Morgunblaðið - 04.09.1965, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 04.09.1965, Qupperneq 20
r 20 MORGUNBLAÐIÐ r taugardagur 4. sept. 1965 PATRICK QUENTIN: GRUNSAMLEG ATVIK Það versta var, að mamma, sem hafði alltaf verið kynþokk- inn uppmálaður á tjaldinu, hafði aldrei viljað viðurkenna kynferð ismálin í daglegu lífi og harð- neitaði því, að þau ættu nokk- urn þátt í góðverkum hennar. Pegar til dæmis menn eins og Ronnie, sem látið var sem væri að þiggja samúð hennar og holl- ráð, tóku að froðufella í návist hennar, horfði hún á það blind- um augum og gekk að því með oddi og egg að koma þeim aftur til löglegra maka sinna. Nú skellti hún á mig öllum madonnusvipnum: — Góði minn til allrar lukku tókst mér að bajrga honum. Það var nú eng- inn hægðarleikur en þó ég segi sjálf frá, á hún Sylvia La Mann ekkert að gera í hendurnar á mér. Og meðan ég var að þessu, hvort sem var, fannst mér ég verða að gera eitthvað líka fyr- ir garminn hana Normu. Ves- lings Norma, sagði ég við Ronn- ie, auðvitað drekkur hún og auð vitað er hún stundum þreytandi, og ef þú ferð varlega, þá sé ég ekki, hversvegna þú getur ekki heimsótt einhverja smástjörnu öðru hverju. En hversvegna ekki reyna að vera dálítið þol- inmóður við hana Normu garm- inn? Hugsaðu þér bara ástand- ið hjá .henni. Þú, hinn mikli framleiðandi með alla bankana I vasanum, en hún ...... Hvað er hún orðin. Þú veizt. að hún var áður vinsæl sem peysu- stúlka. Hversvegna ekki reyna með hana? Finndu nú einhverja stóra mynd handa henni og gerðu hana að stjörnu aftur! — Var þetta Ninon de Lenclos hlutverk þá þín hugmynd? — Já, víst var það, væni minn. Vitanlega hefur handritið verði tilbúið mánuðum saman. Veslings Ronnie hafði verið að reyna að draga Garbo út úr greninu sínu í hlutverkið, en ég sagði honum bara, að hann gæti eins vel reynt að draga Ninon de Lenclos sjálfa upp úr gröf sinni. Láttu hana Normu ves- linginn hafa það, sagði ég. Náðu í sterkan karlmann í hitt aðal- fclutverki, og þá verður hún al- veg guðdómleg. Og þó að hún sé orðin dálítið digur, þá sér það enginn gegn um krínólín- una. Ég leit á hana með einhverju, sem nálgaðist lotningu. — Ég mátti svo sem vita, að þú vær- ir eina manneskjan í heiminum, sem gæti fengið Ronnie til að fleygja frá sér mannorðinu og sex milljónum dala í ofanálag! Mamma hleypti brúnum. Hvert orð, sem hægt var að leggja út sem skammaryrði, fordæmdi hún sjálfkrafa. — Hvernig geturðu talað svona? Norma hefði orðið ágætis Nin- on, er ég viss um, og auk þess var Ronnie búinn að fá Brad Yates til að leika móti henni. Af öllum karlkyns glæsileika 1 Hollywood á þessum tíma, var Brad Yates glæsilegastur. Ég vissi, að mamma hafði sjálf ekki átt neina ósk heitari en leika móti honum. Hún greip upp rauðu lestrargleraugun sín og sveiflaði þeim. — Og hugsa sér, að hún skuli deyja einmitt þegar ferill henn- •r átti að verða gæsilegri en nokkru sinni áður. Hvílíkur sorg arleikur! Og aumingjann hann Ronnie! Þú hefðir bara átt að •já hahn. Hann er alveg úrvinda veslingurinn .... alveg saman- fallinn! Ég reyndi að hugsa mér Ronn ie samanfallinn af því að verða »f þessari endurnýjuðu hjúskap- •rsælu, sem mamma hafði neytt uppá hann. — Ertu viss um, að hann sé •vo mjög samanfallinn? spurði — Auðvitað er hann það, hvæsti mamma. — í blíðu og stríðu var Norma konan hans á heil tíu ár og meira tiL Þú mátt ekki vera svona illkvitt- inn. Það er svo viðbjóðslegt. Auðvitað hafði ég eins mörg áhyggjuefni nú og ég hafði haft í flugvélinni á leiðinni, en rúm- ið þarna var mjög mjúkt. Ég velti mér á bakið og lét mér líða vel. Ég kunni vel við rúm- in hennar mömmu. Og mér þótti líka vænt um að vera kominn til hennar. Ég hafði alveg verið búinn að gleyma, hvernig það var að láta skamma sig og þveita sér til og frá. — Mamma! — Já, elskan! — Hvernig gerðist þetta? — Gerðist hvað? — Með hana Normu, auðvitað. — Gerðist? sagði mamma og breytti um tón. Hvernig gerist það, þegar menn detta niður stiga? Þá detta menn niður stig- ann. ■— Var Ronnie þarna viðstadd- ur? — Hvar hefði hann svo sem átt að vera annarsstaðar? 4 — Sá hann hana detta? — Vitanlega sá hann það ekki. Hann var langt í burtu, við sundpollinn. Langt í burtu. — Hversvegna? — Vegna þess, að þau hö'fðu borðað í húsinu við sundpoll- inn. Þessvegna var það. — En hvað var Norma sjálf að vilja inn í húsið? — Hún fór inn til að ná í eitthvað. Það hafði hún verið að gera á tuttugu mínútna fresti. Bók, eða gleraugun sína eða kápuna sína. Ronnie segir nú, að hún hafi verið að ná sér í gin að drekka. — Hversvegna hafði hún það ekki bara með sér? — Af því að Ronnie hafði látið hana sverja að vera skikk- anleg, svo að hún eyðileggði ekki myndina. En þú veizt nú, hvernig þessi drykkjusýki er. Mamma setti upp bindindissvip. — Hún fór bara aftur og aftur, og kom alltaf aftur kenndari en næst á undan, svo að loksins fór Ronnie inn til að athuga þetta nánar. Og þarna lá hún. Gin- flaskan hlýtur að hafa verið í svefnherberginu. Hún hafði svo farið niður stigann og ........ hopp! Þar serrr faðir minn hafði ver- ið loftfimleikamaður og móðir mín hafði sem syrgjandi ekkja farið sjálf að vinna með því að aðstoða Hans frænda í einhverj- um jóðl-þætti, þá hefur þetta „hopp“ líklega verið einhvers- konar atvinnuorð hjá henni, og þá ekkert við það að athuga, eins og ^ stóð. Samt virtist það ekki eiga sér hinn rétta tón í sambandi við þetta so'rglega falí Normu. Það var eitthvað óþarf- lega fjörlégt. Og ég treysti mömmu aldrei, þegar hún gerð- ist fjörleg. — Svo það gerðist þá svona? sagði ég. — Já, svona gerðist það. — Og enginn viðstaddur þeg- ar það gerðist? — Hvaða óskapa spumingar eru þetta. Það er eins og þú hafir gaman af að fólk sé að deyja. — Ég á við, að þjónustufólk- ið hefur að minnsta kosti verið þarna nærri. — Það var fríkvöldið þess. Mamma reis upp víð olnboga og horfði á mig og nú var það með arnaraugunum. En svo setti hún upp hneykslunarsvip. — Þú ert vonandi ekki að gefa í skyn, að Ronnie hafi .... gert eitthvað? — Ja-a ....... sagði ég. — En sá þankagangur, blessað bam! Ekki veit eg hvaðan þú hefur hann! Svo þrumaði hún nokkra stund enn, en svo fyrir- gaf hún mér. — Veslings Nikki, þú hefur verið að hafa áhyggj- ur. Hræðilegt! Alla leiðina í flug vélinni — eintómar áhyggjur. Auðvitað rannsakaði lögreglan þetta alltsaman. Þeir komu margir — allt beztu mennimir, sem til voru. Og auðvitað sögðu þeir, að þetta væri slys. Hana- nú! Nægir þér það? Það nægði mér. Og að var yndisleg tilfinning. Þarna kom það. Þetta var slys og lögreglan sagði það sjálf. — Elsku raamma! sagði ég. — Elsku Nikki! Hún klappaði mér á kinnina og stóð upp af rúminu, og gekk að snyrtiborðinu. Snyrtiborð mömmu vor fyrir sitt leyti eins og ljósrauðu veggirnir. Þau voru míla á lengd með mílulöngum spegli yfir og á þeim voru nokk- ur tonn af snyrtivörum, sem hún snerti helzt ekki við, nema séfstaklega mikið skyldi við hafa. Hún hafði tekið upp bursta, sem lá innan um þvögu af ljósmyndum, sem hún skildi helzt aldrei við sig. Óteljandi frægar persónur, sem höfðu gef- ið henni áritaða mynd af sér, en þær sem hún hafði frammi voru aðeins myndirnar af þeim allra helztu og svo mynd af mér sem ungu barni í Varsjá, Osló eða Barcelona, eða hvar það nú var, sem ég fæddist, mynd af Hans frænda, mynd af Pam, mynd af Gino og mynd af pabba. Hún fór að bursta á sér hárið. — Guð minn góður, klukkan er hálfellefu og ég sór honum Ronnie, að ég skyldi koma klukkan tíu. Ég lá kyrr á rúminu og horfði á hana með ánægjusvip, og hugsaði um, hvað það væri nú gott að vera kominn heim aftur og allt væri í lagi og þar sem ég hafði hitt mömmu á heppi- legri stund, mundi ég geta sært út úr henni aðra Parísarferð til Moniku. En þá skaut upp hugs- un, sem jafnvel þá hefði getað verið óþægileg. — Hver ætlar að taka að sér hlutverkið, mamma? —. Hvað, elskan? Hún sneri sér frá speglinum. Andlitið á henni, sem gat sett upp hvaða svip sem vera vildi, var þó sér- staklega fært um að sýna eng- an svip. Nú var þessi auði svip- ur einmitt á því. — Hvað varstu að segja, Nikki minn? Ég heyrði það ekki? — Ég var að spyrja, hver ætti nú að leika Ninon de Len- clos? Mamma var enn með silfur- burstann uppi í hárinu. Snöggv- ast var eyðisvipurinn kyrr á henni, en svo benti hún með burstanum á handritið, sem lá rétt hjá mér á rúminu. Ég tók það upp. EIGN KVIKMYNDAFÉLAGS RONALD LIGHTS KVENLEG AÐ EILÍFU KVIKMYNDAHANDRIT ,BYGGT Á SÖGUNNI AF NINON DE LENCLOS Ég leit á handritið og var aft- ur orðinn eitthvað skrítinn inn- an um mig. Mamma kom til mín og settist á rúmstokkinn. — Mér leiðist það nú hálfgert, en ég neyðist bara til að gera það. Ekki einasta fyrir hann Ronnie, heldur líka fyrir hana Normu veslinginn. Þannig hefði hún viljað hafa það. Og það sagði ég líka, þegar veslings Ronnie grátbað mig að taka það að mér og bjarga myndinni. Þá sagði ég, að þannig hefði hún Norma viljað hafa það. 3. kafli. Ég vissi, að mamma hafði til að bera ótrúlega dirfsku og jafnþykka húð og nílhestur. Annars hefði hún aldrei orðið Anny Rood hin mikla. En þetta fannst mér fullmikið, jafnvel af henni. Svipurinn á mér hefur víst verið jafn einkennilegur og tilfinningarnar, því að hún leit hvasst á mig. — Jæja, hvað er það nú, strák bjáni? — Hvað heldurðu, að þeir segi? tókst mér að stynja upp. — Hverjir? Hverijir? Hverjir segja h'vað? — Blaðamennirnir. Hollywood. Allir. Norma dettur og drepur sig. Ronnie vitlaus í þér. Þú leggur undir þig íeitustu mynd, sem á ferðinni hefur verið síð- an . Boðorðin tíu“, og það áður en x. jima er einu sinni kólnuð. —Legg undir mig, þó, þó! Mamma lamdi á handarbakið á mér með burstanum, svo að mig sárverkjaði. „Hefurðu eng- in eyru á hausnum? Ég sagði, að Ronnie hefði beðið mig .... hann grátbað mig melra að segja og þegar ég loksins lét undan, þá var það aðeins fyrir Normu gert ....... henni til heiðurs! — Ég skil, sagði ég. Mamma greip í axlirnar á mér. og hristi mig harkalega. — Þú, Nikki! Ertu svo ungur og heimskur, að þú getir ekki skil- ið vinargreiða? Hún gleymdi mér svo og fór að verða falleg og dreymandi á svipinn. — Þessi mynd á ekki bara að verða ein af öllum hinum með leikkonu, sem leikur hlutverkið sitt. Hún á að verða minnisvarði um kæra vinkonu. Mér svelgdist á. — Ég er þegar búinn að segja Ronnie, að ég taki ekki við hlut- verkinu með neinum öðrum skil málum. Fyrst koma nú yfirskrift irnar: „Ronald Light sýnir Anny Rood og Brad Yates í „Kvenleg að eilífu“. Svo glymur tónlistin við — dauðaþögn — og röddin mín, mjög mjúk, segir: Kven- leg að eilífu, saga mikillar franskrar konu, tileinkuð minn- ingu mikillar konu í Hollywood — Normu sálugu Delaney." Hún þagnaði, mjög hrærð, en svo birti yfir andlitinu í engil- brosi. — Svona á að gera það, Nikki, og ekki öðruvísi. — Það er yndislegt! kvakaði ég, og hugsaði lotningarfullur: Þetta hefði enginn getað gert svona vel, nema sú gamla, eða látið sér detta það í hug. Þetta er hræðilegt, en hún ver vís til að geta hrist þetta af með ósvífn inni. Blessuð mamma! Hún hafði nú tekið aftur gleði sína og hélt áfram að mála sig. — Og svo geri ég auðvitað meira henni til heiðurs. Ég gef blaða- viðtöl. Ég skrifa greinar í kvik- myndaritin. „Anny Rood og Norma Delaney. Sönn Holly- woodvinátta“. Það er nú það minnsta, sem ég get gert, því að hef ég ekki þekkt Normu í heila eilífð, ef út í það er farið? Manstu ekki eítir því, mörgum árum áður en ég kom hingað, þegar við vorum báðar a.lls ó- þekktar og hún var að sýna sig allsnakin i Folies Bergéres, og var gift Roger Renard, þessum vesældarlega litla franska Ijós- myndara með baskahúfuna? Manstu ekki eftir, hvernig við áttum báðar okkar drauma, þar sem við sátum saman á pessum óteljandi krám á Montmatre? Manstu ekki ....... Nei, auðvit- að manstu ekkert af þessu, barn- ið gott. Þú varst þá svo hrá- .ungur! En svona var það nú samt: Anny Rood — Norma Del- aney. Hvað þetta er orðið löngu umliðið! Hún sleppti sér út í þessa vellulegu og sjálfsagt af- skræmdu draumóra um æskuvin áttu sína við Normu. Horfinn var síðari ára raunveruleikinn i sambandi við þessa druslulegu, fyrrverandi peysustúlku, með þústaða andlitið, sem gerði alla óhamingjusama og datt svo að lokum niður stigann, eftir að hafa sopið einu sinni um of á ginflöskunni, sem hún hafði fal- ið. En þetta gat mamma. Hún var trúgjarnasti áheyrandi sjálfr ar sín. Þessvegna slapp hún frá því öllu. Jafnvel Lettie Leroy yrði farin að háskæla áður en mamma hefði lokið sögu sinni. — Æ, guð minn góður, þarna stend ég og masa við þig meðan blessunin hann Ronnie .... Hún þaut aftur að spæglinum og tók að bursta á sér hárið, allt hvað af tók. — Hvar er Gino? Hvað, er þetta, eru allir seinir á sér í dag? Öskraðu á hann, Nikki elskan. Farðu fram á stigagatið og veinaðu! Ég tók að brölta fram úr rúm« inu, en í sama bili, kom Gino að dyrunum, glæsilegur og lag- legur í nýjum bílstjórabúningi. Hann sá mig alls ekki, heldur aðeins mömmu við spegilinn. Hann glotti til hennar. — Æ, mín fagra frú. Fljót nú Anny elskan. Klukkan er næst- um ellefu. Tíu árum áður hafði mamma, á einnig „landkönnunarferð sinni um þessi Bandaríki“, feng- ið leigða íbúð undir stóru rauð- viðartré í Yellowstone-þjóðgarð inum, og einhver skógarvörður kom því í kring fyrir hana. Svo ótrúlegt sem það kann að virðist kom það í ljós, að þessi skógar- vörður var Gino, yngsti maður- inn í loftfimleikaflokknum hans pabba, og hafði orðið innlyksa í Bandaríkjunum, þegar sirkusinn gafst upp í Seattle. Mamma hafði hlaupið upp um hálsinn á honurn, af eintómri viðkvæmni í sambandi við „gömlu dagana", oe. jafnskjótt sem hún var þess vör, að hann var ekkert hrif- ínn af þessu skógarvarðarstarfi, lét hún hann segja upp á staðn- um og stundinni og ók beint heim með hann, og þar hafði hann svo verið síðan. Ekki veit ég, hvað starf hans var kallað. Vissulega var hann ekki einungis bílstjóri og lífvörð ui, því mamma tók hann með okkur, hvert sem farið var, jafn vel í fínustu boð. Fólk, sem þekkti ekki mömmu, var vant að vera íbyggið viðvíkjandi stöðu hans á heimilinu, en það var bara fólk, sem þekkti ekki mömmu. Gino var, að ég held, bara hliðstæður Pam og Hans frænda — bara einn í viðbót, sem mamma þurfti að ausa velvild sinni yfir, og órofa tryggð sinni. Þegar mamma sá hann i spegl inum, snarsneri hún sér við. — Þú! Þú ert of seint á ferð- inni. Alveg gæti ég myrt þig. "■"k

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.