Morgunblaðið - 25.11.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.11.1965, Blaðsíða 12
MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 25. nóv. 1965 12 Deilan um búk Penkovsky E. Crankshaw ræðir ummæli sovézka s©ndi- berrans í London, og annarra, um bókina sú megiríhætta stafar atf deil- unum um bók Penkavsky (The Penkovsky Papers) ,að almenningur missi sjónar á boðskap honnar. Soldatav, sendiherra Sovétríkjanna í London, hefur lýst því yfir, að bókin sé uppspuni frá rótum; til þess hefur liann fullan rétt, og sennilega er það skylda hans, þótt aðferð hans bendi tiil, að stjórp Sovét- ríkjanna kiunni því illa, að gömul sár Skuli ýfð. í>að hef- ur ekki' komið fyrir áður, að taka þætti að mótmæla yfir- lýsingum þeirra, sem snúið hafa baki við Sovétríkjunum. Myndin skýrff. Aðrir, sem vita gjörla, að frásögn Penkovsky er sönn og rétlt, hafa látið óánægjuorð faila vegna þeas háttar, sem hafðiur hefur verið á við birt- ingu frásagnarinnar. Þannig hefur athygli manna verið diregin frá aðalatriðinu, þ.e., hvort Penkovsky sagði það, sem eftir honum er haft, og hvort það er satt. >að er gryfja, sem margir sérfræðing ar falla í; hliðstæð .dæmi um sérfræðinga í verkum Shake- speare og Biblíunm eru mý- mörg. Málið er mér skylt, þvi að ég ritaði formála að bókinni, þar sem ég fulilvissa lesand- ann um, að frásögnin sé sönn. >ví er það ekki miitt hlutverk að skrifa ritdóm um bókina. Hins vegar tel ég það ekki liggja utan míns verkahrings að fara nokkrum prðum um deilur þær, sem risið hafa í kjölfar útgáfu hennar. Últgáfufyrirtækið Collins sendi mér bókina í handriti. (Fram að því var mér ókunn- ■ugt um hana). Var ég beðinn að segja álit mitt á því, hvort frásögnin ætti við rök að styðjast eða ekki. Er ég hafði lesið handritið, lýsti ég þvi ytflir, að sanníeiksgildi þess væri yfir ailan grun hafið. Hr. Giibney segir í inngangs orðum sínum að bókinni, að Penkovsky hafi skrifað frá- sögn sína að næturlagi, í (þeirri von, að honum tækist að koma minnisblöðum sínum til Vesturlanda, áður en hann yrði tekinn höndum. Um það efaðist hann aldrei. Þetta fannst mér þó engu meginmáli skifta. Það er greinilegt, að þessi sérstæða, fræðandi frá- sögn, eða „hrærigrautur“ eins og ég nefni hana í formála mínum, er ekki samfelld, og ekki samin í einu lagi. Hlut- ar hennar eru skjöl, sem Pen- fcovsky hefur safnað, og fellt inn í meginmálið. Það kann að hafa verið hripað, eða les- ið einhverjum fyrir,_ í London eða annars staðar. Ég tel mig ekki geta fellt neinn dóm um, á hvern hátt maður með skap ferli Penkovsky, hefur brugð- izit við því ástandi, sem ríikti umhverfis hartn. Mér fannst það einnig litki máli skifta. Bödd þessa manns, sem njósnaði stöðugt um helztu leyndarmál lands síns, í 15 mánuði, segir sdna sögu. í>að er augljóst, að mik- ið af því, sem hann hefur rit- að, eða sagt, hefur verið feiiit niður — sennilega vegna þess, að um algjör ieyndarmál hetf- ur verið að ræða, eða vegna þess, að birting sumra hluta frásagnarinnar myndi hafa dregið mjög úr vinsamlegum samskiftum ríkja, sem leggja mifcla áherzlu á þau. Engu bætt viff. í formála mdnum benti ég á, að um úrfellingar væri að ræða — Okkur er þannig ekki skýrt náfcvæmlega frá þvi, á hvern hátt Penkovsky kom fregnum um Kúbudeiluna og Berlín áleiðis. Mér fannst það eðlilegt (Hins vegar varð ég að sann- færast um, að engu hefði verið bætt við hans eign orð. t>að er augljóst að hann átti sam- skifti við starfsmenn leyni- þjónustu Vesiturveldanna; þaðan hlaut frásognin að vera komin, og því gat verið um viljandi viðauka, eða failsanir, að ræða. (ÍÞeir, sem • spyrja, hví handrit Penkovsky hafi etoki verið ljósmyndað, gleyma því, að handrit má falsa). Ég komst að þeirri niður- stöðu að engu hefði verið þætt við, etf frá eru talin (sennilega) nokkur stuttorð skýringaratriði. Annað virtist sannindi, og hvert atriði, sem hægt hetfur verið að leita stað festingar á, hef ur staðizt prótf- raunina. f>að gegnir hins vegar öðru máli, þegar flella skal dóm um, hvort það, sem Penkov- sky sagði, var rétt og satit. Staðreyndir hans voru réttar og sannar, Iþó í huga verði að hatfa, hve miklu Penkovsky þurfti að létta af sér, við erf- iðar aðstæður. Hann hafði efcki mikinn tíma, og erfið- leikar hans voru miklir. Hins vegar finnst mér dómur sá, sem hann leggur á Krúsjeff, og þá sérstaklega afstöðu hans til styrjaldar, alrangur. Ég valkti á því athygli í for- mála mínium, og benti jafn- framt á, að það væri að öllum iíkindum eins farið um Pen- kovsky og aðra svikara, sem telja sig berjast fyrir réttum málstað: hann væri greinilega ek'ki í jafnvæigi. Hann lagði svo mikið hatur á Krúsjeff (ástæðurnar fyrir því rekur hann ekki; þær hafa greini- lega verið persónul egar). og skoðanir hans eru vatfasöm vísbending um raunverulega stefnumál forsætisráðherrans fyrrverandi. Stooðanir hans á því sviði varpa því raun- veruléga meira ljósi á skap- garð hans sjálfs, en stjórnar- list leiðtoganna í Kreml. Ég benti á, að notokrir svikarar á Vesturlöndium hefðu á sama hátt gert sér rangar hugmynd- ir um stefnu Breta og Banda- ríkjamanna. Meginkostur bókarinnar er lýsingin á njósnakerfi Sovét- rikjanna. Þar var Penkovsky öllum hnútum kunnnugur. J>á eru lýsingar hans á lifn- aðarháttum leiðtoga Sovét- ríkjanna ekki síður athyglis- verðar. Um uppljóstranir um njósna kerfi Sovétríkjanna er það að segja, eins og ég hef bent á í formálanum, að þar kemur ekki mjög margt nýtt fram. Aðrir hatfa sagt otokur svipaða sögu áður. Pentoovsky gat þó bætt mörgu við, því að hann gegndi trúnaðarstöðum, og var gæddur frábæru minni — og fylgdizt með öllu, sem gerðist, til hinztu stundar. Um lifnaðarhætti leiðtoganna E. Cranksliaw. vitum við aðeins nokkur ait— riði — en þau staðfesta margt af þvó, sem Penkovsky skýrir frá í smáatriðum, Framlag hans er mikið, og á það roá eklki varpa skugga. Hann slkýr ir frá miklu, í stuttu máli, og á mjög læsilegan hátt. Sannleikurinn um Sovétríkin. Um mótmæli sovézkra yfir- valda er það að segja, að l'íki þeim ekki sannleikurinn um land sitt, þá ættu þeir að breyta aðferðum sínum. >að er tími til þess kominn. Trúi þeir því, að þeir þurfi að halda áfram kalda stríðinu á þennan hátt, þá held ég, að um það verði bezt fjallað með orðum forsætisráðherrans ofckar: þeir þarfnast geðrannsóknar. Ég heiLd, að hver sá, sem tæki sér það fyrir hendur, banda- riska leyniþjónustan eða ein- hver annar, gæti náð mjög langt á því sviðL — Hvað segja þeir — Auður Auðuns Framh. af bls. 10. ann, frú Schwarzkaupt. Hiún er í Kristilega demókrata- flokknuim. Hún náði etoki Ikosningu í sínu kjördæmi síð- ast, svo talið var að hún ætti ekki aftuirkvæmt í stjómina, en tovennasamtökin munu hafa beitt sér mjög fyrir að svo yrði. Konum fækkaði nokkuð á þingi í síðustu kosn- ingum og eru mú innan við 40, en á þingi sitja 490 þing- menn og að auki 22 ráðgetf- andi frá Berlín. Af þeim hitti ég toonu tfrá Socialdemokröt- um, sem sitrax fékk viður- nefnið „Ungfrú (Bundestag“, af því hún þykir svo glæsileg. >ebta er ung toona og hagfræð- iinguir að mennt. 1 Köln átti ég bliulktoustund- arviðtal við framkvæmda- stjóra Samibanijs bæja í >ýzka landi. En þar í landi er fyirir- ikomulag svei tarstjórnarmála ekki aJils staðar það sama. Ríkin, sem eru 11 í Samlbands- lýðveldinu, haifa mjög sjáltf- stæða löggjöf í mörgum máL. um. Sambandislýðveldið sér um uitanríkismál, vaimarmál og íþess háttar, en í öðrum hetf- ur hivert ríki mikið sjálf- ræði. — Síðast var ég í Múnchen í 3—4 daga. >að er yndisleg borg, en ég var nokkuð seint á ferðinni til að fá sem bezt veður. A þestsum tíma árs er þar mikið um þokur, sagði frú Auður að lokum. Hún rómaði mjög móttökur. Alls staðar tóku fulltrúar frá Inter Nati- ones á móti henni við komuna og fengu henni leiðsögumenn. Og kvað hún ferðina hafa ver- ið hina fróðlegustu. — Ola Bielfveg Framhald af bls. 10. hefur mjög mikið að segja. í því samlbandi er rétt að minn- ast þess, að upphaf fyrstu Ibarnatannarinnar byrjar í fóstrinu þriggja mánaða, og því miki-lvægt að ekkert vanti í fæði móðurinnar, hvorki kalk, D-vítamín né annað. Fyrstu fullorðinstennurnar eiga líka rætur sínar að rekja til fóstursins 8 mánaða, en það eru svokallaðir 6 ára jaxlar. Bfnavöntun um með- göngutímann gerir barnatenn- urnar því strax lélegar. Síð- an þanf að byrja nógu snemma að bugisa um tennurnar í börn unum, Bursta þær? >að má byrja á því að hreinsa tenn- urnar í bömunum l-2ija ára, taka baðmull á pinna og nudda atf jöxlunum utanverð- ttm að minnsta kositi. Og venja svo krak’kana smátt og smátt á að burista tennurnar sjálf. — Og sælgætið? Er ekki meira sælgætisát á íslenzkum skólabömum en börnum í öðrum löndum, þar sem sjopp- ur em við nær hvern skóla? — Jú, það virðist anzi mik. ið um það. í Noregi er alger- lega bannað að borða sælgæti í skólanum og á skólasvæðinu og strangt etftirlit með að það sé ekki gert. Og einnig er þar fylgzt með því hvað börnin hafa með sér að heirnan og ætlazt tii að þau hafi epli eða gulrót með, til að borða síðast og hreinsa tennurnar. í raun- inni er ekki svo slæmt að Myriam Bat-Vosef verðlaunuð leyfa bömunum að borða svo- lítið sælgæti stöku sinnum, ef þau bursta tennurnar á eftir. En að vera sífellt að borða það eða annað á miíli mála, er afleitt. >á er sýrumyndun í munninum allan daginn. Hún byrjar 5 mínútum eftir að borðað er og verikar á gler- unginn í hálf tíma. Jafnvel þó að það séu ekki sytourefni, sem látin em í munninn, þá er það Slæmt. Matarleifamar setja húð á tennurnar, og bakteríur safnast að, einkum þar sem ójöfnur eru, munn- vatnið kemst ekki að og þar fá bakteríurnar gott tækifæri til að vinna á glerungnum. En að stinga upp í bam sæl- gæti, t.d. meðan það er að hlusta á barnatímann, og láta það bursta tennurnar á eftir, gerir ekkert til. — Heilbrigðar tennur hafa meira að segja fyrir heilsu fólks en það gerir sér grein fyrir, sagði Oli Bieltvedt að loikum. Aif tannskemimdium geta stafað magakvillar 0.0. Og mataræði hefur lang- mest að segja fyrir verndun tannanna. Sönnun um það er að á stríðsárunum, þegar mat- arskömmtiun var í Noregi, og ekki fengusit nema 25 gr. af sykri á dag og nær ek'toert sælgæti, þá minnkuðu tann- Skemmdir um helming, maga- kvillar minnfcuðu og æða- kölkun einníg. „SJÖVA” TRVGGT Eft VKL TRVOQT LISTAKONAN Myriam Bat- Yosef, sem er mörgum íslend- ingum kunn af sýningum sem hún hefur haldið hérlendis, tók nýlega þátt í hinni frægu al- þjóðlegu listsýningu ,,Biennale de París“, sem haldin er ann- að hvert ár. Sýningin var hin fjórða í röðinni, og tóku þátt í henni yfir 600 listamenn hvað- anæva úr heiminum. Verðlaun voru veitt fyrir málaralist, högg myndalist, tréskurðarlist, drátt- list, leiktjaldalist og kvikmyndir um myndlist. Meðal þerra, sem hin alþjóðlega dómnefnd sæmdi verðlaunum, var Myriam Bat- Yosef. Hlaut hún 1000 franka verðlaun fyrir dráttlist, og var eini þáttakandinn sem verðlaun hlaut í þeirri grein. Meðfylgj- and mynd er af einni penna- tekningu hennar, sem ber heit- ið „Rauða örin“. í sambandi við listsýninguna. sem fór fram í Nútímalistasafn- inu í París, var færður upp eins konar „ballett“ án tónlistar eft- ir Myriam Bat-Yosef, átta mín- útna sýning þar sem orð, hreyf- ingar og litir eru nákvæmlega jafnvæg. Á meðan ljóð eru les- in upp, túlkar dansari orð og hljóma með hreyfingum og ýms- um hlutum, sem listakonan mál ar fyrir framan áhorfendur í byrjun sýningar. Hefur komið til mála, að franska sjónvarpið láti gera litmynd af þessum sér- toennilega „ballett“, sem ber nafnið „Eryximaque". í nóvember í fyrra tók Myr- iam Bat-Yosef þátt í alþjóðlegri listsýningu í Tókíó, þar sem fram komu 160 listamenn, 70 þeirra japanskir, en 90 frá Ev- rópu. Listakonan kom fram á þessari sýningu sem fulltrúi ís- lands, enda er hún íslenzkur ríkist>orgarL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.