Morgunblaðið - 24.12.1965, Blaðsíða 8
8
MORGU N BLAÐIÐ
I
Fostudagur 24. des. 1965
Séra Jakob Jónsson:
Húmor og íronia í Biblíunni
Hr. JÓN Á. Gissurarson held-
ur því fram í grein í Morgun-
blaðinu í gær. að ég hafi í dokt
orsritgerð minni skipað orðum
Krists á bekk með kýmnisög-
um Gunnars á Selalæk. Auð-
fundið er, að sjálfa bókina hef-
ir Jón ekki lesið, en til bráða-
birgða gæti hann og aðrir
glöggvað sig á málinu með
því að líta yfir eftirfarandi grein
sem birtist í Stúdentablaðinu 1.
desember síðastliðinn.
Jakob Jónsson.
ÞAÐ er ekki auðvelt að rita
um húmor og íroníu á íslenzku.
Tungumál vort á engin orð, sem
svara fullkomlega til hinnar út-
lendu merkingiar eða hafa rétt-
an blæ. Auk þess mun flestum
koma saman um, að erfitt sé að
skýrgreina hugtökin á fullnægj-
andi hátt. f stórum dráttum tel
ég að skýra megi húmorinn
þannig, að frumtilfinningin sé
leikgleðin, glaðværðin, sem verð
ur húmoristisk, þegar hún bein-
ist að einhverju broslegu. Húm-
or er ekki einkenni á hlut, held-
ur er hann háður persónulegum
smekk og tilfinningum, að sínu
leyti eins og fegurðarskynið. Hér
kemur einkum þrennt til greina,
sem sé hugarástand mannsins,
viðhorf hans til hlutarins og við
horf hans til lífsins (Philosophy
of life). Se maðurinn illgjarn,
breytist húmorinn í háð, spé,
jafnvel kaldhæðni.
Próf Harald Höffding benti á
sínum tíma, á sambandið milli
húmors og lífsskoðunar, og hélt
því fram, að húmor gæti orðið
,,livsanskuelse“, eða ,,Lebensgef
iihl“. Þá er húmorinn svo rót-
gróinn í tilfinningalífi mannsins,
að honum er eiginlegt að sjá til-
veruna yfirleitt í ljósi hans. í
sönnum húmor er samúð, og
góðgjarnir menn brosa ekki eða
gleðjtast, nema það, sem brosað
er að, sé óskaðlegt. Menn geta
hlegið að óhöppum og ágöllum
náungans, jafnvel sinna beztu
vina og saklausra barna, en þó
því aðeins, að í vitundinni felist
fullvissa um, að óhöppin eða
ágallarnir séu þrátt fyrir allt
ekki þess eðlis, að óbætanlegt
tjón leiði af þeim. Þess vegna er
húmorinn eðlilegri hjá mönnum
með bjartsýna og samúðarríka
lífsskoðun og trú. Kristindómur
inn ætti því að skapa góð skil-
yrði fyrir húmor. en viar fjar-
lægur illgjörnu háði.
II.
Ironía er ekki jafn-háð til-
finningum og húmorinn. Hin
gríska „eironeia“ birtist bæði í
leikbókmenntum Forn-Grikkja
og í frásögnum Platós af Sókrat
esi. — ,,Alaðsón“, gortarinn,
monthaninn, hefir haldið sér
gegnum aidirnar í evrópskum
bókmenntum, og lætur töluvert
á sér bera hjá Moliére og Hol-
berg, og kemur ljóslifandi fram
hjá Matthíasi í Skugga-Sveini.
En andstæða gortarans og merki
kertisins er „eirón“. hinn yfir-
lætislausi, sem leynir á sér, en
gengur þannig frá gortaranum,
að hann fellur á sjálfs síns
bragði. Sókrates kemur fram
við spekinga sinnar aldar eins
og hinn fáfróði og fávísi „gang-
leri“, sem spyr vitringana í
þaula, þangað til þeir hafa sjálf
ir orðið berir að fávísi eða
heimsku. Þannig er íronía. Hún
^er í því fólgin að tala þvert um
hug sér, en ekki eins og hræsn-
arar tala þvert um hug sér, held
ur þannig, að allir geti séð, að
maðurinn meinar alveg þveröf-
ugt við það, sem hann segir.
Höffding hefir sagt, að íronía
sé alvara með ,,spaug“ að baki,
en að baki spauginu sé svo aftur
alvara. Íronía getur mótast af
allskonar tilfinningum, og falið
í sér húmor eða kaldhæðni eft-
ir atvikum.
III.
Getum vér vænzt þess að
finma húmor og íroníu í Biblí-
unni? Það þarf engum að koma
á óvart, þótt slíkri spurningu sé
svarað skilyrðislaust neitandi af
mörgum. Og til þess liggja ýms-
ar ástæður. Biblían er bæði sam
kvæmt trú Gyðinga (G.T.) og
Séra Jakob Jónsson.
kristinna manna (bæði G.T. og
N.T.) sérstök epinberun Guðs.
Það vill því gleymast, að hún
hefir sína mannlegu hlið, eins
og hverjar aðrar bókmenntir.
Ennfremur erum vér kunnugast
ir Biblíunni af helgilestri. Prest
ur. sem les texta- fyrir altarinu,
les „liturgiskt“, og þá hverfa
þau blæbrigði, sem annars birta
ýmiskonar tilfinningar, þar á
meðal tilfinningu húmorsins.
Loks er vert að veita því athygli
sem próf. Clavier benti á fyrir
alllöngu, að hin byzantiska
Kristsmynd hefir að mestu náð
yfirhöndinni í trúarlífi og kirkju-
legri túlkun, og hún er fjarri
því að vera sönn mynd meist-
arans og spámannsins, eins og
hann hefir hreyft sig í daglegu
umhverfi síns eigin tíma og í
átökum sinnar eigin kynslóðar.
— Sé ritskýrandinn aftur á móti
ekki allt of háður hinni byzant-
isku tegund Kristsmyndarinnar,
finnur hann sennilega, að Jesús
frá Nazaret var bæði spámaður
og rabbí, og notaði í predikun
sinni og viðræðum samskonar
r'æðustíl og fræðslu-aðferðir
eins og samtímamenn hans yf-
irleitt. Sá munur, sem er á hon-
um og þeim, liggur aftur á móti
í sérstöðu hans sem Messíiasar.
Vegn^ skyldleika hans við bæði
spámenn og fræðimenn, er því
eðlilegt að skýra húmor hans og
íroníu, sem finnst annars vegar
í Gamla Testamentinu og hins
vegar í hinum rabbinsku bók-
menntum, Talmud og Midrash.
Erfðir þessarra ritsafna eru svo
fornar, að mjög mikið af efni
þeirra á rætur sínar í andlegu
lífi Gyðinga fyrir daga Krists.
IV.
Við athugun á húmor og íroníu
Nýja testaméntisinS',-kemur í ljós,
að þar er um að ræða allmiklar
hliðstæður við hinn rabbinska
húmor. Mest ber á þeim í hinum
samstofna guðspjöllum þrem
(Matt., Mark., Lúk.). Jóhannes
hefir eiginlega lítinn sem engan
húmor, en mikið af sérstakri teg-
und af íroní. Páls-bréfin hafa
hvortveggj a, og þar er um að
ræða meiri persónuleg blæbrigði
en annarsstaðar í Nýja testa-
mentinu. Sérkenni hvers fyrir
sig verða tæplega skýrð í ör-
stuttri grein. En ég geri ráð fyr-
ir, að margir hafi einna mestan
áhuga á því að vita eitthvað um
húmor og íroníu Jesú. Ekki sízt
vegna þess, hvernig tekið hefir
verið til orða í dagblöðunum í
sambandi við bók mína um þessi
efni, vil ég taka það mjög skýrt
fram, að háð og spott finn ég
ekki í þeim orðum, sem guð-
spjallamennirnir leggja Jesú í
munn, en hann fylgir venju
fræðimanna í því að nota dæmi,
sem sýna ýmist broslegt fólk (frá
almennu sjónarmiði), brosleg at-
vik eða broslegar og fjarstæðar
hugmyndir. Það má heldur eng-
inn hugsa sér, að Jesús hafi stráð
„bröndurum" á báða bóga. Hann
gerir aldrei að gamni sínu vegna
húmorsins eða aðeins til þess að
koma mönnum til að hlæja. Hins
vegar notar hann í kennslu sinni
og predikun ýmiskonar „fígúrur“,
sem eru kímnilegar, ef þær eru
skoðaðar í réttu ljósi, og íronía
hans er þess eðlis, að oft verða
andstæðingar hans broslegir
vegna eigin aðgerða, líkt og spek-
ingarnir, sem Sókrates átti í
höggi við. Sjálfsagt eru sumar
samlíkingar hans og myndir til
áður, og aðrar eru þess eðlis, að
tilheyrendur gátu sjálfir lesið
eitt og anað inn í það, sem sagt
var, af því að þeir þekktu eitt-
hvað svipað í öðru samhengi. Ég
veit, að sumir hafa gert sér svo
óraunhæfa sætabrauðsmynd af
Jesú frá Nazaret, að ef hún væri
sönn, hefði hann aldrei verið lík-
legur til að segja neitt á þann
veg, að andstæðingum gæti mis-
iíkað, — hvað þá vakið aðra eins
baráttu og raun bar vitni um. En
Jesús var að því leyti líkur spá-
mönnunum gömlu, að hann gat
komið ónotalega við kaun þeirr-
ar þjóðar, sem hann þó elskaði
af öllu hjarta. Slíks má finna
dæmi í íroniskum myndum, er
hann bregður upp.
V.
Þeim, sem hefðu í huga að
kynna sér einstök dæmi um
húmor og íroníu í Biblíunni, vil
ég vísa til ritgerðar minnar, sem
nýlega er komin út hjá Menning-
arsjóði (Humour and Irony in
the New Testament, Illuminated
by Parallels in Talmud and Midr-
ash). En til skilningsauka á því,
sem að framan er sagt, nefni ég
einn texta, sem allir eiga að
þekkja, Matth. 25, 1—12. — Það
er sagan af hinum tíu meyjum.
Til að setja sig inn í, hvernig at-
vikið, sem þar er lýst, hefir litið
út í augum samtímans, má reyna
að gera sér í hugarlund, hvernig
svipað atvik — mutatis mut-
andis — líti út nú á dögum. Segj-
um, að svaramenn séu komnir til
kirkjunnar, en annar hafi gleymt
að hafa fataskipti, hlaupi heim á
síðustu stundu, og komi að lok-
um of seint. Það þætti sjálfsagt
ýmsum skopleg sjón að sjá kjól-
klæddan svaramann standa úti
fyrir luktum kirkjudyrum, þegar
allir aðrir eru inn gengnir. Þann-
ig er aðstaða stúlknanna fimm,
sem áttu að vera með í brúðar-
fylgdinni, en höfðu gleymt að fá
olíu á lampa sína. Nú er mjög
sennilegt, að sá, sem í slíku lend-
ir, eigi örðugt með að finna og
þaðan af síður að njóta hins
„skemmtilega“ í atvikinu, fyrr en
ef til vill síðar. Tilheyrendurnir,
sem upphaflega heyrðu Jesú
segja dæmisöguna, vissu vafá-
laust, að hverjum var stefnt.
Þarna gat „alaðsón", gortarinn og
hrokagikkurinn séð sjálfan sig,
— sá, sem taldi sig svo mikinn,
öruggan og vel búinn undir
komu guðs ríkis, að enginn vafi
væri á því, að öll hlið stæðu hon-
um opin upp a gátt. Hér er „hum-
oristikt“ atvik úr daglega lífinu
notað þannig, að úr því verður
íronía, sem beinist að sérstökum
fulltrúum hins andlega lífs. Það
getur svo auðvitað farið eftir
ýmsu, hvort þessir þættir mynd-
arinnar eru skynjaðir með þess-
um hætti, og auðvitað er dæmi-
sagan ekki sögð „til skemmtun-
ar“, heldur er smábroslegt dæmi
úr þjóðlífi samtíðarinnar notað
til að boða alvarleg sannindi, sem
í reyndinni geta fengið þann svip,
að gamanið fari að grána. Gildir
það jafnt, hvort sem sagan á við
reynslu þess manns, sem í dag
kennir sig útilokaðan úr samfé-
lagi Guðs ríkis eða dóm hins
efsta dags.
Jakob Jónsson.
(Ég bið afsökunaor á því, að í
grein þessari eru notuð erlendu
orðin húmor og íronía. Ég hefi
árangurslaust leitað hjálpar
margra ágætra íslenzkumanna,
en enginn hefir getað fundið ís-
lenzkt orð, er svöruðu til hinna
gefnu hugtaka).
- Utan úr heimi
Framh. af bls. 12
klukkustundir. Er þannig
haldið áfram að gera sér glatt
í geði yfir mat og drykk þar
til dagur rennur.
í veitinga- og kaffihúsum
eru einnig haldnar veizlur á
gamlárskvöld og nýjársnótt og
eru aðgöngumiðar að þeim
afar eftirsóttir. Þá eru kabar-
ett sýningar og dansaðir gaml-
ir rússneskir dansar með
miklum ,,bravör“.
Á nýjársdag, sem er al-
mennur frídagur, reyna flestir
að hvíla sig. Konur jafnt sem
karlar þurfa að mæta í vinnu
að morgni 2. janúar — en
börnin geta skemmt sér
nokkru lengur, þau byrja ekki
í skólanum aftur fyrr en 15.
janúar.
Þessa daga eru haldnar
miklar skemmtanir fyrir þau
-— í Georgísalnum í Kreml í
líkingu við okkar jólatrés-
skemmtanir, í íþróttahöllinni
eru skautaskemmtanir og í
Alexandersgarðinum u n d i r
Kremlmúrum geta börnin
reist sér snjóhús og keyrt um
í þríeykisvögnum.
„Fagnið! Ldlið gleðihrópin gjalla“
PÓLÝFÓNKÓRINN, með aðstoð 25 manna kammerhljómsveitar undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar, mun flytja þrjá þætti úr
Jólaóratóríunni eftir Johann Sebastian Bach í Kristskirkju 26., 27. og 28. desember kl. 6 síðdegis. Hinii* þrir þættir verða fluttir
sem heild sérhvern daginn og verða aðgöngumiðar seldir við innganginn. — Söngfólk haustið 1965:
Fremsta röð frá vinstri: Þórunn Halla Guðlaugsdóttir, Guðfinna Ólafsdóttir, Halldóra Guðmundsdóttir, Sólveig Hannesdóttir, Ás-
björg ívarsdóttir, Þórunn Guðbjörnsdóttir, Hildigunnur Ólafsdóttir, Anna Börk Guðbjörnsdóttir.
Önnur röð frá vinstri: Helga Gunnarsdóttir, Katrín Gísladóttir, Hrefna Sigurðardóttir, Hjördis Arason, Kristín Aðalsteinsdóttir,
Aðalbjörg E. Guðmundsdóttir, Ásta Thorstensen, Þóra I. Stefánsdóttir, Hafdís Ingvarsdóttir, Amþrúður Sæmundsdóttir, Engilráð
Óskarsdóttir, Sigríður Á. Þórarinsdóttir, Sigríður Bjarnadóttir, Hjördis Ólafsdóttir.
Aftasta röð frá vinstri: Guðlaugur Friðþjófsson, Njáll Sigurðsson, Jón Þorláksson, Friðrik Eiríksson, Hafsteinn Ingvarsson, Rúnar
Einarsson, Sveinn Rögnvaldsson, Hans Kr. Guðmundsson, Guðmundur Erlendsson, Almar Grimsson, Gunnar R. Sveinsson, Ólaf-
ur S. Jensson, Guðmundur Guð brandsson.