Morgunblaðið - 24.12.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.12.1965, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ! Föstudagur 24, des. 1965 Útgefandi: Framk væmdast j óri: Ritstjórar: Ritstj órnarf ulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 95.00 I lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Simi 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. Sú gleði er bezt „Trú hinu bezta. Gerðu gott við alla. Sú gleði’ er bezt, að hjálpa þeim sem kalla, og reisa þá, sem þjást og flatir falla“. Þannig kvað Matthías Jochumsson, hið mikla trúar- og kraftaskáld- í þessum orðum skáldsins felst í raun og sannleika kjarni boðskapar kristinnar trú- ar. Mennirnir eiga að trúa á mátt hins góða og gera hver öðrum gott. Hin sanna gleði er í því fólgin að hjálpa þeim, sem í nauðum eru staddir og þarfnast hjálpar. -K Enda þótt mennirnir séu misjafnlega trúaðir eins og það er kallað, lifir þessi boðskapur þó í hjarta hvers óspillts einstaklings. Helgisögnin frá Betlehem, sem er grundvöllur kristins jólahalds á sinn ríka þátt í að glæða hana, gæða hana lífsmagni, sem aldrei þverr. Boðskapur jólanna, hins fórnandi kærleika hljómar og skín gegnum aldirnar, gegnum þoku.efa og vantrúar. * Mannkynið lifir í dag stórfelldar breytingar og byltingar í skjóli tækni og vísinda. Mannlegt hyggju- vit og snilligáfa vinnur hvert stórafrekið á fætur öðru. Óravíddir himingeimsins eru sigraðar, nýir heimar opnast. En hvað stoðar það manninum ef hann bíður tjón á sálu sinni? Hvers virði eru afrek vísinda og tækni ef maðurinn megnar ekki að þroska anda sinn í svipuðu hlutfalli og þekkingu sína, og vald sitt yfir sjálfum náttúruöflunum? * Kjarni málsins er sá, að auðgun andans, efling þroskans og vaxandi máttur kærleikans til náungans verður að haldast í hendur við þróun tækni og vís- inda. Það er frumskilyrði þess að mannkynið geti haldið áfram að bæta og fegra líf sitt. Það er hlutverk kristinnar trúar og siðferðis- vitundar að hjálpa mannkyninu til skilnings á þess- ijm mikilvægu staðreyndum. Þess vegna getum vér ekki án hennar verið- Hún er jafn nauðsynleg í dag, á tímum velmegunar og allsnægtar og á dimmum og döprum dögum allsleysis og niðurlægingar. * Jólaboðskapurinn kemur með birtu og frið í sálina, boðar virðingu fyrir mannlegum tilfinningum og örlögum og hjálpræði til handa bágstöddum. „Trú hinu bezta. Gerðu gott við alla“. Það er í senn boðorð kærleikans og siguróður ljóssins yfir myrkr- inu, ekki aðeins myrkrinu við hið yzta haf, heldur myrkrinu og tortryggninni í sál mannsins. Sá sem lifir eftir þessu boðorði skapar í senn sjálfum sér og öðrum með því sanna lífshamingju, innri fögnuð og bjarta gleði. -K - Morgunblaðið óskar öllum lesendum sínum, sjó- mönnum á hafi úti, flugmönnum á langferðaleiðum, allri hinni íslenzku þjóð gleðilegrar og friðsællar jólahátíðar. Nýjársinnkaup í Moskvu. Rússar halda sína júlahátíö' um áramot UM þær mundir, sem allur hinn kristni heimur hefur sina jólahátið eru íbúar Sovét ríkjanna í óða önin að búa siff undir þeirra „jólasið", sem sé nýjárshátíðina. Þeir halda ekki jól .að kristinna manna sið — utan þeir sem halda enn tryggð við sína grísk- kaþólsku trú en þeirra jóla- hátið er samkvæmt grísk- kaþólsku timatali 7. janúar. En allur þorri Sovétbúa heldur áramótin hátíðleg með miklum glaumi og gleði, meiri en víðast annars staðar. Þeir dúka hlaðin veizluborð, dansa umhverfis' grenitré og vodkað rennur í stríðum straumum. Á heimilunum eru haidnar miklar og fjölmennar veizlur, sem bera fjárhag hvers meðal borgara ofurliði. Á veitingastöðunum eru einn- ig haldnar áramótaveizlur, sem standa yfir alla nýjárs- nóttina og forseti ríkisins flyt- ur áramótakveðjur til lands- búa í útvarpi og sjónvarpi. Nýjársinnkaupin hefjast um það bil tíu dögum fyrir há- tíðina og verzlanirnar eru opnar lengur en venjulega. Biðraðirnar lengjast með degi hverjum, en í Moskvu standa húsmæðurnar ekki í biðröð í von um að ná í lúxusvarnin.g til nýjársgjafa, heldur fyrst og fremst til þess að ná í sjald- séðar matartegu-ndir og um- fram allt nógan mat. Hver og einn reynir að ná sér í sem ríkuiegast og skemmtilegast veizluborð. Þær hafa sparað peninga mánuðum saman, ef til vill fara þær með allt að því mánaðarlaun mannsins í matinn einan, segjum hundrað rúblur, sem eru algeng laun miðstéttarmanns. Ekkert má vanta á nýjársborðið hvað svo sem það kostar — heldur að lifa á brauði og karftöflum í janúar. Fregnir frá Moskvu herma, að í ár virðist vöruúrval í verzlunum vera sýnu meira en undanfarin ár — og gæði varningsins allmiklu betri en fyrir aðeins einu ári. Hinsveg- ar veldur nokkrum vandræð- um, að hveiti er af skorn- um skammti, vegna slæmrar hveitiuppskeru. En þó getur meðalfjölskylda reiknað með því að fá tvö til þrjú kíló af hveiti, feem nægir í sæmilegan bakstur — þótt flestar vildu hafa meira við. Og þá er þess . einnig að gæta, að í verzlun- um er bæði meira og betra brauð en nokkru sinni fyrr. En mörgum þykir súrt í bfoti, hve lítið er um hinar þjóðlegu munaðarvörur svo sem kavíar krábba og lax. Mestöll fram- leiðslan er flutt úr landi eða seld þeim aðilum innan Sovét- ríkjanna, sem hafa ráð á er- lendum gjaldeyri eða hafa einhvers konar sérréttindi. Nýjárið er mesta hátíð Sovétmanna, jafnvel meiri en X. maí og 7. nóvember. Einnig hefur hún á sér skemmtilegan og sérstakan blæ, því að marg- ir gamlir rússneskir siðir hafa smám saman verið tengdir henni „Pabbi Frost“ — sem á rússnesku heitir Djed Moroz — og „Snjóflyksan" Snegor- otjka sækja heimilin heim. Það er dansað í kringum grenitréð, leiknir gamlir leik- ir og sungnar þjóðvísur. Til þess að auka enn á hátíðina eru haldnir basarar — fyrir þessi áramót verða a.m.k. tíu basarar í Moskvu. Eins og við undirbúning nýjárshátíðarinnar. Þeir þurfa meðal annars að verða sér úti um grenitréð, sem er ekki alltaf svo auðvelt í borgunum, þar sem eftirspurnin er miklu meiri en framboðið. 1 ár hafa yfirvöldin lofað að hafa til sölu 350.000 grenitré í Moskvu og hófst salan á þeim 20. des- ember sl. Þau eru að mestu seld í ríkisverzlununum, en einstöku framtakssamur ná- ungi, sem kann að hafa góð sambönd, hefur þau einnig til sölu. Þá eru til sölu í ríkis- verzlunum gervijólatré, sem eru nokkru dýrari, en endast að sjálfsögðu lengur. Á nýjárs kvöld er grenitréð skreytt. Börnin koma síðan í heimsókn hvert til anriars Og dansa í kringum það. Djed Moroz kemur og útbýtir gjöfunum og hvetur um leið hvern ein- stakan ungan Sovétborgara til þess að vera hlýðinn og góður á komandi ári. Algengustu gjafir, sem börnin fá eru sæt- indi, ávextir eða leikföng. Þegar börnin hafa fengið nýjársgjáfirnar, er lagt á borð. Álgengt er að nokkrar fjölskyldur komi saman til að eta og drekka, svo framarlega sem húsnæði er fyrir hendi, —en Rússar búa yfirleitt afar þröngt. En enginn háls má vera þurr, þegar gamla árið andar út í Sovétríkjunum. Maturinn er fjölbreyttur, gæs, kalkún skinka, pylsur, saitað- . ur fiskur, ýmiss konar salöt, ágúrkur og nýbakaðar nýjárs- kökur og pirogar. Klukkan hálf tólf lyfta menn glösum og skála fyrir. gamla árinu og haida því áfram, þar til klukk an í Frelsisturninum á Kremls múrnum hefur slegið sitt síð- asta högg kl. 12 — þá lyfta menn kampavínsglösunum og skála fyrir því nýja. Síðan er aftur sezt að snæðingi — og nú hefst máltíðin fyrir alvöru og getur staðið yfir í margar Framhald á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.