Morgunblaðið - 12.02.1965, Blaðsíða 24
24
MORCUNBLAÐIÐ
Föstudagur 12. febrúar 1965
Victoria Holt
Höfðingjasetrið
Það var þangað, sem Johnny
hafði farið með mig, danskvöld-
ið. Þama var einhver rakur og
þungur þefur, sem var í senn
viðbjóðslegur og aðlaðandi —
þefur fortíðarinnar. í þessum
þröngu klefum höfðu meyjarnar
sjö hafzt við. Fætur þeirra höfðu
troðið þessa sömu steinganga og
hendur þeirra höfðu gripið kað-
alinn þegar þær bröltu upp stein-
þrepin bröttu.
Ég var farin að elska húsið,
svo að mér leið nú hreint ekki
svo illa, þrátt fyrir ýmsar smá-
vægilegar auðmýkingar.
Ég hafði fengið æðra sæti i
matsal þjónustufólksins, fyrir at-
beina Haggetys bryta og það var
nú kannski ekki svo undarlegt,
því að þó ég væri ekki eins fín-
gerð og Mellyora eða frú Judith,
þá vakti ég fljótar eftirtekt en
þær, og þessu hafði Haggety
tekið eftir og því setti mig í
sætið næst sjálfum sér, og það
vissi ég, að frú Rolt líkaði ekki,
og hafði enda sjálf heyrt hana
láta það í ljós.
— Æ, vertu ekki að því arna,
góða mín, sagði hann. — Hún er
þó alltaf þerna frúarinnar, eins
og þú ættir að vita. Og æði
miklu öðruvísi en þær, sem þú
hefur yfir að segja.
— Og hvaðan er hún, ef ég
mætti spyrja?
— Hún getur ekki að því gert.
Það er meira um vert, hvað hún
er nú, og við verðum að taka til-
lit til þess.
Hvað hún er nú! hugsaði ég
með sjálfri mér og strauk hönd-
unum niður eftir mjöðmunum.
Með degi hverjum undi ég hlut-
skipti minu betur. Auðmýking-
ar , . . jú, að vísu, en samt yrði
nú meira spennandi að vera í
Klaustrinu en nokkrum stað
öðrum. Og þar var ég nú.
- Þegar ég sat við matborðið,
fékk ég tækifæri til að athuga
þetta fólk, sem þarna bjó í neðri
byggðunum. Hr. Haggety sat við
endann á borðinu, með litlu grís-
augun sín og varir, sem urðu
slappar, ef hann sá lostætan mat
eða laglegan kvenmann — hann
var sá æðsti í þessu hreiðri, enda
bryti í Klaustrinu. Næst að tign
kom frú Rolt, ráðskonan, síðan
frú Salt, eldabuskan og dóttir
hennar, Jane Salt, sem var stofu-
stúlka og loks Doll og Daisy sem
hjálpuðu í stofu og eldhúsi.
Allt þetta lið átti heima í hús-
inu, en svo var aðkomulið, sem
borðaði þarna, Polore og kona
hans og Willy sonur þeirra, sem
hugsuðu um hestana, en frú
Polore var í þvottum.
Það var því enginn smáræðis
hópUr, sem sat kring um stóra
matborðið að máltíðum, eftir að
fjölskyldan hafði lokið við- að
borða, og þegar allir lögðu sig til,
var fátt ókunnugt þarna, sem
gerðist í húsinu eða þorpinu.
14
Það var þarna í matsalnum,
sem ég komst að því, að Johnny
Larnston væri í háskólanum sín-
um og mundi ekki verða neitt
heima um sinn. Það þótti mér
vænt um. Fjarvera hans mundi
gefa mér tækifæri til að treysta
stöðu mína þarna í húsinu.
Ég var fljót að komast inn í
ganga mála þarna á heimilinu.
Húsmóðir mín var engan veginn
neitt slæm við mig, og mér fund
ust störf mín ekkert erfið. Ég
átti oft miklar frístundir.
En Mellyora átti ekki eins
náðuga daga. Frú Larnston hafði
einsett sér að gjörnýta vinnu-
kraft hennar. Hún varð að lesa
fyrir hana klukkustundum sam-
an á hverjum degi, hita henni
te hvað eftir annað á nóttunni,
nudda á henni höfuðið, þegar
hún hafði höfuðverk, sjá um
bréfaskriftir fyrir hana, fara með
henni þegar hún ók út í heim-
sóknir. Yfirleitt mátti hún sjald-
an um frjálst höfuð strjúka.
Áður en fyrsta vikan var liðin,
ákvað frúin, að Mellyora, sem
áður hafði hjúkrað föður sínum,
gæti orðið að liði við að hjúkra
Sir Justin, sem var lamaður. Hún
varð því að vera hjá sjúklingn-
um alla þá stund, sem frúin
þurfti ekki sjálf á henni að
halda.
— Hvernig geturðu þolað
þetta, Mellyora, sagði ég við
hana einn daginn.
Við vorum í herberginu henn-
ar og ég hvíldi mig á rúminu
en hún sat í stól, og var að gera
við kvöldkjól fyrir frúna.
— Hvernig getur þú þolað
það spurði hún á móti.
— Það er allt annað. Ég er
ekki svo góðu vön. Og auk þess
hef ég ekki eins mikið að gera
og þú.
— Það sem verður að vera,
viljugur skal hver bera, sagði
hún. ••
Ég leit á hana og furðaði mig
á því, að hún, dóttirin á prest-
setrinu, sem hafði ráðið sér al-
farið sjálf og verið eftirlætis-
barn, gæti svona auðveldlega
vanizt þessum þrældómi. Melly-
ora er eins og dýrlingarnir,
hugsaði ég.
— Hvað ertu að hugsa um,
þegar gamla konan er að þveita
þér til og frá sagði ég.
— Ég reyni að hugsa um ekki
neitt og kæra mig kollóttan.
— Ég held ég gæti aldrei leynt
tilfinningum mínum eins og þú
getur, sagði ég. Ég hef verið
heppin. Judith er alls ekki sem
verst.
— Judith .... sagði Mellyora.
— Jæja, ef þú vilt heldur hafa
það frú Larnston. Hún er ein-
kennileg manneskja. Það er eins
og hún sé alltaf í taugaæsingi,
rétt eins og lífið væri afskaplega
sorglegt . . . rétt eins og hún
sé hrædd. . . .
— Justin er ekki hamingju-
samur með henni, sagði Melly-
ora hóglega.
— Ætli hann sé ekki eins ham
ingjusamur og hann gæti verið
með nokkurri annarri sagði ég.
— Hvað veizt þú um það?
— Ég veit bara, að hann er
kaldur eins og fiskur og konan
hans er það gagnstæða.
— Þú ert að bulla, Kerensa.
— Er það nú? Ég sé meira
til þeirra en þú gerir. Mundu,
að herbergið mitt er við hliðina
á þeirra herbergi.
— Rífast þau?
— Hann færi aldrei að rífast.
Til þess er hann of kaldur. Hann
kærir sig hvorki um eitt né ann-
að og hún kærir sig . . . of mikið.
Ég kann ekkert illa við hana.
En úr því að honum er alveg
sama um hana, hversvegna fór
hann þá að giftast henni. Var
það bara peningarnir?
— Hættu þessu. Þú veizt
ekkert hvað þú ert að rugla.
Justin er góður maður, en þú
skilur hann bara ekki. . . .
Hurðinni á herbergi Mellyoru
var snögglega hrundið upp og
Judith stóð á þröskuldinum og
augnaráðið var æðisgengið. Hún
leit á mig og Mellyoru, sem hafði
þotið upp af stólnum.
— ... fyrirgefið þig, sagði
Blaðburðarfólk
óskast til blaðburðar í eftirtalin hverfi T|amarg;Ötu
Lindar&ötu
Sími 22-4-80
— Þér megið gjarnan gera hreint hér frú ef þér snertið ekki
skjölin min.
hún. — Ég bjóst ekki við. . .
— Þurfið þér á mér að halda,
frú? sagði ég og steig fram úr
rúminu.
Ofsinn var horfinn úr augna-
ráði konunnar og ég sá, að henni
létti mjög. — Já, Carlee. .. Ég
ætla að biðja yður að koma ofur-
lítið fyrr í kvöld. . . Fimm til
tíu mínútur fyrir sjö.
— Já, frú. Hún kinkaði kolli
og gekk út. Mellyora leit á mig
steinhissa.
— Hvað meinar hún með
þessu? hvíslaði hún.
— Ég hugsa, að ég viti það,
svaraði ég. — Og hún varð hissa,
fannst þér ekki? Veiztu hvers
vegna. Það var af því að hún
fann mig hérna, en bjóst við að
finna. . . .
— Hvern?
— Justin.
Mellyora starði á mig, alveg
dolfallin. — Áttu við, að hún
sé hrædd um Justin fyrir mér.
— Hún er afbrýðissöm gagn-
vart hverri laglegri kvenpersónu,
sem hún kemur auga á.
— Það er hreint brjálæði.
Þetta er hlægileg vitleysa. Hún
sneri sér við og hleypti brúnum.
En Mellyora gat ekki dulið mig
sannleikanum, frekar en hún
hafði sýnilega getað dulið hann
fyrir Judith, sem var svo yfir
sig tilfinninganæm. Hún var ást-
fangin af Justin Larnston, og
hafði alltaf verið. Ég var mjög
óróleg.
4. kafli.
Þegar við Mellyora vorum
setztar að í Klaustrinu, skrifaði
ég Davíð Killigrew, eins og ég
hafði lofað, sagði honum frá því
sem gerzt hafði og hvað við hefð-
umst að, og hver staða okkar
þarna væri. Hann svaraði um
hæl.
Bréfið hans var alveg eins og
hann væri þarna sjálfur kominn
— rólegt, nærgætið, hógvært —
allt þetta, sem ég var ekki sjálf.
Hann vottaði samúð sína, því að
hann vissi vel, hvað við áttum
erfitt. En hitt vissi hann ekki, að
aðalatriðið fyrir mér var bara
það að fá að vera þarna, hver
sem svo staða mín þar væri.
KALLI KUREKI
Teiknari: J. MORA
KID, X'M 50RHYI
BUMPEDYAÍ X
WASM'T LOOKIN’f
YA CAN'T ceAWL OUTOF ITf >
NOSODY PUSHES OWE-SHOT
SCHLASSL OFF TH’WALKf )
I HOLSTERED MY HOGLE&* YOU1.L
GETA’EVEN BREMif HAULYOURS AM’
6-IT ’ER A-SMOKINY y
„Taktu byssuna úr hulstrinu."
„Hættu þessu. Hvað gengur að þér?“
„Heyrðu vinur, mér þykir leiðinlegt
að ég skyldi rekast svona harkalega
á þig en ég horfði bara ekki í kring-
um mig.“ „Þú sleppur ekki svo auð-
veldlega frá þessu. Það mun enginn
komaa. upp með að hrinda Schagel
skotspara úr vegi“
„Ég hulstra byssuna mína. Lyftu
þinni og fáðu hana til að rjúka. Þetta
skal verða jafn leikur.“
Hann skrifaði, að hann þættist
viss um, að ég mundi sigrast á
hvaða erfiðleikum, sem lífið
hefði að bjóða, af því að ég hefði
nægilegt hugrekki til þess. Það
v.ar ekki nema satt, að hann sá
bara ekki annað en góðu hlið-
arnar á mér. Hann sá þessa vilja-
festu, sem hann hafði kallað
„hugrekki", en hann vissi ekki
um þrákelknislegt stolt mitt.
En bréfið hans huggaði mig.
Þegar svona stóð á, var gott að
vita sig tignaða og elskaða.
Mellyora hafði líka fengið bréf
frá honum. Hún las mér það og
skildi, að Davíð hafði meiri
áhyggjur af henni en mér. Þá
hlaut hann að þekkja mig vel,
úr því hann vissi, að ég var
fullfær um að sjá um mig sjálf.
— Hann er góður maður, sagði
Mellyora, og mér fannst það
leitt, að þetta skyldi ekki vera
allt öðruvísi en það var. Vinnu-
fólkið hafði haft á réttu að
standa. Davíð Killigrew hefði
orðið ágætis maður handa Melly-
oru.
Við urðum nú fljótlega hag-
vanar þarna í Klaustrinu. Sem
þerna hjá Judith Larnston hafði
ég ekki allt of mikið annríki og
fékk oft^ tóm til að heimsækja
ömmu. I einni slíkri heimsókn
spurði hún mig, hvort ég gæti
tekið fyrir sig nokkrar jurtir til
Hetty Pengaster, í bakaleiðinni.
Þegar ég kom inn í húsagarð-
inn hjá Pengaster, kom Reuben,
bróðir Hetty, fyrir hornið á
dúfnahúsinu og hélt á fugli í
höndunum.
Ég hafði alltaf verið dálítið
hrædd við Reuben Pengaster.
Hann var ekki alveg almenni-
legur í höfðinu. Við fyrstu sýn
var ekkert sérlegt athugavert
við hann — en það var kjálka-
svipurinn og slöppu varirnar,
sem bentu til þess, að hann væri
eitthvað ringlaður.
Carðahreppur
Afgreiðsla Morgunblaðsins
fyrir Garðahrepp er að Hof-
túni við Vífilsstaðaveg, sínai
51247.
AKUREYRI
Afgreiðsla Morgunblaðs-
ins er að Hafnarstræti 92,
sími 1905.
Auk þess að annast þjón-
ustu blaðsins við kaupend-
ur þess í bænum, er Akur-
eyrar-afgreiðslan mikilvæg-
ur hlekkur í dreifingarkerfi
Morgunblaðsins fyrir Norð-
urland allt. Þaðan er blaðið
sent með fyrstu beinu ferð-
um til nokkurra helztu kaup
staða og kauptúna á Norður-
landi, svo og til fjölda ein-
staklinga um allan Eyjaf jörð
og víðar.