Morgunblaðið - 24.03.1965, Síða 16

Morgunblaðið - 24.03.1965, Síða 16
16 MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 24 marz 1965 — Um héraðsmál Framh. af bls. 13. lagði einnig af mörkum hálfa milljón króna í sama skyni. Þá lýstu sýslunefndir beggja sýslnanna stuðningi við þau á- form að stækka og endurbæta sjúkrahúsið á Akranesi, hétu stuðningi um útvegun lánsfjár til greiðslu byggingarkostnaðar og tóku á fjárhagsáætlun sýslusjóðs fyrstu framlög til sjúkrahús byggingarinnar. Er í kjölfar þessa gert ráð fyrir að með samn ingi verði héraðsbúum tryggður sami réttur til sjúkrahúsdvalar og Akurnesingar njóta þar nú. Vöxtur og viðgangur sjúkrahúss- ins á Akranesi hefur að sjálf- sögðu fyrst og fremst þýðingu fyrir Borgarfjarðarhérað, en það hefur líka þýðingu á víðtækari grundvelli, því það léttir á að sókninni að sjúkrahúsunum Reykjavík og er sannarlega ekki vanþörf á því. Geta má þess að þriðjungur allra sjúklinga, sem innritaðir voru í sjúkrahúsið á Akranesi, voru úr Mýra- og Borgarfjarðarsýslum. Stofnkostnaður sjúkrahúsa og viðhaldskostnaður þeirra er mjög mikill og ljóst er að hin dýrustu rannsóknar- og lækninga tæki verða tæplega keypt nema til meiriháttar sjúkrahúsa. Það er því mjög þýðingarmikið að slík sjúkrahús séu staðsett af mikilli kostgæfni. Hér í Borgar- nesi er eigi um það að ræða að kóma upp sjúkrahúsi, enda leys- ir sjúkrahúsið á Akranesi vand- ann. Hins vegar er sýnilegt að mik- il þöjrf væri á því að stofnsetja hér dvalarheimili fyrir aldrað fólk og mætti þá hugsa sér að hafa slysavarðstofu í þeirri stofn un. Það er nauðsynlegt að geta veitt fólki, sem slasast fyrstu að- hlynningu við sæmilegar aðstæð- ur, hér í Borgarnesi, ekki sízt vegna þess að umferðin í hér- aðinu fer stöðugt vaxandi og er raunar óvíða meiri í sveitum. Slys bera að höndum og óverj- andi er að stefna ekki að því að auka öryggi þeirra, sem fyrir þeim kunna að verða. Vísindarannsókn — grundvöliur hagnýtingar jarðhita. Á síðastliðnu ári voru sam- þykktar í báðum sýslunefndun- um tillaga um að verja nokkr- um fjármunum í því skyni að láta fara fram almenna jarðfræði lega grundvallarrannsóknir í hér aðinu í því skyni að kanna á hvaða svæðum væri helzt að vænta jarðhita. Það er ljóst mál að það yrði um það er lýkur tvímælalaust kostnaðarmeira að leita jarðhitans með óskipulögð- um einstökum borunum hér og þar. Slík happa og glappaaðferð er ekki samrýmanleg nútíma vinnubrögðum og er sjálfsagt að reyna að byggja á vísindalegum vinnuaðferðum og þekkingu, enda höfum við í landinu hæfa menn, sem geta leyst slíkar rann- sóknir af höndum. í kjölfar þessara almennu vís- indalegu rannsókna fylgja svo sérstakar, staðbundnar rannsókn- ir, sem hafa beint hagnýtt gildi. Við fengum Jón Jónsson jarð- fræðing til þess að skipuleggja starfið fyrir sýslunefndirnar á slíkum grundvelli. Fengust tveir ungir jarðfræðingar til þess að vinna verkið, þeir Kristján Sæ- mundsson og Sigurður Lúðvíks- son. Dvöldu þeir hér í héraðinu í sumar og fram á haust. Er þess vænst að þeir hefji starfið á ný í vor. Starf sitt framkvæma þeir þannig að gera jarðhitakort af svæðinu, þar sem reynt er að skýra í stórum dráttum jarð- fræðilega byggingu þess. Halli berglaganna er kannaður svo og misgengi þeirra. Kortlagðir eru gangar svo og sá jarðhiti, sem þekktur er. Það verður án efa heillavæn- legast að fara þannig að. Vissu- lega er skiljanlegt að menn vilji sjá árangurinn strax og séu óþol- inmóðir að bíða hagnýtrar upp- skeru af þessu starfi. En það verður að hafa í huga að vís- indarannsóknir koma einmitt í veg fyrir sóun tíma og fjár- muna — auk vonbrigðanna, sem oft fylgja óskipulögðum vinnu- brögðum. Borgarfjörður er eitt mésta og sennilega bezt setta jarðhita- svæði landsins. Það er á miðju péttbýlu landbúnaðarsvæði. — Svæðið er vatnshverasvæði, en sá jarðhiti er talinn hagkvæm- ari til upphitunar gróðurhúsa, en jarðhiti á gufuhverasvæðum. Vatnið inniheldur minna af ýms- um efnum, svo sem brennisteini og öðrum tærandi efnum. Það er augljóst að skilyrði fyr- ir aukinni hagsæld í héraðinu og landinu í heild, er fyrst og fremst aukin framleiðsla og fjöl- breyttari framleiðsla. Lausnin á vandanum, sem svo mjög er tal- að um, jafnvægi í byggð lands- ins, er éinmitt fólgin í því. Við eigum að stefna að því að losa okkur úr þeim viðjum, að eiga allt undir veðri og afla. Hagnýt- ing jarðhitans er án nokkurs vafa eitt af því, sem getur greitt fyr- ir okkur. Jarðhitann má nota til iðnaðar og landbúnaðar. Hjá okk ur í Borgarfirði er sennilegt að jarðhitinn verði eðli málsins sam kvæmt bezt hagnýttur til land- búnaðar, þ.e. til ræktunar nytja- jurta og þarf að auka fjölbreytni í þeirri framleiðslu — svo og til upphitunar híbýla. Væri mjög æskilegt ef ríkið ætti forgöngu um að koma upp tilraunastöð í gróðurhúsarækt, þar sem m.a. væri lögð áherzla á að gera tilraunir með rætkun tegunda, sem hér hafa ekki áð- ur þekkzt, svo og að kynbæta þær tegundir, sem við ræktum og finna hvað bezt hentar við ræktun þeirra. Þá væri í .sam- bandi við slíka tilraunastöð æski legt að rannsaka hvaða gerð gróðurhúsa hentar okkur bezt, bæði byggingarefni, stærð og lögun og annað það, seíh gróð- urhúsasmíði varðar. Er þessu hér með komið á framfæri við viðkomandi aðila. Með auknum jarðhita er unnt að framleiða meira magn græn- metis á fleiri stöðum en áður var. Markaður fer væntanlega vaxandi með auknum mann- fjölda og vegna baráttu ýmissa félagssamtaka og heilsugæzlu. Við eigum að beita tækni og þekkingu til þess að efla og auka framleiðsluna. í þessu tilfellí er stefnt að því að auka þekkingu okkar á andlagi tækninnar — landinu sjálfu — auðævum þess og hvernig bezt verði til þeirra náð. Vonandi verður unnt að halda þessu starfi áfram ög að fjárskortur hindri ekki fram- hald þess. Löggæzla og stjórn héraðsmála Á síðastliðnu ári voru lög- reglumál héraðsins tekin til end- urskoðunar. Aukin umferð um þjóðvegina, ferðamannastraum- ur, aukið samkomuhald og fjölg- un íbúa í Borgarnesi hefur í för með sér þörf á aukinni lög- gæzlu. Samkvæmt samningi, sem gerður var með sýslunefnd- um, hreppsnefnd Borgarness og ríkissjóði, voru ráðnir tveir fast- ir lögreglumenn, en fyrir voru níu héraðslögreglumenn, sem sinna löggæzlu sem aukastörf- um, og greiða fyrrgreindir aðil- Barna'jósmynda- stofan GRETTISGÖTU 2. Barnamyndatökur allan daginn. Prufur tilbúnar næsta dag. Myndatökur þarf að panta. — Sími 15905. — Bezt oð auglýsa í Morgunblaðinu - Kláffoss ar kostnaðinn skv. ákvæðum nýju laganna um lögreglumenn. En jafnframt var lagt niður starf tollvarðar og annast lögreglan síðan tollgæzlu hér við Borgar- neshöfn. Þá var og fangahúsið í Borgarnesi lagfært og var þar komið upp lögregluvarðstofu. Það sýndi sig snemma á sumr- inu að ekki hafði verið vanþörf á aukinni löggæzlu, er nokkrar róstur urðu á Hreðavatni og var það meðal fyrstu verkefna hinn- ar nýstofnuðu lögreglu að ann- ast þar, ásamt aðkomnum lög- reglumönnum, eftirlit og björg- unarstörf. Þá hefur skrifstofa Mýra- og Borgarfjarðarsýslu í Borgarnesi fengið aukið húsnæði til afnota. Var tekið á leigu húsnæði við Skúlagötu, neðri hæð í nýju húsi. Voru þar innréttaðar vistlegar skrifstofur og er þar nú betri aðstaða fyrir almenning, sem er- indi á í skrifstofuna, auk þess sem vinnuaðstaða er að sjálf- sögðu betrí fyrir starfsmenn sýsluskrifstofunnar. Æskulýðsmál Nú eru liðin tvö ár frá því að sýslunefndirnar skipuðu sér- staka æskulýðsnefnd fyrir hérað- ið. Upphaf þess máls var ófremd- arástand það, sem orðið var á öllu skemmtanahaldi í héraðinu, svo og vöntun á jákvæðu skipu- lögðu æskulýðsstarfi. Algengt var að æskufólk, þar á meðal fjöldi unglinga á 14—16 ára aldri, hóp- aðist á dansskémmtanir, sem fóru vægast sagt miður vel fram og óþarft er að fjölyrða frekar um nú. Voru menn sammála um að orðskviðir og umvandanir leystu ekki vandann, heldur væri jákvætt starf líklegra til árang- urs. Var síðan ákveðin hér í lög- sagnarumdæminu vegabréfa- skylda unglinga og síðan gefin út í skrifstofu sýslunnar vega- bréf með mynd af handhafa á- samt helztu upplýsingum um hann. Telja verður að lögreglu- stjórum sé óhætt að neyta þeirra úrræða að fara þannig að, m.a. með 'hliðsjón af reglugerð frá 1942. Hins vegar mun nú í ráði að gefa út sérstök lög um þetta efni og er það auðvitað til bóta. Unglingum innan 16 ára aldurs var síðan bönnuð þátttaka í al- mennum danssamkomum í her- aðinu. Æskulýðsnefndin var þó þeirr ar skoðunar að ekki dygði það eitt að ætla að leysa vandann með banni einu saman. Hafa verður í huga þau sannindi að heilbrigðum æskumanni er blátt áfram eðlilegt að vilja skemmta sér með öðrum unglingum. Ef þeim var úthýst af almennum skemmtunum, áttu þau eigi neinna kosta völ í þeim efnum hér i strjálbýlinu. Var því ákveð- ið að æskulýðsnefnd héraðsins ætti frumkvæði að starfsemi fyr- ir æskufólk, sem beindist að því að gefa þeim kost á hæfilegum skemmtunum og örðum viðfangs efnum, sem hefðu þroskandi gildi. Þeirri starfsemi æskulýðs- nefndarinnar hefur síðan verið vel tekið og hafa bæði foreldrar og forráðamenn skólanna í hér- aðinu og annars staðár stutt þá starfsémi. Eru undirtektimar æskulýðsnefndinni vissulega til hvatningar: Hitt skipti þó mestu máli, að æskufólkið sjálft hefut* tekið þessum tilraunum fegin- samlega og drengilega virt þær leikreglur, sem settar hafa verið. Þessi æskulýðsstarfsemi hefur því nýlega verið aukin og voru á vegum nefndarinnar stofnaðir námsflokkar, þar sem kennd eru erlend tungumál. Starfsemi náms flokka æskulýðsnefndarinnar fer fram í Borgarnesi og kennari er séra Leó Júlíusson á Borg. Þátt- taka hefur verið talsverð. Fyrir tveim vikum var svo haldinn hér í Borgarnesi sam- eiginlegur fundur æskulýðsnefnd ar, hinnar nýstofnuðu fræðslu- ig menningarmálanefndar, for- ráðamanna skólanna og annara forystumanna í héraðinu. Var þar stofnað tónlistarfélag fyrir Borg- arfjarðarhérað, en hlutverk þes3 verður m.a. að vinna að því að koma hér upp tónlistarskóla og fá hingað listamenn og hljóm- sveitir til tónlistarhalds. Æskulýðsnefndin hefur nýlega ákveðið að beita sér fyrir nýj- ung í æskulýðsstarfsemi. Hefur hún hafið undirbúning að vísi að tæknifræðslú ' fyrir starfandi bændur og bændasyni og aðra þá, sem hug hafa á því að kynna sér í frístundúm gerð, rekstur og viðhald bifreiða, dráttarvéla og annarra landbúnaðarvéla. Fyrsta námskeiðið er fyrirhugað í vor og verður þar m.a. kennt um þau atriði er lúta að rafkerfi fjór gengisvéla. Verður leitað sam- vinnu við innflytjendur dráttar- véla og bifreiða, svo og verður óskað leiðbeiningar skólastjóra bændaskólans á Hvanneyri og annarra skólamanna um fram- kvæmd námsskeiðsins. Á næsta ári er svo fyrirhugað að efna til annars námsskeiðs, þar sem fjallað verður um aðra þætti fjórgengisvéla og þannig koll af kolli unz farið hefur ver- ið yfir helztu atriði, er varða vél- arnar. Slík námskeið gætu haft talsvert gildi. Það er hyggilegt í sjálfu sér að menn kynntust bygg ingu þessara dýru véla, noti þær rétt og læri að lagfæra og end- urnýja þær. Getur það bæði spar að mönnum talsverð bein útgjöld, en hitt vegur ekki minna að slík aukin þekking á vélunum leiðir til betri hagnýtingar og rheðferð- ar þeirra og því drýgri ending- ar. Það skiptir miklu máli, því þessi tæki eru vissulega dýr í innkaupi. Eign héraðsbúa í slíkum tækj- um skiptir hundruðum milljóna króna að verðmæti og sjá menn, ef þetta er hugleitt, að hér er í rauninni um stórfellt hagsmuna- mál að ræða fyrir þá og má þá nærri geta hverju máli það skipt- ir fyrir þjóðina í heild, að hag- nýta vel vélakost sinn og bif- reiðar. Önnur menntamál. Lokið er smíði viðbótarbygg- ingar við húsmæðraskólann að Varmalandi. Kostnaður við smíð ina varð um fjórar og hálf millj. kr. Hafa sýslusjóðir greitt um 625 þús. kr. af kostnaðinum og lagt fram úr Sparisjóði Mýra- sýslu kr. 700 þús. í lán til bygg- ingarinnar. Sparisjóðurinn á Akranesi lánaði kr. 300 þús. kr. Framlag ríkissjóðs hefur num ið kr. 1,9 millj. Mismunurinn stendur í víxil- og verzlunar- skuldum. Verður tilkoma við- byggingarinnar til mikils hag- i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.