú gagn- gerða rannsókn á hag íslands- banka. Þar sem tapið á þessu eina útbúi hafði margfaldast á fá- uni árum, var fylsta tilefni til þess að freista að ganga úr skugga um, hvort hagur aðal- bankans hefði breyzt til hins betra eða verra þessi sömu ár. Tveggja milijóna tap á Seyðis- fjarðarútbúinu hlaut að hafa stór- feld áhrif á hag. aðalbankans. Varasjóður hans var uppetinn. Sjálfur taldi Möller um helming hlutafjárins tapaðan fyrir nokkr- um árum. íslandsbanki skuldar Landsbankanum margar miáljónir, ríkissjóði margar mUIjónir (enska lánið) innstæðufjáreigendum margar milljónir. Seðlar, sem hann hefir í veltu, nema 4 milljónum. Þolir bankinn þetta stórfelda tap án þess að það valdi honum örðugleika, að minsta kosti í bili? Og hefir bankinn ékki orðið fyrir Möller er enn t erlendis, veikur. I öðrum töpum á 'þessum sömu ár- Annar maður er sendur austur. | um? Er hið gamla mat eftirlits- Hann endurskoðar reikninga út- búsins í haust. Stefún bródir útbússtjórané sknldar mikid ú 3. millfón króna. Slculd hans hefir prefaldast í emb- œttistíd Möllers. Tap útbúsins er úœtlad um 2 milljónir, edaprefalt meira en talid er, ad Möller hafi áœtlad pdð 1926. mannsins á skuldatöpum bankans rétt nú? Er helmingur hlutafjárins enn til? Þarf bankinn sérstakr- ar aðstoðar — og þá hverrar? Þetta átti bankaeítirlitsmaður- ínn að rannsaka tafarlaust og gefa skýrslu um til stjómarinnar.. Það var skytda bankaeftirlits- mannsins, bæði vegna bankans, trausts hans og álits og vegnfl lánardrotna hans og viðskifta* manna, vegna þjóðarinnar allrar. Ekkert hefir um það heyrst, að Jakob Möller hafi gert þetta siðan hann kom frá útlöndum. Hitt vita menn, að fyrir skömmm féllu hlutabréf íslandsbanka stór-" kostlega í verði í kauphöllinni í Kaupmamiahöfn. Bankinn hefir um margra ára skeið heimtað miklum mun hærri vexti af skuldunautum sín- um, en Landsbankinn. Enn eru. útlánsvextir hans y2% hærri, Samkvæmt síðustu reikninguro græðir hann mörg hundruð þús-< unda á hyerju ári, Hvað veldur þessu skyndilega verðfalli á hlutabréfum hans? Er það eðlilegt? Þessu á bankaeftirlitsmaðurinn að svara. BæjarstjóraarfeosmngaFML Við bæjarstjórnaTkosnÍRgarnai' 1928 voru þrír listar í •kjöri, A- listi (Alþýðuflokkurinn), B-listi (Sjálfstæðisflokkurinn eða Jakofe Möller) og C-listi (thaldsflokkur- inn). Við þessar kosningar fékk A-listinn 2402 atkvæði, B-listinn 1018 atkvæði og Olistinn 3207 atkvæði. B og C, Möller og I- haldsflokkurinn, fengu þannig til samans 4225 atkvæði. Þá var enginn „Framsóknar“-listi í kjöri og það er öllum kunnugt, að þeir „Framsóknar“-menh, sem cru, ákveðnir afturhaldsandstæðingar, kusu þá jafnaðarmannalistanni Nú hefir Ihaldsflokkurinn inn- limað Möller og Sigurð Eggerz. Flokkurinn er nú einn og öskiftur. Möller fékk 2. sætið næst á eftir Jóni Ólafssyni, og Eggerz skraut- sæti hæfilega neðarlega á listan- um. Við kosningamar 25. þ. m. fékk listi þessa sameihaða flokks. alls 6033 atkvæði eða 1808 aí- kvæðum fleira en 1928. Listi Alþýðuflokksins fékk 3897 atkvæði eða 1495 fleiri en 1928. Atkvæðaukning Alþýðuflokks-* ins nemur því 62—63% af at- kvæðatölu hans 1928. Atkvæða- aukning Ihaldsflokksins ‘er þriðj-' ungi minni hlutfallslega eða að eins 42—43%. Þegar þess er gætt, að nú voru greidd 70% fleiri atkvæði en 1928 sést hve gífurlega fylgi Ihalds- flokksins hefir dvínað hér í bæn- um. Andstæðingar llialdsflokksins gengu að þessiu sinni skiftir tii f

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.