Morgunblaðið - 24.03.1965, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 24. marz 1965
,0ræfakyrrðin hefir veitt
mér bezta hvíld'
Afmælisrabb við ÓBaf Jons-
son, ráðunaut, sem varð
sjötugur i gær
HANN er fæddur að Freys-
hólum í Vallahreppi í Suður-
Múlasýslu 23. marz 1895. Ekki
vill hann þó viðurkenna, að
nafn Freys, guðs akuryrkju og
jarðargróða, í bæjarnafninu,
hafi nokkru ráðið um val lífs-
starfsins, sem hefir að mestu
verið helgað framförum í jarð
rækt og búskap. Með því hef-
ir Ólafur unnið bændastétt-
inni ómetanlegt gagn á mörg-
um sviðum, ekki sízt í norð-
lenzkum sveitum. Þó er það
margra manna mál, að hjáverk
hans og tómstundagaman,
könnun öræfaslóða og marg-
vísleg fræðimennska um ó-
byggðir og náttúru íslands,
eigi eftir að halda nafni hans
enn lengur á loftL
Ég geri mér ferð heim til
hans og Guðrúnar Halldórs-
dóttur, konu hans, til þess að
ræða við hann og fræðast af
honum stundarkorn, en hús
þeirra stendur á hinni eigin-
legu Akureyri, syðst í kaup-
staðnum og er nr-. 3 við Aðal-
stræti. Setztur í stól í stofunni
spyr ég hann um æskudagana.
— Foreldrar mínir fluttust
til Reykjavíkur 1907, en við
fórum fljótlega austur á Hérað
aftur og var ég þar, þangað
til ég fór á Hvanneyrarskól-
ann 1915. Þar var ég til vors
1917. Námið var fremur erfitt
en flestir höfðu áhuga á að
læra og því var námið okkur
skemmtun. Ég fór svo aftur
austur, en gerðist starfsmaður
Búnaðarsambands Bongar-
fjarðar og síðan Hvanneyrar-
búsins til ársins 1921. Þá um
vorið fór ég til Danmerkur
og vann á tilraunastöð í Hem-
ing á Jótlandi sumarlangt, en
settist svo í Landbúnaðarhá-
skólann í Kaupmannahöfn um
haustið. Þar var ég til vors
1924 og lauk þá prófi frá skól-
anum.
— Voru margir fslendingar
samtímis þér í skólanum?
— Við byrjuðum þar jafn-
snemma Steingrímur Stein-
þórsson og ég og fylgdumst al-
veg að í námi. Ári áður hafði
Pálmi Einarsson hafið þar
nám, og ári á eftir okkur Stein
grími komu svo þeir Guð-
mundur Jónsson, nú skóla-
stjóri á Hvanneyri, Jón Jónas
son á Kambi í Eyjafirði, Björn
Símonarson kennari á Hólum
og Gunnar Árnason, gjaldkeri
og skrifstofustjóri Búnaðar-
félags íslands. Við vorum því
7 landar samtímis i skólanum.
— Komstu svo hingað beint
frá prófborðinu?
— Eiginlega var ég ráðinn
til Ræktunarfélags Norður-
lands ári áður, þeir biðu eftir
mér þetta ár. 1924 varð ég
sem sé framkvæmdastjóri
Ræktunarfélagsins og á að
heita það enn að nafninu til,
þó að ég sé búinn að segja af
mér. Annars tel ég, að megin-
starfi mínu þar hafi lokið 1945,
þegar Gróðrarstöðin var gerð
að ríkistilraunastöð, og ég fór
þaðan alveg 1949 og hætti þá
sem tilraunastjóri.
— í hverju voru fyrstu störf
þín fólgin?
— RN var þá búnaðarsam-
band fyrir allt Norðurland, og
í Gróðrastöðinni hafði frá upp
hafi, árið 1903, farið fram
margskonar og merkileg starf-
semi og tilraunir. En nú var
fjárhagurinn í rústum og meg
inverkefni mitt var í fyrstu að
hressa hann við, byggja upp
og endurbæta húsakynni, því
að margt var illa gengið úr
sér. Fyrstu tilraunirnar, sem
ég vann að hér, voru áburðar-
tilraunir, þær voru auðveldast
ar viðfangs og ódýrastar. En
merkilegasta nýmælið var
belgjurtatilraunir. Ég notaði
bæði smára, flækjur, ertur, lú-
pínur og lúcernur. Smáranum
var sáð um leið og grasfræi
eða honum sáð í gróið land,
en flækjum var aðalleiga sáð
með höfrum. Aðrar tegundir
gáfu svo sem enga raun. Ég
notaði alltaf smit, þ.e. smitaði
plönturnar með viðeigandi
bakteríum, sem vinna köfnun-
arefnið úr loftinu og breyta
því í áburð. Það kom í ijós
að tilgangslaust var að nota
belgjurtir öðruvísi. Þessar
bakteríur finnast í íslenzkum
jarðvegi fyrir smára, en er-
lendis hafa verið ræktaðir sér
stakir bakteríustofnar í þessu
skyni. Við þyrftum að koma
upp slíkum stofnum, sem vel
henta hérlendum aðstæðum.
Hvítsmárinn íslenzki vinnur
bara of hægt vegna veðrátt-
unnar m.a., rauðsmárinn er
hraðvirkari, og hann notaði
ég mikið og flutti fræið inn.
Verst er, að smári frjóvgast
illa hér, af þ víað okkur vant
ar réttar skordýrategundir til
frævunarinnar, t.d. býflugur.
En það er skemmst af að segja
að þessar belgjurtatilraunir
féllu niður í miðju kafi, og
skal ég ósagt láta, hvort eða
hvenær þær verða teknar upp
aftur. Þó mun sennilega eitt-
hvað vera fengizt við þær hjá
Atvinnudeild Háskólans. —
Nú er allmikið ræktað af
Alaska-lúpínu, t.d. á Þverár-
aurum í Fljótshlíð, en ég held,
að útbreiðsla þeirra sé von-
lítil nema að smita fræið, því
að viðeigandi bakteríur finn-
ast ekki í íslenzkum jarðvegi.
— Hvað segirðu mér um
matjurtatilraunir og Ólafs-
rauð?
— Gerðar voru samanburð-
artilraunir bæði á tegundum
og aðferðum við ræktun. • Ég
gerði einu sinni úrval úr rauð-
um íslenzkum, sem bar nokk-
urn árangur og olli því, að
rauðar ísl. ' eru farnar að
ganga undir nafninu Ólafs-
rauður, sem er alls ekki rétt.
Þó slíkt úrval sé gert, þarf að
halda því vel aðgreindu frá
tegundinni, sem fyrir var, en
smeykur er ég um, að Ólafs-
rauður_ sé orðinn blandaður
aftur. f sumum gömlum kart-
öflutegundum er mörgum lín-
um blandað saman, en þær
einkennast af mismunandi
sprettu, en ekki ólíku útliti.
Ég valdi kartöflur undan 30-
40 beztu grösunum eitt haust-
ið og hélt þeim sér undan
hverju grasi. ræktaði áfram
og bar saman, fleygði þeim lé-
legustu, en hélt þeim beztu.
Þetta tók nokkur ár að vinza
þannig úr. — Mér finnst, að
meta verði kartöflutegundir
eftir gæðum, en ekki eftir upp
skerumagni, en sjónarmið
seljendanna er náttúrulega
annað, einnig er mikið atriði,
að vöxturinn sé þannig, að
þægilegt sé að vinna að upp-
skerunni. En hvað sem því líð
ur, finnst mér engar kartöfl-
ur betri en þær rauðu ís-
lenzku, þegar þær eru komnar
á diskinn. Mikið af kartöflum
er líka eyðilagðar með alltoi
miklum áburði og röngum á-
burðartegundum. Margir
halda, að hægt sé að fá góðar
kartöflur með hóflausum á-
burði, en það er vægast sagl
spurning, hvort það sé rétt.
— Svo hefur þú fengizt vif
komrækt.
— Já, ég byrjaði seinna í
korninu, einkum byggi. Til-
raunir voru í samræmi vit
tilraunir annars staðar á land-
inu, aðallega á Sámsstöðum
Kornrækt hér reyndist í heilc
svo áfallasöm, að mér fanns
mjög hæpið að fást við hana
Sum árin gafst hún vel, en ai
meða.Rali 4. hvert ár stór
skemmdist hún af ýmsum á
stæðum, af foki eða kuldum
Kannski höfum við ekki nógu'
góðan jarðveg. En það tekur
langan tíma árlega að fá
þroska í kornið. Frostnætur,
sem eru algengar í ágúst,
valda því, að kímið deyr og
kornið verður ófrjótt og lé-
legt. Hauststormar ollu því,
að alltof mikið korn hrundi af
öxunum. — Ekki vil ég þó
fordæma kornrækt hér alls-
staðar. í lágsveitum sunnan-
lands er frosthættan minni og
þar er hægt að sá fyrr á vorin
en hér, og það er geysimikið
atriði. Svo eru veðurskilyrði
efalaust góð víða annars stað-
ar á takmöfkuðum svæðum,
t.d. miklir sumarhitar í skjól-
sælum dölum. En ekki tel ég
neina framtíð í kornræktinni
sem lið í almennum búskap.
Við eigum heldur enga korn-
ræktarmenningu eða gróna
reynslu á kornrækt eins og
bændur í akuryrkjulöndun-
um, en það getur svo sem
breytzt.
— Hvað tókstu þér sv-o fyr
ir hendur, þegar þú hættir í
Gróðrarstöðinni?
— Ég gerðist jarðræktar-
ráðunautur Búnaðarsambands
Eyjafjarðar í 5 ár, en þar
næstu 2 árin vann ég mest við
ritstörf, bæði við rit mitt
skriðuföll og snjóflóð, Vasa-
handbók bænda og Ársrit RN,
en 1957 fékk Jónas Kristjáns-
son samlagsstjóri mig til að
gerast ráðunautur SNE í naut
igriparækt, og það hef ég verið
siðan. Vasahandbókin var ný-
mæli hér og kostaði dálítið
átak að koma benni af stað, en
auðvitað studdist ég við er-
lendar fyrirmyndir. Hún seld-
ist ágætlega og er eina bú-
fræðiritið, sem það verður um
sagt. Mér þótti gaman að
vinna við hana fyrst í stað og
var ritstjóri í 10 ár, en þegar
fram í sótti, fór mér að leið-
ast hún og ég losaði mig við
hhna. — Mér hefur alltaf þótt
mest gaman að fást við rann-
sóknar- og tilraunastörf, hvort
. sem er í jarðrækt eða kvik-
fjárrækt, og verið svo heppinn
að fá að vinna mest á því sviði.
— En svo við snúum okk-
ur að öðru, Ólafur, — margan
ertu búinn að leiða við hönd
þér um undraheima Ódáða-
hrauns og kenna mönnum að
þekkja landið sitt betur en
ella með þínu mikla ritverki.
Hvenær fórstu fyrst inn í
Ódáðahraun?
— Það hafði verið draum-
ur minn síðan í barnæsku að
komast í Dyngjufjöll og sjá
þau með eigin augum, ég hafði
heyrt svo mikið frá Öskjugos-
inu 1875 sagt fyrir austan, þeg
ar ég var drengur, og öllu vik-
urfallinu, sem frá því stafaði.
Hitasumarið mikla 1933 var
fyrri slætti lokið í Gróðrar-
Ólafur J ór.isson
stöðinni i júnílok, og þá ákváð
um við Ármann Dalmannsson
að láta verða af því að
skreppa inn í Öskju. Hitinn
var igeysilegur og Herðubreið
sjólaus nema smáblettur norð-
an í kollinum. Við lentum í
vatnsleysi, sandstormum og
margháttuðum erfiðleikum, en
öræfaheimurinn heillaði mig
svo, að ég hef ekki losnað und
an töfravaldi hans síðan, enda
ekki kært mig um það. Ég
hef fundið mig knúinn til að
skoða fleira og fleira, þó að
ég ætlaði aðeins að skoða
Dyngjufjöll í upphafi. Frá
1933 og til 1945 fór ég 2-3 ferð
ir suður á öræfi á hverju
sumri til að bæta við þekk-
ingu mína og njóta fegurðar-
innar þar. Þangað til ritið um
Ódáðahraun kom út, notaði ég
til þess öll mín sumarleyfi og
alla samfellda frídaga aðra,
þegar veður og færð leyfði. Á
veturna las ég svo öll heim-
ildarrit, sem ég komst yfir, og
vann að ritstörfunum. Ég finn
eftir á, að ég hefði átt að gefa
mér lengri tima til að fuHgera
verkið, mér finnst nú, að því
sé í mörgu áfátt.
— Hverjir voru helztu
ferðafélagar þínir um Ódáða-
hraun?
— Framan af þeir Stefán
Gunnbjörn Egilsson og Eð-
varð Sigurgeirsson og siðar
Jón Sigurgeirsson frá Hellu-
vaði. Einnig var dr. Trausti
Einarsson með í nokkrum ferð
um. Ferðirnar voru yfirleitt
mjög erfiðar, við urðum oftast
að bera allt okkar hafurtask
á bakinu, bæði tjöld, nesti og
annan útbúnað, en alltaf
skildu þær eftir góðar endur-
minningar oig veittu mér hvíld
og svölun.
•— Hvaða ferð er þér minn-
isstæðust?
— Ég held ferðin, sem við
Eðvarð, Þórarinn Björnsson,
Kristján Eldjárn og Kristján
Karlsson fórum til að grafa
upp rústirnar í Hvannalind-
um. Við Eðvarð héldum svo
áfram suður í Kverkfjöll, með
an hínir unnu að uppgreftrin-
um, gengum á fjöllin og virt-
um fyrir okkur þann undra-
heim, sem þar er að sjá. Það
er stórkostlegt ævintýri að sjá
allan þennan jarðhita í ná-
býli við jökulinn og öll þau
umbrot og merki um umbrot,
sem þarna hafa orðið. Ég
gleymi heldur aldrei, þeigar ég
sá í fyrsta sinn inn í Öskju,
það var ægifögur sýn. Mörg
atriði í sambandi við Öskju
eru mér líka ofarlega í huga,
þó ekki væri nema Öskjugosið
síðasta.
— Hvað hefur hrifið þig
mest á öræfunum?
— Ég held, að það sé kyrrð-
in, þögnin og fjarlægðin frá
ölíum skarkala og „menningu".
Það er unaðslagt að vera úr
seilingu við útvarp, blöð, síma
og umferðargný, aðeins að
reika frjáls og óháður um ó-
snortin víðernin. Það er stór-
kostlegt andleg hvíld þrátt fyr
ir mikla líkamlega þreytu, og
öræfin hafa tvímælalaust veitt
mér bezta andlega hvíld. Mað-
ur lifir líka lengi á eftir á end-
urminningunni. Ferðirnar
hafa bara yfirleitt verið of
strangar og ekki verið nægur
tími til að fara haagt yfir og '
njóta þeirra. Menn hafa senni-
lega mesta ánægju af þeim
viðfangsefnum, sem þeir
kunna að þrengja og tak-
marka. — Nú, svo hef ég alltaf
haft gaman af jarðfræði og að
lesa jarðsögu úr jarðmyndun-
um. Sérstaklega hef ég verið
áhugasamur um eldfjallafræði
en óvíða er betra að stúdera
hana en á þessu svæðL
— Finnst þér ekki merki-
legt, að miðhálendið skuli
hafa verið mönnum óþekkt
land að mestu fram á síðustu
áratugi?
— Víst má sagja svo, en þó
er þetta mjög skiljanlegt. fs-
lendingar höfðu lengst af öðr-
um hnöppum að hneppa en
leggj a stund á lystitúra upp
um fjöll og firnindi, baráttan
fyrir daglegu brauði og lífs-
afkomunni leyfði slíkt ekki.
Menn ferðuðust ekki í næstu
sókn nema af nauðsyn. Fjár-
leitir fóru fram á takmörkuð-
um svæðum, þar sem menn
vissu um haga og ógerningur
hefði verið að þaulleita allt
það flæmi, sem óbyiggðirnar
ná yfir. Svo voru menn hrædd
ir við útilegumenn fram á
síðustu áratugi 19. aldar og
viku ógjarna út af föstum leit-
arslqðum,jafnvel þótt heimt-
ur væru lélegar. En fé gat
víða flækzt, og þurfti ekki að
vera af völdum útilegumanna,
þótt það fyndist ekki. Ég hef
fundið merki um sauðkindur
á ólíklegustu stöðum. Það er
t.d. ekki langt síðan Bárðdæl-
ingar fóru að ganga Nýjadal
eða öðru nafni Jökuldal í
Tunignafellsjökli.
— Svo skrifaðir þú um
skriðuföll og snjóflóð?
— Já, ég var einu sinni
byrjaður að safna efni um
skaðaveður, en tíndi jafnframt
saman það, sem ég rakst á um
skriður og snjóflóð. Ég sá
fljótt, að efnið var alltof stórt
og fleiri ástæður lágu til þess,
að ég einskorðaði mig við hið
Framhald á bls. 17