Morgunblaðið - 30.11.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.11.1965, Blaðsíða 8
8 MORGU N BLAÐIÐ Þriðju3agur 30. n'óv. 1965 Flestar þjóðir vilja taka upp hægri handar akstur í GÆR kom til umraeðu í Neðri deild stjórnarfrumvarpið um hægri handar akstur, er lagt var fram í síðustu viku. Dóms- málaráðherra Jóhann Hafstein fylgdi frumvarpinu úr hlaði og sagði að á Alþingi 1962-1963 hefði mál þetta verið til um- ræðu, en ekki hlotið afgreiðslu þá og árið 1964 hefði verið sam- þykkt þingsályktunartillaga þess efnis að skorað var á rík- isstjórnina að kanna þetta mál, og hefja aðgerðir. Umferðalaga- nefnd hefði undirbúið frumvarp ið og fengin hefði verið umsögn um málið frá þeim er helzt áttu hagsmuna að gæta, og hefði það verið sammála skoðun þeirra að æskilegt væri að taka upp hægri handar akstur. Deila mætti um hversu mikla hagnýta þýðingu það hefði fyr- ir okkur að taka upp hægri þar sem eyríki sem ísland væri handar akstur. í annarri aðstöðu en þau lönd sem eiga samliggjandi landa- mæri. Það hefði hins vegar ver- ið þróunin að allar þær þjóðir er búa við vinstri handar akstur taki upp hægri handar akstur og óneitanlega værj margt sem mæli með að slíkt yrði gert hér. Það færi stöðugt í vöxt, að ís- lendingar færu með bifreiðir sín ar til útlanda, eða leigðu sér bifreiðir þar og einnig leigðu útlendingar sér bíla hér í vax- andi mæli. Einnig mætti benda á að hægri handar umferð væri gildandi bæði á sjó og í lofti. Ráðherra sagði, að ef frumvarp þetta næði ekki fram að ganga nú, mætti ætla að löng bið yrði á því að þetta mál yrði aftur tekið upp ,en frumvarpið þyrfti gaumgæfilegrar rannsóknar við hjá nefnd þeirri er það fengi til meðferðar. Birgir Finnsson (A) kvaðst fagna því að frumvarp þetta skyldi vera lagt fram Þeir sem bezt þekktu til hefðú eindregið mælt með því að að breyting þessi næði fram að ganga og auk þess væru flestar íslenzkar bifreiðar byggðar fyrir hægri handar akstur. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs og var málinu vísað til annarrar umræðu og allsherj arnef ndar. VEGIR TEPPTIR VÍÐA UM LAND SUÐURLANDSVEGUR er nú sæmilega fær, allt að ölfusi, að því er Hjörleifur Ólafsson hjá Vegamálaskrifstofunni tjáði Mbl. í gær. Þó eru útvegir allir, eink- um þeir er liggja til sjávar ófær ir og þar á meffal Eyrarbakkaveg ur og Þorlákshafnarvegur. Mik- ill skafrenningur geisar nú á veg um sunnanlands og óvissa um færff. Vesturlandsvegur er illfær svo og Svínadalur en þar mun verða reynt að hreinsa af vegum á morg un. Þingmannaheiði er illfær og engum bílum rá'ðlagt að fara hana, að sinni. Ófært og illfært er í ísafjarðarsýslu. Sæmileg færð er þó á Blönduósi og út Strandasýslu. Firðir Norðanlands eru flestir mjög þungfærir, til dæmis er Skagafjörður aðeins fær stórum bíhim og hið sama gildir um Langadal. Hjörleifur Ólafsson tók það sér staklega fram, að bílum á leið- inni Akureyri—Reykjavík yrði veitt aðstoð í dag, og yrði bílum á sömu leið veitt aðstoð á morg- un, miðvikudag, og síðan yrði sá háttur hafður á, að veita bílum á þessari leið aðstoð einungis á þriðjudögum og föstudögum. Versta veður geisar nú á Aust urlandi og eru flestir vegir þar ófærir. Mun Vegagerðin veita bílum þar aðstoð strax og veður lægir. Ástandið er þó sýnu betra á Hprnafirði og er fært þaðan yf ir Lónsheiði allt til Djúpavogs. > Seyðisfirði, 29. nóv.: — HÉR Á Seýðisfirði ríkir nú al- gjört öngþveiti. Fóru menn héð- an á jarðýtu til Egilsstaða á föstu dagskvöld til að sækja mjólk, en ýtan bilaði á leiðinni og var önn- ur ýta send frá Egilsstöðum á móti henni en hún bilaði líka. Viðger’ðarmenn voru sendir héð- an, en þeir gátu ekkert aðhafzt fyrir veðurofsa og urðu að snúa við. Hefur því bærinn veriS mjólkurlaus í þrjá daga og litlar líkur til að hann fái mjólk f bráðina, því ekkert bendir til a'ð veðrinu sloti í bráð. Tvö flutn- ingaskip hafa legið hér á Seyðis- firði í marga daga, og ætluðu upp haflega að taka síldarmjöl en ýtuna vantar til að rýðja veginn að mjölskemmunum. — Sveinn. Ný mál 4t f GÆR var lagt fram á Al- þingi frv. til laga um loðdýrarækt og eru flutningsmenn þess þeir Jónas G. Rafnar, Ingvar Gísla- son, Jónas Pétursson, Geir Gunnarsson og Pétur Sigurðs- son. Þá var einnig lagt fram frumvarp til laga um rafvæð- ingu Vestur-Skaftafellssýslu. Flutningsmaður þess frumvarps er Helgi Bergs og aðalákvæði frumvarpsins eru að Héraðsraf- magnsveitur ríkisins skuli leggja rafmagnslínu frá Vík í Mýrdal, er nái til allra byggðra býla í Álftaveri, Leiðvallarhreppi, Skaftártungu, Kirkjubæjar- hreppi og Hörgslandshreppi og að þeirri framkvæmd skuli lok- ið eigi síðar en á árinu 1968. Einnig var lagt fram nefndar- álit frá meiri hluta fjárhags- nefndar um frumvarp til laga Utan úr heimi Framhald af bls. 16 hili áður en haim náði tólf ára aldri. Þrettán ára skaut hann sinn fyrsta hlélbarða og hafði hann þá lengi í huga að gerast atvinnumaður í villi- dýraveiðum. Ekki varð þó úr því, þar sem faðir hans sendi hann aftur heim til Svíþjóðar til þess að fara þar í fram- haldsiSkóla. Að námi þar loknu gegndi hann herfþjónustu til- skilinn táma og innritaðist síð- an í liðstforingjasikólann sænska. Til Leopóldiville kom Stig von Bayer á vegum Samein- uðu þjóðanna 2ö. júlí 1960, en Kongó hafði hlotið sjálfstæði þá L júlí og logaði nú allt í ættbálka — og kyniþátta- deilum. Vegna málakunnáttu sinnar fékk hann fljótt ærið að starfa. Þegar á fyrsta degi var hann sendur út í hverfi Afrikumanna til að stilla þar til friðar og kom sér þá vel fyrir hann að geta talað við þá á þeirra eigin máli. Nokkr- tun dögum síðar var hann sendur til írsku hersveitanna í Kivu-toéraði, þar sem hann hafði alizt upp sem barn og þar fann hann atf tilviljun for- eldra sína, sem hann hafði ekki vitað, hvort væru lífs eða liðnir. Von Bayer og menn hans voru oft hætt komnir í Kivu- héraði og eitt sinn missti hann iríu menn í einni árás inn- fæddra. Segir margt í bófk- inni um þátt innfæddra töfra- um aukatekjur ríkissjóðs. Tvær breytingartillögur við það frum varp voru og lagðar fram. Þá kom fram nefndarálit frá meiri hluta landbúnaðarnefndar um frumvarp til laga um verð- lagningu landbúnaðarvara á verðlagsárinu 1965-1966 og mæl- ir hann með því að frumvarpið verði samþykkt óbreytt og einn- ig nefndarálit frá 1. minni hluta landbúnaðamefndar sem mælir með að frumvarpið verði fellt. Brotizt inn Brotizt var inn í Vogaskóla aðfaranótt sunnudags. Kjallara- rúða hafði verið mölvuð og far- ið þar inn um gluggann, en síð- an hafði verið farið víða um húsið og spjöll unnin á því. Leit virtist hafa verið gerð að ein- hverju verðmætu, en ekki var séð í gær, að neinu hefði verið stolið. lækna í átökunum, m.a. hvern iþátt þeir áttu í því að hvetja Afríkumenn til mannáts og blóðbaða. Meðan átökin um Elizabeth- ville í Katanga stóðu sem hæst, særðist von Bayer á handlegg. Lót hann það ekki á sig fá en hélt áfram að beita byssunni, með hjálp aðstoðar- manns, sem hlóð ífyrir hann jafnóðum. Eftir þetta var von Bayer ýmist kallaður „Kongó- hetjan“ eða „Brjálaði Svíinn". Þegar deildir úr Kongóher voru settar imdir ytfirstjóm hertforingja frá S.Þ. gegndi Stig von Bayer þar stóru og erfiðu hlútverki sem milli- göngumaður. í febrúar 1964 hafði von Bayer forystu um björgun trú- boðaflokfks eins bandarísks, undan hinum herskáu ung- mennaherflokkum uppreisnar foringjans Pierre Mulele og var þá sæmdur heiðursmerkj- um og hlaut sérstakar þakkir Bandaríkjaforseta. Á þeim fjómm árum, sem Sameinuðu þjóðirnar héldu uppi friðargæzlu í Kongó, tóku þátt í því starfi 93.000 hermenn frá 35 þjóðum. Eng- inn þeirra dvaldist þar þó eins lengi og Stig von Bayer. Hann tfór heim með þeim siðustu, 27. júní 1964. Þegar heim til Sviþjóðar kom, tók hann sér mánaðar leyfi en gerðist síðan sjálí- boðaliði í friðargæzluliði S.Þ. á Kýpur. Sjötugur: Jón Guðmundsson frá Stóra-Laugardal JÓN Guðmundsson, útvegslbóndi frá Stóra Laugardial í Tálkna- firði er sjötugur í diag. Hann fæddist í Stóra Laugardal 30. nóvemlber 1895, sonur hjónanna Svanlbargar Einarsdóttur og Guð- mundar Guðmundssonar, bónda þar. Jón ólst upp hijá foreldrum sínuim, og vandisit strax á unga aldri að vinna öli venjuleg störf í sveit og að stunda sjóróðra á opnum bátum. Hann eignaðist bát með bróður sínum Guðmundi, og byrjaði for- mennsku á honum aðeins 16 ára að aldri. Eftir það átti hann allt- af þá fleytu, sem hann stundaði sjóinn á vestra, en hann vax for- maður og útvegsbóndi í 33 ár á Suðuureyri við Tálknafjörð og á Patreksfirði. Stundium fluitti hann sig í Hlaðdbót við Amar- f jörð, þegar þar var fiskisælla en í Patreksfjarðartflóa. Jón var fyrstur manna í Tálfcnafirði til þess að setja vél í bát sinn. En árið 1919 átti hann bát sem hét Birgir og lét setja í hann Keil- benzínvél, en þá þóttu það mikl- ar framtfarir á þeim tíma. Hann átti Birgir í mörg ár og gerði hann út frá vori til hausts og var alltatf formaður á honum sjálfur. Hann var bæði dugnaðarsjósókn- ari og alltaf með aflahæstu for- mönnum í sínu byggðarlagi og oft atflahæstur. Á vetumar fór Jón suður á vertíð og var í mörg ár á skútum, línuveiðurum og síðast á tog- uruim. Árið 1945 flutti Jón með fjöl- skyidu sína til Reykjavíkur og hetfur heimili hans verið þar síð- an. Hann* gerðist fisksali og stundaði fisksölu í lö ár, eða til ársins 1960, en þá rak hann smá- söluverzlun um tíma, en er nú startfsmaður Fiskmiðstöðvarinn- ar hf„ og sér um útgerð báta sern fyrirtækið rekur. Jón tók strax virkan þátt í fé- lagsmáiLum fisksala. Hann hefur verið í stjórn Fisksalatfélags Reykjavíkur í 13 ár og lengst af formaður þess þann tíma. Hann var einn af hvatamönnum að stofnun heildverzlunar fislksala í Reýkjavík, Fiskmiðstföðvarinnar hf., hefur verið í stjóm hennar frá stofnun, þar til í sumar og Iformaður stjórnarinnar síðustu 5 árin. Hann lagði ávalt miikla vinnu 1 félagsmálin og fylgdi þeim eftir með festu og dugnaði. Á 25 ára afmælisdegi sínum 30. nóvember 1920, kvæntist Jón Halldóru Kristjánsdóttur, Arn- grímssonar, bónda á Sellátnum í Táiknafirði, merkiskonu og vel látinni af öllum sem þekkitu hana. Þau eignuðust fjórar dæt- ur, sem allar eru giftar og bú- settar, 3 í Reyfcjavík og ein í Kópavogi. Halldóra er látin fyrir 5 árum. Einn son eignaðist Jón uitan hjónabands, skipstjóra, sem er búsettur á HellissandL Við sem urðum þeirrar geetfu aðnjótancrí, að kynnast heimili þeirra hjóna, minnumst ávalt með Mýjum huga allra ánægju- stunda með iþeim hjónum, jafnt á heimili þeirra og utan þess. Og þá hvað helzt hvem samastað barnabömin áttu á heimili Iþeirra. En heirrni'lið bar áivalt vott búsmóðurunni með hrein- læti og hverskyns myndarskap, en húsbóndans dugnað og fram- takssemi. Við óskum Jóni hjartanlega til hamingju með þessi menku tíma- mót 1 lítfi hans, og óskum hon- um ánægjulegra lífdaga um ókomin ár. Jón dvelur í dag á heimili dóttur sinnar og tengdasonar að Goðheimum 9. B. G. Egilstöðum, 29. nóv.: — VETUR ER nú genginn í garð hér á Fljótsdalshéraði að því er virðist. Annars er veðrið sæmi- iegt í dag, en mjög kuldalegt út áð líta, enda frostið um 10 stig. Undanfarna fjóra til fimm daga hafa verið slæm veður með frost hörku, fjúki og fannkomu, svo að vegir hafa orðið ófærir hér um slóðir, eins og komið hefur fram í fréttum. Fkki er fært til fjarða eins og er nema á ýtum e'ða snjó bílum, en þangað mega vegir ekki teppast því firðirnir verða að sækja mikið af mjólk á Eg- ilsstaðL Á Upp-Héraði er þó ekki mjög mikill snjór og ekki á JökuldaL Á laugardagskvöldið fór bíll héð- an úr þorpinu alla leið í Aðal- ból og kom aftur á sunnudag og gekk ferðin vel. Og þá komu líka tveir bílar, sem tepptir voru á Jökuldalsheiði á leið austur. — M. G. Ófærð í IMesBcaupstað Neskaupstaff, 29. nóv. — Und- anfama daga hefur veriff hér hið versta veffur ,snjókoma og iðulaus stórhríff. Svo er nú kom ið, aff erfitt er að komast á bíl- um um bæinn, þótt tvær ýtur og snjóhefill hafl veriff aff verki mestallan sólarhringinn og reynt aff ýta snjó af götunum. Um sl. helgi voru hér átta flutningaskip, sem ýmist ætluðu að taka hér sjávarafurðir eða afskipa vörum. en mörg þessara skipa liggja hér enn, þar sem ekki hefur tekizt að afgreiða þau vegna veðurs og heldur ekki aðstaða til að afgreiða svo mörg í einu. Flestir síldarbátarnir, sem hér lágu, hafa nú haldjð suður á bóginn. Ekki hetfur enn tekizt að gera við háspennustrenginn frá Grímsá, sem bilaði fyrir nokkr- um dögum, og er alls óvist, hve lengi síldarbræðslan , fær að vera i gangi, ef ekki tekst á næstunni að gera við bilunina á strengnum. Síldarbræðslan, sem nú hefur tekið á móti 450 þús. málum síldar, á enn óbrædd um 30 þús. mál. Ekki hefur verið hægt að fljúga hingað í eina viku, og dagblöð höfum við ekki séð jafnlengi, og verður nýjabragð- ið komið af þeim, þegar þau berast loksins. — Á. L.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.