Morgunblaðið - 16.10.1965, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.10.1965, Blaðsíða 30
MORGU N BLAÐIÐ £,augardagur 16. októlaer 1965 Keflavík gegn Akur- nesingum án Ríkhárðar Tvö af sterkusfu liðunum mætast í undanúrslitum Á MORGUN sunnudag fer fram naest síðasti leikurinn í knatt- spyrnu þessa árs. I»að er síðari leikurinn í undaiMÍrsIitum Bikar keppni KSÍ og eifiast við Kefl- vikinigar og Akurnesingar. Það liðið er sigrar mætir Valsmönn- um í úrslitaleik um bikarinn næsta sunnudag. Bikarkeppnin hefur ætíð sinn sérstæða blæ og þar er oft barizt á annan hátt en í deildakeppn- inni, ef undan eru taldir þar síð- ustu leikirnir sem kunna að ráða úrslitum. Bikarkeppnin er út- sláttarkeppni og þar af leiðandi einblína bæði lið á sigur. Sam kvæmt úrslitum íslands- mótsins eru bæði Akurnesingar og Keflvíkingar í „efri“ hluta 1. deildar, — höfnuðu í 2. og 3. sæti og liðið sem sigraði hefur þegar verið slegið út í Bikar- keppninni. Hér er því um að ræða leik milli félaga, sem ætla má að verði ekki auðveld bráð fyrir Val í úrslitunum, en Vals- imenn hlutu næst neðsta sætið í 4. ■ deildarkeppninni. Valsliðið sýndi það hins vegar í leiknum móti Akureyri að það getur bitið frá sér — og vel það. Akranesliðið verður nú að mæta til leiks án Ríkharðs, og er þar skarð fyrir skildi. En væntanlega sýna yngri mennim- ir hvað þeir geta og engin frétt yrði Ríkharði kærkomnari í sjúkrahúsið en að frétta, að strák amir, sem hann hefur þjálfað um 12 ára skeið, hefðu unnið. En sigurinn verður ekki auð- sóttur Akurnesingpm. Keflvík- ingarnir hafa fyrir nokkm náð sínu bezta formi og hafa sýnt leikni með slíkri frammistöðu, að maður freistast til að halda, að þeir séu bezta knattspyrnulið landsins á þessu tímabili ársins. En jafnvel þó einhver hafi þá skoðun,. gæti hún orðið haldlítil, því mörg góð lið heltast úr bikarkeppninni fljótt og eygja ekki bikarinn. Leikurinn á morgun er sem sagt óráðin gáta. Enginn veit hvernig Akranesliðið verður án Ríkharðar. Enginn veit heldur hvernig Keflavíkurliðið nær sér á strik, þegar það eygir vonina um bikarinn. Það er mikilvægi leiksins — og hvernig liðsmenn taka því — sem ræður úrslitum. Þetta verður sannkallaður bikar- leikur milli tveggja sterkustu fé laga landsins „yfirleitt". — A. St. Ef ólátaseggir í Napoli missa af liðsmönnum, ráðast þeir að þeirra uppáhald til að brjota. mannvirkjum — og mörkin eru (Myndin er tekin 1963. Lðgregla með vélbyssur og táragas verndar leikmenn lUiklar varúðarráðstafanir á ítalfu „SJÁIÐ Napoli ©g deyið“, er frægt vígorð ferðasikrifstofa. Þett.a ætti einnig að vera prerut- að á aðgöngumiða að kappleik ítala og Skota í undankeppni heimsmeistarakeppninnar, en leikurinn fer fram 7. des. n.k. Lífshættan er nefnilega til staðai'. ítalska lögreglan og for- ráðamenn leiksins hafa sett regl- ur sem eiga engan sinn líka í knattspyrnusögunni. Beðið hefur verið um aðstoð sterks lögreglu- liðs og kveðið er að lögreglulið- ið verði vopnað vélbyssum og táragassprengjum’ Og allur þessi viðbúnaður er gerður vegna gífurlegrar og mjög harðrar gagn rýni brezkra blaða út af óeirð- um, tómata- og flöskukasti er varð í leikjum Chelsea gegn Roma og Leeds Utd. gegn Turin í Torino um s.l. 'helgi. Urðu þar leikmenn fyrir margvíslegu að- kasti og skrílslæti * urðu svo af bar. • Ilörkukeppni. Brezku blöðin urðu æf af reiði. Og svar ítalskra leiðtoga eru þessar eindæma varúðarráðstaf- anir vegna leiks Skota og ítala 7. des. Skotar og ítalir eru sam- an í riðli í undankeppni heims- meistarakeppninnar. Leikir land anna innbyrðis ráða úrslitum um hvort þeirra kemst í lokakeppn- ina (að öllum líkindum). Báðir hafa nú 5 stig en ítalir eftir 3 leiki en Skotar eftir 4 leiki. — Við búumst ekki við ólátum eins og þeim er urðu í Róm. Við vonum að leikurinn verði góður og búumst við hörðum leik og miklum bardaga, segja forráða- menn ítalska knattspyrnusam- bandsins. — Við fullvissum alla aðila um að öryggisráðstafanir okkar munu duga, svo að hvorki leikmenn né áhorfendur munu verða fyrix óþægindum eða meiðslum. Framhaid á bls. 31. Beztu komast lið Evrópu látt í gegnum 2. umferð Dregið í 2. umferð í Evrópubikar keppninni DREGIÐ hefur verið um það hvaða lið keppi saman í 2. um- ferð um Evrópubikar meistara- liða, bikarmeistara og borgarliða. Fór drátturinn fram í Brússel á fimmtudagsmorgun. 1 2. umferð meistaraliða og einnig bikarliða eru 16 lið eftir í keppninni. Verð ur því um átta leiki (heima og Lifsu Ólympíuleikarnir: Það tekur sundfólk 3 vikur að aðlaga sig lofts’aginu — segir Furuhashi heimsmethafi fararstjóri Japananna HINN heimsfrægi sundmaður og margfaldur heimsmethafi, Japan inn H. Furuhashi er fyrirliði og fararstjóri japönsku sundmann- anna sem nú reyna aðstæðumar í Mexico City. Segir hann að lok inni reynslu siivni í hinni hátt liggjandi borg, að það muni taka sundfólk þrjár vikur að aðlagast aðstæðum sem það á að keppa við í Mexico City, en borgin liggur á 2279 m, hæð yiir sjávarmál. Furuhashi ko,m með átta manna lið til Mexico City 25. sept. Hann lét fólk sitt æfa létt fyrstu vik- una. Síðan var dagskráin erfið æfing tvisvar á dag í .tvær vikur. „Eftir þetta finnst mér fólkið ekki hafa aðlagast andrúmsloft- inu nema sem svarar 70%“ sagði FuruhashL „Allir sundmennirnir átta kvörtuðu um erfiðan andardrátt fyrstu dagana, sem þeir tóku erf- iðar æfingar. En þegar æfingum lauk 10 dögum seinna höfðu þeir en,gar kvartanir fram að færa“ sagði Furuhashi. Furuhashi spáði lakari tímum sigurvegara í sundinu í Mexico miðað við Tokíóleikana á öllum vegalengdum 400 m. og þar yfir. Sennilega munar 5—7 sekúndum í 400 m. sundi og um 30—40 sek. í 1500 m. sundinu. Einu veikindin sem japönsku sundmennirnir hafa orðið fyrir eru smávegis meltingatruflanir. Taldi Furuhashi að truflanirnar stöfuðu af loftslaginu, og þá aðal lega hversu þurrt það er. Sagði hann að sundmennirnir væru alltaf þyrstir og kannski mætti kenna þorstanum um maga- truflanirnar. heiman) að ræða og á þeim að vera lokið fyrir 15. desember. Handhafar Evrópubikars meist araliða, Internationale Milan hafa fengið rúmensku meistar- ana Dinamo Bukaresti, sem mót herja. Inter Milan þurfti ekki að taka þátt í 1. urúferð keppninn- ar og ekki er talið að þeir muni eiga í erfiðleikum með rúmensku meistarana, sem slóu dönsku meistarana Odense Boldklub úr keppninni með 7—2 samanlagt í tveim leikjum. Benefice o,g Manchester United sem talin eru vera sterkustu mót herjar Milan um Evrópubikarinn voru einnig heppin með úrslit dráttarins. Portúgalarnir mæta Levski frá Sofia (Búlgaríu) og Manc. Utd. mætir a-þýzku meist urunum ASK Vorwaerts. West Ham sem sigraði í keppni bikarmeistara í fyrra drógst nú móti griska liðinu Olymikos. Drátturinn fór annars á þessa leið: Evrópubikar meistaraliða: Kilmarnock (Skotl.) — Real Madrid. ASK Vorwaerts (A-Þýzkal.) — Manch. Utd. Derry City (N-írland) — Anderlecht (Belgía). Partizan (Júgóslavíu) — Werder Bremen (V-Þýzkal.) Sparta Prag (Tékksl.v.) — Gornik Zabrze (Pólland). Dinamo (Rúmenía — Inter Milan Levski (Búlgaría — Benefice. Fernecvaros — Panathinaikos (Grikklandi). Evrópukeppni bikarmeistara: Dukla Prag (Tékk.) — Honved (Ungverjal.). Dynamo Kiev (Rússlandi). — Rosenborg (Noregi). Aarhus (Danmörku) — Glasgow Celtic (Skotlandi). Liverpool (Englandi) — Cardiff City (Wales eða Standard Liege (Belgía). West Ham — Olympikos (Grikkl. Aufbau (A-Þýzkal.) — CSKA (Búlgaríu). Stiinta Club (Rúmeníu) — Atletico Malrid (Spáni). Fyrsto fórnardýrið FRAKKINN Bernard Darmet varð fyrsta fórnarlamb keppn isaðstæðnanna i Mexico City þar sem OL-leikarnir verða haldnir 1968. Hann féll með vitundarlaus til jarðar að af- lokinni keppni í 4000 m. hjól- reiðum á „litlu Olympíuleik- unum“ á mánudaginn. Forystu menn frarrska hópsins gáfu honum þegar súrefni og hann kom til sjálfs sin og varð ekki meint af. Darmet varð annar í keppn inni á 4.58,6 mín, en sigur- vegari varð Guerra Ítalíu á 4.55,7. Finmski læknirinn Kaarlo Hartiala sagði á dögunum, að hann sæi greinileg slappleika- merki á sænsku og finnsku þátttakendunum í „litlu leik- unum“ eftir nokkurra daga dvöl í Mexico City, sem er í 2279 m. hæð yfir sjávarmál. Ennfremur sagði hann, aö mikill hluti 200 þátttakenda í „litlu leikunum" hefði melt- ingatruflanir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.