Morgunblaðið - 24.03.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.03.1965, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 24. marz 1965 MORGUNBLAÐIÐ 17 ræðis fyrir skólann. Verður bæði unnt að taka við fleiri nemend- um en áður og veita þeim betri aðbúnað og aðstöðu til náms og 6tarfs. Húsbúnaður er þar í senn fagur og hóflegur, en ásamt aukn um kennslutækjum til verknáms, léttir það skólastjóra og kennur- um að veita nemendum fræðslu og aukinn þroska. Brýn nauðsyn er á því að koma upp hæfilegu bókasafni við skólann. Reynt verður að bæta úr í þeim efnum á næstunni. Skólinn er fullsetinn og fjöldi meyja varð frá að hverfa. Ein- ungis fáar námsmeyjanna eru þó héðan úr héraðinu, enda þótt sýslusjóðirnir greiði hluta stofn- og rekstrarkostnaðarins á móti ríkinu. Þess má minnast að fyr- ir forgöngu ríkisstjórnarinnar voru í hitteðfyrra samþykkt lög, sem breyta rekstrargrundvelli héraðsskólanna, þannig að fram- vegis greiðir ríkissjóður einn allan kostnað af héraðsskólun- um og var þá útgjöldum vegna héraðsskólans í Reykholti létt af sýslusjóðunum. Segja má að for- sendur þess að rikissjóður taki einn við stofn- og rekstrarkostn- aði húsmæðraskóla í sveitum séu svipaðar og var um héraðsskól- ana. Sýslunefndirnar hafa því einróma skorað á stjórnarvöldin að þau beittu sér fyrir því að ríkissjóður tæki við þeim rekstri að fullu. Eru þau tilmæli byggð á því hve greiðslugeta sýslusjóð- anna er lítil. í þessu sambandi má minnast þess að upp á síðkastið hefur talsvert verið rætt um skólamál dreifbýlisins og réttilega á það bent að fræðsluskyldan til 15 ára aldurs er ekki enn komin til framkvæmda í sveitunum og að skólatími barnanna þar sé um helmingi skemmri en í þéttbýli. Hins vegar hefur því þráfaldlega verið haldið fram að þetta stafi einvörðungu af framtaksleysi stjórnarvaldanna. Þar er ekki rétt frá skýrt. Hið sanna er það að frumkvæðið í þessum efnum er lögum samkvæmt hjá sveitar- félögunum sjálfum, skólanefnd- um og fræðsluráðum. Ber þeim því sem fyrst að kanna hvað unnt er að gera til úrbóta, í sam- vinnu við stjórnarvöldin, til þess að lagfært verði það sem á brest- ur að þessari þýðingarmiklu þjónustu við æskuna og þjóðfé- lagið verði komið í betra horf. Eins og endranær er vandinn í því efni einkum sá að ráða fram úr fjárhagshlið málsins. Sum sveitarfélög, og raunar sýslufélög, eru svo fámenn og hafa svo takmarkaðar tekjuöfl- unarleiðir, að þeim verður næsta torvelt að ráða við kostnaðinn, sem óhjákvæmilegum umbótum í skólamálum sveitanna fylgir og þarf einmitt að huga að því hvernig úr þeim efnum væri unnt að greiða. * Söfnin. Nú er orðin brýn nauðsyn á því að leysa úr húsnæðisþörf héraðsbókasafns, héraðsskjala- safns og byggðasafns Borgarfjarð ar. Nýlega var haldinn í Borgar- nesi fundur áhugamanna um þessi söfn og voru fundarmenn sammála um það að sem fyrst þyrfti að ákveða með hvaða hætti skyldi leyst úr þessum vanda. Sem stendur er tveim safnanna komið fyrir í húsi Kaup félags Borgfirðinga, en ljóst er að sú ráðstöfun er einungis til bráðabirgða. Má hugsa sér ýms- ar leiðir í þessu efni. Kæmi t.d. til greina að byggja byggðasafn- ið á landnámsjörðinni á Borg á Mýrum, en hin söfnin fengju hús næði saman í byggingu í Borgar- nesi. Einnig gæti komið til greina að byggja í Borgarnesi eins konar héraðshús, Borgar- fjarðarhús, sem hýsti öll söfnin, auk þess sem það yrði skrifstofa þeirra opinberu stofnana, sem að setur hafa í Borgarnesi, svo t.d. sem sýsluskrifastofu, skrifstofu vegagerðar og skrifstofu Borgar ness. Þá væri einnig unnt að leysa málið með því áð byggja ein- vörðungu safnhús í Borgarnesi. Allar leiðir þarf að kanna gaum- gæfilega áður en ákvörðun verð- ur tekin, en forysta og loka- ákvörðun í þessu efni er í hönd- um sýslunefndanna, sbr. t.d. ákvæði laga um almennings- bókasöfn, en skv. þeim lögum ber sýslunefndum að leggja hér- aðsbókasafni til húsnæði. Þetta mál mun væntanlega sæta ákvörðun næsta reglulegs sýslu- fundar, á vori komanda. Samgöngur — þ.á.m. fyrir Hvalfjörð. Vegir um héraðið eru nú, eftir að nýju vegalögin voru sett í fyrra, tvennskonar, þjóðvegir og sýsluvegir. Samkvæmt lögunum ber að staðfesta sérstakar sam- þykktir fyrir sýsluvegasjóðina og gerðu sýslunefndirnar frum- vörp að þeim á síðustu fundum þeirra, viðkomandi ráðuneyti til staðfestingar. Var þá og í fyrsta sinn úthlut- að fé úr sýsluvegasjóðum beggja sýslnanna. Veitt var samtals 1,1 millj. kr. til sýsluvega. Þessu takmarkaða fé var skipt á 30 vegi og tvær brýr, á Kaldagil í Lundarreykjadal og Grjótá í Hraunhreppi. Eru það nú ekki margir bæir í héraðinu, sem ekki er akfært að, en reynt verður eftir megni að koma þeim bæjum í akvegasamband, því segja má að tæpast sé búandi á þeim býl- um, sem ekki eru í vegasam- bandi. Vissulega væri gott að hafa meira fé milli handa í þessu skyni, en bót er þó að hinum nýju reglum um vegagerð og eiga þeir þakkir fyrir, sem að um- bótunum standa. Miklar umræður hafa orðið að undanförnu í blöðunum um hvernig bezt verði leyst úr sam- göngum fyrir Hvalfjörð. Slíkar umræður eru þó engin nýjung fyrir fólk hér um slóðir. Mönn- um er ljóst að bættar samgöng- ur milli Borgarfjarðarhéraðs og þéttbýlisins við botn Faxaflóa, er eitt mesta hagsmunamál hér- aðsins, auk þess sem fjöldi ann- arra landsmanna á þar mikið í húfi. Ef unnt er að stytta tímann sem í þá ferð fer og gera leiðina greiðfærari, þýðir það m.a. tíma- sparnað, sem mestu máli skiptir, einnig sparnað á fjármunum vegna minni eldsneytiseyðslu og minnkandi slits og viðhalds á far artækjum. f kjölfar slíkra sam- göngubóta myndi verðgildi fast- eigna í héraðinu einnig hækka, en verðlag varnings lækka vegna minni flutningskostnaðar. Þétt- býlisfólki væri og tryggðar nýrri og betri landbúnaðarafurðir. Þá myndi margt annað vinnast beint og óbeint. Sú örfun samgangna, sem yrði milli þéttbýlis og dreif- býlis, myndi hafa í för með sér aukin viðskipti og nánari kynni, báðum til hags, bæði menning- arlega og á sviði atvinnu- og framleiðsluhátta. Hér yrði um almenna, stórvægilega hagsbót að ræða, sem myndi með marg- víslegu móti auka hagsæld fólks og í reynd auka jafnvægi í byggð inni. Það þarf ekki blöðum um það að fletta að fræðileg rannsókn, tæknileg og fjárhagsleg, verður að lokum tvímælalaust að skera úr um hvaða aðferð eigi að hafa við lausn vandans um að stytta leiðina fyrir Hvalfjörð. Það vakti því nokkra undrun að Alþingi skyldi samþykkja að verja fjármunum úr ríkissjóði til þess eins að kanna aðstæður og kostnað við að koma á ferjuþjón- ustu yfir Hvalfjörð. Sýnist mörg- um að réttara hefði verið að verja þessu fé til þess að rann- saka almennt hvernig hagkvæm- ast væri að greiða fyrir bættum samgöngum fyrir — eða yfir Hvalfjörð. Samkvæmt samþykkt inni virðist ætlunin að rannsaka einungis eina af hugsanlegum leiðum í þessu efni, þ.e. ferju- leiðina, en ekki aðrar leiðir. Slíkt virðist hæpið og er unnt að færa fram gild rök fyrir því að önn- ur lausn á þessum vanda komi eigi síður til greina og margir telja raunar farsælli lausn. Það ætti auðvitað ekki að þurfa um það að deila að þægilegasta lausn þessa vanda fyrir þá, sem nota þessa samgönguleið, væri sú að byggja brú á Hvalfjörð sjálfan. En sennilega er það okkur of- viða, enn sem komið er. Ef sam- göngur vaxa áfram með sama hraða næstu árin, sem þær hafa vaxið að undanförnu, er þó hugs- anlegt að réttlætanlegt væri að byggja slíka brú. Hugmyndin um ferju á Hval- fjörð var, að því er ég bezt veit, fyrst borin fram af Jóhanni Þ. Jósefssyni alþm. Pétur Ottesen, þá þingmaður Borgfirðinga, studdi hugmyndina á þeim grund velli, að ekki væri sýnileg önn- ur lausn á því að bæta stórlega samgöngur fyrir Hvalfjörð. Stór- virk vegagerðartæki voru þá lítt komin til sögunnar og umferðin fyrir Hvalfjörð var eigi nema brot af því sem nú er. Síðan hafa forsendur breytzt. Nú er hafin gerð varanlegra vega í landinu og getur ekki verið nema tíma- spursmál hvenær ráðizt verður í auknar framkvæmdir í þeim efnum. Ingólfur Jónsson ráð- herra benti fyrir nokkru á það í útvarpsþætti að meginþjóðvegir sem gerðir yrðu úr varanlegu efni, yrðu væntanlega þrír: Veg- urinn Reykjavík — Suðurnes, Reykjavík — Suðurland og Reykjavi'k fyrir Hvalfjörð áleið- is norður í land. Það má færa gild rök fyrir því að æskileg vinnubrögð við þetta mál hefðu verið þau að fá sér- fræðinga í samgöngum almennt til þess að rannsaka það vanda- mál, hvernig ætti að bæta sam- göngur fyrir Hvalfjörð. Þeir hefðu síðan kannað málið, með jarðfræðilegum, haffræðilegum, veðurfræðilegum sérfræðingum, og hvað þeir nú allir heita og síðan að lokinni almennri rann- sókn sagt t.d.: við teljum bezt að setja ferju á Hvalfjörð. Þá var rétt að fá sérfræðinga í ferju- samgöngum í málið, en ekki fyrr. Það þarf að kanna aðrar leið- ir í þessum efnum. Fyrst þarf að athuga hvað brúargerð yfir fjörðinn kostar. Þegar rætt er um brú yfir Hvalfjörð er átt við þann stað innan við miðjan fjörð, þar sem skemmst er yfir hann. Óvíst er hvar bezta brúarstæðið er og er það einmitt eitt af því, sem rannsaka þarf. Vissulega skal haft í huga að eina skynsamlega lausnin er sú að láta almenna, fjárhagslega og tæknilega rannsókn skera úr um þetta stórvægilega mál. En svo margir hafa lagt til málanna, að ekki sakar að einhverju sé bætt við. Það hefur lengi verið ljóst að bættar samgöngur fyrir Hval- fjörð eru að líkindum eitt mesta hagsmunamál Borgfirðinga. Ég hef því lítið eitt kannað hug- myndina um lausn þess. Á árinu 1962 bað ég landskunnan verk- fræðing, Árna Snævarr, um álit hans á þessu máli. Hann íhugaði það um skeið og svaraði síðan á þá leið að hann gæti því mið- ur eigi látið uppi rökstudda álits- gerð um málið án ítarlegra rann- sókna, en kvaðst hinsvegar geta sér þess til að skynsamlegasta lausnin á þessum vanda væri að byggja varanlegan veg fyrir Hvalfjörð og brú, sem ekki yrði óviðráðanlegt mannvirki, yfir innstu ála Hvalfjarðar, sem styttu leiðina um 6—10 km., en tækju af verstu torfærur leiðar- innar. Mér finnst að ég sjái stöðugt nýjar röksemdir fyrir því að þetta muni vera farsselasta lausn- in á vandanum. En hvað um það, hér sker ekkert úr annað en kaldar rannsóknir. Þess er að vænta að allar leið- ir verði rannsakaðar. Annað væri gjörsamlega óverjandi. Því má svo bæta við, að það er næstum því ótrúlegt hvað jafn framfarasinnaðir menn og íslend ingar eru seinir að sjá lífsnauð- syn þess að bæta samgöngur á höfuð-samgönguleiðum okkar. Við erum ávallt reiðubúnir að setja stórfé í stórvirki — önnur en vegi. En í rauninni eru ná- kvæmlega sömu forsendur fyrir hendi að taka erlend stórlán í vegagerð, eins og eru um lán- tökur til raforkuframkvæmda, svo dæmi sé nefnt. Sparisjóður Mýrasýslu. Meðal eigna sýslusjóðs Mýra- sýslu er sparisjóðurinn hér. Er sýslunni og héraðsbúum almennt mikill hagur að þeirri stofnun, enda greiðir Sparisjóðurinn á ýmsan hátt fyrir framgangi hér- aðsmála. Rekstur sparisjóðsins hefur gengið með ágætum. I árs- lok 1964 var innstæða í spari- sjóðnum og á hlaupareikningi kr. 68,9 millj. kr. Aukning á ár- inu hafði orðið 11,5 millj. kr. eða um 20%. Til frekari glöggvunar á rekstri þessarar stofnunar má geta þess að viðskiptavelta á ár- inu 1964 varð kr. 459 millj. en hækkun á árinu varð 84 millj. kr. eða 22,3%. Heildartekjur árs- ins 1964 urðu um 6 millj. kr. og greiddir vextir á innstæður námu um 4 millj. kr. Innstæður í sparisjóðnum á undanförnum árum hafa verið svo sem hér greinir: 1958: 26,5 millj. kr. 1959: 30,0 — — 1960: 33,7 — — 1961: 39,5 — — 1962: 49,0 — — 1963: 57,4 — — 1964: 68,9 — — farið í það á næstunni að ákveða um framtíð rekstursins. Þess má geta, að svo sem margir vita ann- ast skipið jafnframt siglingu til Akraness og eru megintekjur þess að sjálfsögðu úr þeim ferð- um. Hugsanlegt væri að mynda víð tækari aðild að því að reka skip, hraðskreiðara og fullkomnara en það sem nú er í förum. Núver- andi útgerð leysir þann vanda tæplega, en með aukinni þátt- töku, auknu fjármagni, væri sennilega unnt að finna hag- kvæmari lausn á þessu máli." Það er allsstaðar í þjóðfélag- inu gerðar auknar kröfur um hraða og nákvæmni í áætlun. Um þetta mál verður fjallað á næsta aðalfundi útgerðarinnar. Fjárhagur héraðsins. Að lokum skal farið nokkrum orðum um fjárhag sýslnanna og eru tölur teknar fyrir þær sam- eiginlega. Skuldlaus eign á sveitarsjóðs- reikningum í sýslunum var á sl. ári kr. 17,9 millj., en eftirstöðvar í árslok voru kr. 3,9 millj. Skuld- laus eign sýslusjóða voru kr. 6.0 millj. kr. og sýndu báðir sjóðirnir nokkurn rekstrarhagn- að miðað við árslok 1963. Fyrir yfirstandandi ár voru tekjur sýslusjóða áætlaðar kr. 1.239.898, og eru tekjur sýsluvegasjóða þá eigi meðtaldar. Til menntamála var veitt um kr. 500.000,—, til atvinnumála kr. 220.000,—, til heilbrigðismála kr. 234.000,— og til ýmissa gjalda tæpl. 200.00,— kr. — Það er brýn nauðsyn á því að breyta lögum að því er varðar tekjuöflun sýslusjóðanna. Þeir hafa svo takmarkaðar tekjur að (aukning 13,2%) ( — 12,3%) ( — 16,9%) ( — 24,1%) ( — 17,2%) ( — 20,0%) Það sem einkum er athyglis- *> vert við rekstur og afkomu þessa sparisjóðs er sú staðreynd að rekstur hans byggist nær ein- vörðungu á viðskiptum við bænd ur og þá sem lifa af atvinnu sem tengd er landbúnaði. Hér í Borgarnesi er engin út- gerð. Akraborgin. Sýslurnar eiga mikinn hluta í Skailagrími h.f., sem rekur Akra- borgina. Hafa Borgfirðingar haldið uppi siglingum milli Borg arness og Reykjavíkur frá því síðari hluta 19. aldar og á sú út- gerð sér merka sögu. Ekki er vafi á því að í kjölfar þeirra samgöngubóta hefur hagur hér- aðsbúa batnað. Nú er svo komið að fólkið kýs ekki lengur að ferðast með þess- ari ferju. Það vill heldur aka fyrir Hvalfjörð. Farþegar hingað í Borgarnes voru einungis 1680 á sl. ári. Árið 1963 voru þeir 2726, 1962 3391, árið 1961 4380. Þá hefur sú breyting á orðið að Mjólkursamlag Borgfirðinga telur hentugra að flytja mjólkina til Reykjavíkur í geymis-bifreið- um og hefur útgerðin því einnig misst tekjur af þeim flutning- um. Stjórn skipsins hefur því fækk að ferðum milli Reykjavíkur og Borgarness um þrjár á viku. Nú er skipið í viðgerð og verður fram undir páska. Útlitið með þessa útgerð er dökkt og verður útilokað er að koma fram ýms- um brýnum framfaramálum sem héruðin varða. Þetta sér fólkið og þá lætur það stundum fé af hendi rakna með frjálsum fram- lögum, svo sem bezt sást er Borg firðingar söfnuðu um einni millj. kr. til sjúkrahússins á Akranesi. Þess er að vænta að Alþingi taki þessi mál til athugunar á næst- unni. Borgarnesi, 22. marz 1965 Ásgeir Pétursson. — Afmælisrabb Framhald af bls. 10 síðarnefnda. Ég hafði gaman af þessu efni, af því að það er jarðfræðilegt öðrum þræði. Ég hef haldið þessum athug- unum áfram, síðan rit mitt kom út, en á þrengra sviði, athugað helzt framhlaup, þ.e. stórskriður, sem orðið hafa eftir ísöld, en merki þeirra má víða sjá hér við Eyjafjörð, svo sem hólana í Öxnadal, Möðru- fellshraun, Víkurhólma hér út með firðinum að austan, Hvarf í Svarfaðardal og víðar. Ég stend upp, kveð þennan sjötuga elju- og fræðimann og óska honum þess á þessum merkisdegi, að hann megi jafn an finna og eiga þau áhuga- og viðfangsefni, sem veita hon um oig öðrum fróðleik og gleði. Sv. P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.