Morgunblaðið - 04.09.1965, Qupperneq 10
Latisardaffur 4. sept. 1965
!0
Loftleiðamenn úr víðri veröld
UNDANFARNA daga hafa
Loftleiðir haldið hér árleg-
an fund með aðalumboðs-
mönnum sínum í ýmsum
löndum. Var þar fjallað um
reynslu og árangur starf-
seminnar í sumar — og gerð
ar áætlanir fyrir hina ýmsu
þætti starfseminnar næsta
ár. Til fundarins voru mætt-
ir menn frá 12 löndum auk
íslands og hafði Mbl. tal af
nokkrum þeirra — og fara
þau viðtöl hér á eftir:
* Starfsemin í
Luxemburg œ
umfangsmeiri
Starfsemin í Luxemborg
Einar Aakrann veitir starf-
semi Loftleiða í Luxemburg
forstöðu. Hann kom skrifstofu
félagsins þar á fót fyrir 10 ár-
um, þegar Loftleiðir hófu flug-
ferðir þangað — og hefur haft
yfirumsjón með starfseminni
þar æ síðan. Aakrann er Norð-
maður — og fór til Luxemburg-
ar frá Noregi til þess að ryðja
Loftleiðum braut á þessum nýja
stað — og nú er svo komið, að
ekkert flugfélag rekur jafnum-
fangsmikla starfsemi í Luxem-
burg og Loftleiðir.
— Vöxturinn hefur verið
stöðugur undanfarin ár og við
vonumst til að geta aukið ferð-
irnar til Luxemburgar enn á
næsta sumri. Möguleikar félags-
ins á þessum slóðum eru miklir
— og starfsliðið fer æ stækk-
andi. Við erum nú 35 hjá félag-
inu í mínum herbúðum.
— Hótelvandræðin hér hafa
auðvitað dregið úr farþega-
straumi hingað, eða öllu heldur
haldið aftur af honum, því upp-
lýsingastarfsemi okkar ber sýni
legan árangur. Sölusvæði mitt
nær yfir Luxemburg, Belgíu og
hluta Frakklands — og hef ég
einkum orðið var við áhuga
Frakka á að ferðast norður á
bóginn. Norðrið hefur ákveðið
afdráttarafl, þegar kemur suð-
ur í Evrópu. Og ferðamanna-
strauminn hingað verður vafa-
laust hægt að auka jafnt og
þétt — jafnframt því sem
möguleikar aukast á íslandi til
móttöku ferðamanna. Og ég
óska ykkur til hamingju með
það, sem áunnizt hefur undan-
íarin ár. Breytingin, sem hér
hefur orðið á þessu sviði síð-
ustu 5—10 árin, er mjög mikil.
Þetta stefnir allt í rétta átt að
mínum dómi.
— Frá Luxemburg fljúga
ekki önnur félög beint til New
York og þess vegna er ekki um
neina slíka samkeppni að ræða
þar, enda er markaðurinn í því
landi ekki ákaflega stór, eins og
allir vita. Farþegar okkar koma
frá allri Mið- og Suður-Evrópu
— og markaður okkar í lönd-
unum fyrir botni Miðjarðar-
hafsins fer vaxandi. Einnig t.d.
í Grikklandi.
— Samkeppnin er að vonum
töluvert hörð og ákveðnar tak-
markanir eru á auglýsingastarf
semi okkar í Luxemburg. En
við höfum komið okkur allvel
fyrir þar — og nú er í ráði að
miðstöð alls farpantanakerfis-
ins verði þar, þ.e.a.s. að við
höfum líka á okkar snærum
pantanir á leiðum félagsins til
Skandínavíu og Stóra-Bret-
lands. Geri ég ráð fyrir að
starfsliði okkar fari fjölgandi
jafnframt því sem starfsemin
verður. umfangsmeiri. Við höf-
um til viðbótar við reglulegar
áætlunarferðir afgreiðslu fyrir
xjölmörg leiguflug að vestan
— og geri ég ráð fyrir að þeim
ferðum fjölgi líka töluvert á
næsta ári. Vöxturinn er á öll-
um sviðum, en ekki aðeins hjá
okkur. Flugstarfsemi og ferða-
mál eru í vexti alls staðar í
heiminum og útlitið er gott á
þeim vettvangi — mundi ég
halda, sagði Einar Aakrann að
lokum.
* VerShœkkanir
gata haft slœmar
afleiðingar
Werner Hoening er yfirmað-
ur starfsemi Loftleiða í V-
Þýzkalandi og Austurrílki. Hann
hefuir starfað hjá félaginu í átta
ár með aðsetri í Hamborg, en
þanigað hafði félagið reg'lu-
bundnar ferðir í mörg ár. Nú
hefur skrifstofa verið sett á
stofn í Franikfurt, en Honeing
er áfram í Haimbong og stjórnar
starfseminni þaðan.
— Þrátt fyrir að það taiki
mörg ár að kynna nýtt nafn á
þýzka markaðmuim má segja, að
Loftleiðir séu nú vel þökktir í
Þýzíkalandi. Markaðurinn vex
jaifnt og þétt því Mfsaflkoma al-
mennings batnar stöðugt. Fólík
Ihiefur meira fé milli handanna
og fleiri og fleiri gera ferða-
áætlanir. Lofltleiðir hafa fyllt
álkveðið rúm sem óbrúað var
millli skipafélaganna og flugfé-
lagana. Gert þeim, sem ekki
vildu fara sjóleiðina vestur um
haf, en ekki höfðu efni á að
fara flugleiðis, kleift að nota
flugrvélina og spara tímann.
— Stjórnarvöldin í Hamborg
voru ekkert ánægð yfir því, að
bæði Loftleiðir og Flugféiagið
skyldu hætta fluginu þangað,
því öll fiugfélög, bæði stór og
smá, flytja verðmæti til þeirra
staða, sem þau senda flugvélar
sínar til.
— Fyrir okikur er það ails
ekki óþægilegt að senda far-
þegana til Luxemburgar, eða
upp til Kaupmannahafnar. Við
erum að auka þá þjónustu, sem
gerir farþegum kleift að kom-
ast til Luxemburgar nákvæm-
lega, þegar það parf að fara
þangað til þess að komast í þá
vél, sem það á pantað sæti í.
Við höfum séð um dagiegar ferð
ir langferðabílla milli Luxem-
burgar og Frankfurt ásamit
öðrum stöðum, en nú verður
þetta kerfi fært út hvað Þýzika-
landi viðkemur, því á næst-
unni hefjast lika daglegar ferð-
ir á okíkar ve'gum frá Wupper-
tel, Dússeldorf og Köln til Lux-
emburgar og ætti sú þjónusta
að bæta aðstöðu oikkar enn bet-
ur.
— Ef við víkjuim talinu að
íslandi, þá er það mín sikoðun,
að stórkostilegir möiguieikar séu
hér til móttöku ferðamanna —
ónýttir, þótt mikið hafi verið
unnið síðustu árin. fsland á
mikla framtíð fyrir sér, þvi
landið er stórbrotið — og ekki
likt neinu öðru.
— Við auglýsum í dagblöð-
um og tímaritum og höfum góð
sambönd við mikinn fjöida
ferðasikrifstafa í Þýzkalandi að
V-Berlín meðtalinni — og Aust
urríki. Við gerum æ meira af
því að kynna ísland — og allir
þeir, sem hingað koma, eru
mjög ánægðir. Það er að vísu
hættulegt þessari atvinnugrein
hve verðlag hefur hæikkað hér
undanfarið. Þetta er í lagi hvað
okkur viðvílkur á meðan verð-
lagið er svipað hér og í Ham-
horg, eða Frankfurt. En ég sé
ékki betur en þið séuð komnir
25-30% upp fyrir oklkar veirð-
lag — og auðvitað getur þessi
þróun hálfkæft þann neista, sem
við erum að kveiikj a — og, sem
annars yrði að stóru báli. Ég
er nefnilega sannfærður um,
að Þjóðverjar muni ferðast
hingað í ört vaxandi mæili, ef
aðstaða verður til að talka á
móti þeim. En auðvitað getur
verðlagið lokað dyrunum.
— Margir eru nú orðnir
þreyttir á árlegum ferðalögum
til suðlægari landa, til Miðjarð
arhafsins — og nú horfa fleiri
og fleiri mót rnorðri. Nú, svo
er lílka annar hópur, sem stund-
ar ferðalög til Norðurlanda —
og nú er hann reiðubúinn til
þess að reyna eitfhvað nýtt —
og þá kemur ísland til skjal-
anna. Og þar að auki er sá hóp-
ur ferðaflólks stöðugt vaxandi,
sem skoðað hefiur töluvert af
heiminum — og leitar meira og
meina að einhverju, sem er
öðru visi en allt annað. Og það
er ísland einmitt.
— Á fimm árum hafa Loft-
leiðir boðið hingað yfir 200
ferðasfcrifstofujmönnum frá
ÞýZkalandi og Austunríki. Hing
að hafa komið 3 hópar blaða-
manna — og árangurinin hefur
orðið mjög góður. Þessu þurf-
um við að halda áfram. Það
borgar sig. En ég verð að segja
það, að framlag Perðaskrif-
stofiu níkisins hefur verið álkaf-
lega lítið í þessu landfcynn-
ingarstarfi — og við höfum
orðið að kaupa af henni bækl-
inga og annað slílkt, sem stjóm-
arvöld annarra landa dreifa
ókeypis. Reynsia allra er sú, að
landlkynningarstarfsemi á sviði
ferðamáia sé fjárfesting sem
skili arði.
* Landið et
yfirfullt
F. X. Nieuwenhuizen heitir
starfsmaður fyrirtækis þess,
sem umboð hefur fyrir Loft-
leiðir í Hollandi. Það er til
heimilis í Amsterdam, en þang
að fljúga Loftleiðavélar einu
sinni í viku með vlðkomu í
Glasgow.
Fyrirtækið hefur umboð fyr-
ri níu flugfélög, en ekkert
þeirra er eins og að líkum læt
ur í beinni samkeppni við
Loftleiðir á leiðinni yfir Atl-
antshaf.
— Loftleiðir hafa tiltölulega
meiri starfskrafta í okkar fyr-
irtæki en öll hin flugfélögin og
starfsemi okkar er töluvert
meiri en þessi eina vikulega
ferð gefur til kynna. Fjöl-
marga farþega okkar sendum
við til Luxemburgar, því það-
an eru daglegar ferðir. Og
flugvélina getum við ekki fyllt
frá Amsterdam, því Glasgow
hefur líka ráðstöfunarrétt á
sætum í vélinni.
— Þótt aukin velmegun al-
mennings styrki og auki mark-
aðinn frá ári til árs í Hollandi
höfum við þá sérstöðu, að Hol-
land er orðið yfirfullt og fjölg
un í landinu er háð ýmsum
annmörkum. Landrými er allt
gjörnýtt og segja má, að fleiri
komist varla fyrir. Mikið er
um að Hollendingar flytjist bú-
ferlum til annarra landa og
stór hluti af viðskiptavinum
okkar eru einmitt foreldrar
hollenzkra Bandaríkjamanna,
sem fara vestur um haf til
þess að heimsækja börn og
barnabörn.
— Þegar kreppti að Hol-
lendingum í Indónesíu fluttu
þeir í stórhópum til Banda-
ríkjanna og foreldrarnir, sem
margir eru eftir eystra, fara
gjarna um Holland á leið í
Ameríkuheimsókn. Þetta fólk
ferðast líka oft með okkur.
— Samkeppnisaðstaða Loft-
leiða er víða betri en í Hol-
landi, því KLM, hollenzka flug
félagið, er þar stór og heljar-
mikill risi, sem gnæfir yfir
markaðnum og rekur geysi-
harða auglýsinga og sölustarf-
semi í landinu sjálfu. Loftleið-
ir hafa hins vegar vaxtarmögu
leika í Hollandi. Það verður að
líkindum hægur vöxtur en
jafn. Við auglýsum þar aðal-
lega í dagblöðum, stærstu dag-
blöðunum — og höfum líka
ágætt samband við klúbbana,
sem foreldrar hinna hollenzku
Bandaríkjamanna hafa stofnað
með sér. Eins dags dvölin á
íslandi er góð hugmynd, sem
fengið hefur ágætar undirtekt-
ir hjá okkar viðskiptavinum
og hef ég trú á að hollenzkum
gestum á íslandi fari fjölgandi
á næstu árum, sagði Nieuwe-
huizen að lokum.
• ísland er
œvintýri
JOHN Louchery er sölustjóri
Loftleiða í New York og stjórn-
ar hann öllu sölustarfi félags-
ins í Ameríku. Hann hefur
starfað hjá félaginu í u.þ.b.
tvö ár, en áður vann hann hjá
öðrum flugfélögum, m. a. fyrir
SAS í 13 ár í Bandaríkjunum.
— Okkur hefur gengið ágæt-
lega í Bandaríkjunum að und-
anförnu og ég sé enga ástæðu
til þess að vera ekki bjartsýnn.
Markaðurinn vex stöðugt og
Loftleiðir koma sér æ betur
fyrir vestra. Við munum
fjölga ferðum á næsta ári og
við reiknum með mikilli aukn-
ingu í leiguferðum. Við get-
um boðið sex leiguferðir með
DC-6b á viku næsta sumar —
og vonumst þá til að ná meiri
fótfestu á þeim markaði, en
þetta fyrsta ár hefur mikill
tími farið í að kynnast þessu
nýja viðfangsefni og móta þá
starfsemi okkar. •
— Nýja hótelið, sem Loft-
leiðir eru að reisa hér mun
gefa okkur byr undir báða
vængi og við leggjum aukna
áherzlu á að auglýsa eins dags
dvölina hér. Skortur á hótel-
rými hér í sumar takmarkaði
mjög þessa nýju umferð, en
við höfum fundið, að áhugi
er fyrir hendi hjá viðskipta-
vinum okkar — og þessi nýi
þáttur Atlantshafsferðarinnar
felur í sér mikla möguleika.
— Við munum ekki aðeins
auglýsa eins dags dvölina á ís-
landi, heldur byrjun við nú á
að vekja áhuga fólks á lengri
dvöl hér, ferðalögum um landið
o.s.frv. Aðstaða til móttöku
ferðamanna á íslandi hefur
snarbatnað síðustu árin og mér
virði"'; fólk fá síaukinn skiln-
ing á gildi ferðamálanna. Sá
skilningur er auðvitað grund-
vallaratriði þess að hægt sé að
efla þennan atvinnuveg — og
á það jafnt við um ísland og
önnur lönd. En möguleikar Is-
lendinga eru mjög miklir á
þessu sviði, því fólk hefur í
rauninni mjög mikinn áhuga
á að koma hingað. Það þarf
hins vegar að benda því á land-
ið og veita nægilegar upplýs-
ingar til þess að hægt sé að
búast við að almennir ferða-
menn fari að hugleiða málið.
— Áhugi bandarískra ferða-
manna er í vaxandi mæli bund-
inn því, sem fáir vita um,
Bundinn stöðum, sem ekki eru
í alfaraleið. Maður, sem fer til
Evrópu og ætlar að fara að
segja frá París eða London,
þegar heim kemur er varla
viðræðuhæfur, því langflestir
kunningjar hans, sem á annað
borð hafa farið til útlanda, hafa
verið í París — sennilega oft og
mörgum sinnum. En fláir hafa
til íslands komið — og ísland
er í rauninni ævintýri, allt
annað en fólk ímyndar sér.
— í uppbyggingu sölustarfs-
ins vestra reynum við að færa
okkur í nyt alla nýjustu tækni
og spara okkur þannig fjár-
muni jafnframt sem afköstin
eru aukin. Við erum t. d. að
koma okkur upp IBM kerfi i
farpöntunardeildinni. Það verð-
ur mjög fljótvirkt og öruggt
og greiðir fyrir snurðulausum
samskiptum félagsins við ferða
skrifstofurnar um alla Ame-
ríku. Við höfum 5 sölumenn
á ferðalögum milli ferðaskrif
stofanna og það er miklu minni
hópur en önnur félög hafa í
þeim störfum. Samt teljum við
okkur ná tiltölulega betri ár-
angri miðað við fjölda starfs-
manna, langtum betri árangri
en flest ef ekki öll félögin, þvi
við færum okkur í nyt margs
konar tækni og reynum að vera
útsjónarsamir í sölustarfinu.
Ekki þar með sagt, að önnur
félög noti ekki tæknina. En
við stillum öllum endurbótum
í hóf — þannig, að full nýting
sé á allri útgerð okkar.
— Auglýsingar verða auknar
— og stöðugur vöxtur hefur
reyndar verið á því sviði und-
anfarin ár. Við erum stöðugt að
þreifa fyrir okkur á nýjum
mörkuðum — og t.d. hefur okk
ur gengið vel að ná sambandi