Morgunblaðið - 04.09.1965, Side 3

Morgunblaðið - 04.09.1965, Side 3
Laugardagur 4. sept. 1965 MORCUNBUUSIÐ 3 „Ég er að liugsa um að kjósa alla, sem eru í innkaupanefnd Listasafnsins, já og þó fleiri væru.“ (Myndir: Gísli Gestsson). 73 málverka hans á lis*munauppboði Sigurðar Benediktssonar á miðvikudag Þetta eru olíu-, túss- og vatns litamyndir og eru allar í einka eign Kjarvals. — Hvert er hæsta verð, sem þú hefur fengið fyrir mynd eftir Kjarval? — Ég hef selt prívat mynd eftir Kjarval á 150 þúsund kr. en hæsta verð á uppboði er 56 þúsund. Nú var meistarinn kominn aftur og var hann þá að því spurður, hvort hann hefði verið að vinna um morgun- inn. — Já, ég var að mála ofan í myndir í morgun og skemmdi þá eitt málverk. Það verður tveimur myndum minna á uppboðinu en stendur í skránni. — Nei, það er nú ekki víst ennþá, sagði Sigurður þá. — Ertu með nokkra bók í smíðum, Kjarval, spurði nú einn blaðamannanna. — Nei, ekki nokkra, svaraði Kjarval. — Ég er alveg bú- inn að venja mig af því. — Er það þroskamerki? — Hvorugt, held ég. — Hvort er betra að mála eða skrifa? — Þessu get ég ekki svarað. Þetta er mjög skylt, já mjög skylt. — Af hverju ertu að selja málverkin þín, Kjarval? spurði nú einn blaðamann- anna. — Þarna kom spurning, sem við höfum ekki hugsað um. En ætti ég heldur að gefa þau? Ég skipti myndunum í þrjár eða fjórar deildir. í einni deildinni er fullt af Framhad á bls. 23 látum hana heita Þrestir!“ ÞANN 7.—8. september n.k. heldur Sigurður Benediktsson listamannauppboð í Súlnasal Hótel Sögu og verða þar boðn ar upp 73 myndir eftir Jó- hannes S. Kjarval. Myndirn- ar verða til sýnis þriðjudag „Þetta var skörp athuga- semd.............“ frá kl. 2—6 og miðvikudag frá kl. 10—6 en uppboðið fer fram kl. 5 síðd. Sigurður hef- ur tvisvar sir.num áður haldið listmunauppboð, þar sem að- eins hafa verið boðinn upp listaverk eftir Kjarval, en það var 3. uppboðið, 100. og svo núna, sem er 117. uppboðið. Vegna þessa boðuðu þeir fé lagar, Kjarval og Sigurður, blaðamenn á sinn fund að Hótel Borg í gær. Við vorum á leið gegnum aðaldyr Hótel Borg og rákumst þá á bif- reiðastjóra frá B.S.R, sem einnig var að leita að því hvar Kjarval héldi fund sinn og höfðum við því samflot með honum. Við komumst að því að Kjarval var staddur í innsta salnum, eða þar sem gengið er inn á barinn, og héldum við því þangað. Þeg- ar þangað kom, sáum við Kjarval standa þar í miðjum salnum umkringdan blaða- Ijósmyndurum, er mynduðu hann, hver í kapp við ann- an. En þegar Kjarval kom auga á bifreiðastjórann frá B.S.R., sem gekk rétt á eftir okkur inn í salinn, var sem hann hefði himin höndum tek ið, hann þaut til hans, stillti sér upp við hlið hans og sagði: — Við leystum saman úr reyf- arhafti við Þingvallavatn, hann Matthías og ég. Bifreiðastjórinn leiðrétti þetta, kvaðst heita Hörður og Kjarval tók vel undir það, sagði að þetta hefði verið eintómur misskilningur hjá sér. Hörður væri annar tveggja eða þriggja aðstoðar- bílstjóra Matthíasar. Ljósmyndarar héldu áfram að mynda Kjarval og loks þótti gamla manninum nóg um, og sagði að þeir mættu ekki gleyma honum Sigurði, það væri hann sem héldi þessu uppi. En Sigurður baðst und- an öllum myndatökum og vís- aði öllum heiðrinum aftur yf- ir á Kjarval. „......myndin á auðvitað ekki að heita gamall þröstur!“ Nú var setzt að borðum. Það var farið að ræða um listmunauppboðið og Kjarval sagði okkur frá þeim vand- ræðum, sem sköpuðust vegna þess, hve erfiðlega gekk að finna nafn á eina myndina, en með aðstoð góðra manna hefði það tekizt. Og hann hélt áfram: — Það var ekki nokk- ur leið að hugsa rökrétt með- an þú varst hjá mér, Sigurð- ur. Þegar Kjarval hafði þetta mælt, mundi hann allt í einu eftir bifreiðastjóranum sínum frá B.S.R. og sneri sér því að ljósmyndurunum og sagði: — Heyrið, bílstjórinn biður úti í bíl. Viljið þið ekki fara út og ná mynd af honum. En einhvern veginn fór svo, að ekkert varð úr þeirri fram ksræmd og næst fór Kjarval að tala um Listasafn ríkisins og sagði: — Ég er að hugsa um að kjósa þá alla, sem eru í innkaupanefnd Listasafnsins, já og þó fleiri væru. — Hvernig finnst þér að vera á svona fundi með frétta mönnum og horfast í augu við þá?, spurði nú einn blaða- mannanna. Kjarval horfði djúpt hugsi á þann er spurt hafði og sagði svo eftir drykklanga stund: — Ég var eitt sinn ritstjóri. Blaðamennirnir héldu auð- vitað að nú væri Kjarval að gera grín, en Sigurður sagði þetta rétt vera. Hann hefði gefið út blað, sem kallaðist Árdegisblað listamanna, og væri það nú mjög fágætt, og færi jafnan hátt á bókaupp- boðum. Allt í einu sagði Kjarval upp úr eins manns hljóði: — Það fyrsta sem ég gerði í morgun var að fara í hreina skyrtu, en nú sé ég, að ég er í skyrtu, sem ég hef verið í tíu daga. „Sigurður! Við breytum nafninu..........“ Og hann leit áhyggjuiullur á skyrtuermina en sagði svo afsakandi: — Ég þótti alltaf sérstaklega fínn, þegar ég var ungur strákur. Nú þurfti Kjarval að bregða sér frá. Við snerum okkur að Sigurði. Einn blaðamannanna spurði, hvað þetta væru gaml ar myndir, sem yrðu á lista- manna uppboðinu. — Þetta eru flest seinni tima myndir og margar alveg nýjar. Sú elzta er frá 1920. SIAKSIÍINiVR Aðstoð við þróunarlönd Fljótlega eftir síöari heims- styrjöldina komst nýtt hugtak inn í almennar umræður um alþjóöamál. Fjárhagsleg og tæknileg aðstoö viö þróunarlönd- in hefur vaxiö hrööum skrefum á síðustu tveimur áratugum og sérhver af stærri þjóðunum, sem einhvers má sín, telur sér skylt og nauöynlegt að leggja eitt- hvað af mörkum í þessu skynL Þessi starfssemi hefur oft ver- iö umdeild, en þó fyrst og fremst á þeim grundvelli, að löndin, sem aðstoðina fá snúist oft öndverð gegn þeim þjóðum, sem mest höfðu hjálpað þeim, og hefur þetta farið mjög í taug- arnar á ýmsum forustumönnum þeirra þjóöa. Hingað til hefur sú skoöun hins vegar aldrei komið fram, að þessi fjárhagslega og tæknilega aðstoð stuðlaði ekki að framförum í þeim lönd- um, sem hennar verða að- njótandi og bætti lífskjörin. En nú hefur það gerzt, að brezkur hagfræðingur, Dr. Schumacher, hefur ritað grein í brezka sunnu dagsblaðið „Observer“ og kemur fram með alveg nýjar kenning- ar i sambandi við aðstoð við þróunarlöndin, sem fyllsta á- stæða er til að gefa gaum enda styðjast þær við sterk rök. Eykur aðstoðin eymdina ? Dr. Schumacher heldur þvi fram í grein sinni, að aðstoðin við þróunarlöndin hafi þveröfug áhrif við þau, sem henni er ætlað. í stað þess að auka at- vinnu og bæta lífskjörin skapi hún atvinnuleysi og eymd. Hann bendir á, að vestræn tækniþekking hefur fyrst og fremst verið miðuð við að draga úr vinnuaflsþörfinni. Fram- leiðslan hefur orðið æ sjálfvirk- ari. Nú hafa þróunarlöndin tal- ÍS sér nauösvnlegt, að tileinka sér þessa sjálfvirku framleiðslu- tækni og segir dr. Schumacher, að í Ijós sé komið, að þetssi stefna þeirra leiði til þess, að gífurlegur fjöldi fólks missi at- vinnu sína og lífsviðurværi. Hin vestræna tækni hæfi aðeins litl- um og takmörkuðum svæðum þeirra landa, sem henni er beint til og komi einungis að notum 15-20% fólksins, sem býr í stór- borgum eða við þær. Hin 80- 85% eru án lífsviðurværis og grípa gjarnan til þess ráðs að flytjast í milljónum til stór- borganna og skapa þar óyfir- stíganlega erfiðleika. Hvert er verkefnið? Dr. Schumacher segir siðan, að verkefnið sé að skapa þess- um 80 af hundraði lífsviðurværi með framleiðslutækni, sem hæfi kunnáttu þeirra og aðstæðum á þeim stöðum þar sem þetta fólk býr, en sé samt sem áður miklu fremri þeim framleiðslu- aðferðum, sem nú eru ríkjandi í þessum löndum. Dr. Schumach er bendir í stuttu máli á, að fjárhagsleg og tæknileg aðstoð vestrænna ríkja til þróunarland- anna hafi verið ranglega hugs- uð frá upphafi. í stað þess' að úyggja sjálfvirkar stórverksmiðj ur eigi að leggja áherzlu á nokkrar framfarir í framleiðslu greinum þessara þjóða en sem miðast við kunnáttu fólksins og aðstæður á hverjum stað og sem leggi áherzlu á að skapa þessu fólki stöðuga atvinnu og lífs- viðurværi í stað þess að ræna það afkomumöguleikum. Þessi sjónarmið hljóta að vekjm mikla athygli, og þar sem nú er mjög rætt um þátttöku ls- lands í þessu hjálparstarfi er rétt að hafa þau í huga. ■u f

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.