Morgunblaðið - 24.03.1965, Síða 20
20
MORCU N BLAÐIÐ
Miðvikudagur 24. marz 1965
ANN PETRY:
STRÆTiÐ
Annað árið silaðist áfram. Á
því ári tók hún fjögur eða fimm
próf, en í öll skiptin lenti hún
neðarlega í röðinni. Tók svo fleiri
próf og beið eftir atvinnu. Fjögur
ár hírðist hún í þvottahúsinu,
áður en hún fékk loksiná at-
vinnu á skrifstofu.
Þetta eldhús í Connecticut
hafði algjörlega breytt öllu lífi
hennar — þetta eldhús, með öll-
um þessum margvíslega ú.tbún-
aði, eins og hitt í auglýsingunni
þarna. Lestin þaut að 125. stræti
og hún tók að ryðja sér braut
til dyranna, en leit við til þess
að líta á auglýsinguna i síðasta
sinn um leið og hún færi út úr
vagninum. Hún ruddi sér braut
gegn um þröngina á pallinum.
í>að var ekki nema fárra mín-
útna gangur til 116. strætis, en
íbúðin þar var þó í hennar aug-
um smásigur og árangur af öll-
um undirbúningi hennar og ráða
gerðum. í fyrsta lagi var þessi
siðaðra manna atvinna og í öðru
lagi hitt að hafa íbúð ú.t af fyrir
sig þar sem hún og Bub gætu
verið í næði og laus við hina
hávaðasömu kunningja pabba
hennar og Lil með litaða hárið
og argandi röddina, og burt frá
þessum leigjendaskríl, sem borg-
uðu húsaleiguna fyrir pabba.
Þetta var sigur að vera komin
hingað, þrátt fyrir allt.
Hvað strætið snerti, þá var hún
ekki svo mjög hrædd við áhrif
þess, því að gegn þeim ætlaði
hún sér að berjast. Stræti eins og
þetta, sem voru annaðhvoft al-
svört eða blönduð, höfðu gert
pabba að bragðaref, sem drakk
ofmikið — þau höfðu gengið af
mömmu dauðri meðan hún var
enn á bezta aldri.
í þessu húsi, sem hún átti nú
heima í, hafði sama atvikarás
komið frú Hedges, sem sat við
gluggann, til að breyta íbúðinni
sinni í vel rekið hóruhús —en
hóruhús samt — og húvörðurinn
— honum hafði sama atvikarás
ýtt niður í loftlausa kjallara,
þangað til hann þjáðist af ein-
hverri hræðrilegri áráttu, og eitt-
hvert annað stræti hafði gert
Min, sem bjó með honum, að
sóðalegri subbu, sem var svo
máttlaus og beinlaus, að hún Kkt
ist mest blautri gólftusku. En
Lutie einsetti sér, að láta ekki
neitt þessu líkt ná taki á sér
— hún skyldi berjast gegn því
og aldrei hætta að berjast.
Hún yfirgaf lestina og henni
datt í hug, að í rauninni fyndist
sér hún aldrei vera manneskja
fyrr en hún var komin til Harlem
inn í augatilliti hvítu kvennanna,
og losnaði þannig við fjandskap-
sem störðu á hana í miðborginni
og neðanjarðarlestunum. Og losn
aði við rannsóknaraugu hvítu
karlmannanna, sem eins og
horfðu gegn um fötin á henni til
þess að komast að löngu, dökku
lærleggjunum á henni. Og þetta
augnatillit orkaði þannig á hana,
að hana langaði mest til að taka
til fótanna.
Þetta fólk hugsar allt það
aama — að þegar það er íaust
▼ið fyrirlitninguna í augnaráði
miðborgarfólksins, verður það
strax að sjálfstæðum persónum.
Hérna í Harlem er það ekki bara
,,negrar“ og því allt steypt í sama
mótið. Hún tók eftir því, að þegar
hópurinn fjarlægðist eftir braut-
arpailinum, þandist hann út.
Sama fólkið, sem hafði gert sig
fyrirferðarlítið í lestinni, stækk-
aði nú svo mjög, að það komst
varla upp á tröuppurnar út að
götunni. Hún komst út aftast í
hópnum og horfði á hann dreif-
ast í allar áttir, hlæjandi og mas
andL
Ksnsaan
7
3. kafli.
Þegar Lutie var komin út úr
neðanjarðarlestinni, gekk hún
hægt upp eftir strætinu, og var
að hugsa um það, að ekki hefði
maður fyrr leyst eitt vandamál-
ið en annað hefði skotið upp koll
inum í staðinn. Nú þegar þau
Bub voru orðin ein, var enginn
til að hafa auga með honum
eftir skólatima. Henni hafði dott-
ið í hug, að hann gæti borðað há-
degismat í skólanum, því að það
var ekki svo mjög dýrt — aðeins
50 sent á viku.
En eftir þrjá hádegisverði í
skólanum, reis Bub upp á aftur-
fótunum: — Ég get ekki étið
þennan óþverra. Við fáum sápu
á hverjum degi og ég hata hana!
Undir eins og hún hefði efni
á því, skyldi hún losa sig úr
vinnunni eftir einn eftirmiðdag
og fara í skólann og kynna sér
af eigin raun, hvernig mataræð-
ið þar væri. En þangað til yrði
Bub að fá hádegismat heima, og
það var nú ekkert áhyggjuefni.
En það var, hvað af honum yrði
eftir skólatímann, sem hún var
að velti fyrir sér á göngunni, því
að þá var hann annaðhvort einn
heima, eða þá að leika sér á göt-
unni.
Hún mátti ekki á milli sjá,
hvort verra var — að hann léti
sér leiðast í leiðinlegu íbúðinni,
eða væri stöðugum hættum undir
orpinn úti á götunni, en þar var
umferðin óverulegasta hættan.
Hann var of ungur og óreyndur
til að varast allar hætturnar, sem
biðu hans á götunni. Þar voru
til dæmis að taka óaldarflokkar
stráka, sem sátu um smælki eins
og Bub, sem gátu verið handhæg-
ir til að skriða inn um glugga að
húsabaki eða til að dreifa athygli
búðarmanna, meðan hinir létu
greipar sópa um vörurnar í búð-
inni.
En þrátt fyrir óvistlegu íbúð-
ina og skarðið, sem hún hafði
gert í vikukaupið hennar og
áhyggjurnar út af Bub, þá fór
hún að raula fyrir munni sér
á göngunni meðan hún greikkaði
sporið. En þegar hún var komin
móts við húsið, snarstanzaði hún,
af því að hún hafði alveg gleymt
að kaupa í kvöldmatinn.
— Hálfpund af hamborgara,
sagði hún, þegar röðin kom að
henni í slátrarabúðinni. Það
mundi nægja í kvöldmatinn og
hún mundi hafa afgang ofan á
brauð handa Bub um hádegið á
morgun.
Hún horfði á slátrarann vefja
matinn inn í vaxpappír og setja
hann síðan í brúnan bréfpoka.
Hún rétti honum dollaraseðil og
stakk pakkanum undir handlegg
inn, en í hinni hendinni hélt hún
veskinu sínu, til þess að hann
yrði að láta peningana á borðið.
Hún tók aldrei við peningum úr
hendi hans, og nú þegar hann
lagði peningana á borðið, tók hún
að velta fyrir sér ástæðunni til
þess arna. Var það af því að hún
vildi ekki snerta þessar grófu
og skornu hendur? Eða var það
af því að hann var hvítur og
þetta að neyða hann til að leggja
peningana á borðið, gæfi henni
einhverja valdakennd?
Hún hélt á peningunum laus-
um í hendinni, þegar hún gekk
út úr kjötbúðinni og inn í mat-
vörubúðina við hliðina á henni,
en þar stanzaði hún sem snöggv-
ast í dyrunum og horfði á stræt-
ið. Það leit út eins og hver-önnur
fátækleg gata í borginni. Ef til
vill þó ofurlitið ruslaralegri.
Gluggarúðurnar voru óhreinni og
þarna var meira af smábúðum
en i öðrum hlutum borgarinnar.
Einnig var þarna meira af börn-
um og meira af fólki, sem ráfaði
um, iðjulaust og tilgangslaust.
Hún gekk inn í matvörubúð-
ina og hugsaði með sér, að þessi
íbúð henni gæti nú gengið til
bráðabirgða, en bráðlega skyldi
hún samt flytja sig í betra hverfi.
Úr því að hún hafði getað komizt
svona langt, án nokkurrar hjálp-
ar, þá þurfti hún ekki annað en
áætla vandlega næsta skref upp
á við. Það greip hana eitthvert
sjálfstraust, og hún hugsaði sem
svo: ég er ung og sterk og treysti
mér til hvers sem vera skal.
Hún gekk hægt, hlaðin böggl-
um og það var eins og hún hik-
aði við að fara inn í húsið og
taka til við matarmallið. Hún
forðaðist krakkana, sem buðu
fram þjónustu sína við að bursta
skóna hennar og hugsaði með
sér, að þessi veslings börn ættu
að hafa einhverja heppilegri at-
vinnu til að vinna sér inn aura
en þessa skóburstun. Það mundi
venja þau á að geta ekki hugsað
sér aðra framtíðarvinnu en gólf-
þvott og stigasópun, það sem eftir
væri ævinnar.
Rétt áður en hún kom að dyr-
unum hjá sér, heyrði hún enn
einu sinni sama sóninn: „Bursta,
frú?“ Og svo var skríkt. — Ha,
mamma, þú þekktir mig ekki
einu sinni!
Hún snarsneri sér við og varð
að líta tvisvar áður en hún gat
trúað sínum eigin skilningarvit-
um. Jú, það var ekki um að vill-
ast — þetta var Bub. Hann sat
klofvega á skóburstunarkassa
með húsvegginn að bakgrunni.
Hann brosti til hennar, Ijómandi
af kæti yfir því að hafa komið
henni á óvart. Hann hallaði aftur
höfðinu og hún gat séð sterkleg-
ar, jafnar tennurnar.
Á þeirri stuttu stund, sem hún
var að færa alla bögglana undir
vinstra handlegginn, sá hún ail-
an skóburstunarkassann í smá-
atriðum. Það var stykki af rauðu
gólfteppi neglt ofan á kassann,
Hausarnir á teiknibólunum,
sem það var neglt með, glitruðu
í kvöldsólinni. Lítið glas af
svetru, gamall skóbursti og
smurningabursti var snyrtilega
uppstillt á lítilli hillu undir sæt-
inu. Og svo hafði hann skreytt
hliðarnar á kassanum með eld-
spýtubréfum úr safninu sínu.
Hún rak honum rokna löðrung.
Og þegar hann setti upp skelfing-
arsvip, sló hún hann aftur, og
nú fastar, og hún fyrirleit sjálfa
sig fyrir að gera það og það með
an hún var að reiða til næsta
högg.
— Snáfaðu inn, skipaði hún
og rykkti honum á fætur. Hann
beygði sig til að taka upp kass-
ann, en þá sló hún hann aftur.
Láttu þetta drasl eiga sig, sagði
hún hvasst og hristi hann, þegar
hann reyndi að slíta sig lausan.
Röddin í henni var loðin af
reiði. — Ég er að þræla til þess
að halda þér uppi, og svo ertu
úti á götunni og hagar þér eins
og hinir negrakrakkarnir. En við
sjálfa sig sagði hún. — Þú veizt,
að það er ekki það eina, sem hér
er um að ræða. Það er líka hitt,
að hann Henry litli Chandler er
jafngamall Bub, og þú veizt, að
hann er í gráum flúnelsfötum
með bláa húfu og háa, bláa sokka
og fallega brúna skó. Hann lærir
lexíurnar sínar við arininn í
fallegri stofu. En þinn krakki er
útí á götunni með skóburstara-
kassa. Hann er í heimafötunum
sínum, sem eru alveg eins og hin,
sem hann er í skólanum — slitn-
ar stuttbuxur og sokkar með
gati á hælunum, af því að hann
fer út úr öllum sokkum, hvað
mikið sem þú stagar þá.
Það er líka hitt, að þú ert
hrædd um, að ef hann er að
bursta skó, átta ár, þá verði hann
að þvo glugga þegar hann er
sextán, og vinna í lyftu, tuttugu
og eins og heldur því svo áfram
það sem hann á ólifað. Og þú
heldur, að gatan sú arna hindri
hann í því að ljúka við skólann,
og sem verra er — hún geti kom-
ið honum í bölvun og vandræði,
svo að hann verði settur í vand-
ræðabarnaskóla, bara af því að
þú getur ekki litið eftir honum —
af því að þú þarft að vinna.
— Haltu áfram, sagði hún og
ýtti honum í áttina að dyrunum
á leiguhúsinu. Hún varð þess vör,
að frú Hedges var að horfa út
um gluggann, eins og hún var
vön. Hún herti á Bub, til þess að
þau gætu sem fljótast komizt úr
augsýn frú Hedges, sem var að
glápa á þau. En frúin fylgdist
með ferðum þeirra alla leið inn
í dyrnar, því að hún teygði höf-
uðið út um gluggann, svo að
rósaklúturinn hennar virtist svifa
í loftinu.
Þegar Lutie gekk upp stigana
á eftir Bub, datt henni í hug, að
þetta væri rétt eins og að búa
í tjaldi, þar sem allt, sem inni
fyrir gerist, er sýnilegt vegna
þess að tjaldið vill ekki lokast.
Að minnsta kosti var það svo,
hvað þessa síglápandi frú
Hedges snerti.
Á liðinni upp dimmu stigana,
sem voru svo mikil viðbrigði frá
sterku sólskininu úti fyrir, varð
hún þess vör, að Bub var að
gráta. Snökta. Hann hlaut að hafa
eytt miklum tíma í þennan skó-
burstarakassa. En hvar hafði
hann fengið aurana fyrir svert-
unni og burstanum? Kannski
hafði hann verið að sendast fyrir
húsvörðinn, því að þeir höfðu
strax orðið mestu mátar. Hún var
nú ekkert hrifin af þeirri vin-
áttu, af því að húsvörðurinn var
— vægast sagt — skrítinn.
Hún mundi það alveg fyrir
víst, að hún hafði sagzt vilja
hafa íbúðina hvítmálaða. Hann
hlaut að hafa gleymt þvi, því
að þegar hún flutti inn, sá hún,
að herbergin höfðu verið máluð
rauð, blá og græn, og engin tvö
eins. Þessir litir gerðu herberg-
in ennþá minni en þau voru í
raun og veru og hún flýtti sér
að segja: — En þeir hræðilegu
litir! En vonbrigðasvipurinn, sem
Höfn
i Hornafirði
BRÆÐURNIR Ólafur og
Bragi Ársælssynir á Ilöfn í
Hornafirði eru uinboðsmenn
Morgunblaðsins þar. Þeir
hafa einnig með höndum
blaðadreifinguna til nær-
liggjandi sveita og ættu
bændur, t.d. í Nesjahreppi
að athuga þetta.
Sandur
UMBOÐSMAÐUR Morgun-
blaðsins á Sandi er Herluf
Clausen. Gestum og gang-
andi skal á það bent, að í
Verzl. Bjarg er Morgun-
blaðið selt í lausasölu.
Grundarfjörður
VERZLUN Emils Magnús-
sonar í Grundarfirði hefur
umboð Morgunblaðsins með
höndum, og þar er blaðið
einnig selt í lausasölu, um
söluop eftir lokunartíma.
fttorgttnMa&ifr
KALLI KÚREKI
Teiknari: J. MORA
FWE SHOTS IN MYCOLT, AH'TWO IWTH
DER(?IWG-ER' THAT'S TWO APIECE FOR TOU
AN'ASPAREIF I WEED ITf NIOW JUST HOLD ST-
THAT'STWICE YOU KEPT BLABBERIN’ IMSTEAD 0’
BURNIM’ PDWDER-'AN’OAVEME TIME T'MAkE f
A FOOL OF TOU/ YOU AIM'TffOT TH' BgAIKJS jj
OAN&TAf
X CAN’T
— Það eru fimm skot í Coltaranum
og tvö í Derrinerinum. Tvö ættu að
nsegja á. þig og ég hef efni á meiru
ef þese þarf með. Svo stattu kyrr....
— Tvisvar sinnum hefur það hent
sig að þú hefur verið að mögla í stað
þess að tendra púðrið og þar með gef-
ið mér tíma til að gera þig að fífli.
í>ú ert auðsjáanlega ekki nógu gáfað-
ur til að vera í hópi þessara skotglöðu
náunga, er nú vaða uppi.
— Bölvaður, ég get ekki séð neitL