Morgunblaðið - 24.09.1965, Page 2

Morgunblaðið - 24.09.1965, Page 2
2 MORGU N BLAÐIÐ Föstudagur 24. sept. 1965 Skólafólki leyfð síldarvinna til 14. okt. BLAÐINU bar'st í gær eftirfar- andi frétt frá menntamálaráðu- iieytinu: Landssamband ísl. útvegs- manna og Félag síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi hafa farið þess á leit við ríkisstjórn- ína, að nemendur unglinga- og framhaldsskóla, sem starfandi eru á síldveiðiskipum og við síidariðnað á Austurlandi, fái leyfi til þess að mæta ekki í skóla fyrr en 14. október, enda leggi þeir fram vottorð frá vinnuveitanda um, að þeir hafi verið við framangreind störf. Vegná hins alvarlega skorts á vinnuafli í síldariðnaðinum hef- ur rikisstjórnin fallizt á framan greind tilmæli. Nemendur geri skóla sínum þegar aðvart, ef þeir notfæra sér þessa heimild. Sáttanefnd skipuð Ðlaðinu barst í gær eftirfar- andi fréttatilkynning frá félags- máiaráðuneytinu: -Sámkvæmt ósk samninganefnd- ar Bandalags starfsmanna rikis Og bæja, hefur félagsmálaráð- fherrsi, samkvæmt heimild i 3. mgr. 12. gr. laga nr. 55/1962, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, í dag skapað hæsta- réttardómarana Jónatan Hall- varðsson og Loga Einarsson, til að taka ásamt sáttásemjara ríkis- ihs sæti í sérstakri sáttanefnd, er hafi til meðferðar kjaradeilu fyrirsvarsmanna ríkissjóðs og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Félagsmálaráðuneytið, Sáttanefndin hefur boðað fund með aðilum að þessari kjaradeilu kl. 4 e.h. í dag, föstudag. Metropolitan söngvari syngur hér á þriðjudag FINNSKI óperu og ljóðasöngvar- inn Tom Krause kemur hingað til Reykjavíkur á vegum Tón- Iistarfélagsins um næstu helgi, og ætlar að halda hér tvenna tónleika. Tom Krause er fæddur árið 1934. Hann stundaði tónlistar- nám í Helsinki og að því loknu hélt hánn til Vínarborgar til framihaldsnáms. Árið 1959 var hann ráðinn til Berlínar og söng þar ýms óperuhlutverk, auk þess sem að hann hélt fjölda tónleika í ýmsum löndum. Árið 1962 var hann ráðinn til að syngja með Filharmonisku hljómsvéitinni í Hamborg og að því loknu réðist hann til óperunn ar þar f borg og þar hefir hann verið búsettur síðan og sungið ýihs óperuhlutverk, bæði í Ham- borg og öðrum borgum Þýzka- lands. f>á hefir hann haldið fjölda tónleika. Nú er Tom Krause á leið til Bandaríkjanna, er ráðinn þar til að syngja við Metropolitanóper- una, einnig mun hann halda fjölda tónleika í ýmsum borgum þar í landi. Landi hans Pennti Koskimies píanóleikari er með í ferðinni og annast undirleik á tónleikunum. Tom Krause heldur tvenna tón- leika hér, á þriðjudagskvöld og miðvikudagskvöld 28. og 29. þ.m. Verða þeir í Austurbæjarbíói kl. 7 bæði kvöldin. Á efnisskránni sem er mjög fjölbreytt, eru lög eftir Hugo Wolff, Rioh. Strauss, Ravel og Sibilius. Tónlistarfélag- ið hefir gefið út mjög vandaða efnisskrá, þar sem allir frumtext- ar Ijóðanna eru prentaðir. >or- steinn Valdimarsson skáld hefir þýtt þá alla í bundið mál, og eru þær þýðingar einnig prentaðar í efnisskránni. Þetta verða aðrir tónleikar Tónlistarfélagsins á þessu hausti, en þeir áttundu í röðinni þetta ár. Misræm' í Irétlalluln- ingi irá Grikklcmdíi í MORGUNBLAÐINU í gær birtist frétt, sem hlaðinu barst í fyrrakvöld þcss efnis sUS forseti Islands, sem nú er staddur í Grikklandi í einka- erindum, hafi setið hádegis- verðarboð K- tantíns Grikkjakonungs í hrll kon- hngs í Aþenu. Frej:n þessi barst Morgunblaðinu frá norsku fréttastofunr.i NTB, en öll islenzku dagblöðin fá fréttir frá NTB. Nýtur NTB álits sem áreiðanleg frétta- stofriun. Mbl. vildi hins vegar kynna sér þetta mál nánar, og spurðist fyrir um það hjá Associated Press. í svari AP í gær segir hins vegar, að for setinn hafi ekki gengið á fund konungs, heldur aðeins sent honum kveðjur, og virð- ist því eitthvað hafa farið milli mála í fréttaflutningn- um frá Aþenu. — íslenzka utanrikisráðuneytið sagði í gær, að því væri ókunnugt með öllu utn málið, enda væri' forsetinn I einkaerind- um érleridis. Mun forsetinn dvelja í Grikklandi þ-r iil 2,. október n.k. „Ég er ekki kommúnisti og mun aldrei veria það" segSr Súkarno í sjálfsævisögu sinni í SJÁLFSÆVISÖGU Sukarn- ós, Indónesíuforseta, sem verður gefin út innan skamms, segir hann um sjálfan sig: „Hann er „mikill elskhugi". Hann elskar land sitt og þjóð, hann elskar konur og listir, en sjálfan sig elskar hann allra mest“. Sjálfsævisöguna ritar Suk-' arnó með aðstoð bandaríska rithöfundarins Cindy Adams, eiginkonu gamanleikarans Jo- ey Adams, og unnu þau að samningu bókarinnar í fimm mánuði, Úr dráttur úr henni hefur þegar birzt í tímaritinu „Esquire“. „Sukarnó er tilfinninga- maður“, segir Sukarnó um sjálfan sig, „hann kann að meta fagra hluti, grípur and- ann á lofti, þegar hann sér fagurt landslag, kefnst í ljóð- ræna þanka, þegar hann horf- ir á indónesíska sólarlagið, og grætur þegar hann heyrir negrasálma". Og hann heldur áfram: „Sagt hefur verið um mig: „Forseti Indónesíu hefur of mikíð listamannseðli". En ég þakka fyrir að mér er í blóð borin ást á listurn, það er m.a. hún, sem hefur gert mig að miklum byltingarleiðtoga“. Sukarnó gagnrýnir blöð á Vesturlöndum og segir, að þau gefi ekki rétta mynd af ástand inu í Indónesíu .„Blaðamenn- irnir tönnlast á. því, að ég sé þræll Rússa. En ég vil taka Sukarnó. það skýrt fram í eitt skipti fyrir öll, að ég er ekki komm- únisti, hef aldrei verið það og mun aldrei verða það“. „Það er fáránlegt að segja, að ég beygi mig í duftið fyrir Rússum. Hver sá, sem hitt hef- ur Sukarnó yeit, að hann er of mikill persónuleiki til að vera þræll einhvers annars en þjóðar sinnar“. I úrdrættinum, sem birtist í „Esquire" verður Sukarnó tíðrætt um konur og afstöðu sína til þeirra. „Jú, jú, auðvit- að elska ég konur, ég viður- kenni það fúslega, en ég er ekki kvennabósi eins og blaða menn vilja halda fram.. . „Mér þykir gaman að hafa ungar konur í kringum mig í skrifstofu minni. Þegar gestir , tala um hina ungu áðstoðar- menn mína af veikara kyninu, segi ég í gamni: Það er eins með konur og gúmmít'ré, það \ er ekkert varið í þær eldri en 30 ára“. Síðan heldur Sukarnó á- fram: „Fólk segir, að Sukarnó finnist gaman að gjóta horn- auga á fagrar konur... . Þetta er ekki rétt. Sukarnó finnst gaman að horfa á fagrar kon- ur. Ég elska fegurðina af ein- lægni“. En honum geðjast ekki að viðræðum og hann seg ir: „Ég vil ekki að kona fari að æsa mig upp í rökræður, þegar liðið er á kvöld. Ég kýs fremur falslausa ást bónda- dótturinnar, sem lætur vel að mér, hlúir að mér, hughreyst- ir mig og nuddar fætur mina, þegar ég er þreyttur“. Hey með mesta móti Kartöfluuppskera misjöfn — Slátrað í tveimur húsum — Byggingaframkvæmdir — Nýr vegur Lxtli Hvammur, 19. sept.: SLÆTTI í Mýrdal lauk almennt um viku af september og hafði staðið heldur með lengra móti og stafar það af éþurrkakafla, sem var hér í ágústmánuði. Annars má telja þetta sumar fremur gott og eru hey með mesta móti og hafa menn víða hlaðið upp stórum heyjum úti, þar sem h.öðupláss hefur þrotið. Kartöflugras féll sumstaðar snemma af völdum frosts og er kartöfiuuppskera mjög misjöfn, þar sc-m búið er að taka upp. Um miðjan mánuðinn hófst sauðfjársláliun í Vík, slátrað er í tveimur siáturhúsum. Byggingarframkvæmdir eru nokkrar. í Vík er unnið að bygg mgu húss yfir Póst og síma, einnig að stækkun barnaskóla. Kaupféiag Skaftfellinga er að reisa stór* verkstæðisbyggingu og eitt íbúðarhús er í smíðum. Á Ketilsstöðum er unnið í nýju barnaskólahusi og í sveitinni er unnið töluvert við útihúsabygg- jngar, aðal ega hloður. Nýhrga var opnaður nýr vegar kafli við Vík. Nær hann úr plássúiu inn fyrir svonefnt Grafargil og fellur þar með úr natkua vondur vegarkafli, þar sem var Grafargil og Dalaskörð er bæði var snjóþungt og erfitt. Hinn nýi vegur er breiður og góður og er að honum hin mesta samgöngubót. Kemur hann yfir | Víkursá, sem er brúuð með tveimur stálrörum samliggjandi 3 metra viðum. Tíðarfar hefur verið mjög gott i haust, oftast þurrt, úrkoma ekki teljaridi. — Sigþór. SUNNUDAGINN 26. september kl. 6 síðdegis verða orgeltónleik- ar haldnir í Skállioltsdómkirkju. Listamaðurinn, Martin Giinther Förstermann, er einn hinna viður kendustu orgelsnillina nú á tím- um, er prófessor við tólistarhá- skólann í Hamborg. Prófessor Förstermann er ís- lendingum að góðu kunnur, frá því er hann hélt hér tónleika fyr- ir nokkrum árum. Það er ekki r.óg með að hann hafi farið í tón- leikaferðir um gjörvalt föðurland sitt, Þýzkaland, heldur hefir hann einnig haldið tónleika í flestum Evrópulöndum og Amer- íku, auk útvarps- og sjónvarps- sendinga. Bfnisskráin hefst með' því að leikin verður Tokkata, Variatiqn og Fuga (quasi Improvisation) eftir Förstemann við sálminn: „Vakna Zions verðir kalla“, þá Freymdður sýnir í Vestmonnneyjdni AÐ tilhlutan Rotary-klúbbs Vstmannayeja sýnir Freymóður Jóhannsson, listmálari, um 50 myndir í Akóges-húsinu I Vest mannaeyjum. Verður sýningin opnuð á laugardag ki. 2 e.h. og eru nokkrar myndii til sölu. koma verk tveggja gamalla org- elmeistara, Preludíum og Fuga 1 g dúr eftir lærisvein Buxte- hudes, Nikolaus Bruhns, og til- brigði eftir Georg Böhms, er eitt sinn var organleikari við Jóihann- esarkirkjuna í Lúneburg. En verk þau, sem fyrst og fremst bera tónleikana uppi, eru orgeltónverk Jóihanns Sebastian Backs. Preludíum og Fuga í f moll, og einnig Preludíum og fuga i a-dúr. Hin stórbrotna Passacaglia og Fuga í c-moll er svo síðasta viðfangsefnið á tón- leikunum. Förstermann mun einnig spila á öðrum stöðum á landinu. Á undan tónleikunum, kl. 4,30, rriessar séra Guðmundur ÓU Ólafsson, sóknarprestur í Skál- höltL Ferð verður fra BifreiðastöS íslands kl. 2. Förstermanns tón- leikar í Skálholti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.