Morgunblaðið - 16.10.1965, Side 16

Morgunblaðið - 16.10.1965, Side 16
16 MORGU N BLAÐIÐ Laugardagur 16. október 196S Útgefandi: Framkvæmdastj óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. MENNTASTEFNA í MÓTUN ríkisstjórnarinn- ar, sem forsætisráðherra flutti á fundi í Sa'meinuðu Al- þingi sl. miðvikudág, hefur mikið verið rædd manna á meðal, og þykir þar margt athyglisvert koma fram. Sér- staka athygli vekur, hve mikil áherzla er lögð á menntamál- in í yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar, og sýnir það glögglega, að stjórnin hyggst gera nauð- synlegar endurbætur á fræðslukerfinu og öðrum þátt um skólamála, svo að það fullnægi kröfum nýrra tíma. í yfirlýsingunni er greint frá því, að heildarendurskoðun muni fara fram á þeim þátt- um skólalöggjafarinnar, sem ekki hafa verið endurskoðaðir á undanförnum árum, Hér er um mikilsvert fyrirheit að ræða, og er þess að vænta, að þessari endurskoðun verði flýtt svo sem unnt er. Að und- anförnu hafa ýmsir aðilar starfað að athugunum á menntamálum og einstökum þáttum þeirra, en skipulögð og samfelld heildarendurskoð un hefur ekki farið fram. Þá er því heitið að settar verði nýjar og einfaldar regl- ur um samskipti ríkis- og sveitarfélaga um stofnun og rekstur skóla og endurskipu- lagningu yfirstjórnar fræðslu mála. Hér er einnig um mjög mikilsverðan þátt skólamál- anna að ræða. Svo sem kunn- ugt er leggur ríkið fram fé til móts við sveitarfélögin til bygginga skóláhúsá, en sjálf- sagt er, að þau samskipti, sem þar fara fram séu sem ein- földust og báðum aðilum hag- kvæm. í yfirlýsingunni eru ákvæði um að teknar verði úpp vís- indalegar rannsóknir á skóla- og uppeldismálum. Hér er vafalaust um að ræða eitt allra mikilvægasta atriðið í sambandi við skólamálin. Sannleikurinn er sá, að breyt- ingar eru svo örar, að ekki er hægt að fylgja þeim eftir í skólamálum, og menntun, nema stöðugt sé unnið að rannsóknum á þeim efnum. Þess vegna hefur komið fram hugmynd um rannsóknar- stofun fræðslumála, og er þess að vænta, að þeirri hug- mynd verði gaumur gefinn í þeim athugunum ,sem fram munu fara á vegum ríkis- stjórnar og Alþingis í sam- bandi við þetta mál. Gerð verður framkvæmda- áætlun um skólabyggingar á næstu árum, og verður stefnt að því að fullnægja með skipulögðum hætti þörf fyrir skólahúsnæði á öllum skóla- stigum. Auðvitað verður ekki unað við það ástand, sem er í einstökum sveitarfélögum, í húsnæðismálum skóla, og þess vegna ber að fagna því, að ríkisstjórnin hyggst nú beita sér fyrir skipulags- bundnu starfi til þess að tryggja að jafnan verði fyrir hendi nægilegt skólahúsnæði á öllum skólastigum. En til þess, að svo megi verða, þarf að gera ýmsar athuganir á væntanlegri fjölgun skóla- nemenda í landinu, í einstök- um landshlutum, og í ákveðn- um aldursflokkum. Loks skýrði forsætisráð- herra frá því í yfirlýsingu sinni á fundi Sameinaðs Al- þingis, að athugun mundi fara fram í samráði við há- skólaráð, á nauðsynlegri efl- ingu Háskóla íslands á næstu árum. Hér í Morgunblaðinu hefur verið rakin ítarlega nauðsyn þess, að stórefla há- skólann, fjölga kennslugrein- um, bæta húsnæði og starfs- aðstöðu kennara og stúdenta, og þess vegna er því vissu- lega fagnað, að fyrirhugað er stórátak í þessum efnum í samráði við háskólayfirvöld. Háskólinn er þjóðinni svo dýrmæt stofnun, að leggja verður megináherzlu á að allur aðbúnaður hans sé með þeim hætti, að hann geti gegnt hlutverki sínu á sóma- samlegan hátt. Svo sem fram kemur í þessu, hefur ríkisstjórnin á- kveðið að beita sér fyrir mjög víðtækum úrbótum í fræðslu- og skólamálum. Greinilegt hefur verið af þeim miklu umræðum, sem fram hafa farið að undanförnu um menntamál, að almennur skilningur er fyrir nauðsyn- legum endurbótum í þeim málum. Kíkisstjórnin þefur með yfirlýsingu sinni á Al- þingi um menntamálin, tekið forystu um þær endurbætur, og munu menn vissulega fagna því framtaki og vænta þess, að það verði til að móta nýja menntastefnu í sam- ræmi við kröfur nýrra tíma. ALMENNINGS- HLUTAFÉLÖG VERÐA AÐ VERULEIKA i Morgunblaðinu í gær var ^ frá því skýrt, að Bíla- smiðjan hefði ákveðið að end- Tigrisdýrið er kannske ekki ýkja öflugt Efiir Whilliam S. White SANNLEIKURINN um Rauða Kína, svo að notazt sé við orð Sir Winstons Churchills um Rússa undir stjórn Stalíns, er að það er gáta vafin í spurn- ingu, þ. e. hulin ráðgáta. Um- heimurinn — ekki einu sinni Sovétríkin, ef dæma má af orð um sovétmanna erlendis — hefir engar öruggar upplýsing ar um þessar víðáttumiklu, hryllilegu, ógnandi fangabúð- ir kommúnistakenninga, sem framkvæmdar eru út í ómann úðlegustu æsar. Þær vafasömu upplýsingar, sem hægt er að skeyta saman, eru í þvílíkum brotum, að slíks eru engin dæmi, og svo margvíslegum vafa bundið, að menn hafa aldrei kynnzt öðru eins. En þrátt fyrir þetta hafa menn þó óljósa tilfinningu um það — og það er í rauninni fremur hugboð en mat — að kínverska tígrisdýrið sé fjarri því að vera eins máttugt og lengi hefir verið óttazt. Menn gera sér jafnvel nokkrar vonir — einnig þeir, sem eru yfirleití bölsýnir — um að kommúnistaleiðtogarn- ir kínversku eigi í miklum erfiðleikum heima fyrir og hafi jafnvel hætt sér út á hál- an ís, þegar þeir ýttu undir innrásarfyrirætlanirnar í Suð- ur-Víetnam. Má með öðrum orðum segja, að ef til vill sé dagur heiðarlegs friðar í Viet- nam ekki eins óskaplega langt undan og hefir verið nær almennt álitið meðal vest- rænna þjóða upp á síðkastið. Þótt leggja verði áherzlu á, að þessar bollaleggingar eru algerlega lausar við opinber tengsl, og að embættismenn í Washington bera á engan hátt ábyrgð á þeim, er rétt að lesa ræðu, sem Cyrus Vance, að- stoðarlandvarnaráðherra flutti nýlega, með meiri eftirtekt, en hún hefir raunar vakið. Vance hvatti Norður-Víetnam búa til að hirða ekkert um kínverska kommúnista, sem hafa verið húsbændur þeirra, og leitazt við að ná mann- ^æmandi friði af eigin ramm- leik. Skynsamlegt mundi fyrir þá að hugleiða, sagði hann, hvort þeir þjónuðu í raun og veru eigin hagsmunum með því að halda uppi innrásarað- gerðum fyrir annan aðila, því að stríðið ge'gn Suður- Víetnam væri í rauninni að- eins í þágu Kínverja. En hvað sem öllum ræðum líður, þá hafa komið í Ijós ýmsar augljósar og óbreytan- legar staðreyndir, sem ýta und ir grun um, að Kínverjar stefni í rauninni ekki að þeim miklu úrslitaátökum við Vest- urlönd, sem þeir hafa lengi haft svo hátt um, að sé bæði nauðsynleg og óumflýjanleg. Rétt er að benda á þá stað- reynd, að þótt hernaðarvið- nám Bandaríkjanna og Suður- Víetnams gegn innrás Norður- Víetnams fari í vöxt, hafa Mao Tse-tung. Kínverjar samt ekki sent fram hersveitir sínar, eins og þeir gerðu i Kóreu forðum. Þeir hafa talað um að beita valdi — og talað og talað. En þeir beita ekki valdinu, þótt þeir hóti því. Og þar virðist ekki brosleg bjartsýni að halda því fram, að hin n-víetnömsku verkfæri þeirra viti þetta miklu betur en við og gleðjist ekki sérstaklega yfir því. Kína reyndi að auka setn allra mest á vandræðin milli Indlands og Pakistans vegna Kasmír-deilunnar. En aftur kom í ljós, að Kina sagði miklu meira í sambandi við þetta mál og stuðning sinn við Pakistan, en það nokkru sinni stóð við. Hafi von Kínverja verið að kynda undir stór- styrjöld í Ásíu — með ann- arra aðstoð til að orsaka glund roða með litlum tilkostnaði — urðu þau endalok þeirrar von- Framhald á bls. 14. urskipuleggja fyrirtæki sitt, og bjóða starfsmönnum að gerast hluthafar. Hafa þegar fjörtíu af starfsmönnum fyr- irtækisins ákveðið að gerast hluthafar. Hér er um mjög athyglis- verðan atburð að ræða, og er nú orðið alveg Ijóst, að grundvallarbreyting er að verða á viðhorfum manna til stofnunar fjölmennra hluta- félaga og almennrar þátttöku í atvinnurekstri. Á undanförnum mánuðum hafa verið stofnuð mörg hluta félög, sem ýmist eru hrein- ræktuð alrhenningshlutafélög, eins og t.d. Hagtrygging h.f., sem telur nú 720 hluthafa, eða félög, sem í grundvallar- atriðum byggja á hugmynd- inni um almenningshlutafé- lög, þótt hluthafafjöldi sé enn nokkuð takmarkaður. Forsvarsmenn Bílasmiðj- unnar hafa nú ákveðið að færa út kvíarnar og bjóða jafnframt starfsmönnum sín- um að taka þátt í atvinnu- rekstrinum. Væntanlega er þetta fyrirboði þess, að aðrir fylgi á eftir, og að fyrirtæki muni í framtíðinni bjóða starfsmönnum sínum aðild að rekstrinum, og emnig öðr- um, ekki sízt, þegar um er að ræða endurskipulagningu og útþenslu á rekstri. Hugmyndin um almenn- ingshlutafélög er nú tvímæla- laust að verða að veruleika. Á aðeins örfáum mánuðum hafa verið stofnuð fjöldi fyr- irtækja, sem byggja á þeirri hugmynd. NÓBELS- VERÐLAUNIN ¥»au tíðindi gerðust í gær, að sænska Akademían út- hlutaði sovézka rithöfundin- um, Sjolokov, bókmennta- verðlaunum Nóbels. Morgun- blaðið telur, að rithöfundur- inn sé á margan hátt vel að þessum mikla heiðri kominn, enda hefur hann skrifað á- gætis verk úr sögu þjóðar sinnar, og hafa íslendingar kynnzt einu slíku verki, Lygn streymir Don, í ís- lenzkri þýðingu. Er sú í rúss- neskum anda, ef svo mætti segja, hún er liður í hinum \>r(J^ sagnastíl rússneskra hÆmennta. Nokkurn skugga ber samt óneitanlega á úthlutun Nó- belsverðlauna að þessu sinni. Áður hefur komið fram, að verðlaunaveitingin fari ekki eftir pólitískum sjónarmið- um, og má það vel vera. Samt er ástæða til að varpa fram þeirri spurningu, hvort Sjolo- kov hefði hlotið bókmennta- verðlaun Nóbels nú, ef Aka- demían hefði ekki fyrir nokkrum árum veitt Paster- nak þessi sömu verðlaun, og móðgað með því stjórnar- völdin í Sovétríkjunum. Má segja, að ekki sé alveg út í hött að geta sér þess "til, að Akademíunni hafi þótt á- stæða til að hafa betra sam- band við rússnesk stjórnar- völd en þær ýfingar sem urðu með Akademíunni og sovézk- um stjórnarvöldum vegna Nóbelsverðlauna Pasternaks. Það hlýtur einnig að verða rifjað upp nú, að gefnu til- efni, að rithöfundar í Sovét- ríkjunum samþykktu ein- róma að fyrirlagi flokksins, að fordæma veitinguna, þeg- ar Pasternak hlaut verðlaun- in og ekki skarst Sjolokov þá úr leik. Hann hefur þvert á móti alla tíð verið mjög hlýð- inn, allt að því undirgefinn stjórnarvöldum landsins, og hafa sumir komizt svo að orði, að hann hafi verið meiri Stalínisti á helstjórnarárum einvaldsins, en Stalín sjálfur. Fyrir þann þátt í ævisögu sinni vann Sjolokov hvorki til bókmenntaverðlauna né ann- ars heiðurs, sem frjálsir menn sækjast eftir og virða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.