Morgunblaðið - 24.09.1965, Side 12

Morgunblaðið - 24.09.1965, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 24. sept. 1965 Þ'essi mynd var tekin skömmu fyrir kosningarnar í V.- Þýzkalandi og sýnir sigurvcgarann, Ludwig Erhard halda ræðu á framboðsfundi. ÚR ÝMSUM ÁTTUM Ein af þyrlum Bandaríkjahers í S.-Víetnam af gerðinni HU-18, hrapaði fyrir skömmu, er hún nálgaðist flugvöllinn í Dak-To. Var stærri þyrla, af gerðinni H-37, fengin til að flytja þá fyrr- nefndu til flugvallarins. H-37 þyrlunni tókst að lyfta hinni eina mannhæð frá jörðu, en þá hrapaði hún ofan á hana. Myndin sýnir þyrlurnar eftir slysin. Engan mann sakaði alvarlega af völdum þeirra. Geimfararnir, Gordon Cooper (t.v.) og Charles Conrad, sem voru átta sólarhringa í geimferð { geimfarinu „Gemini 5“, komu fyrir skömmu í heimsókn til Aþenu. Á myndinni sjást þeir aka um götur borgarinnar. Lady Bird Johnson, forsetafrú Bandaríkjanna, tekur á móti frú Chiang Kai-shek, forsetafrú Formósu, fyrir utan Hvíta húsið fyrir skömmu. Nokkrum dögum áður en Kínverjar settu Indverjum úrslita- kosti og hótuðu innrás i Sikkim, kom^drottning þessa smá- ríkis til London ásamt þremur börnum konungs frá fyrra hjónabandi. Var drottningin að fylgja stjúpbömum sinum í heimavistarskóla í Englandi. Vegna hinna válegu tíðinda, sem bárust frá landi drottningar hélt hún fund með frétta- mönnum. Kvaðst hún telja ólíklegt, að Kínverjar gerðu al- vöru úr hótun sinni. Drottningin í Sikkim, sem nú nefnist Hopla, er bandarísk og hét Hope Cook áður en hún giftist Sikkimkonungi. Hún er 25 ára. Um helgin afhjúpaði Elísabet Bretadrottning minningarstein um Sir Winston Churchill í Westminster Abbey í London. Var afhjúpun steinsins liður í hátíðahöldum í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá því að orustan um Bretland var háð. Myndin var tekin í Iok athafnarinnar. Með drottningu eru m.a. prófasturinn af Westminster (í miðið) og Philip prins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.