Morgunblaðið - 10.10.1965, Blaðsíða 28
28
MORGUN&LADID
Sunnudagur 10. október 1965
PATRICK QUENTIN:
GRUNSAMLEG ATVIK
Einn morgun, þegar ég var
innikróaður á Traíalgartorginu,
með straetisvagna allt í kring
um mig, sem allir íóru í öfuga
átt, keypti ég póstkort af Þjóð
listasafninu, bara út af ein-
hverju hatri á öllum og öllu
nema sjálfum mér, skrifaði
„beztu óskir“ á það og sendi
það til Moniku.
Ég hafði nú misst allt tíma-
skyn, en allt í einu var kominn
dagurinn fyrir afmaelisdag
mömmu, og Drottningarheim-
sóknina. Þetta kvöld þegar ég
kom úr þessari tilgangslausu
gönguför mixmi, fann ég Ronnie
sem sat aleinn í setustofunni.
Ég hafði gleymt þessu ástsjúka
hunds-augnaráði, sem hafði síð-
ustu dagana í Hollywood algjör
lega útrýmt virðuléikanum, sem
þar hafði áður verið. En þarna
var það enn í almsetti sínu og
Ronnie vildi fyrir hvern mun
úthella hjarta sínu fyrir mér .,.
Hann beinlínis varð að fljúga
yfir sundið til þess að sjá frum-
sýninguna hjá mömmu. Skyldi
mamma verða bálvond? Hann
þoldi bara ekki að vera skilinn
frá henni lengur! Hann hafði
ekki ráðið neina aðra í Ninon,
enn sem komið var, hann var
enn að bíða og vona........Héldi
ég hugsanlega, að það gaeti ver-
ið nokkur von um, að mamma ..
.. Og svo snökti hann og and-
varpaði. Þ-etta gekk svona tím-
unum saman og svo kom Gino
frá Cannes, hlaðinn öllum tösk-.
unum hennar mömmu, sem hún
hafði auðvitað skilið eftir handa
honum að sjá urn. Hans frændi
hafði orðið eftir, af því að
hann var enn ekki orðinn góður
í maganum. Hann var alveg frá
sér að geta ekki komizt í af-
mælið hennar mömrnu (hverj-
um var ekki sama um það), en
húsbóndahollur eins og hann
var, hafði honum fundizt meira
um vert að vera orðinn hress
fyrir sýninguna. Pam var í Eng-
landi, en einnig hún var afskap-
24
lega leið yfir því að geta ekki
komið í afmæiið. Hun haiði
komizt 1 vandræði með Tray.
Enda þótt mamrna hefði beitt
öllum sínum miklu áhrfium
í báðum þingdeildum og kon-
ungshöllinni með, til þess að
fá Tray losaðan úr sinni sex
mánaða sóttkví, voru enn ým-
isleg formlegheit óleyst, og Pam
var neyrld til að vera að
Lœgstu
vetrarfargjöld
milli
fslands
og
meginlands
Evrópu
Lunieioir bjóöa viðskiptavinum sínum þessi ófrúlega lágu
fargjöld á fímabilinu frá 1. nóv. fil 31. marz. Gjöldin eru
ekki háð 30 daga skilmálum. Farseðlar gilda í eilf ár.
Frá Luxemborg og Amslerdam eru allar göfur greiðar til
stórborga meginlands Evrópu.
Munið LÆGSTU VETRARFLUGGJÖLD LOFTLEIÐA
Þægilegar hraðferðir heiman og heim.
Loffleiðis landa milli.
minnsta kosti einn sólarhring í
viðbót í einhverri hundastöð
í Essex ,-til þess að hughreysta
Tray, áður en hann yrði leystur
úr haldi fyrir óiþolinmóða áhorf-
endur.
Lukka kom heim úr kennslu-
stundinni sinni og mamma kom
úr einni mátuninni í viðbót, c.g
lét þess getið með ofsahrifn-
ingu, að drottningarkjóllinn
hennar yrði áreiðanlega tilbúinn
á morgun. Ó, hann er alveg
guðdómlegur, elskurnar mínar,
en stífur, beinlínis stífur. Hún
virtist alveg hafa gleymt þessu
japli við Ronnie að þau mættu
aldrei sjást aftur, því að hún
fagnaði honum með gleðiópum
og faðmaði hann og kyssti og
minntist á yndislegt þrjátíu
manna samkvæmi sem hún ætl-
aði að halda á afmælinu sínu,
rétt áður en hún gengi á fund
drottningar. Og svo fórum við
öll í kvöldverðarboð og síðan í
leikhús, þar sem Larry, Vivien
o.s.frv., o.s. frv. voru viðstödd.
Lukka var stórhrifin af þessu
öllu. Einhverntíma undir miðri
sýningu, vaknaði ég af þessu
dái, sem ég hafði verið í, og
fann, að hún lék á alls oddi. Ó,
guð minn góður, hugsaði ég, og
seinna þegar ég lá andvaka í
rúminu mínu, sá ég allt í einu
fyrir mér hljónaband okkar
Lukku, þar sem hún varð meira
og meira að aflvél — meir
en nokkurntíma mamma — öll
í velgengninni og frægðinni!
Nei, sagði ég við sjálfan mig.
Grafðu þá hugsun sem dýpst,
Nikki. Slepptu henni alveg —
dreptu hana!
Ég fór snemma á fætur næsta
morgun. Ekki veit ég - hvers-
vegna, en ég var bara allt í einu
vaknaður og að liggja i rúm-
inu var verra en allt ann-ið, sem
mér gat dottið í hug. Ég gekk
inn í setustofuna. Gino var kom
inn á fætur á undan mér. Hann
var að koma fyrir afmælisgiöf-
unum hennar mömmu á burði
úti við gluggann — sínum eígin
gjöfum og svo frá Pam og Hans
frænda, og öllum hinum. Þá datt
mér allt í einu í hug, að sjálfur
hafði ég ekki keypt neitt handa
henni. Á einhverju brjálæðis-
augnabliki datt mér í hug, að
það gæti verið fjandans sama.
Að minnsta kosti gæti það verið
bending, ef ég keypti ekkert
handa henni — það gæti borið
sálarástandi minu vitni.
En Gino sagði: — Hvað er
gjöfin þín, kall minn?
—'Ég er ekki með neina gjöf.
— Ekki neina gjöf?
— Ég ætla að fara að nú 1
hana, heyrði ég sjálfan mig
segja. Það er nógur timi til þess
enn. Hún tekur þær hvort sem
er ekki upp fyrr en þessu sarn-
kvæmi er lökið.
Þetta hræðilega þrjátíu
manna samkvæmi, sem hún ætl-
aði að svífa úr í allri sinni dýrð,
fram fyrir fótskör Elísabetar II. I
Gino horfði á mig með vin-
gjarnlegum vandræðasvip. —
Hvað gengur eiginlega að þér,
krakki? Ertu veikur?
— Nei, það er allt í lagi með
mig.
— Farðu þá í guðs bænum
og kauptu gjöfina þína!
Ég klæddi mig því og fór svo
með Lukku, sem- þurfti að vera
komin til franska herrans, sem
átti heima þar sem kallað var
St. John’s Wood, klukkan hálf-
tíu. Þegar við vorum að fara
út, komu þrjár kvensur, sem ég
þekkti frá fyrirtæki John
Cavanagh, út úr leiguvagni,
með heljarstóran böggul með-
ferðis. Var það Drottningarkjóll
inn? Ég leit á þær, fúll á svip-
inn. Hvað átti ég að kaupa
BARNAÆVINTYRIÐ
W,
uóin, óem óoncj,
xÞAÐ var einu sinni hégómleg, lítil mús, sem hafði fengib
þá hégómlegu hugmynd, að hún skyldi verða óperusöngv-
ari. Þessi bjánalega hugmynd hafði hlaupið í hana, eftir að
hún hafði einu sinni farið inn í skolpleiðslupípu, sem lá á
akrinum, og hún hafði tekið eftir því, að þegar hún var
inni í pipunni og tísti, þá hljómaði þetta eins og einhver
bylmingsrödd — en vitanlega var þetta bara bergmálið í
pípuftni, sem gerði röddina í henni svona mikla. Upp frá
þessari stundu var hún orðin eins og einhver allt önnur
mús. Hún klæddi sig í allskonar
skrípabúninga, af því að hún vildi
láta fólk taka eftir sér, og sjá, að
þarna væri listamaður á ferð. Og
það vantaði ekki, að fólk horfði á
hana, en það bara lé.t sér nægja að
hrista höfuðið og hvísla, hver að
öðrum: — Viltu sjá, þarna er þessi
vitlausa mús, sem heldur, að hún geti sungið.
Á hverju kvöldi fór músin inn í pípuna sína og söng.
Söng hærra og hærra, svo að það tók undir í pípunni, svo
að hún gat sjálf ekki heyrt mannsins mál. — Þetta hlýtur
að heyrast út um allan heim ,hugsaði hún. — Ég er áreiðan-
lega mesti söngvari í heimi.
Og það var nú engin önnur en gamia hornuglan, sem
heyrði þetta. Hún hafði enn góða heyrn, og eitt kvöld þeg-
ar hún flaug lágt uppi yfir pípunni, hugsaði hún: — Hvaða
hljóð er þetta? Þetta er eins og mús að tísta. Hún flaug
aftur að pípunni og gægðist inn í hana. Og það stóð heima:
þarna sat músin og hafði hátt. En þegar hún sá í eldrautt
auga við endann á pípunni, þagnaði hún, og varð hrædd.
— Hvað ert þú að gera hér? spurði uglan.
— Ó, ég sat hérna bara.... og var svolítið að raula,
svaraði músin. — Finnst þér það ekki láta vel í eyrum?
— Það lætur alltaf vel í eyrum uglunnar, þegar mús
tístir, sagði uglan, — því að það þýðir sama sem, að þá er
matur á næstu grösum. Þú ert fyrsta mús, sem ég hef hitt,
sem beinlínis grenjar upp til þess að láta éta þig. Aðrar
mýs þegja þegar ég er úti í matarleit.
Nú varð músin alvarlega hrædd. Hún skildi, hvað hún
hafði hagað sér heimskulega. Hún sat þarna kyrr alla nótt-
ina og þorði ekki að hætta sér út úr pípunni fyrr en daginn
eftir. Sem betur fór, var uglan þá flogin burt, en eftir þessa
nótt söng músin ekki nema heima í músarholunni sinni,
þegar hun var viss um, að enginn heyrði til hennar. Að vísu
var söngurinn ekki eins fallegur þar og hann hafði verið
inni í pípunni, en músinni var orðið alveg sama um það.