Morgunblaðið - 12.02.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.02.1965, Blaðsíða 17
Föstudagur 12. febrSar 1965 MORCU N BLADIÐ T7 SéS af veginum hjá Hlöðum við Lagarfljótsbrú austur yfir Héraðið og til Fjarðarheiðar 30. janúar s.L Vetroitíð var d Fljótsdalshéraði SAMFELLD vetrartíð var á Fljótsdalshéraði frá því á jól- um og til þorrakomu. Allmik il snjókoma öðru hverju, stundum bleytusnjóar og blot aði einnig öðru hverju, sem hleypti víða í svellgadd og i hjarn. Snjórinn virtist mest- ur um miðhéraðið, einkum Eiðaþinghá og Velli. Miklu minni snjór var að venju í Fljótsdal. Var dalbotn inn þar mikið til auður um mánaðamót janúar og febrú- ar, nema svell voru allmikil. En þá er meðfylgjandi mynd tekin hjá Lagarfljótsbrú og sýnir snjólagið um mið-Hérað ið og Fjarðarheiðina. En segja má að þar sæi ekki á dökkan díl. Elísabet S. Gísladótti F. 7. febr. 1911. D. 4. febr. 1965. 1 DAG verður gerð frá Fossvogs- | Ikapellu útför frú Elísabetar S. | Gísladóttur konu Guðna Sigur- bjarnarsonar málmsteypumanns. Hún var fædd 7. febr. 1911 að Þúfu í Miklaholtshreppi, en flutt- ist ung með foreldrum sínum frú Svövu Sigurðardóttur og Gísla Gíslasyni til Reykjavíikur og nokkru síðar ti-1 Viðeyjar þar sem hún ólst upp með tíu táp- miklum og glaðværum systkin- um þar til hún gekk að eiga eftirlifandi mann sinn Guðna Sigurbjarnarson, þ. 14. febr. 1931. í»eim hjónum varð fimm barna euðið. >au eru: Sigurbjarni, Sig- ríður, Elísabet, Gísli og Þorsteinn Guðni, ennfremur ólu þau upp tvö dótturböm sín, Maríu og Ómar Sævar, en þau eru bæði innan við fermingu. Mér fannst sem dinmmdi í kring um mig, er konan mín sagði mér í síma að Betty væri dáin (en það var hún kölluð í okkar hóp). Það kom yfir okkur eins og reiðarslag. >að var ekki lengra síðan en í gær að þær konan mín og hún töluðu saman í síma en það var vegna ferminga, sem éttu að verða hjá báðum i vor. >að er ekkert við að gjöra, það kemur sem koma skal og maður er ávallt óviðbúinn sorgar fregnum og ekki sízt þegar kær Vinur hverfur af sjónarsviðinu. Með fjölskyldum okkar hefur verið innileg og fö'lskvalaus vin- átta í hátt í fjörutju ár sem eldrei mun gleymast en alltaf geymast. Betty var miki.1 mannkosta Ikona, mjög glæsileg og fríð sýn- um og gat hvergi farið óséð. Hún var ávallt reiðubúin að hjálpa þeim sem voru hjálparlþurfi þrátt fyrir að mikið var að starfa Iheima fyrir, en henni vannst vel og gat hún komið af ótrúlega miklu verki á skömmum tíma. Maður hennar virti hana alla tíð og dáði hana mjög og söm var aðdáun hennar og ást gagn- vart honum. Hvar sem Betty kom fylgdi benni hressandi blær, glaðværð og innileg vinátta, og eins var hún og þau hjón bæði heim að 6ækja. >á var veitt af rausn og fyrirhyggju. Heimili þeirra stóð' ætíð opið, er gesti bar að garði enda var oft farið þangað, ef þörf var á að létta skapið enda var maður léttari í lund þegar farið var aftur. Hlýleika hennar fáum við nú ekki lengur notið nema í minn- ingunum en þær munu vara. Við hjónin biðjum algóðan guð að blessa og styrkja vin okkar Guðna Sigurbjarnarson og börn þeirra í sorg þeirra. Kæra Betty. Hvíl þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þ. Asbjörnss. Síðan hefir hlánað talsvert, einkum til dala og stranda, en veður voru hæg um mið-Hér- að og lágur hiti, þrátt fyrir einstaka veðurblíðu. Tók því furðu lítið af gaddinum svo að enn er aðeins flekkótt af hnjótum á þeim stöðum er myndin sýnir. >orrablótin voru flest hald- in í þorrabyrjun eða fyrri hluta þorra. >au eru vel sótt og skemmtiatriði flutt af heimamönnum og gjarna flutt ir annálar ársins. — Fréttaritari. Verkfallinu að Ijúka Philadelphia og New York, 8. febrúar — NTB: — SVO VIRÐIST nú sem sjá megi fyrir endann á hinu langvinna verkfalli hafnarverkamanna á austurströnd Bandaríkjanna og í hafnarborgunum við Mexikóflóa, sem nú hefur staðið í tæpan mán- uð. Seint í gærkvöldi tókust samningar með deiluaðilum í Philadelphia, én samið hafði ver ið fyrir helgina í New York, Boston og flestum borgum öðrum á austurströndinni James J. Reynolds, aðstoðar- atvinnumálaráðherra, lét svo um mælt í nótt, að fyrst samningar hefðu tekizt í Philadelphia væru nú allar horfur á að þessari vinnudeilu yrði ráðið til lykta og myndu þá margir varþa önd- inni léttar, því verkfallið hefði kostað bandarískt atvinnulíf að minnsta kosti milljarð dala til þessa. Samningaviðræðurnar í Philadelphia stóðu sleitulaust frá því síðdegis á laugardag og langt fram eftir á sunnudagskvöldið. Willard Wirtz atvinnumálaráð- herra mætti á fundi deiluaðila skömmu eftir miðnætti á laugar dag, sat þá í átta tíma og tók þátt í viðræðunum. Hafnarverkamenn hafa hvergi tekið upp vinnu enn, þó víða hafi verið samið fyrir helgina, en talið er að nú verði þess erkki langt að bíða, fyrst saman hafi gengið í Philadelphia. Iflús til sölu Til sölu er hús ásamt eignarlóð við Baldurshaga v/Suðurlandsveg, selzt milliliðalaust. Upplýsingar í síma 14940 eða 60091. KJORBARN Hjón í góðum efnum óska eftir að fá gefins barn. Bréf sendist Morgunblaðinu merkt: „Trúnaðarmál — 6754“ fyrir 16. þ.m. Auglýsíng frá Húsnæðismálastjóm Að marggefnu tilefni vill húsnæðismálastjórn ítreka fyrri auglýsingar sínar um, að það er algjört skil- yrði fyrir lánshæfni umsókna, að viðkomandi íbúð hafi verið samþykkt af hlutaðeigandi byggingar- yfirvöldum (bygginarnefndum) með áritun þeirra á teikningar og að lánsumsókn berist stofnuninni áður en framkvæmdir eru hafnar eða kaup eru gerð. Lánsumsóknir, sem nú berast út á íbúðir, er ekki hafa hlotið fyrrgreint samþykki byggingar- yfirvalda, verða ekki teknar gildar sem lánshæfar. Vinsælasta fermingagjöfin i ár S.G.T. Félagsvistin í GT-húsinu í kvöld kl. 9. — Heildarverðlaun af- hent fyrir síðustu keppni. — Góð kvöldverðlaun. Dansinn hefst um kl. 10.30. VALA BARA syngur með hljómsveitinni. Aðgöngumiðasala frá kl. 8 — Sími 13355. Aufcavinna Lítið iðnaðarfyrirtæki til sölu af sérstökum ástæð- um. Hentugt fyrir mann sem vill skapa sér sjálf- stæða aukavinnu. Tilboð merkt: „Aukavinna — 6827“ sendist blaðinu fyrir 16. þ.m. SÚKKULAÐIKEXIÐ, SEM FER SIGURFÖR UM LANDIÐ. Heildsölubirgðir: PÓLARIS H.F., HAFNARSTRÆTI 8 Sími 21085. Al.s. Gullfoss fer frá Reykjavík í kvöld kl. 9 til Vestmannaeyja, Hamborgar, Kaupmannahafnar og Leith. Farþegar eru heðnir að koma til skips kl. 8. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Stulkur, atv’nna Iðnfyrirtæki í Smáíbúðahverfi óskar að ráða stúlkur (ekki yngri en 18 ára) tii vinnu nú þegar. Tilboð sendist Mbl. merkt: „9650“ fyrir n.k. miðvikudag. N auðungaruppboð sem fram átti að fara 1 dag á Fossvogsbletti 43, þingl. eign Mabel Guðmundsson fellur niður. Borgarfógetaembættið í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.