Morgunblaðið - 25.08.1965, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 25. ágúst 1965
SÍLDIN, sá duttlungarfulli
fiskur, veldur röskun á hög-
um margra. Það eru ekki að-
eins útgerðarmennirnir og
síldarstarfsfólkið, sem þarf að
haga lífi sínu og starfi eftir
því hvar síldinni þóknast að
koma upp. Fjölskyldur síldar-
sjómannanna fylgjast einnig
Fariö í leiki.
Við erum afskaplega
ánægðar að vera hér
segja sjómannskomir í barna-
skólanum á Eiðum
með því, og reyna gjarna að
haga svo til, að geta verið þar
nærri, sem síldin leggst að. En
þetta er hægara sagt er gert
þegar landið endilangt er á
milli heimilis og veiðisvæðis.
Þá verður að grípa til ein-
hverra úrræða en íslenzkum
sjómönnum er margt annað
tamara en deyja úrræðalausir.
Sjómönnum af Suðurlandi
hefur að vonum þótt dauflegt
að leggja upp á Austurlandi
á undanförnum sumrum og
sjá ekki fjölskyldur sínar allt
sumarið. Og húsnæði hefur
ekki verið auðfengið á Aust-
fjörðum fyrír þá, sem vildu
hafa fjölskylduna þar á sumr-
in. En nú í sumar hefur heima
vistarbarnaskólinn á Eiðum
verið leigður sjómannafjöl-
skyldum af Suðurlandi. Frétta
menn blaðsins litu þangað um
daginn og höfðu tal af fólk-
inu á þessu stóra heimili.
Erna Jónsdóttir úr Reykja-
vík, gift Theódór Jónssyni á
Hafrúnu ÍS 400, verður fyrir
svörum og rekur fyrir okkur
aðdraganda og undirbúning
þessarar dvalar.
— Það var Skipstjóra- og
stýrimannafélagið Aldan ög
kvenfélagið Aldan, sem höfðu
veg og vanda af útvegun hús-
næðis og öllum undirbúningi.
En formenn þessara félaga eru
hjónin Guðmundur Oddsson
og kona hans Laufey Hall-
dórsdóttir. Hafa þau lagt
mikla vinnu í að undirbúa og
skipuleggja þessa dvöl alla.
Fékkst húsið leigt í hálfan
annan mánuð, frá 15. júlí til
ágústloka. Ekki eru sömu fjöl-
skyldur hérna allan tímann,
en skipzt á að nokkru svo
að alls geta komizt að 24
fjölskyldur. Núna eru hér
þrettán konur. með 16 börn,
en í fyrsta hópnum, sem var
frá 15. til 31. júlí voru 22
börn. Sumar konurnar eru hér
aðeins hálfan má,nuð, aðrar
mánuð og nokkrar eru allan
tímann.
— Eftirspurn eftir dvöl hér
var heldur dræm til að byrja
með og í fyrstunni gáfu sig
ekki fram nógu margar kon-
ur frá Öldunni. En skipstjóra-
og stýrimannafléagið Kári í
Hafnarfirði hafði leitað eftir
að fá að eiga hlut að dvöl
hér og eru því hér einnig í
sumar sjómannskonur úr Hafn
arfirði. í hópnum, sem var
hér fyrsta hálfa mánuðinn
voru einkum konur úr Reykja
vík, en nú eru hér nær jafn
margar konur úr Reykjavík
og Hafnarfirði.
— Og hvernig finnst ykkur
að dveljast hér?
— Við kunnum hér ágæt-
lega við okkur. Eiðar eru
prýðilega 1 sveit settir með til
liti til Austfjarðanna. Við höf
um haft aðstöðu til að heim-
sækja eiginmennina þegar
þeir hafa lagt upp hér á fjörð-
unum og eins hafa þeir getað
skroppið hingað í heimsókn.
Anars hefur engin langlega
verið síðan við komum hing-
að.
— Er ekki erfitt að búa á
svona stóru og barnmörgu
heimili?
— Nei, það er nú öðru nær.
Samstarfið hefur verið í alla
staði mjög gott og við reyn-
um að hliðra til hver fyrir
annarri eins og hægt er. Og
samkomulagið á börnunum
hefur verið sérstaklega gott
og hefur aldrei sletzt þar upp
á vinskapinn og hvorki verið
orgað né klagað. Yngsta barn-
ið, sem er hérna núna, er eins
árs, en það elzta fjórtán ára.
Við höfum þá reglu, að öll
börnin séu komin í rúmið kl."
átta á hverju kvöldi.
— Við höfum líka fastar
reglur um aðra þætti heim-
ilishaldsins. Hérna er skrá yf-
ir niðurröðun til hreingern-
inga, hérna er matseðill vik-
unnar, hér er listi yfir hverj-
ar sjá um hádegismat og
hverjar um kvöldkaffi. Til að
byrja með. eldaði hver fyrir
sig, en eftir fyrsta hálfa mán-
uðinn sáum við að það var
miklu hagstæðara að hafa sam
eiginlegan hádegismat, því
með því móti höfum við miklu
meira frí hver fyrir sig. Hús-
ið er ágætt og leigan, sem við
greiðum, er hófleg, en það er-
um við, sem hér dveljumst,
sem stöndum straum af öll-
um kostnaði. Félögin, sem ég
gat um áðan gengust bara
fyrir útvegun á húsnæðinu.
— Verðið þið hér aftur að
sumri?
— Áreiðanlega, eða svo
framarlega sem við fáum
húsnæðið. Og þá veit ég að
færri komast að en vilja.
Lilly Kristjánsdóttir, kona
Guðmundar Kristjánssonar á
Fróðakletti, segir okkur að
þarna sé í alla staði £ott að
vera. En það sé of stutt að
dveljast aðeins hálfan mán-
uð, þegar maður taki sig upp
um svo langan veg. Lilly seg-
ir okkur líka, að dvalarfólkið
þarna hafi aðgang að sund-
laug héraðsskólans tvo tíma á
dag með því skilyrði að sjá
um gæzlu við laugina, og bæt-
ir við:
— Við erum afskaplega á-
nægðar að vera hér.
Hulda Sigurðardóttir, kona
Ara Kristjánssonar, skipstjóra
á Ólafi Friðbertssyni, segir:
— Það er reglulega góð til-
breyting frá bæjarlífinu að
vera hér. Ég hef verið hérna
'í mánuð og mér finnst lífið
hér gott og samstarf kvenn-
anna hérna er til fyr.Ymynd-
ar. Og það er gaman að geta
hitt eiginmenmina og pabbana,
en til þess erum við nú hérna
fyrst og fremst.
Barnaskólinn á Eiðum.
Skátamdtiö í Innstadal
VtKINGAMÓTINU í Innstadal í
Hengli var . skyndilega slitið,
vegna illviðris daginn eftir að
það var sett.
Aðeins helmingur þátttakenda
var kominn á mótsstað, en um
300 voru búnir að láta skrá sig
og vitað var að fleiri ætluðu að
koma síðustu tvo dagna, ef veð-
ur héldist gott.
Sá sem þetta skrifar fylgdist
dálítið með undirbúningi og
starfi þeirra ungmenna, sem að
þessu móti unnu. Undirbúningur
ihófst í júní og engin helgi eða
frístund hefur fallið úr 'síðan við
undirbúninginn.
Þessi staður var valinn vegna
þess, að hann hefur ýmislegt ó-
venjulegt upp á að bjóða, en þeir
vissu fyrirfram að það kostaði
meira erfiði og meiri vinnu að
undirbúa mót þarna en á flestum
öðrum stöðum, sem slík mót hafa
verið haldin á.
Verkefnin sem unnið var að
voru t. d. Ruddur var um 10 km
langur vegur svo mögulegt væri
að flytja farangurinn í dalinn og
var þessi vegur orðinn fær flest-
um kraftgóðum bílum í sæmilega
þurru. Þessi vegur liggur af
Hellisheiðarveginum nokkru aust
an við Skíðaskálann og getur í
tramtíðinni verið til gagns fyrir
nokkra sumar- og skíðaskála sem
á leiðinni eru, en hann þyrfti
meiri ofaníburð en þegar er
komið í hann.
Inn í Innstadal, innarlega,
kemur mikill gufuhver upp í
miðri kaldri á. Gufan kælist
vegna árinnar, svo að við hver-
inn er hæfilegur gufubaðshiti og
það átti líka að nota. En leiðin
að hvernum var illfær, svo að
moka þurfti gönguveg utan í
snarbrattri skriðu nokkur hundr-
uð metra, en þar með var leiðin
orðin greiðfær og búningstjöld
voru svo sett upp við staðinn.
Hverinn hitaði upp ána, og
einnig kom hiti víðar að í þessa
á neðar, svo að hún var ylvolg
þar sem möguleiki virtist vera að
stífla hana og gera sundlaug rétt
neðan við lítinn foss. Hugmyndin
var fyrst að gera stífluvegg úr
torfi og grjóti, en þar sem efnið
var ekki við stíflustaðinn þá
þurfti hjólbörur til að aka því
að. Leiðin í dalinn liggur upp
Sleggj ubeinsskarð ,sem er um
200 m hátt og allbratt, og einn
bætti börnunum ofan á annan
nauðsynjafarangur, — matar-
birgðum yfir helgina, svefnpoka
o. fl. og bar þetta upp skarðið
og inn mikinn hluta dalsins, því
að víðast er dalurinn ógreiðfær
fyrir siíkt áhald.
Garðurinn var svo gerður
meter þykkur, en hann brast þeg
ar á reyndi. Þá var hallast að því
að gera stífluna úr öðru efni, þar
sem þá var vegurinn kominn
langleiðiná í dalinn og mögulegt
að flytja að efni á bílum. Stífl-
an var svo gerð mannhæðarhá
og öflug mjög og búningstjöld
sett upp við sundstaðinn.
1 dalnum eru tveir litlir, grasi-
grónir sprengigígir. Þar er svo
hljóðbært að þó að setið sé þar í
nokkurri fjarlægð frá þeim sem
talar heyrist hvert orð sem í ná-
laegð sé. Annar þessara staða var
valinn til mótsetningar en hinn
til guðsþjónustu, en slíka helgi-
stund var búið að undirbúa og
ákveða síðasta mótsdaginn. —
Þarna var gerður ræðustóll utan
í háum kletti, er rís upp úr
miðjum gígnum og efst á kletti
þessum var komið fyrir haglega
gerðum krossi.
Mótshliðið var með tækniút-
búnaði, sem bauð mótsgesti vel-
komna í dalinn um leið og fram
hjá því var gengið, — um leið
og ljósgeisli var rofinn fór
hring-segulband af stað, sem var
í sambandi við sterka hátalara.
Annan undirbúning sem nauð-
synlegur er við slík stórmót sem
þetta var áætlað, læt ég svo
ótalinn, en hann er mikill eins og
margir þekkja, já mikið var búið
að vinna þarna og vel hafði ver-
ið unnið.
Þegar mótið var sett var ný-
byrjað að rigna og um daginn
voru skúrir og þokuslæðingur, þó
fóru flestir mótsgestir upp að öl-
keldu, sem er innarlega í hlíðum
dalsins og fengu sér ölkelduvatn
að drekka. Um nóttina breyttist
svo veðrið í hvassviðri og rign-
ingu. Klukkan 6 um nóttina var
farið að blotna í sumum tjöldun-
um og þá var þeim sem blautir
voru orðnir safnað saman í ann-
að samkomutjaldið, en með
morgninum jókst rigningin svo
að réttara er að tala um skýfall
en venjulega rigningu og svarta
þoka steyptist yfir dalinn.
Jarðvegurinn er þarna, eins og
víðast í dalnum, grunnur og
mosablandinn og við bleytuna
losnaði svo um hann að tjald-
hælarnir urðu laflausir og tjöld-
in fuku um í rokinu.
Nú sá mótstjórnin að skjótra
aðgerða var þörf. Náð var sam-
bandi við Reykjavík í gegnum
talstöð hjálparsveitar skáta frá
Reykjavík sem á mótinu var til
öryggis, sem sannarlega reyndist
þarna nauðsyn, bílar voru pant-
aðir með hraði að Kolviðarhóli,
tjöldum og farangri var staflað
inn í samkomutjöldin, en þau
stóðu veðrið.
Gengið var svo gegnum dalinn
í svo svartri þoku að aðeins
þeir, sem þekktu öll kennileiti,
gátu ratað leiðina, síðan niður
Sleggjubeinsskarðið og til Rvík-
ur. Mótinu var aflýst, annað eina
illveður hafa víst fæstir móts-
gestir upplifað áður.
Þeir, sem voru búnir að eyða
öllum frístundum sumarsins í að
undirbúa þetta mót, gengu nú
manna bezt fram í því að hjálpa
þátttakendum úr illviðrinu, sjálf-
ir voru þeir eftir til að bjarga
farangri og tjöldum og koma þvi
í bæinn.
Mótið, eins og það var hugsað,
fór út um þúfur og öll vinna
þeirra sem þarna unnu, var unn-
in fyrir gíg, og hvemig fer meS
þann kostnað, sem í þetta var
búið að leggja veit ég ekki, en
það voru nokkrar þúsundir, þó
að margt hafi þeir fengið fyrir
lítið, vegna þess að menn hrifust
af áhuga þeirra og dugnaði. En
hvað sem þessu líður. þá er hægt
að fullyrða, að það unga fólk,
drengir og stúlkur, sem að þessu
móti unnu, hafi staðið sig með
afburðum vel frá upphafi til
enda. Og mótið sem varð aðeins
upphafið er þeim, þrátt fyrir allt,
til mikils sóma.
Við eigum að gefa meiri gaum
að slíkri starfsemi, sem þessari,
sem unnin er til menningar- og
þroskaauka en við gerum opin-
berlega, og ekki þegja yfir því,
sem vel er gert, en básúna hitt.
Víkingafylki Skátafélags Rvík-
ur votta ég heiður og þökk fyrir
vel unnið sumarstarf.
ÁhorfandL