Morgunblaðið - 24.03.1965, Síða 23

Morgunblaðið - 24.03.1965, Síða 23
Miðvikudagur 24. marz 1965 MORGUNBLAÐIÐ 23 Rússnesku geSsn- förunum fugnuð Brezhnev efSir varnir N-Vietn»am Moskvu, 23. marz (AP-NTB) S O V É Z K U geimfararnir tveir, Pavel Belyayev og Al- exei Leonov, komu í morgun til Moskvu með farþegaþotu frá geimrannsóknastöðinni í Baikonur í Mið-Asíu. Þúsundir Moskvubúa tóku á móti geimförunum á flug- vellinum, þeirra á meðal ráð- herrar og flokksleiðtogar, full trúar erlendra ríkja, og er- lendir og innlendir blaða- menn. Einnig voru þar geim- fararnir Juri Gagarin og Val- entina Teresjokova, foreldr- ar Leonovs og eiginkonur geimfaranna. Orustuþotur fylgdu flugvél geimfaranna frá Baikonur, og lenti vélin á Vnukovo-flugvell- inum við Moskvu klukkan tæp- lega hálf níu í morgun (ísl. timi). Mikill mannfjöldi var á flugvell- inum til að taka á móti geimför- unum, og báru margir rauða fána, sem þeir veifuðu með til geimfaranna. Eftir móttökurnar á flugvell- inum var geimförunum ekið til Rauða torgsins þar sem tugir þúsunda manna voru saman komnir til að hylla þá. Var leið- in til torgsins fánum prýdd, og á gangstéttunum stóðu þéttir hópar áhorfenda. Klifruðu marg- ir áhorfendanna upp á girðingar, bílþök og strætisvagna til að sjá betur geimfarana um leið og þeir óku framhjá. Bifreið geimfar- anna var blómum skreytt, og á eftir þeim fylgdi bílalest, er flutti sovézka leiðtoga og erlenda fulltrúa. Á Rauða torginu höfðu margir áhorfenda beðið tímum saman eftir geimförunum, og laust mann fjöldinn upp fagnaðarópi er þeir birtust á svölum grafhýsis Len- ins ásamt leiðtogum Sovétríkj- anna. Þar ávarpaði Nikolai Pod- gorny, sem á sæti í Æðsta ráð- inu, mannfjöldann, en gaf síðan Belyayev orðið. Belyayev var sem kunnugt er stjórnandi geimfarsins „Voskhod 2“, sem fór 17 hringferðir um- hverfis jörðu, sl. fimmtudag og föstudag. Leonov vann hinsveg- ar það þrekvirki að verða fyrst- ur allra manna til að fara út úr geimfari á braut og dvelja nokkr ar mínútur úti í geimnum. í ræðu sinni, sem tók 12 mín- útur, sagði Belyayev m.a.: „Er það ekki sönnun fyrir því að hag kerfi Sovétríkjanna er betra en euðvaldsstefnan þegar Rússi verður fyrstur til að dvelja einn úti í geimnum? Er það ekki sönn un þess að sovézk vísindi eru fremri vísindum auðvaldsríkj- anna?“ Taldi geimfarinn að þessi för „Voskhod 2“ markaði tíma- mót í sögu geimrannsókna. Að ræðu hans lokinni tók Leo- nov til máls, og sagði að þess væri nú ekki langt að bíða að komið yrði upp stöðvum úti í geimnum þar sem geimför*kæmu við á leið til tunglsins og ná- lægra stjarna. Hann kvaðst hafa sýnt fram á það með ferð sinni út úr geimfarinu að menn gætu — Isafold Framh. af bls. 2 sem ísafold prentaði og steypa eftir þeim mörgum árum síðar og losna þannig við endursetningu. Nú, væri letrið geymt í blýmu, einkum af námsbókum, og hefði það mikla fjárhagslega þýðingu að geta smátt og smátt losað allt það mikla blý, sem þannig va.ri nú bundið hjá prentsmiðjunni en það væri líklegast um 100 tonn og hvert tonn kostaði 35—40 þús und krónur. Að auki losnaði rnik ið húsrými. athafnað sig úti í geimnum. Þá lýsti hann nokkuð því sem fyrir bar í ferðinni, og virtist Leonid Brezhnev, aðalritara flokksins, vökna um augu er Leonov lýsti fegurð Sovétríkjanna eins og hún birtist honum meðan hann var á göngu sinni um himingeiminn. Að loknum ávörpum geimfar- anna tók Brezhnev til máls, og ræddi aðallega um ástandið í heiminum í dag. „Við höfum lýst því yfir oftar en einu sinni að við erum ekki andvígir góðri Framh. af bls. 6 hann þá verið í 12,8 sml. fjar- lægð frá Barði í misvísandi NNV og hefði hann þá verið 0,8 sml. utan fiskveiðimarkanna. Kvaðst ákærði hafa numið staðar í 10 til 12 mín. á meðan hann kastaði vörpunni, en kvaðst síðan hafa siglt í sömu stefnu og áður, þar sem ekki var þörf á að breyta um stefnu sökum þess að vindur stóð þvert á skipið. í forsendum að dómi héraðs- dóms segir svo m.a.: Skýrsla ákærða um það, að hann hafi kastað vörpunni um 0,8 sml. utan fiskveiðitakmark- anna um kl. 01,10 eða um kl. 00.10 til 00.20 samkv. íslenzkum tíma virðist röng þegar hún er borin saman við vætti yfirmanna varð skipsins. Dómurinn verður að telja að svo miklar líkur séu fyr ir því, að ákærði hafi verið að veiðum innan fiskveiðitakmark- anna, að telja verði nægilega sannað, að hann hafi verið að óiöglegum veiðum á þeim slóðum og tíma, sem greinir í skýrslu yf irmanna varðskipsins. Verður því niðurstaða dómsins sú, að sakfella beri ákærða. í forsendum að dómi Hæstarétt ar segir, að eftir uppsögn héraðs- dóms hafi skólastjóri Stýrimanna skólans, markað á sjóuppdrátt staði togara ákærða kl. 23,59 hinn 20. september 1964, og kl. 00.05 21. sama mánaðar. Markaði hann þessa staði togarans samkvæmt mælingum varðskipsmanna, en reiknaði um l!á% fjarlægðar- skekkju, miðað við 12 sml. fjar lægðarkvarða, ákærða í vil. Stað ur togarans kl. 23.59 mældist samkv. reikningi skólastjórans vera um 0,3 sml. innan fiskveiði márkanna, en kl. 00.05 um 0,1 sml. utan þeirra. Síðan segir orð rétt í dómi Hæstaréttar: „Varðskpismenn sendu togara ákærða stöðvunarmerkið með ljósmorsi kl.v 00.02, en staðará- kvörðun togarans var þá ekki gerð. Næsta staðarákvörðun var gerð kl. 00.05, en þá var staður 'togarans samkvæmt framan- greindri mörkun skólastjórans fyrir utan fiskveiðimörkin. Þykir vera slík óvissa um stað togarans kl. 00.02, að eigi sé sannað, að hann hafi verið innan fiskveiði marka. Taka togarans utan fisk- veiðimarka veitir eigi, að svo búnu, að þjóðrétti íslenzkum dóm stólum dómsöguvald í máli á- kærða. Samkvæmt þessu verður að ómerkja héraðsdóminn og vísa málinu frá dómstólum. Eftir þessum úrslitum ber að leggja allan kostnað sakarinnar bæði í héraði og íyrir Hæstarétti á ríkissjóð, þar með talin máls- varnarlaun verjanda í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðast samtals kr. 20.000,00“. — Handritamálið Framih. af bls. 1 Svíar ættu að taka beina afstöðu til málsins og grípa til róttækra aðgerða, sem að sjálfsögðu mundu hafa áhrif á skoðanir al- mennings, til dæmis í Danmörku, verð ég að bera fram eindregin mótmæli. Þær aðgerðir væru mjög óhejxpilegaur. Daoir ag ís- sambúð við Bandaríkin fremur en við önnur ríki“, sagði hann. „En hinsvegar mega allir vita að við munum ekki láta ganga á rétt okkar í Evrópu eða öðrum heimsálfum“. Sagði Brezhnev að Sovétríkin hefðu þegar gert ráðstafanir til að styrkja varnir Norður-Viet- nam. Bandarískir heimsvaldasinn ar hefðu kveikt elda styrjaldar í Vietnam, sem hætta væri á að breiddust út og ógnuðu heims- friðinum. Lifðu þeir í þeirri von að tíminn liði og aðgerðir þeirra í Suðaustur-Asíu féllu í gleimsk- unnar djúp, en það væru fals- vonir. Vildi Brezhnev vara Bandaríkjamenn við því að með glæpsamlegri framkomu í Viet- nam væru þeir að grafa sjálfum sér þá gröf, sem erfitt gæti reynzt að komast upp úr. lendingar munu einhvernveginn leysa þennan vanda, og það er alls engin ástæða fyrir Svía að koma með beinar tillögur eða fordæmi,“ sagði Edenmann. — „Handritamálið annars veg- ar, og hinsvegar sú staðreynd að Konunglega bókhlaðan í Stokk- hólmi og bókasafn háskólans að Uppsölum hafa um aldaraðir varðveitt verulegt magn af göml- um íslenzkum handritum, eru í rauninni algjörlega óskyld mál“, sagði ráðherranm „Þegar ís- lenzku handritin voru flutt til Kaupmannahafnar, var sú borg í rauninni einnig höfuðborg ís- lands. Við sambandsslitin var þessvegna eðlilegt að handrita- málið verði tekið til athugunar. Svíþjóð og ísland hafa hinsvegar aldrei verið sambandsríki, og þegar handritin bárust til Sví- þjóðar eftir ýmsum leiðum á sautjándu og átjándu öld, var um beina milliríkjaverzlun að ræða. Mikill áhugi var ríkjandi í Sví- þjóð á að bjarga fornminjum þessum, sem talið var að væru £ hættu. Það er einnig athyglis- vert að íslendingar hafa aldrei gert neinar kröfur til þessara handrita, og nýlega var bent á það opinberlega í Reykjavík að þau gegndu allt öðru máli en ís- lenzku handritin í Danmörku. Var þá tekið fram að íslendingar ættu enga kröfu á að fá sænsku handritin afhent“, sagði Eden- mann að loku-m. — Eimskip Framih. af bls. 3 að sjálfsögðu fremsta skylda félagsins að veita landsmönnum fullkomna þjónustu. Hefur fé- lagið og jafnan miðað gerð skipa sinna við þær kröfur, sem gerðar eru til þeirra hér heima, svo þau geti sem bezt leyst flutningsþörf landsmanna og félaginu er það kappsmál að í engu þurfi að draga úr þeirri þjónustu, sem það hefur veitt, heldur mikið fremur að bæta hana. — Um geiminn Framhald af bis. 1 an með vaxandi hra'ða, unz hún hvarf þeirn sjónum. Eftir 23 sekúndna flug sveigði eldflaugin í aust-norðaustur og tók steifnuna út yfir Atlantshaf- ið. Og sex mínútum eftir flug- tak tilkynntu starfsmenn eftirlits stöðvarinnar á Kennedýhöfða að Molly Brown væri komin á braut. Grissom var flugstjóri. Hann er 38 ára og majór í flughernum. Young er hinsvegar foringi í sjóhernum, og ber nafnbótina It. commander. Hann er 34 ára. Þeir eru sjöundi og áttundi geim farinn frá Bandaríkjunum, en Sovétríkin hafa sent á loft 10 menn og eina konu. Tuttugu mínútum eftir flugtak var Molly Brown stödd yfir Af- ríku. Tilkynnti Grissom þá að öll tæki geimfarsins störfuðu eðlilega, og a'ð allt gengi að óskum. Framundan voru margs konar tilraunir, m.a. að snúa geimfarinu við í loftinu, láta það fara áfram og afturábak og snúa því um sjálft sig. Tilraunir þess- ar miðuðu að því að kanna hve geimfarið léti að stjórn vegna væntanlegra „stefnumóta" tveggja geimskipa sfðar meir. í fyrstu hringferðinni var jarð nánd Molly Brown 160 km, en jarðfirð 230 km. Tók hringferð- in 89 mínútur. í lok þessarar hringferðar ræstu geimfararnir smá eldflaugar á hliðum geim- farsins og breyttu stefnu þess inn á nýja braut, sem var meira hringlaga en sú fyrri. Á nýju brautinni var jarðnánd 160 km. eins og fyrr, en jarðfirð 170 km. í fyrstu umfei'ðinni fór Molly Brown yfir borgina Perth í Ástralíu, eins og flest fyrri geim- för Bandaríkjanna. Og þegar geimfarið fór yfir, kveiktu borg- arbúar öll Ijós. Sáu geimfararnir Ijósin og sendu borgarbúum kveðjur. í annari hringferð sneru geim fararnir Molly Brown í heilhring með ágætum, og létu geimfararn Fræðslu- námskeið kvenna FRÆÐSLUN ÁMSKEIÐ kvenna í Valhöll heldur áfram n.k. fimmtudag kl. 8,30 e.h. Gunnar Thoroddsen fjár- málaráðherra flytur fyrirlest- ur um stjórn- skipunarmáí og stjórnmálastefn- ur. Að lokum verður málfund- ur. Leiðbeinandi er frú Ranghildur Helgadóttir. ir mjög vel af þeim í ferðalok. í þessari hringferð átti Young að gera ýmsar athuganir á sjálfum sér, svo sem mæla blóðþrýsting sinn ofl. Af einhverjum ástæ’ðum komust niðurstöður hans ekki til skila á tilætluðum tíma. Niður á Kennedyhöfða var geimfarinn Gordon Cooper í símasambandi við geimfarið og kallaði til Young: „Hvernig er það, hefur þú nokkurn blóðþrýsting?“ Young var’ð hverft við og kvaðst ætla að mæla þrýstinginn aftur En Cooper svaraði: „Ókei, ég vildi bara vita hvort þú andaðir enn.“ Geimfararnir tveir voru held- ur fáorðir, enda eru þeir þekkt ii á Kennedyhöfða undir nafninu „þöglu tvíburarnir". Cooper reyndi nokkrum sinnum að fá þá til að lýsa ferðinni betur en þair gerðu, en tókst ekki of vel. Eitt sinn sagði hann t.d.: „Er ekki stórkostlegt þarna uppi?“ Jú, Grissom játti því, en ekkert yfir sig hrifinn. >á sagði Cooper að- eins: „Jæja, er of skýjað?“. En það dugði ekki til. Þegar geimferðin var hálfnuð, settust geimfararnir að snæð- ingi. Fengu þeir mat, sem sér- staklega var matreiddur til snæð ings í geimnum. Var það steikt nautakjöt, appelsínusafi, kjúkl- ingur og kökustykki. Fyrst snæddi Young, og benti einn fréttamaður á að þetta mundi vera lengsti matartími, sem um getur, því hann náði frá vestor- strönd Afríku að austurströnd Ástralíu. í þriðju hringferðinni héldu geimfararnir áfram tilraunum sínum, og breyttu enn um braut. En klukkan 17,57 hófst undir- búningur að lendingu. Var þá geimfarið yfir Kyrraibafi. Kveikti Grissom þá á sérstökum eldflaug um, sem drógu úr hraða geim- farsins, svo það lækkaði ni'ður í 80 km. hæð. Og þegar geimfar- ið kom að strönd Kalifomíu, kveikti Grissom á öðrum eld- flaugum, sem virkuðu eins og 'hemlar. Var það tveimur mínút- um seinna. Á leiðinni í gegnum gufuhvolf- ið var enn ný tilraun gerð, og miðaði hún að því að draga úr útvarpstruflunum á niðurleið. Hingað til hefur allt útvarps- samband rofnað við geimför á lefð gegnum gufuhvolfið, og staf ar það af hitamyndun á yfirborði geimfarsins. í þetta skipti var dælt vatni á yfirborðið til að kæla það, og segja vísindarmenn að tilraunin hafi borið góðan árangur. Lenti svo geimfarið Molly Brown á sjónum skammt frá Grand Turk eyju, um 90 km. frá fyTÍrhugu’ðum áfangastað, eftir 130.000 kílómetra ferð á 4 klukku stundum og 54 mínútum kluikkan 18:18 (eftir ísl. tíma). Þótt geirn farið lenti þetta lan,gt frá áifanga stað, var margt um skip í næsta nágrenni, þeirra á meðal flugvéla móðurskipið Intrepid. Næsta skip var þó eftirlitsskipið Dil- igence úr strandvarnarliðinu. En ákveðið var áð taka geimfarið um borð í Intrepid. Geimfararnir létu fara vel um sig eftir lendingu og afklæddust geimfarabúningum sínum. Búizt var við að þeir yrðu að bíða nærri tvo tíma eftir að flugvéla móðurskipi'ð kæmi á vettvang. En þá var ákveðið að þyrla flytti geimfarið um borð í skipið, svo biðin styttist talsvert. Klukkan 18.43 var festingum komið fyrir á geimfarin og þyrlan hóf það á loft. Lenti hún svo méð geimfarið á Intrepid þar sem Grisso-m og Young gátu loks teygt úr sér. Höfðu þeir lokið fyrstu geim- ferðinni þar sem geimskipinu var stjórnað algjörlega innan frá, en ekki frá jörðu, eins og hingað til hefur tíðkazt. Johnson forseti talaði við geina farana í síma eftir að þeir voru lentir og óska'ði þeim til ham- ingju með vel heppnaða tilraun. Bauð hann þeim að heimsækja sig £ Hvíta búsið á föstudag, eftir að þeir hefðu fengið „öriitla hvíld", eins og hann orðaði þa’ð. Youog varð fyrir svörum og sagði að eini gallinn við ferðina hafi verið hve stutt húa var. ( Frá Eimskip) Björn Th. Björnsson, listfræðingur, flytur síðari fyrirlestur sinn á vegum Stúdentaráðs Háskóla íslands í kvöld, miðvikudaginn 24. marz, kl. 21 í I. kennslustofu Háskólans. Fjallar hann um is- lenzka málaralist á 20. öld. Til skýringar verður sýndur fjöldi skugvgamyuda. Óllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. — Dómur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.