Morgunblaðið - 24.03.1965, Síða 6
6
MORGUNBLAÐÍB
Miðvikudagur 24. marz 1935
GODIR GESTIR
í NÓTT var væntanlegur í stutta
heimsókn til íslands, dr. Her-
mann Höner, forstjóri þýzku
menningarmiðstöðvarinnar í
Kaupmannahöfn (Deutehes Kult
urinstitut). Hann kom með Loft-
leiðaflugvél frá Kaupmannahöfn.
í dag, miðvikudag, eru svo vænt-
anlegir félagar hans úr þýzk-ís-
lenzka félaginu í Köln, allt að
tuttugu manns, með dr. Max
Adenauer í fararbroddi, en hann
er sem kunnugt er af fyrri heim
sóknum sínum til íslands, forseti
þýzk-íslenzka félagsins í Köln.
Heimsókn þessara merku þýzku
íslandsvina á sér þær orsakir, að
um þetta leyti á þýzk-íslenzka
félagið í Köln 10 ára afmæli. Af
því tilefni hafa Loftleiðir boðið
stjórn þess til íslands. En fleiri
aðilar taka þátt í boðinu, svo sem
félagið Germania, Borgarstjórn
Reykjavíkur, Ríkisstjórn íslands
og þýzka sendiráðið á íslandi. —
Gestirnir fljúga aftur heimleiðis
28. marz.
í hreinskilni sagt, þá eru það
Bókasafn þess telur nú yfir 7000
þýzkra bóka, tímarita og blaða.
f>að hefur komið sér upp mjög
stóru safni af þýzkum taiplötum
með upplestri frægra skálda og
rithöfunda, einnig segulbands-
spólum og kvikmyndum, sem
lánaðar eru út. í menningarmið-
stöð þessari eru starfandi margir
námsflokkar í þýzkri tungu, bók-
menntum, sögu, heimspeki og
fleiri greinum. Þá má ekki
gleyma hinni fjölbreyttu kvöld-
dagskrá, sem stofnunin býður
upp á að staðaldri allan veturinn
og hef ég verið svo heppinn að
eiga kost á að sækja þær sam-
komur nokkrum sinnum undan-
farnar vikur. Aðeins fáein atriði
skulu nefnd: Hljómleikar úrvals
listamanna, kabarettsýningar,
meðal annars með þátttöku hinn-
ar þekktu söngkonu Ursulu
Herking, yfirlitssýningar á nýj-
ustu myndlist Þjóðverja. Þekktir
fyrirlesarar koma og flvtja er-
indi, þeirra á meðal prófessor
Carlo Schmid, varaforseti þýzka
JWSSfflSíSS?v
Hluti af bókasafni Dcutches Kultur Institut í Kaupmaniuahöfn.
þingsins (hefur nýlega heimsótt
ísland) og Ludwig Rosenberg
forseti sambands fag- og verka-
lýðsfélaga Þýzkalands. Af fræg-
um rithöfundum, sem komið hafa
til að lesa upp úr skáldverkum
sínum má nefna Gúnter Grass,
Uwe Johnson, Ilse Aiehinger,
Gúnter Eich, Hans Werner Richt-
er og Wolfgang Bachler o. fl.
Ég vi'l segja að þýzka menn-
ingarmiðstöðin í Kaupmanna-
höfn undir stjórn Hermanns
Höner jafngildi háskóla, þa'r
sem hægt er að leggja stund á
margar greinar þýzkrar nútíma-
menningar í listum og hugvís-
indum.
Hermann Höner er kvæntur
danskri konu, Ingeborg að nafni,
gáfaðri konu og menntaðri, þau
eiga tvö börn, Hálfdán og Auði.
Höner mun búa hjá vini sínura
Ólafi ólafssym menntaskóla-
kennara í Reykjavík, meðan
hann dvelst á íslandi.
Guðmundur Danielsson.
Hermann Höner
einkum og sérílagi gömul og ný
kynni mín af Hermanni Höner,
sem hvöttu mig til að setja sam-
an þetta greinarkom og senda
það Morgunblaðinu til birtingar.
Hann lagði ungur stund á nor-
ræn fræði, mál og bókmenntir
og gerðist að því búnu kennari
í þessum fræðum við háskólann
í Köln. Árið 1956 var hann ráð-
inn sem þýzkur sendikennari við
Háskóla íslands og gegndi því
embætti til 1960. Ault þess að
vera framúrskarandi duglegur
háskólakennari, stofnaði hann á
þessum árum þýzkt bókasafn í
Reykjavík, þýddi islenzkar bæk-
ur á þýzku og styrkti mjög vin-
áttuböndin milli Þýzkalands og
íslands.
Vorið 1960 hvarf hann aftur
til Kölnar og tók við sínu fyrra
embætti þar, en um haustið
sendi þýzka sambandsstjórnin í
Bonn hann til Kaupmannahafn-
ar þeirra erinda að stofna og
veita forstöðu þýzkri menningar
miðstöð í borginni. Þetta vanda-
sama og að mörgu leyti erfiða
hlutverk leysti Hermann Höner
af höndum með svo miklum
ágætum að aðdáun vekur, og
hef ég sannanir fyrir því, að
Deutches Kulturinstitut í Kaup-
mannahöfn er fullkomnast allra
sambærilegra stofnana, sem Þjóð
verjar hafa komið sér upp utan
heimalandsins. Institutið var opn
að almenningi í september 1961.
fiæstiréttur vísar
landhelgismáli
frá dómi
NÝIÆGA var kveðinn upp í
Hæstarétti dómur í máli er reis
út af landhelgisbroti og var mál-
ið höfðað af ákæruvaldinu gegn
William Spearpoint, skipstjóra á
brezka togaranum Wyre Vangu-
ard frá Fleetwood. Niðurstaða
málsins fyrir héraðsdómi var sú,
að skipstjórinn var dæmdur til
greiðslu sektar að upphæð kr.
260.000,00. Hæstiréttur ómerkti
hinsvegar dóminn og vísaði mál-
inu frá dómstólum.
Málavextir eru þeir, að sunnu
daginn 20. sept. 1964, er varð-
skipið Óðinn var á útleið í Ön-
undarfirði til gæzlustarfa, sáust
tvö skip í ratsjánni, er virtust
grunsamlega nærri landi. Reynd-
ist síðar annað þeirra vera brezki
togarinn, sem að ofan er getið, og
voru staðarákvarðanir gerðar á
skipinu, sem hér segir.
Kl. 23.43 gaf mæling stað tog-
arans um 1,8 sjómílu innan fisk
veiðimarkanna. Kl. 23.47 gaf mæl
ing stað togarans um 1,4 sjómíl-
ur innan fiskveiðimarkanna. Kl.
23.53 gaf mæling stað togarans
um 1,1 sjómílu innan fiskveiði-
markanna. Kl. 23.56 var dregið
upp flaggstöðvunarmerkL Kl.
23.59 sýndi mæling togarann 0,7
sjómílu innan fiskveiðimark-
anna. Kl. 00,02 var gefið stöðv-
unarmerki með Ijósmorsi. Kl.
00.05 reyndist staðarákvörðun
um 0,3 sjómílur innan fiskveiði-
markanna. Um leið var skotið
púðurskoti í átt til togarans og
kl. 00:19 var gerð staðarákvörð-
un, sem sýndi stað togarans 0,5
sjómílur utan fiskveiðimark-
anna.
Kl. 00,26 var enn skotið lausu
skoti og um svipað leyti sást, að
togarinn var að toga með vörpu.
Þremur mínútum síðar var gerð
við hlið togarans staðarákvörðun,
er sýndi stað togarans um 1,3 sjó
mílur utan fiskveiðimarkanna.
Var nú kallað yfir í togarann og
honum skipað að nema staðar og
draga inn vörpuna.
Farið var með togarann inn til
ísafjarðar, þar sem málið var tek
ið til rannsóknar og doms. í dómi
báru yfirmenn varðskipsins vitni
um að þeir hefðu ekki séð togar-
ann að veiðum innan fiskveiði-
markanna, en hefðu talið að svo
væri, sökum þess að mælingarnar
sýndu, að hann var á togferð.
Einnig kvaðst 2. stýrimaður hafa
veitt því athygli, að togarinn
hafði togljós uppi. Jafnframt
skýrði hann frá því, að um 12
körfur af fiski hefðu verið í vörp
unni, þegar hún var dregin inn.
Hinn ákærði skipstjóri skýrði
frá því fyrir dómi, að vélarbil-
unar hefði orðið vart kl. 11,00 og
hefði hann þá siglt inn fyrir fisk
veiðimörkin en búlkað veiðarfær
in áður. Hefði hann verið a3
hugsa um að fara til ísafjarðar til
viðgerðar Kl. 25 mín. fyrir eitt
eftir brezkum sumartíma kvaðst
hann hafa siglt út með hægri
ferð, um 4—5 sml.^ hraða vegna
vélarbilunarinnar. Ákærði kvaðst
hafa kastað vörpunni kl. 0.10 eft-
ir brezkum sumaníma og hefði
Framhald á bls. 23
• HALLDOR I NAUSTI
Ég sé það hér í blaðinu í
gær, að tveir ungir menn taka
við af Halldóri Gröndal í
Nausti. Vonandi tekst þeim
jafnvel og Halldóri hefur tekizt
að stjórna þessum ágæta veit-
ingastað, sem markaði þáttaskil
í veitingahúsmálum okkar á sín
um tíma.
Það þarf meira en „hókus-
pókuí/ til að koma á fót otg
reka gott veitingahús og halda
háum „standard."1 Það hefur
tekizt í Nausti og er höfuðstað-
urinn öllu ríkari fyrir bragðið.
Ég held að Halldór eigi m.a.
stærsta þáttinn í að endurvekja
hákarlsátið hér sunnan lands —
og það hefur verið eitt helzta
áhugamál hans að viðhalda —
og halda á lofti — gömlum ís-
lenzkum réttum. Það tekur
nokkrar kynslóðir að rótfesta
„tradition“ í matargerð og þær
þjóðir, sem frægastar eru fyrir
afbrags mat, eru ekki að byrja
á þessu á okkar tímum. Þeir
réttir, sem frægastir eru og
þykja beztir, eru oftast alda-
gamlir.
v HÁKARLINN
Þegar Halldór byrjaði að
ota að mönnum hákarli í Nausti
var hákarlinn hræódýr í verzl-
unum í Reykjavík þá sjaldan
hann fékkst. En hákarlinn í
Nausti varð frægur karl í borg-
inni og aðrir sambærilegir karl-
ar hækkuðu i verði í verzlunum
— og framleiðslan jókst til
muna. — Halldór hefur oft
kvartað yfir því, eins og hús-
mæðurnar, hve stundum sé erf-
itt að fá nýjan fisk í Reykja-
vík, því hann hefur lagt mikla
áherzlu á að hafa á boðstólum
góða fiskrétti — og ef við ís-
lendingar ættum ekki að eiiga
einhverja, sem kunna að mat-
reiða fisk, þá hverjir?
• LÍKA FISKUR
Ég hef orðið var við þann
misskilning hjá mörgum, að ís-
lenzki veitingastaðurinn, sem
stofnsettvir verður í London og
Halldór Gröndal á að veita for-
stöðu, eigi einungis að kynna
islenzkt lambakjöt. Þetta er
mesti misskilningur — og
ástæðan er vafalaust sú, að fisk-
útflytjendur eiga ekki aðild að
félaginu, sem stofnað var til
þess að reka veitingahúsið.
Ég hitti Halldór á götu um
helgina og spurði hann hvort
það ætti i rauninni að stofna
íslenzkt veitingahús erlendis til
kynningar á íslenzkum mat og
framleiðsluvörum en útiloka
fiskinn, sem þó væri stærsti
hluti útflutningsvörunnar —.
ög spurði þar fyrir hönd margra,
sem hafa spurt Velvakanda.
— „Nei, það kemur ekki til
greina. Auðvitað höfum við allt
á boðstólum, góðan islenzkan
mat — hvort sem hann er bú-
inn til úr kjöti eða fiski“, sagði
hann.
Og væntanlega verður betra
að fá nýjan fisk suður á Entg-
landi en hér norður í miðjum
fiskimiðunum.
B O S C H
háspennukefli í alla bíla
BRÆÐURNIR ORMSSON h.f.
Vesturgötu 3. — Sími 11467.