Morgunblaðið - 27.08.1965, Síða 21

Morgunblaðið - 27.08.1965, Síða 21
Föstudagur 2T ágúst 1965 MORGU N BLAÐID 21 SARPIDONS SAGA STERKA ~X~ Teiknari: ARTHÚR ÖLAFSSON •— Lseknirinn sagði konunni minni, að hún yrði að hreyfa sig meir. — Og gerir hún það? — Já, ef það getur kallast hreyfing að stökkva upp á nef sér. Móðirinn: — Dóttir mín er gagnmenntuð stúlka. Hún kann að spila á píanó, málar, kann grasafræði og dýrafræði, frönsku og ítölsku. Hvað getið þér herra minn? Biðillinn: — Ef í hart fer get ég búið til matinn og stoppað í sokka. Síðan fóru þau þrjú til lands og gengu heim til borg- ar, koma fyrir j arlinn og kvöddu hann. Jarl tók kveðju þeirra og spyr, hvaða manna þau væru. Jarlsson svarar: „Við erum kaupmenn, sem fórum landa á milli, og viljum fá að hafa litla dvöl í ríki yðar.“ Jarl sagði, að þau skyldu velkomin að dvelja þar þann tíma, sem þau vildu, og bauð þeim að setjast til drykkju. Fastínus járlssyni varð star- sýnt á Júlíu, og þóttist Sarpí- don sjá, að hann leit girndar- augum til hennar. Nú var drukkið fast um daginn og síðan gengið til náða. Júlíu var fylgt í lítið herbergi og átti hún að byggja þar ein um nóttina. Var dyrunum læst. En þeir Sarpidon og Helan- er sváfu í öðru herbergi skammt frá. En sem allir voru burt gengnir, mætli jarlsson við Helaner: „Vél skulum leggjast niður í klæðum vorum og vera að öllu viðbúnir, því óvíst er, hvað nótt þessi verður oss næðissömu." JAMES BOND ->f ->f- Eftir IAN FLEMING Ég sá ekki fíl skollann, fyrr en hann var alveg kominn að mér. Þetta gerðist á skuggalegri veitingakrá. Nokkrir harðjaxlar voru þar komnir saman og spil- uðu póker og höfðu lagt mikið undir. Skyndilega sprettur sá á fæt- ur sem gefið hafði og þrífur upp skammbyssu. — Piltar, hrópaði hann. — Hann svarti Jón hafði rangt við. Hann hefur önnur spil en ég gaf honum. Lögregluþjónn ávarpar drukk- inn mann, sem er að leita í götu- rennunni. — Af hverju eruð þér að leita. •— Ég týndi krónu rétt í þessu. Hvar týnduð þér henni? — Þarna niður frá. — Hvers vegna leitið þér ekki þar? — Það er miklu betra ljós hérna. Kvörtunardeildin eru dyr þrjú, gjörið svo vel. Sveitastjóm ein vestur í Amer- |ku gerði eitt sinn svohljóðandi élyktun: Samþykkt, að núverandi fang- elsi sé ófullnægjandi og þörf á nýju. Samþykkt, að nota skuli efnið ýr gamla fangelsinu í hið nýja. Samþykkt, að gamla fangelsið verði að standa þar til hið nýja verður tekið í notkun. Gestur, sem heimsækir fang- *lsi, hittir fanga að máli. — Hvers vegna eruð þér hér, Boaður minn? — Ég er fórnardýr óhappatöl- unnar 13. — Hvernig þá? — Tólf kviðdómenda og eins dómara. — Jón, getur þú sagt mér, hver byggði Sfinxinn í Egypta- landi? spurði kennarinn. — Já, ég vissi það, en því er nú bara stolið úr mér núna. — Það er hryggilegt, Sigurður, •ð eini núlifandi maðurinn sem veit það, skuli hafa gleymt þvL Bond er i þann mund að yfirgefa bakkarat-borðið, gersigraður, þegar ..... — Er þetta til mín? — Hvert í logandi, maður? ....„ Og í bréfinu stendur: — Þrjátíu og tvær milljónir franka með kærri kveðju frá Bandaríkjunum. — Felix Leiter. — Heppnin verði með þér í næsta skipO, kunningi, hugsar Leiter. J'ÚMBÖ X- ~X~ -—X- -X- Teiknari: J. M O R A Júmbó varð sá fyrsti til þess að taka eftir gufumekkinum, sem steig upp frá vatnskassanum. — Sjáið, prófessor, sagði hann, þetta er eins og eimreið. Við verð- um að stanza til þess að aðgæta, hvað sé að. Hann skrúfaði lokið af og með dá- litlum hvin rauk afgangur kælivatnsins upp í hinn bláa himin. — Þetta er slæmt, sagði prófessor Mökkur. Án vatns kom- umst við ekki lengra. — Og hvar skyldum við svo finwi vatnsdropa í þessari eyðimörk? — Vatn? Þörfnumst við vatns?, hróp- aði hinn ókunnugi. Vss, það er svo s«m ekki alvarlegt. SANNAR FRÁSAGNIR -X- -X- — X— -X- Eftir VERUS ELDFLAUGAR — Eldflaugar eru svo sem ekki neitt ný- mæli, þó að þær séu lykill- inn að himingeimnum. Sagan segir, að þær hafi fyrst verið notaðar við hátíðahöld í Kína árið 1232 f. Kr. Þessar eld- flaugar voru mjög frumstæð- ar og fóru aðeins nokkur hundruð fet upp í loftið og í algjörlega óákveðna stefnu. ÞRÓUNIN — Eldflaugar breiddust út til Evrópu frá Asíu og á 19. öld tókst ensk- um manni, Sir William Con- gerve, að fulikomna þær, svo að þær gætu komizt mílu vega lengd, en þó voru þær enn stjórnlausar. Allar þessar gömlu eldflaugar notuðu fast eldsneyti, sem var venjulega byssupúður. Þetta púður vildi oft ekki brenna nógu jafnt, svo að það olli miklum erfið- leikum. GODDARD — Snemma á tuttugustu öldinni byrjaði Bandaríkjamaðuriun dr. Rob- ert H. Goddarö tilraunir með fljótandi eldsneyti og breytti það öllu viðhorfi til eldflauga- skota og ferðalaga í geimn- um. Goddard, sem var eftir- litsmaður i menntaskóla færðl miklar fjárhagslegar fórnir, því að hann varð að nota sía litlu laun til þessara tilrauna, en hann trúði á þær og gafst ekki upp.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.