Morgunblaðið - 24.03.1965, Page 14
14
MOHCUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 24. marz 1965
Skúli Hfartarson
—■ IViinning
Fæddur 3. janúar 1945.
Dáinn 11. íebrúar 1965.
SKJÓTT hefur sól brugðið sumri!
Svo fannst mér að minnsta
kosti, begar ég frétti andlát þitt,
kæri vinur. Eig minnist bjartra
sólskinsdaga, sem við höfum átt
saman, ekki sízt ijúfu samveru-
stundanna í skólanum okkar. I>á
var svo margt, sem hreif hugann
og varpaði Ijósi á draum fram-
tíðarinnar. í>ú varst drengur,
göfgi þinna vona gerði lífið fag-
urt og umhverfið hiýtt. Hugur
þinn var mótaður lífsgleði og
Igöfugum framtíðaráformum. I>ú
varst ávallt reiðubúinn að rétta
hjálparhönd, hverjum sem á
þurfti að halda. Allir félagar
þínir treystu þér og dáðu þig.
Þegar skólanum lauk, skildust
leiðir. en alltaf héizt vinátta okk-
ar. í>að var eins og öilum áhyggj-
um létti af mér, þegar fundum
okkar bar saman. Þú varst dásam-
legur féiagi. Minning þín iifir
ætíð, björt og fögur, meðal
þeirra, sem eitthvað kynntust
þér.
Sól þinnar æfi er sigin.
Sárt kveður strengur, klökkvi
sker hjartað.
Hvert sem bátinn minn ber,
báran flytur að mér,
þó brotni boðar við sker,
beztu kveður frá þér.
Friðrik Pálsson.
SKÚLI HJARTARSON
frá Hvammstanga.
KVEÐJA
Að bíða, á vonlausri vöku,
— vaka, í hyldjúpum ótta,
og vita, að biðin er vonlaust fálm,
vissa, á gagnslausum flótta,
— að vona, að vinurinn bjargist
en vita, að það er tál.
sú bið gleymist aidrei á lífsins
leiðum
en logar sem harmsins bál.
— Minningar vaka á vöku
og verma á harmsins nóttu,
og birta Ijómar um lífs þins dag
sem Ijós frá heiðríkri óttu.
Vinarhönd vermir til hjarta
þótt verði hún dauðaköld,
sá ylur treinist til æviloka
þótt ytra sé kuldinn við völd.
Hljóð ég hiusta og vaki
og heyri róminn þinn bjarta,
©g vinarhöndin er vermdi svo
hlýtt
er vafin að minu hjarta.
Ég rétti þér hönd yfir hafið
með hjartans þökk fyrir allt.
— Minning skal vemduð um
vininn bezta
þótt veturinn andi kalt.
Vinur.
Útför móður minnar
MARÍU DÓRU EGILSON
verður gerð frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 25. þessa
mánaðar kl. 2 e.h.
Þórarinn Friðjónsson.
Móðursystir mín
JAKOBÍNA JÓHANNA JÓELSDÓTTIR
sem andaðist í sjúkrahúsi Keflavikur 20. marz verður
jörðuð, föstudaginn 26. marz kl. 2 e.h. frá Keflavíkur-
kirkju. — Blóm vinsamlegast afþökkuð. Ef einhver
vildi minnast hennar er þeim bent á systrafélagið Alfa
Keflavík.
Ólafur Ingimundarson.
Hjartanlegar þakkir vil ég senda til allra, er auðsýndu
okkur samúð og vinsemd við fráfall mannsins míns,
NÍELSAR RASMUSSEN
skósmiðs.
Hannes Rasmussen.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
GUÐRÚNAR DANÍELSDÓTTUR
Melrakkadal.
Johann Meldal,
Hólmfríður Jóhannsdóttir,
Ásgeir Jóhannsson.
Innilega þökkum við öllum þeim sem sýndu okkur
samúð og vináttu við andlát og jarðarför föður okkar,
tengdaföður og afa
KRISTJÁNS EIRÍKSSONAR
Borgarholtsbraut 34.
Sérstaklega þökkum við hjúkrunarliði Borgarspítalans.
Eiríkur Kristjánsson,
Björn Kristjánsson,
Guðlaug Kristjánsdóttir,
Sigurbjörg Kristjánsdóttir,
Margrét Kristjánsdóttir.
AKID
S JÁLF
nVjum BlL
l\lmcnna
bifreiðaleigan bf.
Klapparstig 40. — Simi 13776.
*
KEFLAVÍK
Hringbraut 10S. — Sími 1513.
*
AKRANES
Suðurgata 64. — Simi 1170
LITLA
bifreiðnleigan
Ingólfsstræti 11.
VW 1500 - Volkswagen 1200
Sími 14970
« O V A i
töldu
búði ngarni’
eru
b ragðgóðir
og
handhceglr
2. umferð lokið ■ borg-
arstiómarkosningum
í Frakklandi
París, 22. marz. AP—NTB.
LOKIÐ er í Frakklandi annarri
umferð borga- bæja- og sveitar-
stjórnarkosninga og þykir sýnt
að ekkert hafi þar gerzt stórvægi
legt og litlu skakki um hlutföll
flokka frá því sem áður var.
Athygli vakti endurkjör Gast-
on Deferre, borgarstjóra í Mar-
seille, enda var kosningahríðin
hörð þar í borg og Deferre átti
við að etja bæði gaullista og
kommúnista. Unnu Deferre og
stuðningsmenn hans sæti af and-
ER ELZTA
REYNDASTA
OC ÓDÝRASTA
bílaleigan í Reykjavík.
Sími 22-0-22
^ BÍLALEIGAN BILLINN1 ■ RENT-AN - ICECAR W SÍMI 18 83 3 j
K BILALEIGAN BÍLLINn" ■ RENT-AN - ICECAR “ SÍMI 188 3 3 j
K BÍLALEIGAN bLlLINN' ■ RENT-AN - ICECAR " SÍMI 1883 3 j
stæðingunum og hafa nú 41 mann
í borgarstjórninni en höfðu 34
áður. Kommúnistar og sósialistar
ráða 22 sætum í Marseille.
Þá vakti það og nokkra at-
hygii, að gauliistar fengu ekki
hreinan meirihluta í borgarstjórn
inni í París, eins og margir höfðu
spáð. Hlutu þeir 39 sæti af 90,
en samsteypa kommúnista og
sósíalista 38 miðflokkarnir 13. Þá
misstu gaullistar einnig borgar-
stjóraembættin í Grenoble og Le-
mans.
Kommúnistar unnu töluvert á
í kosningunum og féilu í þeirra
hlut m.a. embætti borgarstjóra
í níu borgum með yfir 30.000
íbúa, þar á meðal LeHavre.
Talsmaður gauilista, Jaques
Baumel, sagði í nótt að gaullist-
ar stæðu eiginlega jafnt að vígl
nú og fyrir kosningar. „Við töp-
uðum meirihluta okkar í fjórum
borgum (Grenoble, Levallois-
Perret, LeMans og Colombes) en
fengum aftur meirihluta í fjórum
borgum öðrum (Poitiers, Chalons
-sur-Marne, Cholet og Creteil),
sagði Baumel.
Tveir ráðherrar af sextán sem
í framboði voru við kosningarn-
ar, þeir Maurice Herzog, íþrótta-
málaráðherra og Jean Sainteny,
eftirlaunamálaráðherra, féllu f
sínum kjördæmum.
Roger Frey, innanríkisráðherra
sagði að kosningamar hefðu sýnt
í verki öryggi og festu í stjórnar
kerfinu.
Gaston Deferre, sem kosinn
var aftur í embætti borgarstjóra
í Marseille til næstu sex ára, hélt
því þó fram að kosningarnar
hefðu verið mikill ósigur fyrir
„sögulega persónu", þ.e. De
Gaulle. Sjálfur er Deferre talinn
standa nú nokkuð vel að vígi
gagnvart forsetakosningunum,
sem fram eiga að fara í Frakk-
landi í desember í ár, ef De
Gaulle verður ekki í framboði
sjálfur, heldur einhver flokks-
manna hans, t.d. G-eorges Pompi-
dou, forsætisráðherra.
GOLFLISTAOFNAR
ÚDVRARI OG TAKA MINNA PLÁSS. LEITIÐ UPPLVSINGA.
BUKKSMIOJAN GF?ETTIF? BRAUTARHOLTF 24 SÍMi:i2406