Morgunblaðið - 16.10.1965, Side 13

Morgunblaðið - 16.10.1965, Side 13
Laugardagur 16. o'któber 1965 MORGUN BLAÐIÐ 13 **«w»,<* " '• Dr'rt r*: vÍKI-xr.OS ; o ííí'? <>«.!. !;■:. - •■ {•.> 1« • i(i>» . ^ur >),*} «??.* tí?,rra, » «a «»ue «KS<v ra^, <j««' líbrn, l'sírrr-tunHnrrt ,. wtHMHr>^cyt4v^:w. Víklngamyndin úr „ABC“. sena goSsðgnln um L.eif Eiríks son færi alltaf á kreik kring- um Kolumbusardaginn, en því væru' ítaiskættaðir Banda ríkjamenn löngu orðnir vanir og kipptu sér ekkert upp við það. I „Þeim er vorkunn að langa til að lauga sig í Ijóman- um, sem stendur af afrekum Kolumbusar“, sagði hann. II Annar framámaður ítalsk- 1 eettaðra í Chicago, Vincent í Ferrara sagði „við brosum , bara góðlátlega, — að Norð- i urlandabúum, þeir halda að j þeir hafi hitt vel á tímans j vegna. En hvaða sannanir eru þessar fullyrðingar i þeirra — alls engar — þið | grafið aldrei upp ítala, sem I afneitar afrekum Kolumbus- ar“. Viðbrögð sagnfræðingsins Samuel Eliot Morisons voru öllu fræðimannslegri. Hann kvað bókina um" Vínlands- kortið mikið og alvarlegt vís- indarit, sem sjálfsagt væri að taka alvarlega, enda þótt hún væri birt rétt fyrir Kolum- busardaginn. Kvað hann kort ið sjálft mjög merkilagt, þar sem það væri hið fyrsta frá því fyrir daga Kolumbusar, er sýndi Vínland merkt, „að öðru leyti sannar það ekki margt“, sagði hann og bénti á, að í bóik sinni „The Oxford History of The American People“, teldi hann sögulega etaðreynd, að írar hafi setzt eð á íslandi en hrakizt þaðan undan norrænum mönnum um 650. Telur hann senniJegast að þeir hafi haldið þaðan í vest- urátt og siglt þar til þeir komu tii Norður-Amerí'ku. „Ef þið viðurkennið landa- íundi norrænna manna verðið J>ið einnig að taka til greina að írarnir komu þangað jafn- vel enn fyrr“. Erá Philadelphiu bárust um fnæli hæstaréttardómarans Michaels A. Musmanno, er aagði mannfræðilega hleypi- dióma liggja að baki rannsókn arstarfi Yale-fræðimannanna. Kyað Musmanno ekkert undar legt þótt Vínland sæist á Yale kortinu og einnig furðu ná- kvæm teikning af Grænlandi. „Því ekki? Kortið var búið til fimm hundruð árum eftir för Kolumbusar, og þeir, sem það gerðu gátu auðveldlega ekreytt það teikningum af .Vínlandi og Grænlandi“. 1 Boston var haldin mikil skrúðganga í tilefni Kolum- busardagsins og voru meðal göngumanna Edward Kenne- dy, öldungadeildarþingmaður I ■— og vakti það atbygli að , hann gekk hækjulaus. Frá því hann kom af sjúkrahúsinu, þar sem hann lá mánuðum saman eftir flugslysið í júní 1904, hefur hann gjarna stuðzt við hækju eða staf. Einnig voru í göngunni John A. Volpe, ríkisstjóri Massa- schusettes og kona hans, ásamt fjölda fólks, sem þekkt er í stjórnmálalífi ríkisins. Engar stóryfirlýsingar bárust frá Boston og gangan fór þar friðsamiega fram. undir fán- um og lúðrablæstri. Tóku þátt í henni um 10 þúsund manns, en um löO þúsundir manna íylgdust með henni. Á einum stað hafði verið komið fyrir heimatilbúnu skilti, þar sem á stóð „Leifur Eiríksson fann Ameriku“. Og á húsvegg einn hafði verið krotað með krít: „Leifur Eiriksson er fífl“. í fulltrúadeild Bandarikja- ings risu unnendur Kolum- busar upp til þess að verja heiður hans. Var þar helzti ræðumaður Bichard D. Mc- Carthy, demókrati frá New Ybrk, sem sagð;, að hversu mikill fótur, sem vera kynni fyrir þessum kortafundi, væri einkar ósmekklegt af Yale-háskólanum að segja frá honum sem „æsifrétt“ rétt fyrir Kolumbusardag- inn. McCarthy bætti við: „Að gera lítið úr afrekum Kol- umbusar, er sama og að lítils virða ítölsk stórmenni á borð við Joe Dimaggio, Art- uro Toscanini, Enrico Car- uso og Leonardo Da Vinci“. Annar ræðumaður, Silvio O. Conte, repúblikani frá Massaschusetts, sagði, að hann liti Kolumbusardaginn sömu augum og jólin og 4. júlí — þjóðhátíðardag Banda ríkjanna — þetta væru dag- ar, er vektu með mönnum stolt og gleði. „Kolumbus var maður gæddur hugrekki, trú og óbilandi hugsjóna- eldi“, sagði Conte, „á degi sem þessum er ég hreykinn yfir minni ítölsku arfleifð". Loks er að geta þess að Bandaríkjaforseti, Lyndon B. Johnson, sendi ’frá sér ávarp í tilefni Kolumbusardagsins, þar sem hann þeindi orðum sinum einkum til ítalskætt- aðra Bandarikjamanna. Þar sagði m.a., að allt frá dög- um Vespuccis til daga Fermis og Toscaninis hefði Ameríku verið að því mikill fengur að hafa sér í æðum rennandi ítalskt blóð. í Evrópu urðu viðbrögð engan veginn eins sterk, — nema frá blaði konungssinna á Spáni, sem töldu ítali ágirn- ast Kolumbus um of. Á sjálfri Ítalíu sögðu dag- blöðin frá landabréfafundin- um æsingalaust, undir stórum fyrirsögnum þó: í síðdegis- blaðinu „Paese Sera“ í Róma- borg var fyrirsögnin á þessa leið: „Víkingarnir komu til Ameríku löngu á undan Kol- umbusi. Landabréf frá 1440, teiknáð af munki frá Basel hefur leitt það í ljós“.í Milanó sagði „II Corriere Della Sera“: „Fregn sem breytir mannkyns sögunni: Vikingarnir sagðir hafa stigið fyrstir á land í Ameríku“. í Tóríno bætti blaðið „Stampa Sera“ hins- vegar við spurningarmerki: „Fornt landabréf leiðir í ljós, að Kolumbus var ekki sá, er fyrstur koma að landi í Ameríku?" Að fregninni sagðri bætti blaðið því við, að fundur landabréfsins væri án efa mjög mikilvægur sagn- fræðilega og vísindalega — en á hinn bóginn hefði fyrr verið kunnugt, að norrænir menn hefðu að öllum líkindum komið til Nýja heimsins þegar snemma á 11. öld. Þess beri mönnum hinsvegar að minnast, að uppgötvun Kolumbusar hafi ekki aðeins verið landfræði- legt afrek, sambærilegt við fyrstu ferðir manna til heim- skautanna. För Kolumbusar hafi markað þáttaskil í heims menningunni — hann hafi opnað nýjar og áður ókunnar leiðir, leitt til landvinninga Evrópu í nýja heiminum og viðskiptatengzla þar í milli ■— og jafnframt lagt grundvöll að myndun Bandarikjanna og annarra rikja Ameriku. Því hafi dáð hans ekki aðeins ver- ið landfræðileg heldur fyrst og fremst sögulegs eðlis. , n - - - - AP-fréttastofan segir, að við- brögð ítala hafi yfirleitt ver- ið hófsöm og „virðuleg“, eins og hún kemst að orði. Þeim var að sjálfsögðu lítt um fregnina gefið, en hún skyggði ekkert á hátíðahöldin á Kól- umbusardaginn. Var mikil pomp og pragt um landið allt, Kolumbusar minnzt sérstak- lega í öllum skólum landsins o.s.frv. í Genúa, sém talin er ■fæðingarborg Kolumbusar var hvað mest um dýrðir. Borgar- stjórinn þar, Augusto Pedulla lét svo ummælt ,að það sem kæmi sér hvað mest á óvart væri, Jhvað fréttin væri lítil frétt. Árum saman hefði alltaf öðru hverju verið þyrlað upp heilmiklu moldviðri út af ferðum Víkinga fyrr á öldum. í sama streng tók Ignazio Oreste Bignardelli, prófessór — hann sagði, að landabréfið væri engin ný uppgötvun — um það hefði verið fjallað á alþjóðlegum fundum sagn- fræðinga o gfræðimanna, án þess nokkrum úlfaþyt ylli. Annar fræðimaður í Genúa, Dr. Ettore Lanzarotto minnti á rúnasteininn, sem fannst í Minnesota árið 1898, með áletruninni: „Við erum átta Svíar og 22 Norðmenn á ferð í vesturátt í könnunarferð um Vínland“. Minnti hann á, að Þjóðminjasafnið í Washington hefði talið rúnasteininn ósvik inn forngrip, en margir nor- rænir fræðimenn hefðu efast mjög um að svo væri. Genúabúar steymdu þúsund um saman til Kolumbusar hússins á þriðjudaginn og að venju var haldin hin alþjóð- lega landkönnunarráðstefna. Að þessu sinni sat ráðstefn- una bandaríski geimfarinn, John Glenn, og tók hann á móti Kolumbusarverðlaunun- um, sem að þessu sinni voru veitt bandarísku geimförunum Charles Conrad og Gordon Cooper, sem lengur hafa verið í geimferð en nokkrir aðrir. Genúabúar hafa sjálfir átt í deilum um Kolumbus við ýmsa fræðimenn — ekki um það, hvort hann hafi fundið Ameríku, fyrstur manna, held ur hvort hann hafi í raun og veru verið fæddur í Genúa. Sesgja sumir fræðimenn, að hann hafi verið af ítölsku for- eldri, en fæddur í Portúgal eða Spáni. Því neita Genúa- búar að sjálfsöfðu harðlega — en þeir eru viðkvæmir mjög fyrir þeirri spurningu hvers vegna Kolumbus hafi ekki siglt frá Genúa í stað þess að fara frá Spáni. Sumir segja, að svarið sé einfaldlega á þá leið, að Genúabúum hafi þótt heldur lítið til Kolumbusar koma í þá daga — hafi sann- ast á honum sem fleiri, að enginn er spámaður í sínu föðurlandi. Á Spáni eru menn ekki að- eins argir út af fundi Vín- landskortsins — heldur ná ekki upp í nefið á sér af vonzku yfir þvi, að ítalir — einkum ítalskir ibúar Banda- rikjanna skuli gera svo há- værar kröfur til Kolumbusar og hlutverks Ítalíu í landa- fundi hans. Blaðið „ABC“ málgagn konungssinna, sem skrifaði mikið og ýtarlega um landabréfafundinn og skamm- aðist stórum orðum — sagði hann m.a. uppspuna, tilkom- inn af fjanösemi við. Spán — veldur sagði ,að*ítalir í Bandaríkjuon um vaði í villu og svima, e£ þeir telji sig geta átt heiður- inn af landafundi Kolumtous- ar. „Að segja, að Spánverjum beri ekki heiðurinn af upp- götvun Ameríku ,er eins og að segja að Þjóðverjar hafí. unnið heimsstyrjöldina síðari af því að Eisenhower renni þýzkt blóð í æðum“. í fyrir- sögninni á forsíðu „ABC“ sagði: „Yale háskóli grefur upp lík gamallar og óvinsæll ar þjóðsögu". Síðan rakti blaðið kortafundinn með ýms um ummælum og birti skrípa mynd sem sýnir norræna víkinga rifast um, hvert næst _ skuli halda í sjóferð. Segir víkingaforinginn við menn sína: „Ég segi ykkur satt, —• þetta þarna fyrir vestan er ekki ómaksins vert — en í suðri er land, sem enginn hefur veitt neina eftirtekt, kallað Torremolimos“. En þess má geta, að Torremoli- nos er baðstaður á Spáni, sem Norðurlandabúar hafa flykkzt til þúsundum saman á undan- förnum árum. Þá birtir blaðið einnig landabréf, sem það segir hafa verið teiknað af Martin nokkrum Behaim — eða Mar- teini frá Bæheim — um árið 1485, sjö árum áður en Kol- umbus hélt upp í sína ferð. Segir blaðið, að á Yale-kort- inu sé ekkert að finna, sem ekki hafi verið á korti Mar-. tins Behaims, nema nafnið Vínland sem komi í stað nafnsins Baffinsland. (sjá mynd). Er rætt um kortin frá ýmsum hliðum og sett fram ýmis rök- og niðurstaða blaðsjns er sú, að Víkingarnir hafi fundið Baffinseyjar í ís- hafinu rétt eins og Portúgalir hafi fundið Azoreyjar í At- lantshafi — og spyr: „En hvað kemur það við fundi Ame- ríku“. Loks segir „ABC“ að sá háttur, sem Yale-háskóli hafi haft á birtingu Vínlands- kortsins sé vægast sagt óvenju legur og bendir á, að það kunni að segja sina sögu, að milli þess, er Víkingar hafi átt að finna Ameríku og gerð ar kortsins hafi liðið um það bil jafnlangur tími og milli 12. október 1492 og dagsins í dag. Önnur blöð á Spáni tóku í sama streng og „ABC“ — Dag blaðið „Ya“ sagði m. a., að jafnvel þótt viðurkennt væri, að Víkingar hefðu fundið Ameríku væri ekkert eftir af þeim landafundi nema landa- bréf, nokkur skjöl og dálítið af ryki. Af afreki Spánverja hinsvegar hafi orðið til Ame- ríka öll — og án þess væri nú enginn Yale-háskóli til. í París lögðu blöðin einnig orð í belg um landatoréfafund inn og deilurnar út af honum. Meðal annars sagði „Le Monde“ í ritstjórnargrein ,að það væri eins með Kolumbus og Shakespeare, að sífellt væri verið að efast um, að þeir væru höfundar afreka sinna. Á hverju ári, er nálg- aðist 12. október ,væri grafinn upp einhver norrænn ferða- langur ,eða kaupmaður frá Feneyjum — eða spánskur fiskimaður, er hefði átt að finna Ameríku á undan Kol- u.mbusi. Sagði blaðið, að vissu lega væri þetta skiljanlegt, ef deilum aö - Vínlandskortiö — viöbrögö víösvegar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.