Morgunblaðið - 24.12.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.12.1965, Blaðsíða 6
6 MORGU N BLADIÐ Föstudagur 24. des. 1965 FRÉTTABRÉF ÚR REYKHÓLASVEIT Miðhúsum, 20. des. 1965: HÉR í skammdeginu hefur verið öndvegistíðarfar og má segja að varla hafi sézt hér gráð á jörð hvað þá tneiri snjór. Nokkuð hef ur borið á rafmagnstruflunum að undanförnu og hefur fólk orð- ið að taka upp hjá sér kerti og þeir, sem lampa eiga orðið að leita að rommpúsinu, fægja glös, láta á þá olíu, svo hægt væri að tendra ljós. í síðasta fréttabréfi skrifaði ég upp kvæði úr fundargerð Sam- bands Breiðfirzkra kvenna, eftir frú Helgu Halldórsdóttur, en þar hafa slæðzt inn tvær villur. í fyrsta erindi stendur: Reýk- hólasveit, en á að vera Sveitin, og í síðustu línu fjórða erindis ! stendur goða tungumál en á að vera; góða tungumál. Ég bið skáldkonuna velvirð- ingar á þessum mistökum og bið þá sem hafa umrædda fundar- gerð undir höndum að leiðrétta þetta. Fyrir nokkru var haldinn fund ur í Bændaveri Reykhólasveitar að Hamarlandi. Vilhjálmur Sig- urðsson bóndi, Miðjanesi, hafði framsögu um verðlagsmál land búnaðarins. Umræður urðu mikl- ar og kom sú hugmynd fram frá Játvarði J, Júlíussyni bónda Miðjanesi, að Stéttarsamband bænda sækti um inngöngu 1 Al- þýðusamband íslands. Árið 1965, sem senn er að lfða hefur verið gott ár hér fyrir gróður og búfé. Bréfritari óskar lesendum árs og friðar. Sveinn Guðmundsson. Gísli Halldórsson Gísili skýrir þenna flótta, sem samfall alheimsins, bæði efnis og antáefnis að þyngdarpunkti al- heimsins. Bftir að Gísli skýrði fyrst frá hugmyndum símun (Vikan 4. feb. 1965) hefur það viljað til, að prófessor Hoyle hefur faiMið frá fyrri kenningum sínum (Newsweek 25. okit. 1965) og Ráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins var haldinn 14.-16. des. sl. Myndin er af íslenzku full- trúunum, talið frá vinstri: Henrik Sv. Björnsson, sendiherra, fastafulltrúi íslands hjá NATO, Tómas Á. Tómasson, sendiráðunautur, Emil Jónsson, utanríkisráðherra og Niels P. Sigurðsson, deildarstjóri. sé í stytzta lagi. — #g held jafnvel, að flestir njóti frídag- anna og hátíðarinnar mun bet- ur, ef þeir eru ekki of margir í röð. •^r Annríkið Samgöngur hafa veri'ð góðar og flestir eða allir, sem verið hafa fjarri heimilum sín- um, en ætlað að vera heima yfir jólin, hafa komizt leiðar sinn- ar. Og þrátt fyrir öll hlaupin, asann og annríkið finnst mér friður og ró hvíla yfir borg- inni. Umstangið og undirbún- ingurinn fyrir þessi jól hefur ekki verfð minni en áður. Mikið hefur verð verzlað og margir hafa komið einu og öðru í verk, sem lengi hefur átt að fram- kvæma. Allt á að gera fyrir jólin, öllu á-að kippa í lag, því að enginn vill láta óunnin verk trufla jólahaldið. Þá tökum við okkur hvíld og viljum gjarna Leynist í hverju hjarta Það er eftirvæntingin, til hugsunin um jólahátíðina, þenn an sérkennilega anda, sem sam einar hugi okkar, — hátfðablæ inn — sem veldur því, að allir taka þátt í jólaundirbúningi með glöðu geði. Að jafnaði eru það ekki hlutirnir, sem við kaup um, sem vekja mestu ánægjuna. En hin innri þörf okkar fyrir að gera jólahátfðina eftirminni- lega fær útrás í því að gleðja með gjöfum og lífga upp á umhverfið. Þessi þörf leynist í hverju hjarta. Og þar finnum við jólin og jólagleðina: Innra með okkur sjálfum, hvergi ann ars staðar. Jólin veiða ekki keypt. Þau fáum við ókeypis, eins og allar aðrar gjafir Guðs. Ég held, að við gerum okkur flest grein fyrir því þrátt fyrir að við gerum jólairmkaup. Gleðileg jól! Nýjar hugmyndir um alheiminn eftir Gísla Halldósson verkfræðing ÚT er komin hjá ísafoJdarprent- smiðju bæklingur á ensku eftir Gísli Halldórsson, verkfræðing. Kemur hann í helzitu bókaverzl- anir bæjarins í dag. Bæklingur þesisi fjallar um nýjar hugmyndir í stjömufræði, sem Gísli setur hér fram og er höfundur að. Em hugmyndir þessar andstæðar þeim hugmynd- um sem haldið hetfur verið fram af prótfessor Fred Hoyle og pró- fessor Gamow, þar sem ftótti hinna farlægu stjörnuikerfa hvers frá öðm er skýrður sem útþensla alheimsins. kenningar bæði hans og prótfess- ors Ganows verið gagnrýndar af hinum sænska eðlisfræðingi Hannesi Alfvén, sérsitaklega fyrir það, að í þeim er ekki reiknað með antíetfni sem nú hefur fræði- lega tekizt að sanna að er til. Bætolingur Gísla er aðallega hugsaður til að dreiíast erlendis, en jatfmframt fróður til afles'trar tþeim íslendingum, sem gaman hatfa af geimslkoðun og stjörnu- fræði og hugmymdum manna um alheiminn og þróun hans. Jóla- tónleikar * HINN 27. desember nk., eða þríðja í jólum, fer fram í Há- skólabíói Jóla-konsert, sem ætlað ur er ungu fólki, og þá sér í lagi þeim, sem hættir eru að sækja jólatrésfagnaði, en vilja fá eitt- hvað í þeirra stað. Þarna koma fram m.a. Ómar Ragnarsson, sem flytur jólalög með aðstoð barna- kórs, Savanna-tríóið, hljómsveit- in Dátar, sem leikur íslenzk nú- tímalög, hljómsveitin Tempó, sem ekki hefur leiki'ð opinberlega fyrr í vetur o. fl. Kynnir á. skemmtuninni verður Jónas Jón- asson, en konsertinn hefst kL 3 síðdegis. Savanna-tríóið syngur og leikur þjóðlög á konsertinum fyrir jólin, er leyst af hendi af nægju og kappi. Aðra tíma ársins mundum við vera fýld og jafnvel löt-við sömu verk. ^ Jólin ganga í garð Og jólin eru komin, enn einu sinni. Mér finnst svo stutt síðan við héldum síðast jól, að ég ætla varla að trúa þessu. Enginn vafi leikur samt á því lengur, áð jólin eru raunveru- lega komin. Og ekki vantaði blessaða blíð- una í gær. Vonandi helzt sama góða veðrið alla hátíðina, en gjarna mætti þó vera ögn meiri jólasnjór — a. m. k. hér syðra. ★ Fríið Að þessu sinni fellur sunnudagur inn í jólahátfðina svo að frí eru skemmri en oft áður. í rauninni er þetta löng helgi, ef svo mætti segja, því að nær heil vinnuvika fylgir í kjölfar jólanna. Ég er feginn. Þessi löngu frí gera menn að- eins lata — og við njótum há- tíðarinnar engu minna þótt hún hafa góða samvizku — vera ánægð með framkvæmdasem- ina. Af ánægju og kappi Þetta sýnir okkur bezt hve alvarlega við tökum öll jólin. Þrátt fyrir innkaupin og skrautið, sem margir óttast að skyggi algerlega á sjálfa jóla- hátíðina, er löngunin eftir friði hjartans á þessari hátfð svo mikil, að vjð viljum ekki láta neitt í umhverfinu naga sam- vizkuna. Allt verður að vera hreint og fágað — og það, sem trassað hafði verið áð dytta að og lagfæra frá því í fyrravetur verður að komast í verk fyrir jóL Þetta aðhald, sem jólin veita okkur er út af fyrir sig mjög gagnlegt. Hvernig væri það, ef við hefðum engin slílc tímatakmörk? — Og svo er þáð líka annað, sem ekki er þýðing- arminna: Öll þessi vinna og erf- iði, sem við leggjum á okkur Höfum flutt verzlun vora og verkstæði að LÁGMÚLA 9 Símar: 38820 (9—17) 38821 (Verzlunin) 38822 (Verkstæðið) 38823 (Skrifstofan) Bræðurnir Ormssonhf. Vesturgötu 3, Lágmúla 9. Sími 38820.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.