Morgunblaðið - 30.11.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.11.1965, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 30. nóv. 1965 UM BÆKUR Anna ENDURMINNINGAR. Poul Reumuert safnaði og gat út. Árni Guðnason íslenzkaði. Skuggsjá 1965. ANNA BORG hefur verið sterk- ur persónuleiki af bréfum henn- ar og endurminningum að dæma. Hún lifir fyrir listina og hrærist í listinni. Leiklistin er hennar hálfa líf. Hún elst upp á heimili, þar sem leikurinn er hið daglega brauð. Hún ræðst til náms í skóla Konunglega leikhússins í Kaup- mannahöfn, berst þar harðri bar áttu, einbeitir sér að markinu, hverfist inn í sjálfa sig. Markmið hennar er að verða hlutgeng leik-. . kona. í>að tekst. Hún giftist ein- um þekktasta og vinsælasta leik- ara Dana, Poul Reumert, heldur áfram að leika, og næstu árin er hún „ein af leikstjörnum Norð- urlanda," eins og Halldór Lax- ness kemst að orði. Þegar hún stendur á hátindi, þyrmir yfir hana veikindum. Það eru jafnvel horfur á, að hún stigi ekki framar á leiksvið. Góðhjart- aður læknir reynir að hugga hana með því að segja, að hún geti þá tekið sér eitthvað ann- að fyrir hendur. „Já, og ef þér missir hægri höndina og getið ekki framar skorið upp, þá er sjálfsagt nóg annað sem þér getið tekið yður fyrir hendur," svarar leikkonan, beisk 1 huga. Anna Borg sigrast á sjúkdóm- um þeim, sem hafa hrjáð hana. En samt er ekki allt sem áður — útlit hennar hefur breytzt. Gömul vinkona þekkir hana varla aftur: . „Nei, það getur ekki verið! Ég þoli þetta ekki,“ segir vin- kona hennar og liggur við gráti. „Og þér sem voruð svo falleg — ó, viljið þér ekki fá köku?“ Svo mikið er víst, að Anna Borg leikur ekki ungar stúlkur tframar. Hún verður að gangast inn í annars konar hlutverk. Þegar á reynir sannast, að vilja- þrek hennar er óhugað. Það skiptir mestu. Og Anna Borg heldur áfram að leika. í hverju er styrkur hennar eink um fólginn? Sá, sem hefur ekki af henni önnur kynni en þá litlu bók, sem hér er um að ræða, mun ef til vill dást að dómgreind hennar, öðru fremur. „Ég hef ekki,“ segir Poul Reumert, „í einu einasta þeirra imörgu opinskáu og einlægu bréfa sem hún sendi fjölskyldu sinni í Reykjavík með „skipinu", sem oft var viku á leiðinni, fund- ið minnzt einu orði á allt það Ihrós í hátíðaræðum og lof í leik- dómum og alla þá hrifningu í bréfum, sem hún átti að fagna fram til hins síðasta. Það hefði þó verið næsta eðli- legt og mannlegt að benda á um- mæli sem þessi: „Allar góðar vættir geymi Önnu Borg danskri leiklist." Eða: „Hún hefur til að bera hinn mikla einfaldleik, brennandi trú og fullkomna inn- lifun." Eða: „_En af öllum bar Anna Borg.“ Ég gæti fundið og tilfært aragrúa áþekkra ummæla, en ég geri það ekki, því henni • mundi ekki hafa þótt það sæma. vera bara gort.“ — Slík eru eftirmæli Pouls Reumerts. Og einnig segir hann: „Sú mikla persónulega hlé- drægni sem einkenndi Önnu Borg, var fyrir mér eitthvað mjög óvenjulegt og djúprætt — í samhljóm við áhrifaváld hennar og andans göfgi — sem aldrei mætti hrófla við, allra sízt með afskiptum af minni hálfu. En þessi ósigrandi hógværa þögli hennar olli þó við sérstakt tæki- færi, ekki aðeins mér heklur öll- um hennar nánustu, miklu hug- arangri og hafði í för með sér blygðunarkennd — því miður maklega — sem aldrei hefur horfið. Ég man nú ekki hvernig það kom til, en við kvöldborðið — það var 22. marz 1944 — sagði Anna allt í einu ósköp blátt á- fram: „f dag eru 25 ár liðin frá frumraun minni sem María í „Gálgamanninum." Við stein- þögðum — öll. Ekkert okkar hafði munað eftir þessum merk- isdegi." „Oft hefur verið um það tal- að,“ segir Poul Reumert enn- fremur, „hversu prýðilegt og mikill ávinningur fyrir hana það hljóti að hafa verið að hafa haft mig við hlið sér. Þessu er alveg öfugt farið. Það var ævinlega ég sem leitaði hennar ráða, og alltaf fékk ég þau, skarpleg og skýr. -Það er ómögulegt fyrir mig að gera grein fyrir hversu mikla þýðingu þetta hefur haft fyrir mig og starf mitt, en hún er víðtæk og ómetanleg. Bók Önnu Borg er samsett úr brotum: gömlum bréfum frá Önnu, sem hún skrifaði heim til Reykjavíkur og stuttum minn- ingaþáttum og smágreinum eig- inmanns hennar, Pouls Reumers, sem felldar eru inn í bókina til skýringar. Þessi brot, þó lítil séu, gefa þó furðuglögga hug- mynd um leikkonuna. Ekki eru minnst verð bréfin, sem hún skrifaði heim. Þar segir hún Sigríður Thorlacíus: MARÍA MARKAN, endurminningar. 173 bls. Setberg. Reykjavík 1965. „ÞAÐ var eldsnemma á sunnu- dagsmorgni 25. júní árið 1905, að vinnukona hjá Einari Markús- syni, verzlunarstjúra í Ólafsvík, kom inn til Sigiurðar sonar hans, og sá, að hann var vakandi. „Hvað er þetta, ert þú vakn- aður?“ ,Já, óflétis kötturinn vakti mig“, anzaði Sigurður, gramur yfir því að fá ekki að njóta blundsins. En það var ekki köttur, sem hafði vakið hann, heldur nýfaedd telpukorn, sem í skírn hlaut nafnið María. Þetta voru fyrstu ummælin um rödd Maríu Markan óperu- söngtoo*iu.“ Þannig hljóða ákáletruð inn- gangsorð að ævisögu Maríu Markan. Að loknum lestri bóik- arinnar kemur manni í hug, að nægilegt hefði verið að lesa 'þennan inngang. Sá, sem leggur á þá braut að segja ævisögu sína, hefur um leið undirgengizt óskráð viðskipta- lögmál. Hann verður að láta af hendi, það sem hann hefur fal- boðið. Hann verður að segja frá. Hann verður að leysa frá skjóð- unni. Hann verður að vera við því búinn, ef á þarí að halda, að gera einkamál sín opinber. Hann verður að búa sig undir að halda sýningu á hug sínum og hjarta. hug sinn. Þar er hægt að fylgj- ast með, hvernig hún leggur einkalíf sitt, bæði tíma og til- finningar, undir listina. Ungu fólki, sem nemur list, væri sjálfsagt hollt að lesa end- urminningar Önnu Borg. Því unglingum hættir oft til, sem von er, að einbiína á frægðar- ljómann, stjörnudýrðina, en sjást yfir baráttuna, þar sem hún er aldrei til sýnis. Þeir hvorki eygja né ímynda sér það strit og erfiði, sem að baki liggur. En sú þol- raun gerir frægðina, hygg ég, lít- ils virði í augum þeirra, sem hafa til hennar unnið. Af því frægðin er, þegar öllu er á botn- inn hvolft, eins og verðlaus pappír hjá gulltryggingu sjálfra verðleikanna. Ég geri mér í hugarlund — eftir bréfum og endurminning- um Önnu Borg að dæma, að hún hafi ávallt haft að markmiði að eiga lof skilið, en aldrei hirt um lofið sjálft. Um hlutdeild Pouls Reumerts í bókinni er ekkert nema gott að segja. „Oft og tíðum,“ segir hann, „hugsaði Anna Borg — með gleði og angurværð — til lands- ins í norðri, þaðan sem hún var komin.“ Poul Reumert er líka góður vinur íslands; skrifar hlýlega um land og þjóð. Sum ummæli þeirra hjóna bera með sér, að þau skrifa fyrir lesendur, sem vita fátt um landið og gera sér þar að auki rangar og — í mörgum tilfellum neikvæðar hugmyndir um það. Endurminningar Önnu Borg er • myndskreytt bók. Flestar eru myndirnar af leikkonunni í hlut verkum og sýna þannig hennar mörgu og misjöfnu gervi. Þýðandinn, Árni Guðnason, hefur unnið verk sitt af alúð. Erlendur Jónsson. Sem betur fer er enginn til slíiks neyddur. Hverjum og ein- um er í sjálfsvald sett að stein- þegja um öll sín málefni, ef hann kýs það heldur. En séu þau boð- in upp, verður viðkomandi að sínu leyti að standa við það upp- boð. Nú er ævi manna misjöfn að því leyti, að sumir lifa mestmegn- is opinberlega, aðrir einkalega. Sumir eru alltaf með hugann við einhver ópersónuleg málefni; hafa takmarkaðan áhuga á öðr- um hlutum. Aðrir lifa í eigin heimi og skyggnast Mtið út fyrir þann hring. Sótzt er eftir endurminningum fólks, sem lifað hefur óvenjulega reynslu. Listamenn eru þar ofar- lega á blaði, sem og annað „frægt fólk“. En jafnvel „frægt fólk“ hefur ökiki alltaf mikið að segja, þrátt fyrir margháttaða og stundum ævintýralega lífsreynslu. Sumir vilja hreinlega ekkert segja. Aðrir hafa í rauninni ekik- ert að segja, af þvi þeir hafa hvorki virt né veitt athygli því, sem í kringum þá hrærist . Endurminningar Maríu Mark- an eru rýrar í roðinu. Kannski er athyglisverðast i frásögn hennar, hve henni tekst að segja lítið, en þegja mikið. Helzt virðist loða í minni hennar ýmis hástemmd hróssyrði, sem um hana hafa verið sögð fyrr og síðar, samanber eftirfarandi frá- sögn hennar. Hún segir svo frá: „Skömmu eftir að við fluttum í Laugarnes, kom í heimsókn ljósmóðirin, sem tók á móti mér. Heyrði ég á tal hennar og móður minnar er þær voru að rifja upp draum, sem ljósu mína dreymdi, skömmu áður en ég fæddist. Draumurinn var á þá leið, að Ijósa mín þóttist vera að vökva blóm, og á meðal þeirra var stór og þroskamikil lilja, sem bar af hinum blómunum. Hlúði hún sérstaiklega að þessu blómi og sagði: „Þetta verður einhver stærsta lilja landsins.“ “ Þá minnist listakonan þess, að einhver hafi líkt rödd hennar við bráðið guil; og þannig mætti lengi telja. Ekki þarf að efast um að þess konar ummæli séu —: í endursögn hennar, dagsönn. En léttvæg verða þau sem uppi- staða heillar bókar þrátt fyrir það. Og brandarar listakonunn- ar, sem taka líka miikið rúm í bókinni — þeir eru varla fimm aura virði, hvað þá meir. Margar frásagnir listakonunn- ar bera helzt kejm af viðvanings- legum ritgerðum skólastelpna á fermingaraldri. Til dæmis segir hún á hálfri blaðsíðu frá Þórs- merkurför, sem hún fór eitt sinn á yngri árum sínum. Þessari hálfu síðu er eytt til að segja frá því fyrst, að María dettur af baki. Síðan ber hún karlmann á bakinu yfir læk. Og klikkar út með þessum orðum: „Þetta var skemmtilegasta ferð og mikið glens og gaman um hönd haft.“ — Ja, Skyldi það verið hafa? Nú má segja, að heimsMstar- maður, sem hefur víða farið og kynnzt fjölda fólks, hafi frá mörgu að segja, þó hann vilji ekki bera á torg eimkamál sjálfs sín. María Markan nefnir líka margt fóllk í bók sinni. En þar fer á sama hátt. Því eru sama og engin skil gerð. Við fáum að vita, hvenær og hvar og hvernig það kemur við sögu hennar sjálfrar, hvort það hefur reynzt henni vel eða illa og svo framvegis. Stund- um segir hún frá einhverjum nauðaómerkilegum atvikum, sem komu henni til að hlæja, í það og það skiptið. Að öðru leyti er allt sögufólk hennar með sama svipnum. Er þó ekki að efa, að margur í þessum hóp hlýtur að vera þess verður, að af honum fari saga nokkur. En það er eins og botninn detti hvarvetna úr frásögninni. „Mér er ekkj sérlega tamt að tjá þakklæti mitt í ræðu, og kaus ég heldur að þessu sinni að setjast við hljóðfærið og syngja „Draumalandið", “ segir lista- konan á einum stað. Þau um- mæli eiga ejnnig við endurminn ingar hennar. Henni er fyrirmun- að segja skilmerkilega frá. Hér skal tilfært smádæmi: María er á leið til Ástralíu, siglir með strönd Afríku, kem- ur vjð í Durban og segir svo um viðkomuna þar: ,,Reich skipstjóri átti þar norska vini, hjón, sem bjuggu í húsi utan i brattri fjallshlíð. Þaðan var einkar fagurt útsýni yfir borgjna og höfnina. Var tilkomumikið að horfa á ljósa- dýrðina í bænum að kvöldlagi.1* Hvað ber að ráða af þessari frásögn? Hefur Reich skipsstjóri lýst þessu fagra útsýni fyrir henni; er hún aðeins að endur- segja það, sem hann hefur sagt henni? Eða fór hún sjálf með skipstjóranum til vina hans og sá með eigin augum það, sem hún lýsir í endurminningum sínum? — Um það er lesandinn engu nær. Það er óþarft að taka fram, að María Markan hefur verið listakona í fremstu röð. Hún hef ur verið gædd frábærum hæfi- leikum. Hún hefur agað sjálfa sig undir strangri þjálfun. Bar- átta hennar hlýtur að hafa ver- ið ströng, sigrar óvenjulegir, Ævi hennar gæti verið viðhlít- andi bókarefni. En einhvern veg- inn er það svo, að endurminn- ingarnar fara fyrir ofan garð og neðan í bókinni. María Markan segir frá því, að hún ætlaði einu sinni sem telpa að gæða vjnstúlku sinni á jólakökusneið. Hún laumaðist með sneiðina fyrir aftan bak. En svo komu aðrar telpur og hrifsuðu af henni sneiðina. Það er ekki ósvipað laumu- spil, sem blasjr við augum í ævisögunni. María Markan held ur endurminningum sínum fyrir aftan bak. Þær komast ekki til skila fremur en jólakökusneið- in. Frásögnin af ráðnjng þennar við frægustu óperu heimsins — hvers vegna treystist listakon- an t.d. ekki að rekja hana sjálf, en lætur í þess stað taka hana upp úr ritinu Öldin okkar? Er það til að lesandjnn hugsi sem svo að þarna sé um að ræða sannan orðstír, en ekkert bévítis sjálfshól? Um starf höfundarins, Sigríð- ar Thorlacíus, er dálítið erfitt að dæma. Þó má telja líklegt að hún hafi unnið verk sitt sam vizkulega. Að minnsta kosti hef ur hún raðað efnjnu vel og skipulega. Ekki er heldur um að sakast, þó lítið sé smiðað úr litlu efni. Skal þó hvergi dregin fjöður yfir þá staðreynd, að það er höfundar, fyrst og síðast, að svara fyrir verk sitt, hvernig sem efniviðurinn er til kom- inn. Að útliti er bókin þokkaleg. Fjörutíu og fjórar myndir prýða hana. þar af níu myndir af söng konunni — einni saman. Erlendur Jónsson. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS RÍKISÚTVARPIÐ Kirkjufónleikar í Kristskirkju Landakoti fimmtud. 2. des kl. 21. Stjórnandi: Björn Ólafsson. Einleikarar: Björn Ólafsson og Josef Felzmann Rudolfsson. Einleikur á orgel: Árni Arinbjarnarson. Efnisskrá: Vivaldi-Molinari: Konsert fyrir 2 fiðlur og strengi í a moll Bach: Tokkata í f dur Bach: Aría úr svítu nr. 3 Franck: Sálmur í a moll Corelli: Consetto grosso (Jólakonsertinn). Aðgöngumiðar seldir í bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar og bckabúðum Lárusar Blöndal. Áskriftarskírteini gilda ekki að þessum tónleikum. „Einhver stærsta lilia landsins" 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.